Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 19
Laugardagur 24. nóvember 1973. TÍMINN 19 LAUNAKJOR OG LAUNA KRÖFUR HÁSKÓLAMANNA li—il ?9< BANDALAG háskólamanna hefur sent blaöinu fréttatilkynn- ingu um launamál sin, þar sem grein er gerö fyrir þessum mál- um cins og þau horfa við frá þeirra sjónarhóli. Fréttatil- kynningin er á þessa leið: Vegna siendurtekinna, órök- studdra og i sumum tilvikum rangra fullyrðinga um launakjör og launakröfur Bandalags háskólamanna i fjölmiðlum, veröur ekki hjá þvi komizt að benda i stuttu máli á nokkur atriði til leiðréttingar: 1. Sem dæmi um raunveruleg launakjör háskólamanna má nefna, að byrjunarlaun há- skólamenntaðra gagnfræða- skólakennara (miðað við visi- tölu 1. sept. ’73) eru nú kr. 46.704.- á mánuði, byrjunarlaun presta kr. 52.975.- og mennta- skólakennara, dýralækna og sérfræðinga á visindastofnun- um kr. 55.065.-. Saðreynd er, að um 70% allra háskólamanna i rikisþjónustu hafa byrjunar- laun lægri en kr. 60.000.-. 2. Hverjar eru svo launakröfur BHM fyrir þá þrjá launaflokka, sem ofangreindir hópar til- heyra nú? Krafizt er kr. 66.720.- á mánuði i byrjunarlaun i fyrst nefnda flokknum, en kr. 77.309,- og kr. 81.385.- i hinum tveim. Um 70% háskólamanna myndu samkvæmt kröfum fá byrjun- arlaun kr. 90.000.- eða lægri. Hinar nú svo tittnefndu kr. 129.278.-, sem ætið er gripið til, þegar skýrt er á hlutdægan hátt frá kröfum BHM, er sú upphæð, sem farið er fram á fyrir örfáa æðstu embættismenn þjóðar- innar. í þeim launaflokki eru nú t.d. biskup, landlæknir, rektor Háskólans, ráðuneytis- stjórar o.fl. 3. Til samanburðar við ofan- greindar tölur um kjör og kröfur háskólamanna má m.a. benda á kröfur þjóna I yfir- standandi kjaradeilu, en þær eru allt að 86.120.- i kauptryggingu á mánuði, og kröfur matsveina, sem eru allt að kr. 93.600.- á mánuði. Iðnaðarmenn álversins i Straumsvik gera kröfu um mánaðarlaun yfir kr. 70.000.-, og fram hefur komið i fjölmiðli, að miðlungs laun flugstjóra séu kr. 150.000.- á mánuöi. Ennfremur er rétt, að fram komi, að litill vafi leikur á þvi, að launamismunur innan ASI, þ.e. milli verkamanna og ýmissa hópa, sem vinna sam- kvæmt uppmælingu, er meiri en milli verkamanna og þorra háskólamanna i rikisþjónustu. 4. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þvi, að launakröfur BHM eru i öllum aðalatriðum i takti við kröfur annarra launþegasamtaka, að frátal- inni kröfu um nokkra leiðrétt- ingu til samræmis við viðmið- unarstörf á frjálsum vinnu- markaði. Þessu til rökstuðn- ings má benda á BSRB fyrir störf, sem grundvölluð eru á sama starfsmati, en þær eru t.d. i flokki háskólamenntaðra gagnfræðaskólakennara kr. 67.912,- á mánuði (miðað við visitölu 1. sept. ’73) og mennta- skólakennara kr. 77.309,- Þetta þýðir i raun, að háskóla- menn berjast fyrir óbreyttum launahlutföllum i þjóöfélaginu, en ekki fyrir auknum launamun. Þeir ætlast hins vegar alls ekki til þess, að sanngjörn laun þeim til handa bitni á öðrum, sem lægri hafa launin. 