Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 24. nóvember 1973. Bílaframleiðendur í baráttunni gegn mengun Pompidou Frakklandsforseti hefur skoraö á alla bílafram- leiðendur i Evrópu, að samein- ast nú i baráttunni gegn mengun andrúmsloftsins með þvi að hefja þegar framleiðslu bila, sem menga ekki eins mikið loft- ið, og þeir bilar gera, sem nú eru framleiddir. Forsetinn hef- ur sagt, að ekki sé hægt að búast við að neitt eitt fyrirtæki taki upp á þvi að gera tilraunir i þessa átt, þar sem það geti orðið til þess að dragi úr sölu fram- leiðsluvörunnar, sem að sjálf- sögðu verður dýrari heldur en annarra fyrirtækja, sem ekki leggja i slikan kostnað. Hvetur forsetinn menn þvi til þess að sameinast i þessu nauðsynja- máli. Hvatningarorð þess> mælti forsetinn, er hann var viðstaddur opnun hinnar árlegu bilasýningar, sem haldin er hvert haust i Paris. ☆ Hjótrúin er lífseig! lijá mörgum þjóðum er mikil hjátrú i sambandi við fótspor manna og dýra, en hvort þessar upplýsingar, sem við þó fengum i mjög góðu brezku blaði, eru ☆ allar alveg áreiðanlegar, þorum við ekki að fullyrða um, en það, sem sögð er þjóðtrú á tslandi i sambandi við fótspor, kemur ef- laust mörgum ókunnuglega fyrir sjónir, —en vel má vera,að þeii; sem kynnt hafa sér islenzka þjóðhætti, kannist eitthvað við þetta. Hér koma svo hjátrúar- sögur um fótspor frá ýmsum löndum: 1 Bæheimi t.d., ef þú vildir manni eitthvað illt, þá átti það að duga að finna' fótspor hans og sópa moldinni úr spor- inu varlega upp i ilát, setja þar i nagla, nál og dálitið af muldu gleri. Siðan átti að sjóða þetta lengi, helzt þar til ilátið sprakk, þá var það öruggt, að fórnar- iambið varð mjög illa úti, og ef hann ekki hreinlega dó, varð hann máttlaus alla ævi. 1 Litháen voru þeir ekki með svona mikla fyrirhöfn, heldur tóku moldina úr spori óvinar sins, grófú hana i næsta kirkju- garði.og svo biðu þeir bara eftir þv^að sá hataði færi að dragast upp, þvi að svo átti að fara um hann, og jafnvel átti hann að deyja — einhvern tima! Eist- lendingar töldu sig ekki þurfa annað en að mæla fótsporið með trjágrein, og þegar nákvæmt mál var fengið, þá átti að grafa greinina, og hafði það sömu áfleiðingar og litháensk- að- ferðin. Frumbyggjar Ástraliu trúa þvienn þann dag i dag, að þeir geti gert óvin sinn nalt- at>með þvi að kasta hvössum ☆ steinum i fótspor hans! Margir þjóðflokkar i Afriku gættu þess alltaf vandlega að skilja sem minnst spor eftir sig, og jafna þau út ef þeir gerðu einhver spor, bæði til þess að óvnirnir gætu ekki fylgt þeim eftir, og svo var svo .hættulegt ef þeir næðu sporum þeirra til að vera eitthvað við þau. Sumir þjóð- flokkar sögðu sögur af fólki, sem hafði drukkið vatn úr fót- sporum dýra og breytzt við það i dýr, svo að það var talið hættu- legt. t suðurrikjum Bandarikjanna trúðu blökkumenn þvi, að ef þeir settu sand úr fótspori manns i litinn rauðan flónels- poka, og bæru hann alltaf á sér, þá yrði eigandi fótsporsins háð- ur honum á allan hátt, svo lengi sem varðveittur var rauði flónelspokinn! Sumar Indiána- konur, sem voru hræddar um manninn sinn, geymdu mold úr spori eiginmannsins stöðugt hjá sér jafnt i vöku sem svefni, — þá hélt eiginmaðurinn sig á mott- unni! Og nú segir frá tslandi. Þar er sagt, að þjóðtrúin segi, að ef fótspor manns séu fyllt af mold og sléttað yfir, þá verði viðkomandi maður veikur, en séu þau fyllt af vatni, þá drukkni hann fljótlega. Liklega eru allar þessar þjóðsögur æva- gamlar, og gætum við trúað, að eitthvað væri farinn að dofna krafturinn i þessum aðferðum á þessari tækniöld. Nú verður Ted að velja milli Joan og Hvíta hússins Ted Kennedy er kominn i tölu- verð vandræði. Hann hefur lent milli tveggja elda, eins og þar stendur. Annars vegar er hin viljasterka móðir hans, Rose, sem gerir allt sem hún getur til þess að eignast enn eitt forseta- efni, og hins vegar er Joan kona Ted, sem telur, að maðurinn verði að velja á milli sin og Hvita hússins. Joan hefur undanfarið gert allt sem hún hefur getað til þess að sýna fólki fram á sjálfstæði sitt. Hún hefur sézt ein i fylgd með hinum og þessum og farið einsömul i ferðalög til Evrópu. Ef þau hjón skilja, á Ted á hættu að tapa at- kvæði, guð má vita hversu margra kaþólika, sem ekki geta sætt sig viö að fólk skilji, þar sem það er ekki i samræmi við trúarskoðanir þess. Verði Ted forseti, á hann á hættu að verða ráðinn af dögum, eins og bræður hans tveir. Nú sem stendur skemmtir Joan sér á eigin spýt- ur, á meðan Ted liggur áhyggjufullur heima i rúminu sinu og getur ekki sofið. Á myndinni af Joan, sem hér fylg- ir með, má sjá, að hún er hin ánægðasta, en Ted er aftur á móti ekki eins hressilegur. DENNI DÆAAALAUSI Þessi maður vildi sannarlega vera almennilegur. Tókstu eftir þvi, aö hann hélt i höndina á mér allan timann meðan viö vorum þarna inni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.