Tíminn - 06.12.1973, Page 14

Tíminn - 06.12.1973, Page 14
14 TÍMINN Kimmtudagur (i. desember l!)7:i. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 44 móöurinnar, hinnar óhagsýnu, draumgjörnu og rómantisku Rikku. Hann var lika svo skyn- samur að hann skildi að sór væri hollara, að horfast i augu við þessar staðreyndir án þess að láta sór bregða og hegða sór sam kvæmt þvi i stað þess að reyna að þvinga drenginn til þess að gera það sem honum var ekki lagið á nokkurn hátt. Þess vegna samþykkti hann umyrðalaust að drengurinn sækti um skólavist á listaskóla eftir að hafa lokið stúdentsprófi með sóma. En Fritz hafði ekki orðið lista- maður Þessi einkennilegi, þunglyndi, singjarni og fáláti piltur þoldi hvorki mótlæti nó gagnrýni og þar að auki var hann og hafði alltaf verið gjörsneyddur allri fólagslöngun. l>egar i skóla olli þetta honum miklum ama, en menn höl'ðu þó smám saman sætt sig við að svona væri syni hins rika kaupmanns Herlufsens nú einu sinni l'arið. Hann þótti ankannalegur og leiðinlegur — en hann var látinn i friði. En i listaskólanum var þetta á annan veg. Þar voru menn fólag- ar, hvort sem l'eður þeirra áttu mikla peninga i bankanum eða ckki. Menn hrósuðu hver öðrum eða niddu hver annan eftir þvi sem þeim þótti við eiga, án þess að láta það hafa áhrif á vináttuna. Fritz fóll ekki inn í þetta umhverfi. Annars vegar var hann sjálfum sór nógur, þvi að hann lil'ði i sinni cigin drauma- og hugaróra veröld, án þess að l'inna með sór hvöt til nánari kynna við annað fólk.sem honum l'annst i rauninni vera sór óæðra. Ilins vegar tók hana alla gagnrýni mjög nærri sór, jafnvel þólt hún væri vel meint. llann var svo viðkvæmur að það var næstum sjúklegt. Hann skreið inn i skel ofmats á sjáll'um sór og virtist láta sór á sama standa um alla aðra, en hið innra með sór var hann ákaflega viðkvæmur. Þegar ár var liðiö i listnáminu og það rann upp fyrir honum að kennararnir álitu hann ekki vera neinn snilling heldur nemanda sem væri sæmilegum gáfum gæddur og gæti náð að þroskast svo, ef hann legði hart að sér, að likja mætti honum við góða viður- kennda samtimalistamenn, hætti hann listnáminu þegar i stað. Gæti hann ekki orðið einn af höf- uðsnilldingum málaralistarinnar, maður á borð við Rembrandt og Rafael, kærði hann sig ekki um að verða málari. Þess i stað einbeitti hann sór að listsögunni. Móðir hans var látin og faðir hans lagði nú hálfu meiri ást á soninn, þvi að Henrik Herlufsen var ekki aðeins harð- drægur kaupsýslumaður heldur einnig mikill tillinningamaður likt og Constanee systir hans. Fritz fókk þvi allt sem hann langaði i. Að föður sinum látnum, hal'ði hann haldið til Italiu og kynnt sór kirkjulist þar i landi um eins árs skeið. Siðan hólt hann til Spánar, þvi að honum þótti gaman að ferðast. Ilann var einmana og átli erl'itt með að komast i kynni við annað fólk, en á lerðalögunum fann hann ekki eins mikið til þess og heima fyrir þar sem hann var hagvanur. Það var alls ekkert óeðlilegt, að ákveðin einvera fylgdi þeim sem l'erðast einn sins liðs eins og hann gerði alltaf og þess vegna fann hann ekki eins sárl til einver- unnar á lerðalögunurn og heima l'yrir, þar sem maður var silellt á meðal fólks, sem þóttist manni nákomið og reyndi og stofna til vináttu við mann og vænti þess að launum að þvi væri sýnd vinátta og traust. Slikt var Fritz Herlufscn um megn. Konur'? Konur voru honum einskis eða að minnsta kosti mjiig litils virði. Að visu þurfti hann kannski cinstiiku sinnum að seðja kynhvöt sina. En l'ram til þessa hafði hann ekki langað til þess að komast i nánari kynni við nokkra konu. Þetta