Tíminn - 10.01.1974, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Fimmtudagur 10. janúar 1974
Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor og Páll H. Pálsson forstjóri happdrættis Háskólans ásamt Grétu
Jónsdóttur frá fsafiröi, en hún og maður hennar Hermann Sigurösson hlutu einn af hæstu vinningunum.
Hæsta
vinnings
hlutfall
í heimi
sagt frá
starfsemi
happdrættis
Háskóla íslands
UM ÞESSAR mundir er
fjörutíu ára afmæli
Happdrættis Háskólans.
Háskólinn fékk einka-
leyfi til happdrættis-
rekstrarins 1. jan. 11934
samkvæmt lögum frá 3.
mai 1933 og bréfi fjár-
málaráðuneytisins 4.
júli sama ár.
ö Fyrst var dregið í happ-
drættinu 10. marz 1934.
Einkaleyfið var fyrst veitt til 10
ára, en hefur siðan verið fram-
lengt, og nú nýlega um 15 ára
skeið.
t þessu fjörutiu ára timabili
hefur Happdrætti Háskólans
staðið fjárhagslega undir
mestum hluta framkvæmda i
þágu Háskólans og miklum hluta
framkvæmda i þágu rannsókna-
stofnana rikisins, en til þeirra
rennur 20% einkaleyfisgjald, sem
Happdrætti H.t. greiðir i rikis-
sjóð.
Alls hefur Happdrætti lt.t.
greitt á 5. hundrað milljónir
króna til þessara framkvæmda á
þessu fjörutiu ára timabili, en það
mun láta nærri að vera 1.100-1.200
milljónir króna á núvirði, ef
miðað er við breytingar- a
byggingavisitölu, eða hátt i 30
milljónir króna að meðaltali á
ári. A fjárlögum ársins 1974 er
áætlað, að Happdrættið greiði til
Háskólans og i rikissjóð (rennur
til rannsóknastofnana) 105,5
millj. kr., en þar af eru 85-90
millj. kr. af væntanlegum
rekstrarhagnaði ársins. Þetta
sýnir, að Happdrætti HH.t. hefur
sótt mjög i sig veðrið, þar sem
væntanlegt Irainlag þess til
framkvæmda á næsta ári er um
það bil þrefalt meðalframlag
siöustu 40 ára, reiknað á sama
verðlagi.
Til þess að þessu marki verði
náð, þarf 40-50% veltuaukningu á
árinu. Horfur eru á, að slikt geti
tekist, og á hin nýja skipan vinn-
inga, sem siðar verður skýrt frá,
vafalaust mikinn þátt i þvi.
Forstjórar Happdrættis H.t.
hafa verið tveir frá upphafi, fyrst
Pétur Sigurðsson, fyrrv. háskóla-
ritari og núverandi forstjóri, Páll.
H. Pálsson, sem verið hefur
starfsmaður stofnunarinnar um
rúmlega 30 ára skeið.
Flest það fólk, sem nú vinnur á
skrifstófu stofnunarinnar, hefur
unnið þar mjög lengi, og hefur
það orðið Happdrætti H.t. til
ómetanlegs gagns, þar sem um
mjög sérhæfðan rekstur er að
ræða.
Fyrstu stjdrn Happdrættis H.í.
skipuðu þeir Alexander
Jóhannesson, formaður, Bjarni
Benediktsson og Magnús Jóns-
son. Núverandi stjórn skipa:
Guðlaugur Þorvaldsson, for-
maður, Þórir Kr. Þórðarson og
Bjarni Guðnason. Aðrir stjórnar-
formenn hafa verið Magnús Jóns-
son, Bjarni Benediktsson, Ólafur
Lárusson og Armann Snævarr.
Gnægð verkefna fram-
undan
Enda þótt framkvæmdir á veg-
um Háskólans hafi verið miklar
undanfarin ár, má ætla, að
fremur muni þær fara vaxandi en
minnkandi á næstu árum, ef
miðað er við þarfir.
Nú er i gangi bygging 2. áfanga
húss fyrir verkfræði- og raun-
visindadeild og i undirbúningi
miklar framkvæmdir i þágu
læknadeildar og tannlækna-
deildar á Landspitalalóðinni,
einkum sunnan Hringbrautar, en
þær verða að einhverju leyti
kostaðar af framkvæmdafé
Háskólans. Mikill skortur er
einnig að verða á almennu
kennsluhúsnæði fyrir aðrar
deildir, þar sem nemendum hefur
fjölgað mikið, m.a. i viðskipta-
deild og heimspekideild. Loks er
þess að geta, að viðhalds-
kostnaður húsa og lóða,tækja-
kaup og ýmiss konar búnaður i
skólahúsnæði, sem fyrir er, tekur
nú æ stærri hluta af fram-
kvæmdafénu til sin.
