Tíminn - 10.01.1974, Page 13

Tíminn - 10.01.1974, Page 13
Fimmtudagur 10. janúar 1974 TÍMINN 13 0 Vinningar verða vinningar 60.000 yfir árið, þannig að fjórði hver miði hlýtur vinning að meðaltali. Eins og áður greiðir Happdrætti Háskóla íslands 70 % af veltunni i vinninga.en það er hæsta vinningshlutfall, sem þekk- ist i heiminum. Þegar dregið var i fyrsta flokknum kostaði miðinn 6 krónur og lægsti vinningurinn var 100 krónur. Og nú, 40 árum seinna, kostar miðinn 300 krónur og lægsti vinningurinn er 5.000 krónur — eða það hefur haldist i hendur, að báðar þessar fjár- hæðir hafa fimmfaldast á þessu timabili. Ef menn bera þessar bláköldu staðreyndir saman við aðrar veðmætabreytingar i landinu á þessu timabili, munu menn komast að raun um, að þær eru i mjög mörgum tilfellum svipaðar. Og á þessum saman- burði sjáum við, að ómflýjanlegt hefur verið að breyta verði miðanna og vinningaskránni til samræmis við verðlagið á hverj- um tima. Astæða er til að vekja sérstaka athygli á hinum nýju 50.000 króna vinningum, sem gera þessa nýju vinningaskrá mjög glæsilega. Og i þessu sambandi er ástæða til að benda mönnum á að ef þeir eiga fjóra samstæða miða af númerinu, þá fá þeir 200.000 krón- ur. Stjórn happdrættisins hefur orð vör við, að viðskiptavinirnir gera sér ekki almennt grein fyrir þeirri ferföldun á rekstri happdrættisins, sem tekin var upp fyrir nokkrum árum siðan. Menn virðast ekki gera sér fylli- lega ljóst, að af hverju númeri, sem út er dregið, koma upp fjórir jafnháir vinningar. Þannig eru mánaðarlega dregnir út fjórir milljón króna vinningar o.s.frv. Með þessu er mönnum einnig gefinn kostur á að spila „stærra,” eða með meiri breidd, þannig að vinningurinn verður hærri, þegar númerið kemur upp. Þá gefur hin mikia fjölgun 10.000 krónavinninganna þessari vinningaskrá aukið gildi. að ekki sé talað um hálfrar milljón króna vinningana, sem auka breidd vinningaskrárinnar mjög. Þessi nýja vinningaskrá býður upp á fjórtán sinnum meiri likur til aö fá stóra vinninga heldur en gamla vinningaskráin. Heildarfjárhæð vinninganna verður 604.800.000,00 — sex hundruð og fjórar milljónir og átta hundruð þúsund krónur. Hækkunin nemur 201.600.000.00 — tvö hundruð go einni milljón og sex hundruð þúsund krónum. Hinir gullvægu möguleikar, sem skapast af þvi að spila „LANGSUM” og „ÞVERSUM” eru enn i fullu gildi. Þegar spilað er ,, ÞVERSUM” á maður tvo, þrjá eða fjóra miða, E, F, G eða H, af sama númeri. Sé spilað á tvo miða, tvöfaldast vinningur- inn, þrefaldast með þremur miðjum og fjórir miðar fjórfalda vinninginn. Nú, þegar likur á stórum vinningum, fimmtiu þúsund og þar fyrir ofan, hafa fjórfaldast, á getur það gert gæfumuninn aðspila á E, F, G, H („ÞVERSUM”), á fjdrða miða af sama númeri. Þegar talað er um aðspila „LANGSUM”, er átt við númeraraðir, en það hefur verið mjög vinsælt. Umboðsmaður i 40 ár Happdrætti Háskólans stendur i mikilli þakkarskuld við hina fjölmörgu umboðsmenn sina viðs vegar um landið, ekki aðeins vegna dugnaðar þeirra við sölu happdrættismiða, heldur einnig fyriraðtengja Háskólann sjálfan, sem Happdrætti H.í. vinnur fyrir, betur við landsbyggðina. 1 hópi þeirra 98 umboðsmanna, sem störfuðu fyrir Happdrættið á siðasta ári, er einn, sem verið hefur umboðsmaður frá upphafi eða i 40 ár. Það er hinn kunni at- hafnamaður Einar Guðfinnsson i Bolungavik. Þau sem unnu t tólfta flokki eru fjórir tveggja milljóna krónu vinningar sem kunnugt er. Þegar dregið var i desember hlutu eftirtaldir viðskiptavinir happdrættisins þá vinninga : Þorkell Guðfinnsson og Edda Snorradóttir. kona hans, Aki Heinz Haraldsson og unnusta hans Jóna Dóra Kristinsdóttir. Þau eru öll búsett i Vestmanna- eyjum. Umboðsmenn i Eyjum eru hjónin Sveinbjörn Hjálmars- son og Erna Jóhannesdóttir. Lánið lék við Stokkseyringa eins og fyrri daginn og þar hlutu vinninga þau hjónin Hörður Páls- son og eiginkona hans Margrét Sturlaugsdóttir og Viktor Tómas- son og systir hans Kristin. Umboðsmaður á Stokkseyri er Marta Bibi Guðmundsdóttir. Þá hlutu þau hjón Hermann Sigurðs- sonogGréta Jónsdóttirá Isafirði tveggja milljóna króna vinning. Umboðsmaður þar vestra er Gunnlaugur Jónasson. Blaðamaður Timans hafði tal af tveimur þeirra, sem urðu tveimur milljónum króna rikari núna fyrir jóíin. — Það hefur nú lengst af verið svo, þegar gluggað hefur verið i vinningaskrána, að þá hefur maður ekki haft fyrir þvi að lita á númerin á þeim miðum, sem hlotið hafa hæsta