Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.11.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. nóvember 1973. TÍMINN 9 r — Wémkm —| Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. L ....................... L Austurstræti - göngugata Þá hafa íslendingar eignazt sina fyrstu göngugötu. Á siðast fundi borgarstjórnar Reykjavikur var ákveðið að Austurstræti frá Lækjartorgi að Pósthússtræti verði göngugata i framtiðinni og jafnframt verði að þvi stefnt, að gatan öll verði lokuð fyrir umferð ökutækja. Við afgreiðslu þessa máls i borgarstjórninni varð hins vegar verulegur ágreiningur sem fólst i þvi, að borgarfulltrúar minnihlutans vildu loka götunni allri nú þegar en ekki opna vestari hluta hennar fyrir bilaumferð að nýju eins og borgarstjóri lagði til. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins fluttu tillögu þess efnis, að Austurstræti yrði ekki opnað að nýju fyrir bilum og bentu á i þvi sam- bandi, að þótt tilraunalokunin hefði að ýmsu leyti verið illa undirbúin, enda framkvæmd af mikilli skyndingu, hefði hún þó heppnazt von- um framar og bæði kaupmenn við götuna og næstum allir vegfarendur þar mæltu með áframhaldandi lokun. Þá bentu þeir á, að stefna bæri að þvi að draga stórlega úr bilaum- ferð umhverfis Austurvöll og helzt að loka þeim götum alveg. Austurvöllur með Alþingis- húsið og dómkirkjuna ætti að vera friðsæll og kyrrlátur staður laus við hávaða og skvaldur mikillar bilaumferðar, en i nánum tengslum við göngugötuna Austurstræti. Rétt er hins vegar að benda á, að lokun Austurstrætis, hvort sem um er að ræða götuna alla eða hluta hennar, mun ekki gera það verk- efni auðveldara til úrlausnar að finna leiðir til að bæta úr þvi umferðaröngþveiti, sem er i miðborginni og næsta nágrenni hennar. Alvar- legast i þvi sambandi er, að hinn ráðandi meirihluti i borgarstjórninni virðist með öllu úrræðalaus i þeim efnum og ekki vinna eftir neinni skipulegri áætlun að lausn umferðar- málanna. Slik vinnubrögð eru ekki likleg til að skila miklum árangri. Kosningavíxill Hitaveita Reykjavikur hefur fyrir nokkru gert samning við Kópavogskaupstað og Hafnarfjörð um að leggja hitaveitu i þessa kaupstaði á næstu 3-4 árum. Það skilyrði er þó sett i umrædda samninga, að framkvæmdir séu bundnar þvi, að gjaldskrá hitaveitunnar hækki að þvi marki, að hagnaður nemi 7% af öllum eignum fyrirtækisins, þegar búið er að endurmeta þær til núvirðis. Til þess að ná þvi marki mun hitaveitan telja, að gjaldskráin þurfi nú að hækka um allt að 30%. Að öðrum kosti fái Kópavogsbúar og Hafnfirðingar enga hitaveitu. Um þessi mál var rætt á Alþingi fyrir skömmu og kom þar fram hjá iðnaðarráðherra, að Hitaveita Reykjavikur hafði fengið 20% hækkun á gjald- skránni fyrr á þessu ári, en teldi sig nú þurfa 30% til viðbótar. Þessi gjaldskráritiál hitaveit- unnar leiða hugann að þvi, að fjárhagur Reykjavikurborgar muni vera harla bágborinn um þessar mundir. Er talið, að mikil eyðsla umfram fjárhagsáætlun og litið aðhald hins nýja borgarstjóra sé meginástæðan. Hefur jafnframt komið til tals, að nauðsyn- legt sé fyrir borgina að taka stórt erlent lán, allt að 1500 millj. króna til að hressa upp á fjár- haginn fyrir borgarstjórnarkosningarnar i vor. Sá vixill væri sannkallaður kosningavixill og bæri nafnið með rentu. