Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. nóvember 1973. TÍMINN 7 „Leik- brúðu' land" 5 ■' ,Wm" ****** wmz" Mm, ** ^ ía1 *í Mam ,í5 W / /SJ m ** ^lp ||ii I 3 •”* A W J 4** TH s / i Æ IIP1 $1 ( 1 §§ mWxtMmi.- Þetta er ..Leikbrúðulands liöiö” og heldur á nokkrum brúöanna. A bak viö sviftið. Þorbjörg llöskuldsdóttir, er gerði leikmyndir, er lengst til vinstri ámyndinni og næst henni leikstjórinn, HólmtrlOur raisdottir, , „Meistari Jakob" KOMINN AFTUR Rís hér senn upp fas Þáttur um Búkollu á FLOKKUR áhugafólks um brúðuleikhús, „Leikbrúöuland,” er nú að fara af stað á ný. A sunnudaginn, 25. nóvember, frumsýnir flokkurinn tvo þætti um „Meistara Jakob” i kjallara húss Æskulýðsráðs Reykjavikur að Frikirkjuveg 11. Hefst sýning- in kl. 3 eftir hádegi. Þættirnir nefnast Meistari Jakob gerist barnfóstra og „Meistari Jakob og þrautirnar þrjár”. Leikstjóri er Hólmfriður Pálsdóttir og leiktjaldasmiður Þorbjörg Höskuldsdóttir, sem unnið hefur að sviðsteikningum fyrir Þjóðleikhúsið undanfarið. Hólmfriður hefur áður stjórnað sýningum „Leikbrúðulands”. Brúðunum stjórna eftirtaldar stúlkur: Helga Steffensen, Erna Guðmarsdóttir, Bryndis Gunnarsdóttir og Hallveig Thorlacius. Að sögn Hólmfriðar er áformað að sýna þessa þætti næstu sunnu- daga, ekki sizt um jóla-leytið, og ef til vill lengur. Fer það allt eftir aðsókn. ,,A næsta ári, þjóð- hátiðarárinu, ætlum við að vera \ brúðuleikhús? Þjóðhátíðarárinu afar þjóðleg i okkur,” segir Hólmfriður og hlær, „og erum byrjuð að æfa þátt um Búkollu i þvi skyni”. Flokkurinn „Leikbrúðuland” var annars stofnaður fyrir 6 ár- um, i beinu framhaldi af nám- skeiði, er haldið var i leikbrúðu- gerð á vegum Myndlistar- og handiðaskólans undir stjórn Kurt Zier. Fyrstu árin vann „Leikbrúðu- land” einkum að þvi að búa til leikbrúðurnar, en mikið starf felst i þvi. Flokkurinn hefur þó haldið nokkrar sýningar, i sjón- varpi, á barnaskemmtunum og i skólum. 1 byrjun þessa árs voru svo hafnar reglulegar sýningar á sunnudögum að Frikirkjuvegi 11. „Leikbrúðuland” hefur hingað til eingöngu notað handbrúður i sýningum sinum, en undir leið- sögn brautryðjanda i leikbrúðu- gerð á íslandi og þess, er án efa kann mest fyrir sér i þvi hér, Jóns E. Guðmundssonar, voru búnar til nýjar, stærri og afar skemmti- legar brúður i háust, er notaðar verða i þeim sýningum, er nú eru að hefjast. „Þjóðsagnapersónan” Meistari Jakob Brúðuleikhús er listgrein, sem á sér mjög gamla sögu Strengja- brúfta (marionetta) er t.d. getið i griskum heimildum frá 4. öld fyr- ir Kristburð. Brúðuleikhús voru og mjög vinsæl meðal Rómverja, og á siðari öldum einkum i Frakklandi. A Norðurlöndum þekktust brúðuleikhús ekki að neinu marki fyrr en komið var fram á 17. öld. Frægasta persónan i dönsku brúðuleikhúsi hefur allt frá alda- mótum 1800 (kom fram 1790) til þessadags verið „Mester Jakob” eða „Meistari Jakob”, sem „Leikbrúðuland” hefur þegar kynnt ungum og öldnum hér á landi og mun gera áfram. „Meist- ari Jakob” er orðinn eins konar þjóðsagnapersóna með sinum séreinkennum, en hann einkenn- ist fyrst og fremst af þvi, að bera ekki virðingu fyrir neins konar valdi. Brúðuleikhús stendur ekki föst- um fótum i islenzkri menningu. Ef til vill á þó eftir að risa hér upp brúðuleikhús áður en langt um liður, skipulögð brúðuleikstarf- semi rétt eins og „mannleiks- starfsemi”. —Step tatra Atriði úr „Meistari Jakob gerist barnfóstra” (Timamyndir: Gunnar) Drif á öllum hjólum. Mismunadrif læsanleg. Vél 212 (Din) hestöfl. Burðarþol 15 tonn. w Verð með stálpalló hliðar- og endasturtum, að fullu tilbúinn til notkunar, .Ca. 2.750.000,00 kr. Möguleikar á afgreiðslu i desember — EF PANTAÐ ER STRAX. • . Hvert hjól er með sjálfstæða f jöðrun. BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 SlMI 42600 KÓPAVOGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.