var enn ein ástæðan l'yrir þvi að honum leið bezt á ferða- lögum. Þá kynntist hann konum ekki á annan hátt en þann, sem ekki hafði i för með sór neinar skuldbindingar l'yrir hann sjálfan og gat meira að segja gert sór góðar vonir um að sjá þær konur, sem hann átti skyndikynni við, aldrei framar. Þannig hafði þessu a.m.k. verið farið þar lil lyrir ári, en nú hafði orðið nokkur breyting á. Al'staða hans til kvenna hafði srnám saman breytzt og án þess að hann yrði þess var. llann var in.a.s. í'arinn að gæla við þá hugsun að ganga i hjónaband en hins vegar gerði hann i hugarheimi sinum slikar kröl'ur til þeirrar konu, sem hann gæti hugsað sór að kvænast, að hana var áreiðanlega hvergi að finna. llann var ekki trúhncigður maður i venjulegum skilningi, en rannsóknir hans i kirkjulist höfðu gert það að verkum að hann var orðinn veraldlegur aðdáandi hinnar heilögu móður, ef svo má að orði komast.Hann sá fyrir sér hina hreinu óflekkuðu og ójarð - nesku konu. Og svo átti konan auðvitað að vera auðmjúk og hlýðin honum i öllu. Þar sem hann átti enga vini, hafði hann ekki rætt við nokkurn mann um þessa draumastúlku sina. þessa stúlku, sem auk þess að likjast hinni heilögu móður átti að vera eiginkona hans. Aðeins einu sinni hafði hann imprað á þessu við l'rænda sinn einn, sem var nýkvæntur og elskaði konu sina heitt oghún hann. Frændinn hafði verið svo innilega glaður yfir þvi að hin elskaða eiginkona han s, Thea mundi innan skamms fæða honum erfingja, að hann hal'ði sagt við Fritz, þótt slik hreinskilni vami óvenjuleg á þeim tima, að hún væri „yndisleg ástmey". Þá hal'ði Fritz sagt, Ég skil ekki. Ilans. Mór finnst að kona eigi bara að vakna einn góðan veður- dag með barn sór við hlið. Ilans frændi hans hafði lifið undrandi á hann. yppt iixlum og larið að tala um eitthvað annað. Fritz var að sjálfsögðu fullkom- lega Ijóst, að svo ójarðneska konu var ekki að finna i þessum heimi. Ilún var einungis fyrirmyndin i huga bans. Kn var nokkru sinni hægt að komast jafnlangt og fyrirmyndin? Auðvitað fá menn ekki allar kriifur sinar uppfylltar i þessum ofullkomna heimi, en honum hætli til þess að gleyma þvi, að um leið og hann æskti þess að draumakonan fullnægði hvötum hans, ætlaðist hann samtimis til þess að hún væri „ósnortin" eða að minnsta kosti „hjartahrein" og áhugalaus um kynlerðislega lullnægingu og án allrar eigin persónulegrar löngunar annarar en þeirrar að geðjast honum. Hann vildi að minnsta kosti eignast konu, sem hann hafði sjálfur „mótað" og hann haföi tima til þess að biða. Ilonum hafði smám saman orðið Ijóst, að sú kona sem hann vildi tengjast yrði hann sjálfur að ala upp og móta. þannig að hún yrði nákvæmlega eins og hann vildi hafa hana. Heima i Danmörku væri slika konu ekki að íinna. En hór? Já, hór væri kannski að l'inna litla, óþroskaða og frumstæða stúlku, sem hann gæti variö nokkrum árum til þess að ala upp. þannig að hún yrði nógu þroskuð til þess að giftast honum, þegar timar liðu Iram og yrði honum trygg og auðmjúk eigin- kona. sem ekki væri kunnugt um nokkurn þann mann i viðri veröld.sem hún gæti borið traust til og reitt sig á. annan en hann. Þegar hann lá þarna og virti fyrir sór lárótta sólargeislana á hvitkiilkuðum veggnum. rann skyndilega upp fyrir honum, hvers vegna hann hafði vaknað i svona góðu og lóttu skapi. þennan morgun. Manúela hin litla tiu ára gamla Manúela! Ilann lá þárna og vissi að með honum bærðist ekki á þessu andartaki ein einasta „óhrein" hugsun eins og hann kallaði það sjállur. Hann hafði engar óeðli- legar hvatir gagnvart stúlkum undir lögaldri. Hann var — kyn- ferðislega sóð - fullkomlega eðli- legur. Þegar hann lá þarna og hugsaði um Manúelu lann hann ekki til neinna holdlegra lysna. Ilonum var Ijóst að hún var lallegt barn, þótt vanrækt væri. Ilún yrði hinn mesti kvenkostur, þegar timar liðu Iram. Honum likaði vel hversu glaölynd og eðli- leg hún var. Það var lika auð- heyrt að hún var fjarri þvi að vera heimsk, en á hinn bóginn var 1571 Lárótt 1) Blómið.