Tíminn - 10.01.1974, Síða 5

Tíminn - 10.01.1974, Síða 5
Fimmtudagur 10. janúar 1974 TÍMINN 5 Rækjan fyrir norðan SKÖMMU fyrir jól birti dagblaðið Vísir frétt um góðan rækjuafla báts frá Dalvik i dýpinu austur af Grimsey. Jafnframt var þess get- iö, að rannsóknaskipið Hafþór hafi verið i rækjuleit fyrir Norðurlandi skömmu áður án þess að verða var við rækju. Hér er þó um reginmisskilning að ræða, þar sem Hafþór leitaði að rækju út af Austfjörðum i haust en ekki út af Norðurlandi. Þar að auki er rétt að taka fram, að þau rækjumið sem fundist hafa á djúpmiðum út af Norðurlandi, þ.e. við Kolbeinsey og Grimsey hafa fundizt i leiðangri r/s Hafþórs i desember 1969. Undirritaður bað blaðamann Visis simleiðis að leiðrétta áður- nefnda frétt, en þar sem djúpt virðist ætla að verða á leiðrétt- ingunni, telur undirritaður rétt að rifja ögn upp rækjuleit Hafþórs og annarra skipa á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar á djúp- miðum fyrir norðan á undanförn- um árum. Það var sem sagt i desember 1969, að Hafþór „fann” rækjumið viö Kolbeinsey og Grimsey. Afli á togtima við Kolbeinsey reyndist 70-140 kg og við Grimsey 35-230 kg. Siðan hefur verið fylgst með miöum þessum jafnframt þvi sem leitað hefur verið viðar. Einkum hefur verið borið niður á Grimseyjarmiðum, þar sem þau eru liklegri til að nýtast vegna minni fjarlægðar frá landi. Afli þar hefur verið rýr framan af sumri eða 10-80 kg/togtima i júni 1972, 20-70 kg/togtima i júli/ágúst 1970, en hins vegar góður i ágúst 1971 eða 60-200 kg/togtima. Að haust- og vetrarlagi hefur afli jafnan verið ágætur eða 60-220 kg/togtima i febrúar 1970 og i október-nóvember 1970 120 kg/togtima að jafnaði i 26 togum, sem tekin voru jöfnum höndum allan sólarhringinn. 1 þeim tog- um, sem tekin voru á daginn tkl. 06-18) var meðalafli á togtima hins vegar 146 kg. 1 öðrum leiðöngrum var litið eða ekkert togað á nóttunni. Samkvæmt þessu er það þvi i sjálfu sér ekki svo mjög frétt- næmt, þótt góður rækjuafli fáist á þessum slóðum að haustinu. Hins vegar er það bæði mjög gleðilegt og um leið tilefni til fréttaskrifa, að loksins sé farið að nýta þessi mið. Hér að lútandi er þó rétt að benda á, að vélskipið Draupnir frá Reykjavik var við veiðar á þessum slóðum i fyrrahaust (1972)). Þvi miður viðraði mjög illa á þessum tima, svo að mjög sjaldan var hægt að bera niður troll, en afli var þá jafnan sam- bærilegur við það, sem áður hefur komið fram. 1 Þjóðviljanum i dag er siðan grein eftir Jóhann Kúld, þar sem rækjan fyrir Norðúrlandi er gerð að umtalsefni. Jóhann telur, að enn hljóti að vera ófundin auðugri rækjumið úti fyrir Mið- norðurlandi, en þau mið, sem hingað til hafa fundist og vitnar þar að lútandi á mikilvægi rækj- unnar sem fæðu grálúðu. Þessu viðvikjandi er rétt að benda á, að við hjá Hafrannsóknastofnuninni höfum oft fengið fisk i rækjutroll. sem var úttroðinn af rækju án þess að um mikinn rækjuafla hafi verið að ræða, oft um 10-20 kg á togtima. A hinn bóginn má benda á, að fisk- og rækjuveiði geta