Tíminn - 06.12.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.12.1973, Blaðsíða 9
FimmtudaRur 6. desember 1973. TÍMINN 9 r--- "'"v — WméiM - s _____________________4 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.), Jón llelgason, Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands i lausasölu 22 kr. eintakiö. Blaðaprent h.f. Tekjuöflun ríkisins í fyrri viku skýrði Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi frá skýrslu nefndar þeirrar, sem að undanförnu hefur unnið að athugun á tekjuöflun rikisins. Skýrsla þessi er mjög itarleg og yfirgripsmikil. í henni felst ekki bein stefnumótun i þessum málum, heldur er henni ætlað að gera alla stefnumótun i skáttamálum og fjáröflunar- málum rikisins auðveldari. Skýrslan er úttekt á aðferðum rikis og sveitar- félaga til tekjuöflunar og felur auk þess i sér hugmyndir i sumum tilfellum tillögur og val- kosti um framtiðarfyrirkomulag. Þannig mun hún auðvelda stjórnmálamönnum að ákveða framtiðarskipan þessara mála. Um persónufrádrátt og aðra frádráttarliði til skatts, sagði Halldór E. Sigurðsson, að hann hefði trú á þvi, að frekari skoðun þeirra gagna, er skýrslan fæli i sér, leiddi til niðurstöðu um brúttótekjuskatt til rikisins með afslætti frá skattinum eftir álagningu eftir fjölskyldustærð og fjölskylduástæðum. Taldi ráðherrann að með slikri breytingu mætti minnka eða eyða þeim mismun, sem nú væri i skattlagningu milli manna eftir þvi, hvort þeir nytu frádrátt- ar kerfisins eða ekki. Með þessu yrði skatt- kerfið gert einfaldara en það gerði viðureign við skattsvik auðveldari. í skýrslunni er gerður nokkur samanburður á fyrirkomulagi þessara mála hér og i ná- grannalöndunum. Af þeim samanburði kemur fram, að hlutur beinna skatta er hér á landi minni i tekjuöfluninni en þar. Engu að siður taldi ráðherrann, að beinir skattar ættu að lækka frá þvi sem er og hlutur óbeinna skatta að aukast að sama skapi. Tekjuöflunarkerfi rikisins er mikil nauð- syn á að einfalda frá þvi, sem nú er og fækka svokölluðum „mörkuðum tekjustofnum.” Slik- ir tekjustofnar renna óskiptir að lögum til ákveðinna þarfa. Þýrfti að aðgreina tekjuöflina frá annari löggjöf i sérstökum laga- bálki. Einnig er talið koma til greina að tengja lög um tekjuöflun rikisins lögum um tekju- stofna sveitarfélaga. Þannig gæfist betri heildaryfirsýn þessara mála og hamlað væri gegn hættunni á þvi, að á ný yrði horfið að sundurlausu kerfi fjölda margra smáskatta. í gildandi fjárlögum eru tekjustofnanir hvorki meira né minna en 71 talsins. Af þeim eru 38 markaðir sérstökum notum að einhverju leyti og skiptast á 34 viðtakendur. Með slikum. hætti er mikil hætta á, að handahófskennd og óréttlætanleg mismunun verði milli viðfangs- efna, sem þannig fá ákveðna tekjutofna skv. þörf, sem ef til vill var metin fyrir árum eða áratugum, og annarra viðfangsefna, sem njóta stuðnings af öðru aflafé rikisins. Þvi stærri hluti rikisteknanna, sem markaður er með þessum hætti, þeim mun óvirkari verða fjárlögin til að jafna sem réttast niður þvi fjármagni, sem til ráðstöfunar er hverju sinni. -T.K. Anthony AAcDermott, The Guardian: Fjdrhagstjón Egypta varð lítið í nýafstöðnu stríði Aðrar Arabaþjóðir lögðu fram meginhluta herkostnaðarins ..EFNAHAGSLIF Egypta beift ekki meiri hnekki við stvrjöldina en til dæmis við gerð Aswanstiflunnar eða annarra slikra stórfram- kvæmda". Þetta er haft eftir egvpzkum embættismanni. sem starfað hefir við áætiana- gerð þar i landi. Þessi ummæli munu i höfuðdráttum rétt. Efnahags- lif Egypta er næsta hæggengt i bezta falli. Or Ijölgun veldur verulegum erfiöleikum, dulið atvinnuleysi er afar mikið og alvarlegur gjaldeyrsskortur er viðvarandi. Þrátt fyrir þessa annmarka er drjúgur og vaxandi hluti at- vinnulifsins reistur á heil- brigðum grunni, markaður er óneitanlega vel rúmur meðal 37 milljóna manna og Egyptar búa yfir allmikilli tækni og hafa á að skipa verulegum fjölda þjálfaðra og tækni- menntaðra manna. Efnahags- lif Egypta hefir hæfileika til að jafna sig við erfiðar aðstæður og efnahagslif tsraelsmanna gæti ekki þolað sömu áföll af langvinnri styrjöld. EN hvað svo sem styrjöldin kann að hafa kostað er augljóst mál, að Egyptar hefðu aldrei haft efni á að standa straum af henni óstuddir. Taliö er, að daglegur herkostnaður meðan á styrjöldinni stóð hafi numið 20 milljónum dollara. Gert er ráð fyrir, að tilkostnaður rikisins vegna styrjaldarinnar hafi numið um 1000 milljónum punda, en vitaskuld hafa engar kostnaðartölur verið