Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 20
Auglýsingasími Tímans er fyrir yóúan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Yamani, olíumálaráðherra S-Arabíu: Gagnaðgerðir skrúfa alveg fyrir olíuna NTB-London — Ástandið i oliu- málunum hefur versnað mjög slðustu viku, og hafa mörg Evrópuriki þurft að grípa til strangra sparnaðarreglna. Á Italiu var sunnudagsakstur bannaður i gær, og allar bensin- stöðvar þar verða lokaðar um helgar. Hraði var takmarkaður á vegum og verzlanir og opinberár skrifstofur munu loka fyrr en ella til að spara orku. Sparnaðarráðstafanir þessar munu hafa áhrif á ferðamanna- strauminn til ttaliu, þar sem skiðastaðirnir i Alpafjöllunum eru fjölsóttastir um helgar. Fregnir frá Belgiu herma, að þar sé að þróast svartur markaður með hráoliu. Spa'- kaupmenn höfðu boðizt til að kaupa hráoliu á tvöföldu verði hennar, áður eri oliubannið gekk i gildi. Belgiska blaðið Le Soir sagði i gær, að fuiihiaðin 30 þús. til 80 þús. lesta tankskip lægju nú úti fyrir Skotlandsströndum, bn óháðir seljendur reyndu að finna kaupendur að oliunni á þessu háa ~ verði. Astandið i Sviþjóð versnaði mjög i gær, og oliufélögin stóru taka ekki lengur við nýjum viðskiptavinum. Einkum kemur þetta ilia við neytendur i dreif- býlinu, sem hingað til hafa keypt oliuna af minni félögum. Þau f- élög hafa jafnan keypt upp af- gangsoliu, sem nú er ekki fáanleg iengur. Olíukreppan harðnar með degi hverjum NTB-Kaupmannahöfn. — Sá möguleiki, að Saudi-Arabia muni minnka oliuframleiðslu sina um 80% er ekki nefndur sem hótun, sagði Yamani, oliumálaráðherra Saudi-Arabiu i gær, eftir klukku- stundarlangan fund með utan- rikisráðherra Danmerkur, K.B. Andersen. Það var i sjónvarpsviðtali á fimmtudaginn, að Yamani sagði, að verið gæti, að Saudi-Arabia minnkaði oliuframleiðsluna um 80% ef Bandarikin, Japan eða Evrópuriki gripu til einhverra ráðstafana til að knýja Araba- löndin til að falla frá oliubanninu. Hann sagði einnig, að teilteknar oliuvinnslustoöðvar i Araba- rikjunum yrðu sprengdar i lolt upp, ef Bandarikin gripu til hernaðaraðgerða lil að setjast upp á oliuauðugum svæðum i Mið- Austurlöndum. Yamani sagði, að lundur sinn með K.B. Andersen i gær hefði verið gagnlegur, danski ráð- herrann hefði gert ljósa grein fyrir stefnu Danmerkur og EBE- landanna i málum Mið-Austur- lands. Yakani er i óopinberri heimsókn i Danmörku, og segir hann aðaltilgang hennar vera að vitja dansks læknis Danska utan- rikisráðuneytið hafði samband við hann, og fundurinn i gær er árangur þess. A mánudaginn fer Yamani ásamt starfsbræðrum sinum frá Kuwait og Alsir i hringferð til Parisar, London, Bonn og ef til vill einnig Washington, til að leggja fram skoaðnir sinar á oliu- vandanum. Norðurhjarabúar vilja vera til NTB-Kaupmannahöfn — Hvorki kanadiskir Indiánar, Eskimóar, Grænlendingar né Samar i Noregi, Sviþjóð og F’innlandi, eiga þau landssvæði, sem þeir búa á og lifa af. Þetta m.a. var rætt i gær á „Ráðstefnu norðurhjarabúa,” sem stendur yfir i Kaupmannahöfn. Þátttakendur i ráðstefnunni eru 35 fulltrúar kynstofna, sem búa á norðurhjara heims og þeir hafa m.a. rætt nýtingu auðlinda lands- svæðanna er þeir hafa búið á frá alda öðri. Kanada-eskimóar, Indiánar og Samar nefndu allir dæmi um árekstra við yfrvöldin á einhvern hátt i sambandi við veiðar sinar og öflun lifsviður- værsis. Vinnsla oliu og málma i Kanada er á siðustu árum orðið mikið vandamál fyrir frum- byggjana. Upplýst var, að Kanadastjórn hefur boðið Indián- unum peninga fyrir að flytjast til svæða þar sem stjórnin hefur ekki áhuga á að vinna neitt úr jörðu,— Að svona skilmálum getum við ekki gengið, sagði talsmaður kanadisku sendinefndarinnar. — Fyrir peninga viljum við ekki glata lilveru okkar og menningu, sem er fastbundin þvi landi, sem við lifum á. Talsmaður Grænlenzku nefndarinnar sagði, að það væri rikið, en ekki ibúarnir, sem ættu Grænland, og hann sagði, að ef farið væri að vinna oliu eða málma á Grænlandi, gæti slikt haft i för með sér vandamál og deilur um eignarrétt landsins. t Finnmörku og N-Troms er allt óskipulagt land eign rikisins. Paul