farið saman eins og stundum á Breiða- firði. Engu að siður þykir mér mjög liklegt að hægt væri að finna fengsæl rækjumið á svæðinu milli Kolbeinseyjar og Grænlands, en spurningin er hins vegar sú, hvort slik mið yrðu nýtt frekar en þau mið sem fundist hafa vestur af Kolbeinsey á um 67 gráðum 09’ — 67 gráður 15’N og i kringum 19 gráöur 15’V. Þar fengust t.d. 230 kg á togtima i ágúst 1971, en is- brún kom i veg fyrir áframhald- andi veiðar og leit. Loks er rétt að geta þess, að Hafrannsóknastofnunin hefur leitað mjög viða að rækju fyrir Norðurlandi, án þess að afli hafi orðið verulegur. 1 Reykjafjarðar- ál, Húnaflóaál og Eyjafjarðarál hefur togtimaaflinn sjaldan farið upp fyrir 25-50 kg. Auk þess er viða ófýsilegt að toga i þessum álum vegna gljúps botnlags. Innfjarða hefur hvergi fundizt verulegt rækjumagn utan Húnaflóa og innfjarða hans.Ekki er þó loku fyrir það skotið, að rækja gæti leitað inn á firði á viss- um timum eða i vissum árum eins og komið hefur fyrir við Austfirði. Reykjavik 4/1 1974 Guðni Þorsteinsson. TIMINN ER TROMP Árbæjarbúar Kennslugreinar i Námsflokka Reykja- vikur i Árbæjarskóla eru: Barnafatasaumur, kennsla hefst þriðju- dag 15. jan. kl. 8. Þátttaka tilkynnist i sima 41787 eða 21430. Enska I. fl. fer fram þriðjud. og föstud. kl. 8 til 8.45. Enska II fl. er kennd þriðjud. kl. 8,50 til 10,20. Enska III fl. er kennd föstud. kl. 8.50 til 10.20. Kennsla hefst föstudaginn 11. jan. Aðalmól héraðsfundarins: ENDURSKOÐUN Á STARFS- HÁTTUM KIRKJUNNAR HÉRADSFUNDUR Borgar- fjarðarprófastsdæinis var haldinn á Akranesi að þessu sinni. Hófst hann með guðsþjónustu i Akraneskirkju kl. 14. Séra Jóhannes Pálmason, prestur i Reykholti, prédikaði. Prófasturinn, séra Jón M. Guðjónsson á Akranesi, flutti yfirlitsskýrslu um kirkjulega starfsemi i prófastsdæminu, frá þvi að siðasti fundur var haldinn. I skýrslu sinni greindi prófastur frá þvi, að Húsafellskirkja hefði verið vigð á s.l. vori. Þá gat hann um endurbætur á tveimur kirkj- um, Siðumúlakirkju og Leirár- kirkju, og skýrði frá þvi, að mjög vandaðar og óvenjufagur kirkju- garðsveggur hefði verið byggður að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. 1 skýrslu sinni ræddi. prófastur nokkuð um frumvarp til laga um veitingu prestakalla, en um' það mál urðu miklar og almennar umræður á fundinum. Voru skoðanir manna á téðu frumvarpi miög skiptar. Aöalmál héraðsfundarins var álitsgerð millifundanefndar, sem kosin var i fyrra til að fjalla um endurskoðun á starfsháttum is- lenzku þjóðkirkjunnar. Formaður nefndarinnar séra Jón Einarsson I Saurbæ flutti framsöguræðu og gerði grein fyrir áliti nefndar- innar en auk hans áttu sæti i nefndinni þeir Hjörtur Þórarins- son, skólastjóri á Kleppjárns reykjum, og Sigurþór Halldórs- son, skólastjóri i Borgarnesi. Nefndinlagði fram ýtarlega álits- gerð i tveimur meginköflum. Fjallar annar kaflirn um ytra skipulag og réttarstöðu kirkjunnar, en hinu um endur- skoðun á innri starfsháttuin kirkjunnar. Margt fleira bar á góma á fundinum, m.a. var rætt um nauðsyn þess, að lögin um tekju- stofna kirkna yrðu endurskoðuð. Einnig var rætt um aðfarir og óæskileg afskipti rikisvaldsins og fleiri opinberra aðila af prests- setrinu, höfuðbóli og landnámsjörö héraðsins, Borg á Mýrum. t lok fundarins flutti Þórarinn Jónsson kennari á Kjaransstöðum, erindi og hug- leiðingu, er hann nefndi „Verði ljós.” Eftirtaldar tillögur voru samþykktar á héraðsfundinum með samhljóða atkvæðum. 