Mikil breyting á
vinningaskipan. Nýir
50 þúsund og 500.000 kr.
vinningar og mikil
fjölgun 10 þúsund
kr. vinninga
Á árinu 1973 hefur sala hluta-
miða gengið mjög vel. Um ára-
mótin 1972/1973 varð um 6,5 %
söluaukning, þrátt fyrir óbreytt
miðaverð, sem er mjög gott
miðað við þá geysilegu veltu-
aukningu, sem varð næstu ára-
mót á undan (60,52%), Aberandi
er, að á liðnu ári hafa færri
viðskiptavinir hætt við miðana
sina en áður, og eins eru
vinningarnir betur sóttir. Þetta er
tvimælalaust þvi að þakka, að
menn munar meira um vinning-
ana nú orðið, þegar þeir lægstu
eru 5.000 krónur, heldur en þegar
þeir voru aðeins 2.000 krónur.
1 þessu sambandi er rétt að
benda á, að þvi er eins háttað með
vinninga i happdrætti og svo
margt annað, að þeir verða að
haldast i hendur við gildi pening-
anna á hverjum tima. Að sjálf-
sögðu er það alltaf sársaukafull
ráðstöfun, þegar verð miða er
hækkað. En hjá þvi er ekki hægt
að komast. 1 þessu sambandi má
benda á, hve árangursrik sú ráð-
stöfun var, þegar lægsti
vinningurinn var hækkaður úr
2.000 krónum i 5.000 krónur. Þetta
var aðeins hægt að framkvæma
með þvi að hækka verð miðanna á
ársbyrjun 1972.
A þvi tveggja ára timabili, sem
siöan er liðið, hafa vixlhækkanir
verðlags og kaupgjalds haldið
stöðugt áfram. Byggingarvisitala
hefur hækkað um meira en 50%.
Og launastéttir landsins hafa
fengið sist minni kauphækkanir á
þessu timabili, og krefjast nú
mikilla hækkana. Eins og áður
hefur verið bent á, á stjórn Happ-
drættis Háskóla tslands ekki
annarra kosta völ en fylgjast með
straumnum og kappkosta það
eitt, að vinningarnir séu það
verðmæti, sem fólk sækist eftir.
Þess vegna hefur verið gerð ný
vinningaskipan, sem réttilega
hefur verið kölluð verðtrygging
vinninganna.
Helstu breytingarnar eru þessar:
1 Nýr flokkur vinninga — 50.000
krónur. Verða þessir vinningar
'samtals 2.460, eða andvirði
123.000.000 króna — eitt hundrað
tuttugu og þriggja milljóna
króna. Þessir 50.000 króna
vinningar skiptast á alla tólf
flokka ársins og verða frá 60 vinn-
ingar i 1. flokki upp i 1.080 vinn-
ingar i 12. flokki. Þetta er mjög
glæsilegur vinningur, sem menn
munar um að fá, að ekki sé talað
um þá, sem eiga fernur, en þeir
munu fá 200.000 krónur.
2. Annar nýr flokkur vinninga —
500.000 krónur, eða fjórir hálfrar
milljón krónu vinningar i
hverjum drætti allt árið. Þessir
vinningar koma á milli milljón
króna vinningsins, sem verður
áfram hæsti vinningurinn i ellefu
flokkum ársins, og 200.000 króna
vinningsins.
3. 10.000 króna vinningunum
fjölgar stórlega, úr 7.472 i 20.900
eða um 13.428.
Þessar staðreyndir eru
óbreyttar frá fyrra ári:
1. Hæsti vinningurinn i
desember verður tvær milljónir
króna.
2. 1 hina ellefu mánuði ársins
verður hæsti vinningurinn ein
milljón króna.
3. Eins og áður verða fjórir
200.000 króna vinningar i öllum
tólf flokkum ársins.
.4. Lægsti vinningurinn verður
5.000 krónur. Vegna tilkomu
50.000 króna vinninganna, stór-
legrar fjölgunar 10.000 króna
vinninganna og nýju 500.000
króna vinninganna, fækkar þeim
hins vegar úr 52.336 i 36. 400 eða
um 15.936.
Heildarf járhæð vinninga
hækkar úr 403 milljónum i tæpar
605 milljónir króna. Er þetta
rúmlega 200 milljóna króna
aukning, eða VERÐTRYGGING
VINNINGANNA, þannig að við-
skiptavinum happdrættisins eru
tryggð sömu lifsgæði fyrir
vinningana.
Gefinn verður út sami fjöldi
miða, 60.000 hlutamiðar fjórum
sinnum. með bókstöfunum E, F,
Gog H, eða samtals 240.000 hluta-
miðar. Nú breytist verð þeirra í
300 krónur á mánuði. Samtals
Framhald á bls. 1 3
Erna Jóhannesdóttir, umboösmaður happdrættisins I Eyjum (lengst t.v.) ásamt vinningshöfum. úr
Eyjum.
Lánió genr ekki endasleppt við Stokkseyringa, sem hlutu hæsta vinning annað áriö I röö. Marta Bibi
Guðmundsdóttir umboðsmaður á Stokkseyri (lengst t.v.) ásamt hinum heppnu Stokksevringum.
Timamyndir: Róbert.