5. Að rikjandi launamunur hér- lendis (sem þó er mun minni en Minningabók Emils Jónssonar: Á milli Washing ton og Moskva Bókaútgafan Skuggsjá hefur sent frá sér bókina ,,Á milli Washington og Moskva” eftir Emil Jónsson, fyrrum ráðherra. Er þetta forvitnileg bók um póli- tiska viðsjártima. Emil Jónsson, fyrrum ráð- herra, einn svipmesti stjórn- málamaður þjóðarinnar, hefur lifað róstusama breytingatima — tima sem hann átti mikinn þátt i að móta. 1 bókinni segir hann frá störfum i Hafnarfirði, á Alþingi og i rikisstjórnum, og frá kynnum af erlendum ráðamönnum, en utanrikismál voru honum hug- leikin. En þar greinir Islendinga á, þjóðin er tviskipt i viðhorfum til austurs og vesturs, til veru i Nato og til varnarliðsins. Menn mun lika greina á um efni þessarar bókar, en allir sem fylgjast vilja með stjórnmálasögu siðustu ára- tuga, verða að eignast og lesa þessa bók. Bók Emils er 260 blaðsiður, prýdd fjölda mynda. Skuggsjá settiog prentaði. Bókfell annaðist bókband. —SB Ný Ijóðabók eft- ir Richard Beck NVKOMIN er á markaðinn Ijóða- bók eftir Richard Beck, sem hann nefnir „Undir hauststirndum himni”. Richard Beck er lslend- ingum löngu kunnur fyrir ljóð sin — og meðal Vestur-Islcndinga hefur hann löngum vcrið I hópi oddvitanna, ekki aðeins sem Ijóðasmiöur, heldur hinn sivakandi, áhugasami frum- kvöðull um ýmis mál, sem lúta aö minningarlegu sambandi og margvislegum öðrum tengslum milli Islands og Vestur-íslend- inga. Og hann er ekki sizt þekktur sem ræðumaður við ýmis hátiðleg tækifæri Þetta er ekki fyrsta ljóðabók Richards Beck — og hér er að finna úrval ljóða hans frá siðustu 14 árum. Hann tileinkar bókina konu sinni Margréti Jakobínu Beck, en samtals eru ljóðin 50. Það er Leiftur h.f., sem gefur bókin út. vioast hvar annars staðar) sé sanngjarn, byggir BHM m.a. á eftirfarandi rökum. Háskóla- menn hefja starfsævi sina með þvi að afa sér 5-10 ára starfs- menntunar að afloknu stúdentsprófi. Þeir þiggja ekki laun fyrir þá ströngu vinnu, sem i langskólanámi felst, en afla sér lifsviðurværis með lántökum og sumarleyfisvinnu. Miðað við úthlutunarreglur og upphæðir lána hjá Lánasjóði is- lenzkra námsmanna fyrir árið 1972, skuldar námsmaður, sem lýkur 6ára námi á Norðurlöndum, sjóðnum tæpa eina milljón króna. Að auki fá námsmenn oft á tiðum hjálp frá aðstandendum, og skulda þeim fé að námi loknu. Eigi háskóla- menn ekki að standa mjög að baki öðrum launþegum hvað lífsskilyrði áhrærir fyrstu 10- 15ár starfsævinnar, þurfa laun þeirra, að frádregnum sköttum, að nægja til siðbúinn- ar uppbyggingar heimilis auk endurgreiðslu námsskulda. 6. Að lokum skal á það bent, að i öllum starfsgreinum er mennt- un metin til launa, þótt i mis- jöfnum mæli sé. Starfsmenn, sem sækja námskeið i starfs- grein sinni, hækka réttilega i launum. Alkunna er, að iðnaðarmenn telja sig, sakir menntunar sinnar, eiga rétt á hærri launum en ófaglærðir menn, og telja mætti upp fjölda svipaðra dæma. örðugt er þvi að sjá, hvernig unnt er að loka augum fyrir þvi, að slikt mat á menntun hlýtur einnig að vera i fullu gildi á háskólastigi. Með þökk fyrir birtinguna f.h. stjórnar BIIM Markús A. Einarsson formaður Wilma R. — Haíið þið þremenningarnir starfað lengi saman? — Nei, það var ekki fyrr en i fyrra vetur, eftir alþjóðlega söng- lagakeppni i Lissabon að við fór- um að vinna saman. Þar voru samankomnir söngvarar frá 23 löndum og ég var svo heppin að vinna þar bæði 1. og 2. verðlaun. En annað lagið var einmitt útsett eftir John Hawkins. — Nú varst þú að leika i „Show boat” eftir Hammerstein. Ertu að hugsa um að leggja leiklistina fyrir þig? — Ég veit það ekki, en ég hafði mjög gaman af þvi að leika. Ég naut þess að skapa nýja persónu, það var nokkuð, sem ég hélt að ég væri ekki fær um. — Eru það kvikmyndirnar næst? — Aður en