Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 24. nóvember 1973. Hver hefur skotið skjólshúsi yfir Trygg? EIGANDI Tryggs frá Kirkju- bæjarklaustri hefur ekki gefið upp alla von um að hvolpurinn sé enn á lffi og sé i góðri um- önnun hjá einhverjum, sem tekið hefur hann að sér. Hvolpinum var stolið af hlaðinu á Klaustri 18. okt. sl. Það gerðu nokkrir ungir menn sem voru drukknir á ferð fyrir austan. Tóku þeir hvolpinn upp i bil og óku með hann til Reykjavikur. Lögreglan i Hafnarfirði hafði upp á þjófunum og sögðu þeir að héolpurinn hafi hlaupið út úr bil þeirra i Hafnarfirði og hafa jjeir ekki séð hann siðan. Var auglýst eftir hundinum en enginn sem hefur séð hann hefur gefið sig fram. Fyrir tveim vikum voru þjófarnir formlega ákærðir fyrir verknaðinn. Við yfir- heyrslur þá kom i ljós, að þeir misstu hvolpinn út úr bilnum i Kópavogi en ekki i Hafnar- firði, eins og þeir báru áður. Nánar tiltekið hvarf Tryggur á Fifuhvammsvegi. Hvolpurinn er mjög fallegur og gæfur og vanur góðu atlæti og miklu liklegra að hann hafi hlaupið til mannabústaða en frá þeim. Er þvi von til að ein- hver i Kópavogi hafi skotið skjólshúsi yfir hvolpinn án þess að viðkomandi átti sig á um hvaða hund er að ræða. Vegna reglugerðar um hunda- hald i þéttbýli er hundavinum vorkunn þótt þeir láti lögreglu ekki vita að týndir hundar séu hjá þeim og þvi getur verið erfitt um vik að koma þeim til réttra eigenda. En komi til mála að einhver hafi Trygg frá Klaustri i húsum sinum, er hann vinsamlegast beðinn að hringja i sima 83107 eða 81704 og láta vita. Tryggur er reglulega fallegur og gæfpr hundur og er von til að hann sé einhvers staðar i góðra manna höndum. Mynd- in var tekin af hvolpinutn s.I. sumar. Auglýsi<f|TÍmanutti Aðalfundur SVS Aðalfundur SVS, sem halda átti 26. nóv. kl. 20.30, verður haldinn 28.nóv. kl. 17,30. Fundarstaður óbreyttur. Stjórn SVS. Byggingaverkamenn Viljum ráða byggingaverkamenn að Höfðabakka 9. Upplýsingar á mánudag i sima 83640 og á byggingarstað. íslenskir Aðalverktakar s/f. AUGLÝSING UM lögtaksúrskurð í Rangárvallasýslu 1 fógetarétti Rangárvallasýslu hefur verið úrskurðað, að lögtök fyrir ógreiddum þinggjöldum og öllum öðrum opinberum gjöldum, sem greiðast eiga til rikissjóðs og Tryggingastofnunar rikisins, svo sem söluskatti, bifreiðagjöldum, skipulags- gjöldum, öryggiseftirlitsgjöldum, álögðum og gjaldföllnum á árinu 1973, mega fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessa úrskurðar að telja. Hvolfsvelli, 20. nóvember 1973. Sýslumaður Rangárvallasýslu. „Gylfi sleit sig aftan úr" Eins og alþjóð veit, hefur Gylfi Þ. Gislason, með allan Alþýöu- flokkinn i taumi, verið þægur taglhnýtingur ihaldsins um ára- raöir. Það vakti þvi nokkra undr- un sjónvarpsáhorfenda, þegar Geir Hallgrimsson steig i pontuna á Alþingi, ábúðarfullur að vanda, og tilkynnti að Sjálfstæöisflokk- urinn stæði einn aö nefndaráliti um bráðabirgðasamkomulag við Breta. Við það tækifæri varð einum áhorfenda sjónvarps þetta að orði: Mjög er Geir á svipinn súr sinna ygglibrúna, er Gylfi sleit sig aftan úr ihaldinu núna. Torfi Þorsteinsson. Námsmenn óánægðir með lánamálin FORSVARSMENN SÍNE, Stú- dentaráðs II.