Tíminn - 06.12.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.12.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur (!. desember 1!)73. skóiaviirðustig 2 — simi SAAAVIRKI Barmahlíö 4ASími 15-4-60 Framleiöslu samvinnufélag RAFVIRKJA annast allar almennar raflagnir og viðgerðir Jólabækurnar VASAÚTGAFA NÝ PRENTUN Þunnur biblíupappír Balacron-band * Fjórir litir Sálmabókin nýja Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (^ubbraiibóötofu Hallgrimskirkja Reykjavík simi 17805 opiÖ3-5e.h. IniiliíiisTÍðskipii lcið -#\ lil liínsviðskipiii -BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Að gefnu tilefni t 27. tölubl. Lesbókar Timans las ég nýlega grein t>uriðar Guðmundsd. um gamla og nýja timann. Höfundur setur þar fram skoðanir sinar og ályktanir, og er það fjarri mér að vilja gera litið úr þeim, enda allir frjálsir að segja álit sitt, hvort heldur er munnlega eða á prenti. Hað sem hér er sagt, ber ekki að lita á sem neitt svar við nefndri grein, fremur en mörgum álika. Það rifjaðist nefnilega upp fyrir mér við lestur hennar, hvilikan urmul slikra pistla maður hefur séð á tiltölulega fáum árum. Hað eru einkum þrjú atriði, sem eru þeim öllum sameiginleg: angurhliður tónn, sem fólk notar gjarna, þegar það talar um bernsku sina og æsku: sú trú, að fólk innan við fertugt viti litið sem ekkert um fyrri tima (frekar en annað), og loks fallegar og vel meintar ráðleggingar i lokin. Við getum sleppt að fjölyrða um fyrsta atriðið. Það er alkunnugt, að fjarlægðin gerir fjöllin blá, og trúlega er erfitt að forðast þann pytt. Annað atriðið þarfnast mikil- lega leiðrettingar. Við vitum sem sé bæði hitt og þetta. Við vitum, að staðreyndirnar tala dálitið öðru máli en hinir rómantísku fortiðarrithöfundar. Við vitum, að ekki voru þá, fremur en nú, allar mæður fórnfúsar, góðar og göfugar. Mörg börn báru alla ævi menjar harðneskjulegs uppeldis. Margir foreldrar áttu svo mörg börn, að þeir höfðu engin ráð með að sjá fyrir þeim og urðu að láta þér getid veríd Westinghouse Westinghouse uppþvottavélin er fáanleg til innbyggingar, fríttstandandi og með toppborði. Tekur inn kalt vatn, er með 2000 w elementi og hitar í í 85° (dauðhreinsar). Innbyggð sorpkvörn og öryggisrofi í hurð. Þvær frá 8 manna borðhaldi með Ijósstýrðu vinnslukerfi. Er ódýrasta uppþvottavélin á markaðinum. UTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVIK LIVERPOOL DOMUS DRÁTTARVÉLAR HF KAUPFÉLÖGIN VIÐA UM LAND Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík simi 38900 þau frá sér á ýmsum aldri. Og þótt foreldrarnir væru allir af vilja gerðir að reynast afkvæmunum vel, var það iðu- lega útilokað af utanaðkomandi ástæðum Hvernig skyldi þeirri móður (það er vist ekki viðeigandi að nefna föður) hafa liöið, sem vissi sig ekkert geta veitt börnunum sinum annað en lffið, ekki fæði og klæði, hvað þá menntun eða nokkurn stuðning i framtiðinni, stundum ekki einu sinni næstu máltið? Veröur ekki nokkuð ótrúleg kenningin um, að hún hafi verið ánægð og unað glöð við sitt? Slikt myndi að minnsta kosti vera talið vitavert kæruleysi nú á dögum, enda þarflaust að bera formæðrum okkar slikt á brýn í gröfinni. Annað er svo hitt, að tiðar- andinn var ótrúlega miskunnar laus. Alkunn er sagan um fæðingu skáldsins Hjálmars Jónssonar frá Bólu, sem borinn var frá móður sinni næturgamall, áleiðis til hreppstjórans. Ekki einu sinnu sængurlegunni fékk hún að hafa hann hjá sér. Ætli það hefði breytt miklu þótt hún hefði tjáð sig fúsa til að fórna sér fyrir hann og ala hann upp i guðsótta og góöum siðum? Hún hefur