ég kom hingað lék ég smáhlutverk i mynd með Julie Andrews og Omar Sharif og fyrir skömmu fékk ég tilboð um að leika i kvikmynd, en þá var ég svo önnum kafin i leikhúsinu að það var ekki möguleiki að koma þvi við. Ég hafði ekki einu sinni tima til að lesa kvikmyndahandritið yfir. Annars eru þessi kvik- myndatilboð varasöm, ég hef fengið áöur tilboð um að leika i kvikmynd, en þá kom upp úr kaf- inu að þarna voru nektarsenur, sem ég gat ekki fellt mig við. Það er allt i lagi að láta taka myndir af sér léttklæddri i fjarlægð, en þegar myndin fer að snúast um nektaratriði þá vil ég ekki taka . þátt i leiknum. Auk þess sem maðurinn minn vill það ekki, seg- ir hún brosandi og litur til hans, en i þvi kallar hann á hana og seg- ir að röðin sé komin aö henni, og skömmu siðar hljómar lagið „Bridge over trouble water”, sem söngkonan syngur af innlif- um og meö miklum tilþrifum. John,. Hawkins hefur leyst Magnús Ingimarsson af við pianóið, sem fær sér sæti og hvilir sig, segist varla hafa komizt i það öllu erfiðara. Spurningunni um það hvort þeir séu ánægðir með þessa nýju stjórnendur er svarað þannig: — Það má enginn vera að þvi að hugsa um það. Þú sérð nú hvernig strákarnir djöflast áfram, 6 tima á dag fyrir næstum ekkert kaup. kr Framsóknarfélögin á Snæfellsnesi Framsóknarfélögin á Snæfellsnesi hala aðalfundi sina á Breiöa- bliki sunnudaginn 25. nóvember kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Asgeir Bjarnason alþingismaður mætir á fundinum. Staðan í íslenzkri pólitík Almennur stjórnmálafundur verður haldinn aö Hótel Esju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Framsögumaöur Bjarni Guðnason alþingismaður, sem ræðir um stöðuna i islenzkri póli- tik. ALLIR VELKOMNIR. Framsóknarfélag Reykjavikur Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Hinn árlegi bazar félagsins verður laugardaginn 24. nóvember næst komandi að Hallveigarstöðum og hefst hann kl. 14. Félags- konur og velunnarar félagsins eru hvattir til þess að gefa muni á bazarinn. KöKUR eru sérstaklega vel þegnar. Tekið verður á móti laugardagsmorgun 24. nóv. að Hallveigarstöðum. Einnig taka eftirtaldar konur á móti munum: Dóra Guðbjarts- dóttir, Aragötu 13, simi 16701, Elin Gisladóttir Sundlaugaveg 28, simi 32768, Ingibjörg Helgadóttir, Bergþórugötu 8, simi 21727. Félagsmólaskóli Framsóknarflokksins Fundir i félagsmálaskóla Framsóknarflokksins, haustnám- skeiði, eru haldnir tvisvar i viku, á laugardögum kl. 15 og á fimmtudögum kl. 21. Laugardagsfundirnir verða fyrir mælsku- æfingarog leiðsögn i fundarstörfum, en á fimmtudagsfundunum verða flutt 45 minútna fræðsluerindi um Framsóknarflokkinn og islenzk stjórnmál. Lestrarefni: Lýðræöisleg félagsstörf. Sókn og sigrar, Málefna- samningur rikisstjórnarinnar og Tíðindi frá Flokksþingum. Leiðbeinendur á málfundaæfingum verða: Björn Björnsson Jón Sigurðsson og Kristinn Snæland. Fundir verða haldnir á Hótel Esju. 9. fundur. Laugardag 24. nóvember kl. 3. e.h. Fimmta mái- fundaræfing, samkvæmt 7. æfingu bls. 303, Lýðræðisleg félags- störf. Nýir þátttakendur velkomnir. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing framsóknarmanna i Reykjaneskjördæmi verður haldið I Skiphóli i Hafnarfirði sunnudaginn 25. nóvember og hefst kl. 9:30 árdegis. ólafur Jóhannesson forsætisráðherra ávarpar þingið. Stjórn kjördæmissambandsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.