í. og Nemendaráðs Tækniskóla Islands boðuðu blaða- menn á sinn fund s.l. föstudag (16. okt). Tilefni blaðamannafundar- ins voru lánamál námsmanna. Fer útdráttur úr greinargerð þeirra hér á eftir. t fjárlögum rikisstjórnarinnar fyrir árið 1974 er gert ráð fyrir BÍLALEIGAN felEYSIR CARRENTAL »24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI____ BÍLALEIGA Car rental ^|P41660&42902 BÍLALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 456.6 milljón króna framlagi til Lánasjóðs islenzkra námsmanna. Upphæð þessi, ásamt lántökum og eftirstöðvum frá fyrra ári, nægir aðeins til að veita lán, sem nema 78% umframfjárþarfar, að sögn stúdenta. Stefna Stúdentaráðs H.I., Sam- bands isl. námsmanna erlendis og Nemendaráðs Tækniskóla ts- lands er og hefur verið sú, að um- framprósenta lána skyldi hækka i 88,5% á siðasta ári og ná 100% á yfirstandandi námsári. Stjórn Lánasjóðs ísl. námsmanna hefur og fylgt þessari stefnu i fjárlaga- tillögum sinum til Menntamála- ráðuneytisins. Framkvæmd laga um námslán og styrki frá 1967 hefur verið i nokkru samræmi við, anda þeirra og tillögur lánasjóðsins allt til ársins 1972-’73, en þá reyndist skyndilega ekki unnt að fram- fylgja tillögum lánasjóðsins leng- ur. Skal hér birt tafla til skýring- ar: Tafla 1. lán i % af umframfjár- þörf frá 1967/68-1973/74 Ár Lán I % af U. 1967/68 43.0 1968/69 48.5 1969/70 52.2 1970/71 62.9 1971/72 77.4 1972/73 77.8 1973/74 77.8 Skv. fjárlagafrumvarpi. Eins og sjá má á töflunni, hækkar lánaprósentan ekki á yfirstandandi námsári sam- kvæmtfjárlagafrumvarpi. Helztu rök námsmannasamtakanna fyr- ir hækkun lánaprósentu i 100% eru eftirfarandi 1. Krafan um að lán nemi 100% umframfjárþarfar er grund- völluð á þeirri megin forsendu, að efnahagslegar aðstæður námsfólks hafi ekki áhrif á það, hverjir leggi stund á fram- haldsnám. Ljós má og vera, að ófullnægjandi námsaðstoð, þ.e. lánaprósenta undir 100%, kem- ur einmitt verst niður á þeim, sem ekki eiga þess kost að fá stuðning frá aðstandendum. Námsaðstoð, sem nemur að- eins hluta af námskostnaði, stuðlar að þvi að bægja þeim, sem eru verst settir hvað snert- ir tillit til fjárhags og búsetu, frá námi, og brýtur þannig augljóslega i bága við jafnaðarstefnu og byggða- stefnu. 2. Er núverandi lög voru sett, ætlaðist Alþingi greinilega til þess, að námsaðstoðin ykist stig af stigi og næmi að lokum allri fjárþörf námsmanna. 3. Nefnd sú, er skipuð var til að endurskoða lög um námslán og styrki, hefur nú samið frum- varp, er verður lagt fyrir Al- þingi innan skamms. Skv. þvi frumvarpi er liklegt, að lána- hlutfallið verði a.m.k. 90% eða þar yfir, miðað við núverandi lánakerfi. Undarlegt hlýtur þvi að teljast að fresta hækkun lánaprósentu ár eftir ár á þeirri forsendu, að ný lög séu væntan- leg. Til að framfylgja kröfum námsmannasamtakanna og LtN (Lánasjóðs islenzkra náms- manna) um 100% umframfjár- þarfar á þessu ári, þarf 128 milljón króna viðbót við fjárveit- ingu til LIN. t stjórn LIN kom fram miðlunartiltaga þess efnis, að náð yrði 88,5% umframfjárþarfar á þessu ári, en það átti að koma til framkvæmda á s.l. ári. Þetta lág- markshlutfall felur i sér 62 milljón króna hækkun til LIN og er algert lágmark þess, sem námsmenn geta fallizt á. Skora Stúdentaráð Háskóla ts- lands, Samband islenzkra náms- manna erlendis og Nemendaráð Tækniskóla Islands á ráðherra og alþingismenn og beita sér fyrir að það félagslega réttlætismál, sem hækkun lánahlutfalls hlýtur að teliast. nái fram að ganga. VATNS- HITA- lagnir og síminn er 1-30-94 ALFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER SAMVINNUBANKINN jBÆNDUR S Gefið búfé yðar i EWOMIN F S vítamín S og | steinefna- ■ blöndu L——> 1 14444 % » 25555 BÍLALEIG A CAR RENTAL BORGARTUN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.