Getty eineyrður á myndum NTB-Kóm. — Móðir Pauls Getty III, piltsins sem hvarf i Róm i sumar, hefur sent þá bón sina til ræningjanna, að þeir skili syni hennar á lifi. i gær birtust i italska blaðinu „II Tempo” óskýrar myndir, sem sagðar voru af Paul, og vantaði þar á hann annað eyrað. Er móðirin sannfærð um, að ntyndirnar séu af honum. Myndirnar voru skildar eftir á þjóðvegi fyrir utan Rónt og þeim fylgdi bréf þar sem sagði, að ekki yrði hikað við aðskera liitt eyrað einnig af drengnum, ef lausnar- gjaldið yrði ekki greitt. Paul Getty er 17 ára og þekktur i Kónt sem „gullni hippinn”. Lausnargjaldið, sem krafizt er, nemur um 280 milljónum isl. króna. Ók dbrott í GÆRMORGUN var ekið á kyrr- stæða bifreið við búsið nr. 10 við Suðurlandsbraut. Bifreiðin, sem ekið var á. er græn Fiat-bifreið 125, en bilnum, sem ekið var á hana, var ekið á brott i snarhasti. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um þennan árekstur eða bif- reiðina, sem honum olli, eru beðnir að láta lögregluna vita sem allra fyrst. Sunnudagsblað fylgir ekki Tímanum um þessa helgi m V wiÉNl 4J Hér sést hvernig stafla má Ecko-kössum ,,á ská”, fullum af fiski, en tómir falla þeir hver ofan i annan. Fiskkassar hannaðir að kröfum sjómanna Sjávarafurðadeild SIS hefur nýlega tekið að sér umboð fyrir fiskkassa frá Ec.ko Plastics. eru þeir hannaðir samkvæmt kröfum danska fiskimannasambandsins. Kassarnir eru úrplasti, sem þolir 45 stiga frost og að vera þvegnir með hcitu vatni strax út úr frost- inu. Þeir taka 45 kiló af fiski og eru þannig gerðir, að þeir staflast tómir i helming þess rúms, sem þeir taka fullir af fiski. Þá er einn kostur við þessa kassa, en hann er sá, að þeim má staf'a án þess að kassi sé settur beint ofan á næsta kassa undir. Þetta er kostur til dæmis þegar stafla þarf i lestir, sem eru með hallandi veggjum út á við. Danir hafa mikið notað kassa þessa við veiðar sinar á Grænlandsmiðum og hafa þeir reynzt mjög vel. Hliðar og botn kassanna eru rifflaðar og brúnin þannig að utanverðu, að gott grip fæst allan hringinn. Ecko Plastics hafa mikla reynslu af plastframleiðslu, þar sem það hófa hana árið 1932 og hefur stöðugt tileinkað sér það nýjasta. —SB Saga af sjónum eftir Jónas Guðmundsson KULDAMPER ABSALON heitir skáldsaga eftir Jónas Guðmunds- son, sem er i þann veginn aö koma út hjá bókaútgáfunni Hilmi. Þetta er áttunda bók höfundar, skáldsaga. Kuldamper Absalon fjallar um lif farmannanna, sem flækjast um veraldarhöfin, hamingju þeirra og þjáningu, og getur höfundur þar talað frá eigin brjósti, þar sem hann hefur staðið i svipuðum sporum. Hann þekkir þvi út og inn þann heim, sem saga hans gerist i. Kuldamper Absalon er veraldarskipið með sitt mann- lega samfélag og lukta heim, er berst fram og aftur, af norðlæg- Happdrætti Framsóknarflokksins. 1 happdrætti Framsóknarflokksins eru 50 vinningar að þessu sinni og heildarverðmæti þeirra 1.1 milljón krónur. Þetta eru allt hinir eigulegustu munir, t.d. húsvagn á 258 þúsund, stórt mál- verk eftir Sverri Haraldsson á 135 þúsund, húsgögn frá 3K fyrir 130 þúsund og bátur frá Sportval á 130 þúsund krónur. Þá eru einnig margir smærri vinningar mjög eigulegir i happdrættinu þ.á.m. 10 málverk eftir Mattheu Jónsdóttur, stereo-útvarps og plötuspilari, sjónvarpstæki o.fl. frá Dráttarvélum h.f., fleiri hús- gagnavinningar auk annara góðra muna. Útgefnir miðar eru hinsvegar aðeins 35 þúsund, eða helmingi færri en áður og hefur þeim að mestu verið skipt niður til trúnaðarmanna flokksins og annarra viðskiptamanna um land allt. Happdrættisskrifstofan i Reykjavik hefur þvi færri miða en áður fyrir lausasöluna. Framsóknarmenn og aðrir, sem ekki hafa fengið miða heimsenda að þessu sinni, ættu þvi að panta þá næstu daga. Tekið er á móti miðapöntunum á skrifstofu happdrættisins, Hringbraut 30, simi: 24483 og á Afgreiðslu Timans, Aðalstræti 7, simi: 26500. Einnig hjá umboðs- og trúnaðarmönnum happ- drættisins úti á landi. um slóðum og til suðurhafna, eftir þvi sem atvik falla og boð berast frá þeim, sem i landi sitja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.