Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 24. nóvember 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt ______________33_ greinilega ekki eftir hugaræsing Jean Pierre, Þetta er konan min Bella v. Lútten. Okkur fannst aö við yrðum að kynnast nágrönn- unum svolitið nánar, og ekki sizt yður og konu ,yðar. Bella, barón- essan á ég við, er vön stórborgar- lifi, svo ég er hræddur um að henni finnist nokkuð til- breytingarlaust hér i sveitinni. Um jólin förum við til Kaup- mannahafnar og þar á eftir suður á bóginn, svo við munum ekki dveljast hér neitt að ráði. Þér vitið ef til vill, að kona min er heimsfræg söngkona.... Jean Pierre varö að viðurkenna að hann hafði einhvern timan heyrt minnzt á Bellu Cummings, en aldrei sett það i samband við Bellu. Hann kinkaði þó kolli til samþykkis. Bella bandaði hend- inni frá sér og greip fram i fyrir manni sinum. — Svona, vinur minn, ýktu nú ekki. Hún leit striðnislega og eggjandi á Jean Pierre eins og hún vildi segja. — Við þessu varstu ekki búinn, eða hvað, Jean Pierre. Þetta getur orðið skemmtilegt, en það er kannski betra að enginn viti neitt. Július bar fram vin, og Lena kom skömmu siðar, friskleg og snotur. Bella var ákafleg elskuleg og lét sem hún hefði aldrei séð hann l'yrr. Hann reyndi að gera slikt hið sama, en var ljóst að hann var ekki.eins góður leikari og hún. Þrátt fyrir allt, hlaut honumað hafa tekizt sæmilega, af þvi aö Lena tók ekki eftir neinu óvenju- legu. Hún gladdist einlæglega yfir heimsókninni og sendi eftir börnunum. Bellu fannst þau auðvitað alveg „dásamleg” og Ella litla ekki sizt. Jean Pierre til mikillar hrellingar, minntist Lena á að þau hefðu næstum verið búin að skýra hana Bellu, eftir móður Jean Pierre. En Jean Pierre hefði ekki viljað það. Likar yður ekki nafn mitt, spurði, Bella ofurlitið háðslega.það var leiðinlegt, Svo móðir yðar hét einnig Bella. Jean Pierre lét hestinn fara fetið gegnum nýlaufgaðan skóginn. Hann ætlaði ekki stiginn, sem lá niður að vatninu. Ekki i dag. Hann ætlaði til hægri og til baka til Sct Jans Minde. En hvernig sem á þvi stóð beygði hesturinn inn á stiginn til vinstri, eins og hann var vanur að gera siðustu vikurnar. Hingað til hafði hann ekki mætt Bellu á þessum reiðtúrum sinum. Hann hafði hvorki séð hana né baróninn, eftir að þau komu aftur til Lúttendal þó svo að þau hefðu hitzt i tveim samkvæmum. Þá gafst þeim ekkert tækifæri til að tala saman. Vissulega var hún borð- dama hans i kvöldveröinum á Lúttendal, en það sem talað er undir borðum við slik tækifæri, hvers konar samtal er það? Bella, gat þetta raunverulega verið hún? Stundum fannst honum hann sjá i henni þá Bellu, sem hann þekkti endur fyrir löngu, en um leið var þetta allt önnur kona. Heimskona. Undir borðum sagði hún honum undan og ofan al' þvi sem á dgga hennar hafði drifið, það sem hún vildi að hann vissi. Eoreldrar hennar dóu, þegar hún var barn að aldrei, hún ólst upp i klaustri, giftist ung, varö fljótlega ekkja og stóð ein uppi með ungan son sinn. — Eg vonast till að hann komi að heimsækja okkur hér á Lúttendal i sumar. Hann er það eina sem ég á eftir manninn sem ég elskaði, þegar ég var ung. Hún horfði á hann og lygndi aftur augunum, strauk burt brauðmola sem höfðu dottið á dúkinn. — Hann verður ellefu ára i sumar. Jean Pierre starði á hana vantrúaður á svip. Til allrar hamingju kom þjónninn og bauð meiri dádýrasteik. Annars