Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 1
fóðurvörur ÞEKKTAR., UM LAND ALLT (M[LLOFTIÆfí\ SUNDLAUGIN er eitt af mörgu, sem */Hótel Loftlelðir" hefur til síns ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En það býður líka afnot af gufubaðstofu auk snyrti-, hárgreiðslu- og rakarastofu. VISID VINUM A HÖTETr- LOFTLEIÐIR. „Þetta er staðurinn, fannst mér sagt við mig d Hjalteyri" Græn- lenzkir lernir GRÆNI.KNDINGAR kalla luiförnim) nagforalik, on þvi liofur v«“iift likf farift meft uaf'toralikinn f'rænlenzka of> örniiiii islen/ka: Báftir stofnaniriiir eru nærri út- rvniiiif'u. Nú liefur loks verift liafi/t lianda uiu aft vernda f'rænlen/ka arnarstofninn og lijarga lionunt. Þrir ljósmyndarar frá fuglafræðifélaginu danska, Lorenz Ferdinand, Benny Gensböl og Karl Holgaard, hafa dvalizt i Grænlandi þeirra erinda að gera kvik- myn, sem sýnir lif og hætti grænlenzka halarnarins. Landsráðinu grænlenzka var sýnd kvikmyndin vegna um- ræðna, sem uppi eru innan þess um friðun ránlugla, og er talið, að hún hali riðið baggamuninn og leitt til þess, að ernir á Grænlandi voru Iriðaðir. Myndin var sýnd i sjón- varpinu danska i sumar, og mun verða reynt að fá hana hingað til sýningar i sjón- varpi, ef kleift reynist. — J .11. Veitingahúsum leyfð hækk- un dfengisverðs Klp-Reykjavik-gær gaf dómsmálaráðuneytið út nýja reglugerð um sölu og veitingar áfengis. Með þessari nýju reglu- gerð fá veitingastaðir heimild til að leggja allt að 40% á kaupverð létt- vina, en 80% á kaupverð sterkari drykkja. Álagningin á léttu vin- unum var 26%, en 66% á þeiin sterku. Veitingamenn fóru fram á það við ráðherra, að þeir fengju að hækka álagninguna á vinið, þar sem þeir töldu sig hafa mjög svo tapað á hinum almennu hækkun- um á áfengi, sem komið hafa til framkvæmda á undanförnum mánuðum. Einnig sögðu þeir, að ef hækkun fengist yrði auðveldara að komast að samkomulagi við Félag framreiðslumanna, sem staðið hefur i verkfalli aö undan- förnu, eins og flestum er kunnugt. t gærdag var fundur hjá veitingamönnum, og tókst okkur þvi ekki að ná i talsmenn þeirra. Sá eini, sem við náðum tali af, var „hershöfðinginn við Austurvöll” Haukur Hjaltason i Oðali, og spurðum við hann , hvernig hon- um litist á þessa nýju hækkun og hvort þarna væri ekki kominn grundvöllur að samningaviðræð- um milli veitingamanna og þjóna. — Ég er ekki ánægður með þessa hækkun. Hún nægir ekki til að vega upp á móti þeirri skerðingu sem við höfum orðiö fyrir, sagði Ilaukur. En aftur á móti er þetta skref i rétta átt og ef við fáum að fara upp i 110% álagningu á sterku drykkina fyrir 1. júni næsta ár, þá verður þetta i lagi. Ég vona, að þarna fáist um- ræðugrundvöllur við þjónana. Þetta getur haft þau áhrif, að þeir fresti verkfallinu þar til heildar- kröfur verkalýðsfélaganna liggja fyrir, en að öðru leyti finnst mér ekki skapast neinn umræðu- Framhald á bls. 15. A Hjalteyri er rekið barnaheimili, sem er allfrábrugðið flestum barnaheiniilum öðrum á landinu. Þar hefur Einar Gislason kennari og Beverely, kona hans, og þær Torfhildur og Magnea Siguröar- dætur á eigin spýtur komið upp heimili fyrir börn, sem eru munaðarlaus eða hafa átt við örðugleika aft strfða á heimilum sinum. Þar eru nú tiu börn frá Akureyri og tvö úr Ilafnarfirfti. Styrks njóta þau ekki annars en eitt hundraft þúsund krónur frá Akureyrarbæ, auk þess sem þau fá meftlög með börnunum. — En þetta hefst samt með hjálp drottins, segir Einar. Oft höfum við verið i dálitlum vandræðum, en það hefur allaf rætzt úr þvi. Við konan min vorum á skóla i Bandarikjunum, þar sem við kynntum okkur starfsemi af þessu tagi. Auk þess unnum við um tima á barnaheimili svipuðu þessu, sem þau Ester og Arthúr Eriksson ráku um tuttugu ára- skeið á Flateyri. Þar vorum við eitt sumar, og þá skildist okkur, hvilik þörf væri á svona heimili. Börnin verða mislengi hérna hjá okkur, sum verða liklega allt fram á sextan ára aldur, en