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Chaban-Delmas verður forsetaefni Gaullista AAitterand styrkir enn stöðu sína FYRIR skömmu héldu Gaull- istar flokksþing. Þing þetta hefur vakið sérstaka athygli sökum þess, að það þykir hafa leitt i ljós hvert verði forseta- efni Gaullista i forsetakosn- ingunum 1976, ef Pompidou gefur ekki kost á sér, eða hef- ur forfallazt áður. Eins og kunnugt er, gengur nú þrálát-' ur orðrómur um, að Pompidou sé ekki heill heilsu. Þessi orð- rómur komst fyrst á kreik eft- ir að þeir hittust i Reykjavlk Pompidou og Nixon Banda- rikjaforseti. Blaðamenn, sem voru kunnugir Pompidou, frá fyrri tið, töldu honum þá brugðið ogdrógu það einkum af útliti hans. Sjálfur hefur Pompidou mótmælt þessu og lagt talsvert á sig til að sanna, að heilsa hans væri i góðu lagi. Honum hefur þó ekki tekizt að kveða þennan orðróm niður. Sá maður, sem Gaullistar hafa nú skipað sér um sem krónprins flokksins og vænt- anlegan eftirmann Pompi- dous, er Jacques Chaban-Dei- mas, sem lét af embætti for- sætisráðherra fyrir ári siðan og hafði þá að ýmissa dómi fallið i ónáð hjá Pompidou. Hið sama var lika álitið um Pompidou, þegar de Gaulle lét hann hætta sem forsætisráð- herra. Það kom siðar i ljós, aö de Gaulle hafði látið Pompi- dou draga sig i hlé til þess aö búa hann betur undir framboö i forsetakosningum. Pompi- dou virðist hafa fylgt i fótspor fyrirrennara sins að þessu leyti, þegar hann lét Chaban- Delmas segja af sér forsætis- ráðherraembættinu á siðast- liðnu ári. APURNEFNT flokksþing Gaullista var haldið i Nantes og sóttu það um 6000 fulltrúar. Það var ekki verkefni þess að velja forsetaefni, enda enn 2 1/2 ár til næstu forsetakosn- inga. Sú athygli, sem Chaban- Delmas var veitt á þinginu, þótti hins vegar benda til þess, að búið væri að útnefna hann af stjórn flokksins sem eftir- mann Pompidous, og hún hefði þvi látið undirbúa það fyrirfram, að fulltrúar vottuðu honum sem greinilegast stuðning sinn. Endanlega er það flokksstjórnin, sem á- kveður forsetaefnið, eftir að hafa haft samráð við flokks- samtökin. Þangað til flokksþingið kom saman, hafði helzt verið talað um Giscard d’Estaing fjár- málaráðherra sem liklegasta frambjóðanda Gaullista og samherja þeirra i næstu for- setakosningum. Það hefur hins vegar veikt stöðu hans, að hann epekki i flokki Gaullista, heldur er forustumaður i öðr- um flokki, sem oft er ihalds- samari en Gaullistar. Gaull- istar vilja ekki telja sig ihalds- menn heldur þjóðernissinnaða framfaramenn. Ástæðan til þess, að Chaban- Delmas hefur orðið fyrir val- inu sem forsetaefni Gaullista, er einkum talin sú, að hann standi nálægt miðflokkunum og sé liklegur til að fá stuðn- ing kjósenda þeirra, en allt bendir til, að atkvæði þeirra geti ráðið úrslitum i næstu for- setakosningum. Gaullistar hafa engar likur til að geta sigrað af eigin rammleik, ef sósialistar og kommúnistar standa áfram saman um Mitt- erand sem forsetaefni, eins og allar likur benda til. I ræðu, sem Chaban-Delmas flutti á flokksþinginu, lagöi hann áherzlu á að Gaullistar hefðu tvö markmið. Annað þeirra væri að skapa