Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 11
TÍMINN Laugardagur 24. nóvember 1972. Laugardagur 24. nóvember 1973. TÍMINN 11 10 Þessi mynd var tckin á æfingu, þegar hljómsveitin og söngkonan voru aö leggja siöustu hönd á undirbúning tónleikanna. Wilma Readirig: HAFNAÐI KVIKMYNDATIL- BOÐI VEGNA NEKTARSENA — Vann 1. og 2. verðlaun í alþjóðlegri sönglagakeppni — lék í kvikmynd með Omar Sharif Á miðvikudagskvöld hélt ástralska söngkon- an Wilma Reading hljómleika i Austur- bæjarbiói með aðstoð 18 manna hljómsveitar F.Í .H., en hún kom hing- að til lands á fimmtu- daginn, ásamt manni sinum og umboðsmanni Ray Lehr og hljóm- sveitarstjóranum og út- setjaranum John Hawk- ins, eins og þegar er kunnugt af fréttum. Wilma Reading er vel þekkt hér á landi. Hún hefur komið hingaö tvisvar áður og á siðasta ári eyddi hún jólaleyfinu sinu hér auk þess sem hún skemmti gestum Glæsi- bæjar. Við litum inn á æfingu hjá söng- konunni og hljómsveitinni að Hót- el Sögu á þriðjudagskvöldið og gátum náð tali af söngkonunni eitt augnablik milli hléa. — Hvernig stóð á þvi að þú komst hingað til lands i byrjun? — Við kynntumst Halldóri Júliussyni i Glæsibæ i fyrrasum- ar, þegar við vorum að skemmta i Kaupmannahöfn og hann bauð okkur að koma hingað til lands og skemmta hér. Seinna um sumarið vorum við svo stödd i Rio de Jan- eiro i Brasiliu og þar var ekkert talað um annað en skákeinvigið á tslandi milli Fischers og Spassk- ys, við fórum að rifja upp heim- boð Halldórs til tslands og ákváð- um að slá til. Þar sem við kunn- um mjög vel við okkur hér og eignuðumst marga vini, ákváðum við að koma aftur um jólin. — En nú stendur yfir þjóna- verkfall hérna, þiö hafið ekki látið það aftra ykkur? — Nei, enda vorum við svo önn- um kafin i Hollandi, þar sem við vorum að vinna að sjónvarps- þætti, að við máttum ekki vera að þvi að gera samning við aðra að- ila. Við ætluðum þá lika að hvila okkur hérna og hafa það rólegt. Þegar við svo komum hingað og fréttum að hér væri starfandi 18 manna hljómsveit fylltumst við áhuga á að reyna að vinna með henni og halda tónleika. — Hvernig finnst þér að skemmta islenzkum áheyrend- um? — Mjög gott, þeir eru svo vin- gjarnlegir og skemmta sér af hjartans list. Þeir eru lika af- skaplega ræönir og ef þeir skilja ekki ensku sjálfir, kalla þeir á næsta mann og biðja hann um að þýða fyrir sig, og halda þannig uppi samræðum. — Hvað finnst þér um hljóm- sveitina? — Eftir góða þjálfun i viku veröur hún góð, eftir hálfan mán- uð stórkostleg. Einmitt núna er hljómsveitin aö spila af fullum krafti „Great life” undir stjórn Johns. Eins og orðum Wilmu til staöfestingar, kemur maður hennar eitt sól- skinsbros, æöandi og hrópar — þetta er stórkostlegt, það tók hljómsveitina i Hollandi klukku- tima að æfa þetta eina lag — og svo er hann rokinn og farinn aö fikta i rafmagnsútbúnaöi hljóm- sveitarinnar. Wilma horfir bros- andi á eftir honum og segir: — Hann getur aldrei látiö neina takka i friöi. Framhald á bls. 19 Þaö er ekki aö ósekju aö Wilma segi mann sinn Ray alltaf fiktandi f öllum tækjum. llér sést Ray fyrir framan griöarmikiö rafmagnsborö, sem