Tíminn - 06.12.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.12.1973, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. desember 1973, TÍMINN 5 0 Víðivangur né siðar, til þess að vonast eft- ir ibúðalánum á þessu ári. Hitt er annað, að mér þykir það mjög miður, að ekki skyldi vera unnt að útvega nægilegt fjármagn til þess að allir, sem höfðu gert fokhelt fyrir 15. nóv., fengju það. Ég gerði tilraun til þess og bar niður, þar sem mitt hug- myndaflug bauð mér að gera og fékk þá fyrirgreiðslu, sem nægði til þess að gera hreint borð að þvi leyti, að allir, sem hér áttu hlut að máli, vita nákvæmlega hvar þeir standa. Ég vil ekki trúa þvi á við- skiptabankana, eða aðra lána- drottna þessara manna, sem hér eiga hlut að, en þeir taki þennan eins mánaða frest á sig. Ég vil ekki trúa þvi, að viðskiptabankakerfið og lána- kerfið I landinu sé orðið svo þröngt. Um það, að ég hafi kannske gjarnan viljað gera hér betur heldur en raun hefur á orðið, en ég hafi verið ' . ofurliði borinn af öðrum, þá er það al- ger misskilningur. Þessi hátt- ur er algerlega á mina ábyrgð og einskis annars, og þar sem ég hef leitað til annarra, þá hefur þvi verið mætt af skiln- ingi og kerfinu verið veitt sú fyrirgreiðsla, sem ég gat frek- ast búizt við”. — TK. Leiðrétting í umsögn minni um Ljóðabréf Hannesar Péturssonar hér i blaðinu 5. des., hefur fallið niður ein lina i næstaftasta dálki. Rétt er málsgreinin svona: I Rimblöðum bar nokkuð á svartsýni, nánast uppgjöf. is- lendingurinn er þar settur fyrir sjónir sem hjálparvana eyjar- skeggi sem ginnist af tálsýnum: „vér þiggjendur þess sem nú skeöur”, — litt stoðar það okkur að hyggja það á okkar valdi að breyta heiminum! Þessa afstöðu gagnrýna marxistar vitanlega frá sinum hugmyndafræðilega sjónarhóli. Gunnar Stefánsson. 0 Hitaveita „Mætti allavega nýta þetta eitthvað" — Eiginlega tel ég fráleitt að reikna með hitaveitu i Vest- mannaeyjakaupstað á þennan hátt, alla vega að svo komnu máli, en hins vegar mætti vel nýta þetta eitthvað og færa sig svo upp á skaftið, eftir þvi sem revnslan segði til um. Til greina kæmi að hita aðeins hluta bæjar- ins. og sem dæmi má nefna, að hús á stærð við nýja sjúkrahúsið, sem stendur nálægt hraunjaðrin- um, mun hafa hitunarkostnað upp i 1500 þúsupd krónur á næsta ári. Gætum við náð hitamagni til að hita þetta hús t.d. væri það strax töluverður fengur. Siðan væri hægt að færa út kviarnar. — Kæmi ekki til greina að bora nýjar holur, eftir þvi sem hiti hinna minnkaði, og viðhalda þannig nægu hitamagni? — Jú, það væri vel mögulegt, segjum ef ein hola dygði i 2-3 ár, en svo næði heita vatnið ekki að streyma að henni, og bora þá aðra i grenndinni, þar sem vitað væri um varmamagn. En þetta yrði hagkvæmnisatriði upp á borkostnað o.fl. Við höfum kannað hraunið allnokkuð, og sá staður, sem val- inn hefur verið fyrir tilraunahol- una, er talinn liklegastur til að gefa dæmigerðan árangur af svona borholum. Og verði reynsl- an af henni neikvæð, verður hug- myndin væntanlega gefin upp á bátinn. Verði hún jákvajð, verður athugað, hve langt má ganga i þessu. Þetta er freistandi hugmynd og skemmtileg. En ég held, að það sé of snemmt að binda nokkrar von- ir við hitaveitu fyrir Vestmanna- eyjakaupstað sem slikan. Það er bara að vona, reynslan af þessari holu verði jákvæð. — Hvað er mikilvægast i sam- bandi við holuna? — Aðalatriðið er, hvernig ástandið verður, þegar komið er niður að sjónum, hvort þar verður að jafnaði upp undir 100 stiga hiti. Og ef við fengjum gufu með svona eins til tveggja kilóa þrýst- ingi, sem entist alltaf 1-2 ár, þá væri þetta auðveldlega virkjan- legt. Svo er spurningin, hvað hver hola myndi duga mörguní húsum. Tilraunaholan okkar verður mjórri en það, sem þyrfti til virkjunar, enda er ætlunin umfram allt að kanna hitaástand og vatnsgengd i hrauninu. — Step. 0 Gullfoss frá þvi hann kom nýr hingað til lands og siðastur Islendinga yfir- gaf hann i Hamborg, var að þvi spurður, hvernig honum litist á hið nýja hlutverk gamla Gullfoss, þ.e. að flytja pilagrima um Rauðahafið, ákallandi ALLAH i tima og ótima sagði hann aðeins: — Ja, þeir ættu að geta þénað peninga á þessu, þvi nóg er af kroppunum til að flytja. —hs— LEIÐRETTING t BLAÐINU i gær var sagt frá þvi að verið væri að leggja siðustu hönd á teikningar að nýju hóteli á Selfossi. Það er Sigurður Thor- oddsen arkitekt, sem gerir teikningarnar að hótelinu, en ekki Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, eins og sagt var i fréttinni i gær. Leiðréttist þetta hér með. Húsmæður Ódýr matarkaup. Ilvalkjöt á !)5 kr. kilóið Borgarkjör Grensásveg 20., simi 38980. Allir fylgjast með Tímanum íRáóhorra- °stólar til ráóstöfunar strax Nú er einstakt tækifæri til að tryggja sér hina eftirsóttu ráðherrastóla, sem svo margir hafa dáðst að. __________ ............, , . -'g SKCltAH ■ Einstok gjof fyrir folk '-r með framtíðardrauma. 15 AitLA&RAUr HUSGAGNAVERZLUN GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Skeifan 15 Simi 82898

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.