hugar jós Jean Pierre miklu meir á diskinn sinn en hann gæti nokkru sinni borðaö. — Að lokum stundi hann upp: — Svo barónessan giftist mjög ung. — Já, mjög ung, ég var aðeins sautján ára. A sama augnabliki reiö hirð- veiðivörðurinn á fætur og hélt ræðu fyrir minni kvenna. Seinna um kvöldiö söng húsmóðirin fyrir gestina. Allir vissu að hún var heimsfræg söngkona. — Ég hef heyrt að þér séuð ákaflega tónelskur, herra Deleuran, viljið þér spila undir hjá mér? — Eg held að ég dugi ekki til þess, reyndi hann að afsaka sig, barónessan er vön meiri snill- ingum en mér, ég er aðeins áhugamaður um tónlist. — Nei, alls ekki, ekki hérna að minnsta kosti, Herbert hefur ekkert vit á músik, og ég er vön aö spila undir sjálf. En ég vil helzt vera laus við það, nema gitarinn auövitað, en i kvöld langar mig til að spilað verði undir á pianó. — Það er alveg undir þvi komið, ariur og þess háttar, það get ég ekki. — Kæri Deleuran, ég kæri mig ekki um að syngja ariur i kvöld, þér verðið að minnast þess að ég hef ekki æft mig i lengri tima, en nokkur einföld lög ættum við að geta...Hér eru nóturnar. Bella tók fram nokkuð gulnuð nótnablöð. Hann kunni þær utan aö. Hendur hans titruðu, þegar hann sló fyrstu hljómana. Hann gleymdi stað og stund, hann var kominn aftur I timann og sat við flýgilinn heima á grænu hita- beltiseyjúnni. Hann spilaði með Iokuð augu, og það virtist sem hann hefði aldrei gert annað en að leika undir hjá Bellu. Rödd hennar hafði að vlsu hlotið nokkra skólun, en þegar hún söng þessa gömlu söngva beitti hún henni ekki til fullnustu. Hún söng þá eins og hann minntist að hún hafði gert. Rödd hennar töfraði hann á sama hátt og áður. Hann kom til sjálfs sin , þegar lófatakið dundi. Baróninn klappaði honum glað- hlakkalega á öxlina og sagði: Bravo, Deleuran, bravo, þér megið til að spila oftar undir hjá konunni minni, maður gæti haldið að þér hefðuð aldrei gert annað. — Jean Pierre er mjög tón- elskur, heyrði hann Lenu segja og stolts hafði gætt i rödd hennar. Það væri dásamlegt ef við gætum efnt til tónlistarkvölda. Hún snéri sér að Bellu og sagði hrifin: — Þér syngið alveg guðdóm- lega, barónessa, þér hafið snúið baki við framanum, hef ég heyrt, veittist yður það ekki erfitt? — Nei, alls ekki, ég giftist manninum, sem ég elskaði, og fluttist þar að auki til þess lands, sem mig hefur alltaf langað til að kalla föðurland mitt. Þér megið ekki gleyma að faðir minn var danskur. Þeirra samkvæmi hafði farið á sömu leið, með þeirri undan- tekningu að hann hafði haft konu hirðveiðvarðarins til borðs. Skömmu síðar fóru barónshjónin á brott. Allan veturinn hafði hann hugsað um Bellu. Hann gat ekki að þvi gert, þetta var eins og árátta hjá honum. Hann elskaði Lenu. Hann vissi það, og sömu- leiðis að þar var um að ræða mikið dýpri og innilegri til- finningar, en þær; sem hann bar i brjósti til Bellu. Fegurð hennar, skapofsi hennar, ástriðuhiti hennar, allt þetta þekkti hann mæta vel, og það dró hann að henni eins og segulstál. Hann var um leið hræddur við hana, hvernig sem á þvi stóð. Hann hafði það eins og bezt var á kosið. Lena var honum góð kona, umhyggjusöm, og ástriðufull, hún var móðir barnanna hans og hann elskaöi börnin sin. Hann hvorki vildi né gat hugsað sér að svikja Lenu. Það voru ekki einungis dökk augu Bellu, sem lokkuðu, hún var tákn æsku hans, og alls þessa, sem hann hafði snúið við bakinu fyrir tólf árum. Honum