hann er aö koma fyrir i Austurbæjarbiói. A tónieikunum sat hann fyrir framan boröiö og magnaöi einstök hljóöfæri, eftir þvi sem viö átti. — Þú hefur aldeilis flotta rödd. Gefiö honum gott klapp segir Wilma. Hún hefur liklegast ekki vitaö aö þetta var Pálmi Gunnarsson, einn af okkar beztu poppsöngvurum, sem hún var aö biöja um aö syngja i hljóönemann á tónleikunum. Aheyrendur skemmtu sér konunglega, þegar Wilma gekk um salinn og geröi sig til viö karlmennina, sem ekki voru allir af yngstu kynslóöinni. Timamyndir G.E. — Jæja karlinn, helduröu aö ég sjái þig ekki? — segir spegilmyndin. Ljósmyndarinn lætur Wilmu ekki einu sinni i friöi, meöan hún er aö snyrta sig rétt áöur en hún fer upp aöskemmla áheyrendum. Listmennirnir eru komnir I ham og Wilma og sexy John, eins og Wilma kallar hann, taka nokkur dansspor eftir sviöinu. Ray situr niöriisal A þessum fjórmenningum mæddi hiti og þungi kvöldsins. Taliö frá vinstri, Ray Lehr, Wilma fyrir framan boröiö sitt og litur aödáunaraugum á konu sfna. Reading, Magnús Ingimarsson og John Hawkins. Gamlar mynd Myndirnar sem við birtum aö þessu sinni eiga það allar sameiginlegt, að þær eru af húsum og fólki, sem þeim er tengt. Ekki þekkjum við fólkið, sem stendur við dyrnar á Vefnaðarvöruverzlun Th. Thorsteinsson, en vist væri gaman, ef einhver þekkti þar gamla kunningja eða samferða- menn, og á það reyndar við um báðar þær myndir, sem nú hefur verið minnzt á. Um þriðju myndina er það að segja, að þar getum við, okkur til mikillar ánægju, frætt lesendur okkar um miklu meira en þeir hafa átt að venjast i þáttum þessum. Húsið er Laufás i Reykjavik, eins og hann leit út, áður en Þór- hallur biskup Bjarnason lét byggja við húsið og stækka það. Myndina hefur biskup sent vini sinum, séra Magnúsi Andréssyni prófasti á Gilsbakka i Hvitársiðu, I ágústmánuði 1908. Og það er biskupinn ásamt konu sinni og börnum, sem við sjáum á mynd- inni. Til nánari fróðleiks þeim, sem fyrir æsku sakir eða ókunnug- leika bera ekki kennsl á unga fólkið með stúdentshúfurnar, skulu nöfnin talin hér upp. Þau eru, talið frá vinstri: Dóra, Svava,Björn og Tryggvi. Til hliöar standa svo foreldrar þeirra, Þórhallur biskup og kona hans frú Valgerður Jónsdóttir. Rögnvaldur ólafsson skegg ágætt. Nú hefur sú vitneskja borizt, maðurinn er Rögnvaldur Ólafsson húsasmiða- meistari. Hann var á sinum tima ráðunautur islenzku rikis- stjórnarinnar i byggingarmálum og þar með i raun fyrsti húsa- meistari rikisins. Þeir, sem leggja leið sina til húsameistara rikisins i Reykjavik, geta séð þar mynd af Rögnvaldi. Þar stendur, að hann hafi verið húsameistari rikisins frá 1904-1917. Rögnvaldur leiknaði fjölmörg hús um sin daga, en þau verk, sem lengsi munu halda nafni hans á lofti eru Vifilsstaðahælið og kirkjan á Húsavik. Rögnvaldur ólafsson andaðist á Vifilsstöðum i febrúarmánuði árið 1917, aðeins 43 ára að.aldri. Brjóstmynd af honum er þar yfir dyrum, sem liggja inn i borðsal. Þegar þátturinn var siðast á ferðinni, var spurzt fyrir um mann með höfðinglégt svipmót og WBM Laufás — ungt fólk aöleggja upp I feröalag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.