- (>) Anægð.- 8) Gruna - 10) Dauði,- 12) Nes.- LD Guð - 14) Hærra,-16) Efni,- 17) Siða,- 19) Málmi.- Lóðrótt 2) Reykjav,- :i) Haf.- 4) Vond,- ,r>) Tákn,- 7) Bikar,- 9) Umgangur - 11) Geislabaug- ur,- 15) Fum,- 16) MáL- 18) Lita,- X Ráðning á gátu no. 1570 Lárótt 1) Fartý,- 6) Fár,- 8) Ýki,- 10) Urg,- 12) Kú,- 13) EE - 14) Urr,- 16) Ofn,- 17) YIs,- 19) Skass,- Lóðrétt 2) Api.-3) Rá.-4) Trú,- 5) Lýk- ur,- 7) Ageng.- 9) Kúr,- 11) Ref - 15) Ryk,- 16) Oss,- 18) La,- Þessi tölva er tengd við^T Fjarhrif | hugarsvið Villa litla. meðtölvu. Hann sagði okkur allt ^Hvað verðuí Þú getur sparað okkur i Attu við aöT áralangar rannsóknir. taka upp úr. Þessi tölva vill taka upp allt.heilanum á sem þú sást og heyrðir hiá y'mér? Hvi hinum fornu Marsbúum."'\ekki það? III: 111 ÉoíÉ I Fimmtudagur 6. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsm.bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þórunn Magnea Magnúsdóttir les seinni hluta sögu sinnar um „Tinu og heiminn”. Morgunleik- fimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjó- inn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Má Elisson fiskimálastjóra. Morgunpopp kl. 10.40: The Rolling Stones syngja og leika. Hljómplötusafniö kl. 11.00: (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Jafnrétti — misrétti.XII. þáttur. Umsjón: Þórunn Friðriksdóttir, Steinunn Harðardóttir, Valgerður Jónsdóttir og Guðrún H. Agnarsdóttir. 15.00 Miðdegistónlcikar: Christa Ludvig syngur lög eftir Ravel og Rakhmanin- off, Geoffrey Parsons leikur á pianó. Sergej Rakhmanin- off ag Sinfóniulhómsveitin I Filadelfiu leika Pianókon- sert nr. 2 i c-moll eftir Rakhmaninoff, Eugene Or- mandy stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 16.45 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar. a. „Siglaðir söngvarar”Seinni hluti leikrits meö söngvum eftir Thorbjörn Egner. Leikarar og söngvarar úr Þjóðleikhúsinu flytja ásamt hljóðfæraleikurum. Leik- stjóri: Klemenz Jónsson. Hljómsveitarstjóri: Carl Billich. b. Sitthvað frá Finn- landi. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.10 Bókaspjall. Umsjónar- maður: Sigurður A. Magnússon. 19.30 í skimunni. Myndlista- þáttur i umsjá Gylfa Gisla- sonar. 20.10 Einsöngur i útvarpssal: John Speight syngur lög eftir Purcell og Bulter- worth. Undirleik annast Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir Speight. 20.35 Lcikritið: „Útflytjandinn frá Brisbane” eftir Georges Schehade. Þýðandi: Jökull Jakobsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason Persónur og leikendur: Ekillinn, Gisli Halldórsson. Tutino, ritari borgarstjóra. Sigurður Skúlason, Picaluga, Rúrik Haraldsson. Rosa, kona hans, Kristbjörg Kjeld. Scaramella, Jón Sigur- björnsson. Laura, kona hans, Þóra Friðriksdóttir. Barbi, Róbert Arnfinnsson. Maria, kona hans, Helga Bachmann. Ciccio, Jón Hjartarson. Benefico, Sigurður Karlsson. Ferðalangurinn, Ævar R. Kvaran. 21.50 Ljóðalestur. Þuriður Friðjónsdóttir les ljóða- þýðingar eftir Geirlaug Magnusson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: Minningar Guörúnar Borgfjörð. Jón Aðils leikari les (11). 22.35 Manstu eftir þessu? Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.