önnur verða skemur, allt eftir þvi hvernig aðstæður þeirra eru. Þau ganga i skóla hérna á Hjalteyri hjá séra Þórhalli og konu hans. Sum þeirra eru langt á eftir i skólanámi, og við reyn- um þá að styðja við bakið á þeim og veit þeim aukakennslu hérna á heimilinu þegar lokið er venju- legum skóladegi, og þau hafa fengið að leika sér úti við dálitla stund. Húsakynni hér eru ágæt, að okkur finnst. Landsbankinn á gamla Richardshúsið, sem við köllum hér, en það er frá sildarárunum, og hefur verið svo vinsamlegur að láta okkur það i té endurgjaldslaust. Hjalt- eyringar afa lfka tekið okkur fá- dæma vel og það er okkur mikið ánægjuefni. — Er ekki erfitt að reka slikt heimili án teljandi opinberrar að- stoðar? — Við njótum styrks frá Akur- eyrarbæ eins og ég gat um áðan, og svo fáum við meðlögin, en auk þess fáum við gjafir og fjárfram- lög úr ýmsum áttum, og það hefur aldrei brugðizt, að okkur hefur borizt það fé, sem við höfum þurft. Auk þess er i athugun að veita okkur rikisstyrk, svo að við kviðum engu, þótt við höfum marga munna að seðja. — Hvers vegna settust þið að á Hjalteyri? — Okkur langaði til þess að koma fót heimili af þessu tagi á Norður- landi og höfum leitað fyrir okkur allviða. Eitt sinn kom ég svo hingað til Hjalteyrar og þá fannst mér eins og ságt væri við mig: Hér er staðurinn. Það fór lika svo, þvi að 1972 opnuðum við heimilið hér og tókum við fyrstu börnun- um. — Hafið þið i hyggju að fjölga börnunum á heimilinu? — Þörfin er sjálfsagt fyrir hendi, en við teljum ekki heppilegt, að fleiri en 16 börn séu saman komin á heimilum af þessu tagi, sagði Einar að lokum. HHJ. i fyrradag lauk sprengingum i Oddsskarðsgöngunum. Göngin eru 440 metra löng, 4,30 á breidd og 5,30 á liæft. Erfitt var um vik vift sprengingarnar, þvi að bergið sem sprengt var i, andesit s.k., molnar illa, þegar sprengt er. Göngin verfta fóðruð meft steinsteypu til styrktar. Aftalverktaki er Oddskarftsverk. Oddsskarðsgöngin. Ljósmynd: Hermann Stelánsson. OLÍA VERÐUR SKÖMMTUÐ ÚT- LENDUM í HÖFNUM HÉRLENDIS VEGNA oliuskortsins, sem nú rikir i V-Evrópu og Bandarikjunum, hefur sú spurning vaknaft, hvort er- lendum togurum og skipum verfti gegndarlaust seld olia af okkar takmörkuöu birgð- um, hvort brezkir og v-þýzk- ir togarar fái hér afgreidda oliu umyrðalaust, og hvort stór flutningaskip geti sætt lagi og látift fylla oliugeyma sina liérna meft ódýrari oliu lieldur en fæst annars staftar i Vestur-Evrópu. Þegar þessar spurningar voru lagðar fyrir Björgvin Guðmundsson, skrifstofu- stjóra i viðskiptaráðuneyt- inu, sagði hann, að um sið- ustu helgi hefði verið gefin út tilkynning þess efnis, að vegna hins sérstaka ástands, sem riki i oliumálunum i V- Evrópu og Bandarikjunum, hafi viðskiptaráðuneytið ákveðið, að oliufélögin megi ekki selja oliu til erlendra skipa, nema með sérstöku leyfi frá ráðuneytinu. Verður að fá slikt leyfi i hverju ein- stöku tilfelli. Sagði Björgvin, að tilkynningin hefði verið send sýslumönnum og bæjarfógetum um allt land, og svo oliufélögunum. Viðskiptaráðuneytið 'mun svo meta það hverju sinni, hvort olia verður afgreidd eða ekki. Ráðuneytið getur sett þessi skilyrði, vegna þess að rikið flytur inn alla oliu, og sá innflutningur er háður innflutningslögum. Björgvin sagðist álita, að er- lend skip, sem islenzku skipafélögin eru með á leigu, myndu sitja fyrir, og ætti af- greiðsla þeirra mála ekki að taka langan tima. Beiðnir vegna stórra vöruflutninga- skipa, sem sjaldan kæmu hingað og tækju geysimikla oliu i tanka sina, myndu hins vegar verða athugaðar mun gaumgæfilegar. Hann sagð- ist álita, að almennt yrði ekki lengi verið að afgreiða þessi mál, en eins og áður sagði, verður þetta metið hverju sinni. Viðskiptaráðuneytið hefur ekki tilkynnt þessa ráðstöfun erlendum aðilum, en Björg- vin sagðist búast við, að oliu- félögin myndu sjá um þá hlið málsins. —hsA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.