nýtt þjóðfélag í Frakklandi, sem hvorki væri kapitalistiskt eða kommúnistiskt, heldur byggt á samvinnu stéttanna. Aukin áherzla yrði svo lögð á dreif- ingu valdsins, en de Gaulle dró sig i hlé vegna ósigurs i þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingu, sem stefndi að auknu sjálfstæði landshlutanna. Hitt markmið- ið væri að skapa nýja sam- stæða Evrópu, sem hefði sina sérstöku yfirstjórn og sjálf- stætt varnarkerfi, ef til vill innan stærra bandalags. Allt eru þetta hugmyndir, sem rekja rætur til de Gaulles. Chaban-Delmas er 58 ára að aldri. Jafnhliða þingmennsk- unni, er hann borgarstjóri i Bordeaux og er búinn að vera það alllengi. Áður en hann varð forsætisráðherra, var hann forseti fulltrúadeildar þingsins. Hann hefur litiö látið á sér bera siðan hann lét af embætti forsætisráðherra fyr- ir 16 mánuðum og hefur t.d. ekki haldið á þeim tima neina meiriháttar ræðu fyrr en nú. Öþarft er að taka fram, aö henni var mjög vel tekið af fulltrúunum á flokksþinginu og hann hylltur þar meira en nokkur annar. Messmer for- sætisráðherra, sem flutti aðra aðalræðuna, hvarf alveg i skuggann. Athygli vakti, að Pompidou sýndi sig ekki á flokksþinginu, heldur var i heimsókn hjá brezka forsætis- ráöherranum, meðan það stóð yfir. Ef til vill hefur hann ekki viljað skyggja á Chaban- Delmas. Siðustu ágizkanir eru þær, að Pompidou kunni að þurfa að draga sig i hlé af heilsufarsástæðum áður en kjörtimabilinu lýkur og for- setakosningar verði þvi fyrr en 1976. Nokkuð er það, að Gaullistar vilja ekki draga að gefa til kynna, hvert forseta- efni þeirra er. A SVIPUÐUM tima 6g Gaullistar héldu flokksþ. sitt, var Mitterand að styrkja stöðu sina I flokki sósialista. 1 mið- stjón Sósialistaflokksins hefur komið upp viss klofningur, og virðisthann vera þannig, að 57 miðstjórnarmenn eru ein- dregnir fylgismenn Mitte- rands, 17 tilheyra Ceres-hópn- um svonefnda, sem tilheyrir vinstri armi flokksins, 6 fylgja Guy Mollet, sem áður var for- maður flokksins, en féll fyrir Mitterand, og 4 fylgja Poper- en. Að undanförnu hafa verið allmikil átök i miðstjórninni um afstöðuna til flokkaskipun- ar á þingi Efnahagsbanda- lagsins. Þar skiptast þing- mennnúorðið i hópa eftir póli- tiskum skoðunum, t.d. halda fulltrúar ihaldsflokkanna hóp- inn, fulltrúar sósialdemókrata o.s.frv. Mitterand hefur beitt sér fyrir þvi, aö fulltrúar Sósialistaflokksins skipuðu sér I sveit sósialdemókrata, en Ceres-hópurinn hefur viljað, að þeir skipuðu sér i sveit með kommúnistum og bandalags- flokkum þeirra. Svo harðar hafa deilur orðið um þetta at- riöi i miðstjórninni, að Mi.tte- rand hafði sent henni bréf, þar sem hann sagði lausu starfi sinu sem aðalritari flokksins. Miðstjórnin samþykkti sam- hljóöa að neita að taka við lausnarbeiðninni, en það þýddi sama og að votta Mitte- rand traust. Aðeins stuðnings- menn Mollets sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Þetta þykir mjög hafa styrkt stöðu Mitte- rands, og þykir nú enn örugg- ara en áður að hann verði frambjóðandi vinstri flokk- anna I næstu forsetakosning- um. Eins og nú horfir, er lik- legt að barátta verði þá milli hans og Chaban-Delmas. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.