viðurkenndar hvað þá birtar af opinberri hálfu. Egyptar fengu þrenns konar framlög frá öðrum Araba- rikjum. Samkvæmt sam- þykktum leiðtogafundarins i Khartum 1967 hafa Libya, Saudi Arabia og Kuwait greitt 110 millj. punda á ári og innt þær greiðslur af hendi árs- fjórðungslega. Fyrsta mánuðinn frá þvi að styrjöldin hófst, eða 6. október til 6. nóvember, fengu Egyptar greiddar 350 milljónir doliara i beinum lramlögum. Þar af hefir Saudi Arabia sennilega lagt fram þriðjung, en afgangurinn skipzt milli Kuwait, Qalar, Abu Dhabi og Libyu. Sagt er, að Saudi Arabia og Libya hafi greitt Sovót- rikjunum að minnsta kosti tvöfalt hærri upphæð fyrir alls konar vopn. Af þessu ætti að vera ljóst, að Egypzka þjóðin hefir ekki þurft að axla neinar beinar byrðar vegna kostnaðar við styrjöldina. EIGN seðlabanka Egypta i gulli og erlendum gjaldeyri hefir i reynd farið hækkandi að undanlörnu. I marz i vor var gjaldeyrisforðinn háska- lega litill, eða aðeins 3,3 millj- ónir egypzkra punda. Forðinn óx skyndilega i ágúst upp i 45,5 milljónir punda og nam 33,8 milljónum punda þegar styrj- öldin hófst. (Þess má geta, að s a m k v æ m t o p i n b e r r i skráningu jafnast egypzka pundið nokkurn veginn a' við sterlingspund að verðgildi). Siðan styrjöldin hófst hafa óumbeðin framlög streymt i seðlabanka Egypta og numið um 250 þúsund pundum á dag. En verðlag helir vitaskuld hækkað. Athugun, greinilega miðuð við miðstóttarfólk, sýnir um 30% hækkun á helztu matvörum fyrsta mánuðinn frá styrjaldar- lokum. Þarna er einkum miðað við verðhækkanir á sykri, te og mataroliu bæði á opnum markaði og svörtum markaði. Þessar matvælategundir voru allar fáanlegar á viðurkenndu verði gegn skömmtunar- seðlum, en mjög takmarkaö magn. BLAÐIÐ Al-Ahram hefir látið þess getið, að rikisstjórn landsins hafi i ár varið 80 milljónum punda til þess að iialda niöri verði. Verð á bjór, vindlingum, oliu og öllum far- gjöldum nema á 3. farrými hefir hækkað að mun. Sór- stakur skattur 2,5% (til hins heilaga striðs) hefir verið lagður á afar margt, allt frá lausafé og upp i rekstrar- hagnað, og nálega 12% tekju- skattur. árstekjur milli 1000 og 4000 pund. Þessar ráðstalanir hljóta óhjákvæmilega að hægja á efnahagslramvindunni. Þegar sagt er frá efnahagslifi Egypta eru hinar birtu tölur tiðast áætlaðar og á það ekki sizt við um herinn. Hernaðar- útgjöld 1973 eru sögð nema 700 milljónum pund a en nema sennilega i raun um 1000 millj- ónum punda, en sú upphæð er einmitt ætluð til hernaöarút- gjalda áriö 1974. Fjárlaga- upphæð 1973 nam i upphafi alls 2459 milljónum punda, en i febrúar voru samin sérstök striðsfjárlög, en ekki birt opinberlega. Tölurnar hér á undan ættu eigi að siður að gefa allgóða hugmynd um hlutfall herkostnaðar af rikis- útgjöldum. Framiög til at- vinnueflingar eiga að verða svipuð 1974 og þau voru i ár, eöa um 350 milljónir punda. STRIÐIÐ olli engu tjóni á atvinnutækjum Egypta, þar sem allt slikt var flutt frá svæðinu viö Suezskurð og komið fyrir lengra inn i landi nokkru eftir striðið 1967. Skortur á ýmsu byggingarefni jókst þó nokkuð, einkum stáli, sementi og timbri, en vinnu- aflsskortur varð enginn. Landbúnaðuiver einn helzti at- vinnuvegurinn og framleiðsla hans minnkaði ekki. Megintjónið kom fram i helmingsminnkun flutninga með skipum um höfnina i Alexandriu. Þessi flutninga- tregða hægði verulega á bila- iönaðinum, en hann er mjög háður innfluttum varahlutum. Sennilega veröur aö fresta einhverjum umsömdum af- greiðslum af þessum sökum. Bómullarútflutningur er hins vegar svo seint á ferðinni, að hann verður óhindraður. Seinkun hveitiinnflutnings veldur sennilega tilfannan- legustum erfiðleikum, en Egyptar munu þurfa að kaupa um 3 milljónir smálesta af hveiti á þessu ári (og verð þess hefir hækkað stórlega). ENNFREMUR er sennilegt að umfangsmiklum fram- kvæmdum seinki eitthvað, eins og lagningu oliuleiðsl- unnar frá Suez til Miðjarðar- hafs, og eins kann aö verða nokkur töf á ræktunarundir- búningi og i vefnaðarvöru- framleiðslu. Tekjur af ferða- mönnum eru taldar lækka um 8% á næsta ári, en þess var vænzt, að þær næmu 48 millj- ónum punda i ár. Erlendir sendimenn i Kairó segja egypzka kaupmenn og iðju- hiilda vongóða og jafnvel bjartsýna. Eftir styrjöldina 1967 var hagvöxtur Egypta enginn fyrst i stað. Stjórnarvöld landsins gera sér hins vegar von um, að hagvöxturinn muni nema rúmum fjórum af Framhald á hls. 19 Friðsælt er enn við Feluccas vlö NII.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.