létti stórlega þegar Lúttens hjónin fóru aftur á brott, eftir tæplega tveggja mánaða dvöl á Lúttendal. Nú var hún hér. Hann vissi það að sjálfsögðu allan timann að hún myndi koma aftur, en hann hafði reynt að bæja þvi frá sér. Hann gat það ekki lengur, hún var hér og hann var eins og i álögum. Bella,æskuunnustan hans. Ef til vill hafði hann gert rangt, þegar hann skildi hana eftir fyrir tólf árum. Hún var heimskona, og virtist aðlagast evrópskum siðum. Hún vakti aðdáun hvert sem hún fór, og var miðpunktur i öllum samkvæmum. Ef hann hefði...Hafði ótti hans veriö ástæðulaus? Lárétt 1) Biskupsstafi.- 6) Komist.- 8) Rám,- 10) Alit.- 12) Slagur.- 13) Féll.- 14) Tindi,- 16) 1501.- 17) Espa.- 19) Kærleikurinn. Lóðrétt 2) líl,- 3) Evu,- 4) óþægt,- 5) Latar,- 7) Rær,- 8) Tog.- 9) Gas,- 13) Alf.- 14) Æru.- Lóörétt 2) Svar.- 3) Lita.- 4) Farða.- 5) Verkfæri.- 7) Ráin.- 9) Svif.- 11) Loga.- 15)Fugl.- 16) 1002,- 18) Röð.- X Ráðning á gátu nr. 1560 Lárétt 1) Tibet.- 6) Þrituga,- 10) ÆÆ.-11) At.- 12) Grágæs,- 15) Aftur,- ✓ Prófessorinn hefur" bjargaö sér með því að láta gera y . vatnsból. y lll-iiliill Og þú, Villi, hefur unnið Það er vist enginniFint, þakka þér inn stöðu i sveitunum. vafi á þvi að’ j,herra. 'Það verður til mikils góös hér,, á Mars. i mmrni Laugardagur 24. nóvember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 tþróttir Umsjónar- maður: Jón Asgeirsson. 15.00 tslenzkt mál Ásgeir Blöndal Magnússon cand.mag talar. 15.20 Gtvarpsleikrit barna og unglinga: „Siskó og Pedró” eftir Estrid Ott I leikgerð Péturs Sumarliðasonar. Fimmti þáttur. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.15 Framburðarkennsla I þýzku 17.25 Tónleikar. Til- kynningar. 18.30 Fréttir. 18. 45. Veður- fregnir. 18.55. Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill 19.20 Framhaldsleikritið: „Snæbjörn galti” eftir Gunnar Benediktsson. Fjóðri þáttur. 19.50 Vinarvalsar Hljómsveit Alþýðuóperunnar i Vin leikur valsa eftir Fucik. Waldteufel, Kalman og Lehar. Stjórnandi: Josef Leo Gruber. 20.15 Úr nýjum bókum 20.50 Frá Norðurlöndum Sigmar B. Hauksson talar. 21.15 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir 22.30 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. IUIIilfH ■ Laugardagur 24. nóvember 17.00 íþróttir. Meðal efnis er mynd frá Norðurlandamóti kvenna i handknattleik og Enska knattspyrnan, sem hefst um klukkan 18.15. Umsjónarmaður Omar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Brellin blaðakona. Breskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 20.50 Ugla sat á kvisti. Skemmtiþáttur með söng og gleði. Meðal gesta eru hljómsveitin Litið eitt, Magnús Sigmundsson og Jóhann Helgason. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.20 Serengeti lifir. Bresk fræðslumynd um dýralif i Serengeti-þjóðgarðinum i Tansaniu i Afriku. Þýðandi og þulur Gisli Sigurkarls- son. 21.50 Ég heiti Jerikó. (Je m’apelle Jerico). Frönsk biómynd, byggð á sögu eftir Catherine Paysan. Aöal- hlutverk Marie Dubois, Jules Borkon, Michel Simon og Yves Lefebvre. Leikstjóri Jazques Poitrenaud. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Aðalper- sónur myndarinnar eru ung hjón. Sambúð þeirra hefur gengið heldur brösótt, og þau hafa ákveðið að skilja, en dag nokkurn fá þau óvænt boð frá afa gamla i sveitinni, sem biður þau að koma og eyða sumarleyfinu hjá sér. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.