vfst ekki verið orðin eins hátt skrifuð þá sem nú, hin margrómaða móðurást þeirra góðu gömlu daga. Sá sem af hreinskilni vill skyggnast aftur fyrir aldamótin, sér ekkert nema þrotlausa bar- áttu frá vöggu til grafar fyrir brýnustu lifsnauðsynjum — hjá öllum þorra þjóðarinnar. Langafi minn og langamma munu ekki hafa getað kallað neinn stað heimili sitt. Þau voru sitt á hvað i vinnumennsku. Þessi þrjú börn, sem þau eignuðust, reyndu þau að láta fylgja sér. Kaupið þeirra hefur þá varla verið nein himin há upphæð, a.m.k. ekki kaup langömmu, sem jafnan hafði tvö börnin. Ætli þau hafi ekki alltaf verið ánægð? Fólk var þá ekki oröið eins hræðilega heimtufrekt og núna. Þá mætti ef til vill minnast á Amerikuferðirnar, sem gengu hér yfir eins og landplága á siðustu öld. Fólkið sópaðist vestur um haf, ef svo þjóð, frændur og vini, jafnvel unnustur og unnustar lögðu út i óvissuna með tvær hendur tómar, margir hverjir? Það hefur þó aldrei verið i von um illskárri lifskjör? t von um að þurfa ekki að setja ástvini sina á svsveitina, sem taldi eftir hverja minnstu hjálp? t von um að losna við að verða fluttir hreppaflutningi eins og óskila- skepna, ef heilsan bilaði? Eða er það goðgá að láta sér detta i hug, að þeir sem urðu fyrir slikrim meðferð, hafi ekki verið nógu nægjusamir til að una glaðir við sitt? Nei, það er áreiðanlegt, að vandamálin hafa verið margvis- leg hér áður og fyrr, engu siður en nú er, þótt fólkið kunni að hafa átt sinar gleðistundir, alveg eins og við, sem nú lifum. Hæfileikinn til að gleðjast yfirgefur vist seint þetta hrjáða mannkyn. t greininni, sem ég nefndi, i upphafi, er bent á það (auðvitað eingöngu mæðrum) að taka nú meira mark á Kristi heldur en rauðsokkunum. (Mega feður vera rauðsokkar?) Ég get nú ekki séð neina augljósa ástæðu til þessarar ráðleggingar. Þessir tveir aðilar, þ.e. Kristur og rauð- sokkar, hafa aldrei sagt hvor öðrum strið á hendur, það ég til veit. Enda Kristur að minnsta kosti jafnan verið talinn friðelskandi og litið fyrir að gera sér manrfamun. Vitað er, að i flokki þeim, sem fylgdi Kristi á ferðum hans, voru margar konur, og styrktu sumar þeirra starf- semina fjárhagslega. Er þess hvergi getið, að meistarinn hafi sagt þeim að snáfa heim og þvo gólfin. Ekkert liggur fyrir þvi til sönnunar, að færri (mæður) gangi á Guðs vegum nú en verið hefur. Hallgrimur Pétursson segir svo i formála fyrir Passiu- sálmunum, um öldina: — A hverri réttir Jésú...elskendur meir sorga en gleðjast og sofandi hirðuleysingjar, sem of margir finnast, þvi verr, meir fagna en sorga.... Fólkið hefur þó ekki verið farið að versna, þegar á dögum sálma- skáldsins? Þá fer nú að lengjast alvarlega i ,,hina góðu gömlu tið með gull i mund”. Steinunn Eyjólfsdóttir. mnvmnrmi '■ Menntamálaráðuneytið, 3. desember 1973. Styrkir til háskólandms í Frakklandi Frönsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa ts- lendingum til háskólanáms I Frakklandi námsárið 1374-75. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 5. janúar n.k., ásamt staðfestum afritum prófskirteina og meðmælum. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu og erlendis hjá sendiráðum tslands. Menntamálaráðuneytið, 3. desember 1973. Laust embætti er forseti íslans veitir Prófessorsembætti i heimilislækningum við lækna- deild Háskóla islands er laust til umsóknar. Prófess- ornum er ætlað að veita forstöðu kennslu i heimil- islækningum og rannsóknum i þeirri grein samkvæmt reglugerö læknadeildar. Umsóknarfrestur er til 5. janúar 1974. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.