1. Héraðsfundur Borgarfjarðar- prófastsdæmis, haldinn á Akra- nesi 18. nóvember 1973, beinir þeim endregnu tilmælum til kirkjumálaráðherra, að hann beiti sér fyrir þvi,að lögin um tekjustofna kirkna verði endur skoðuð með það fyrir augum, að kirkjum verði séð fyrir nægilegu viðhalds- og rekstrarfé. 2. Héraðsfundur Borgar- fjarðarprófastsdæmis, haldinn á Akranesi 18. nóvember 1973, lýsir undrun sinni og mótmælum á allri málsmeðferð vegna sölu á hluta af landi Borgar á Mýrum, bæði er tekurtil málsmeðferðar á Alþingi Heimilis ónægjan eykst með Tímanum og i héraði og óskar þess að frá þessu máli verði greint opinber- lega, svo að allir þættir þess komi fram. Jafnframt beinir fundur- inn þeim eindregnu tilmælum til forsætisráðherra, að ekki veröi notuðs heimild til sölu á fyrr greindu landi, sem Alþingi samþykkti til handa rikis stjórninni á s.l. vetri. Breiðholtsbúar Kennsludagar Námsflokka Reykjavikur i Breiðholtsskóla eru mánudagar: barna- farasaumur, kl. 7,45 — enska L.fl. kl. 7,45 — enska III.fl. kl. 8,35. Fimmtudagar: enska I.fl. kl. 7,45 — enska II.fl. kl. 8,35 kjólasaumur kl. 8,00. Kennsla hefst limmtudag 10. jan. Hvert er hlutverk Byggðasjóðs? Samkvæmt lögum um Framkvæmdastofnun rikisins er Byggðasjóður eign rikisins og starfar sem hluti af Framkvæmda- stofnun rikisins og lýtur sömu stjórn. Hlutverk Byggðasjóðs er að stuðla að jafnvægi i byggð landsins með þvi að veita fjárhagslegan stuðning til framkvæmda og eflingar at- vinnulifs með hliðsjón af landshlutaáætlunum og til að bæta aðstöðu til búsetu i einstökum byggðarlögum og koma i veg fyrir, að lif- vænlegar byggðir fari i eyði. Á þeim tveimur árum sem byggðasjóður hefur starfað hafa lán- veitingar hans numið eftirtöldum fjárhæðum: Árið 1972 kr. 480.398.000,00 Árið 1973 kr. 360.412.000,00 Svæði það er lán Byggðasjóðs ná til er frá Akranesi, vestur, norður og austur um land suður til Þorlákshafnar að báðum stöðum meðtöldum. Helztu atvinnugreinar sem lán úr Byggðasjóði eru veitt til eru þessar: Nýsmiði fiskiskipa, kaup á notuðum fiskiskipum, endurbætur fiski- skipa, fiskvinnslustöðvar (hraðfrystihús, saltfiskverkun o.fl.), niðursuða, fiskmjölsverksmiðjur, framleiðsluiðnaður, þjónustu- iðnaður, sveitarfélög. Æskilegt er að þau fyrirtæki og einstaklingar sem sækja ætla um lán úr Byggðasjóði á þessu ári sendi inn umsóknir og nauðsynleg gögn hið fyrsta. Allar upplýsingar um lán og lánskjör Byggðasjóðs eru veittar i skrifstofu sjóðsins að Rauðarárstig 31, Reykjavik, simi 25133. FRAMKVÆAADASTOFNUN RÍKISINS Byggðasjóður

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.