vinninga sagði Áki Heinz Haraldsson frá Eyj um, þvi að þar er vonin minnst. Maður hefur byrjað á þvi að lita á fimm og tiu þúsund króna vinninga. Ég er nú ekki hjátrúar- fullur, en ég get samt sagt frá þvi, að eitt nóvemberkvöld núna i haust var ég á gangi við Landa- kirkju, og kom þá auga á stjörnuhrap. Þá rann mér i húg, það sem sagt er, að menn megi óska sér einhvers, þegar þeir sjá slikt náttúrufyrirbæri. Þá óskaði égmérþess að ég fengi milljón i happdrætti og viti menn — það rættist i desember. Milljónirnar voru þó tvær en ekki ein og reyndar tvö hundruð þúsund krónúm betur, þvi að við fengum tvo aukavinninga. Ég get ekki neitað þvi, sagði Áki, að hjartsláttur minn örvaðist nokkuð, þegar ég fékk að vita, að við værum orðin rösklega tveim- ur milljónum rikari. Þetta kemur sér óneitanlega vel fyrir okkur, þvi að við erum að leggja i húsa- kaup. — Mér datt nú fyrst i hug, að eitt- hvað slæmt hefði gerzt, þegar hringt var i mig, sagði Gréta Jónsdóttir frá ísafirði. En það var nú eitthvað annað eins og kom á daginn. Við hjónin eigum þrjá miða og fyrir tveimur árum feng- um við tiu þúsund á sama númerið og við fengum tvær milljónir á núna. Ég er varla búin að jafna mig eftirað hafa orðið fyrir þessu happi. Við hjónin höfum ekkert ákveðið i hvað við verjum peningunum, sagði Gréta að lokum. Þá höfum við tal af Mörtu Bibi Guðmundsdóttur, sem er um- boðsmaður happdrættisins á Stokkseyri, þótt hún sé reyndar póst- og simstöðvarstjóri þeirra Stokkseyringa að aðalatvinnu. Marta Bibi er ættuð frá tsafirði og var á sinum tima landskunn skiðakona. — Það er vist óhætt að segja, að happdrættið stendur ekki undir sér, að þvi er Stokkseyri varðar, sagði Marta Bibi. Þetta er annað árið i röð, sem hæsti vinningur kemur á miða á Stokkseyri, enda eru allir miðar uppseldir hjá mér, og ég er búin að biðja um fleiri. Og auðvitað þorir enginn að hætta, sem eitt sinn er búinn að kaupa miða. Þau Hörður Pálsson og Márgrét Sturlaugsdóttir héldu að ég væri bara að grinast, þegar ég sagði þeim frá vinningnum. Þessi vinningur skiptist á tvo miða og hinn hlutann hlaut Viktor Tómason. Það er þannig i litlum þorpum á borð við Stokkseyri, að þar sam- gleðjast allir þeim, sem happið fellur i skaut, sagði Marta Bibi. 554 VISTMENN AÐ GRUND OG ÁSI t ARSBYRJUN voru vistmenn 368, 276 konur og 92 karlar. A árinu komu 72 konur og 32 karlar eða 104 alls, en 31 kona og 12 karlar eða 43 alls fóru,44 konur og 10 karlareða alls 54 létust á árinu. 1 árslok voru vistmenn 375, 274 KOM EKKI TIL ÞYRLUFLUGSINS Mikið ísrek á Breiðafirði konur og 101 karlar. 1 Asi-Asbyrgi i Hveragerði voru vistmenn i ársbvrjun 149, 85 konur og 64 karlar. A árinu komu þangað 51 kona og 37karlar eða 88 alls,34 konur og 23 karlar eða 57 alls fóru og ein kona lézt. 1 árslok voru vistmenn 179, 101 konur og 78 karlar. Samtals var heimilisfólkið á stofnununum 375 konur og 179 karlar eða 554 alls og hafði þvi fjölgað um 37 á árinu. KG-Stykkishólmi. — isinn á Breiðafirði hefur brotnaö upp i þiðunni að undanförnu, og á sunnudagskvöld hvessti af suðri og rak þá allan is út úr Stykkis- hólmshöfn. Ekki kom til þess, aö þyrla yrði fengintil þess að flytja hrúta út i Breiðafjaröareyjar, þar eð ekki viðraði til þess fyrstu dagana, er þetta var til umræðu, og siðan kom hlákan. Konráð Júliusson hefur aftur á móti verið i stöðug- um fjárflutningum á Sigurvon siðan á laugardag, og á mánu dagskvöldiö voru i eyjum úti ekki nema hundrað ær, sem ekki hafði tekizt að koma hrútum til. 1 gær, þriðjudag, fór Sigurvonin inn i Akureyjar, og var þá gert ráð fyrir, að nær allar ær i eyjum hefðu fengið hrút til sin. Isrek er mjög mikiö á Breiða- firði og sigling viða örðug og hættuleg. Lónar isinn fram og aftur eftir vindi og sjávarföllum og er nú á leið norður yfir þar eð suri'nanátt er. Nú i stórstraumi mun losna enn frekar um isinn, og getur hann jafnvel brotnað upp á Hvammsfirði, ef vindar að ráði. En hvassa austanátt þarf til þess að isinn á Breiðafirði reki til hafs. Framleiðslu samvinnufélag RAFVIRKJA annast allar almennar raflagnir og viðgerðir TIMINN . ER _ TROMP » >MF _ #9 FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐl Reykjavik, 8. janúar 1974. Laust starf Félagsmálaráðuneytið vill ráða nú þegar ritara til starfa hálfan daginn. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Auglýsið í Tímanum Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna AÐALFUNDUR Félags Saniein- uðu þjóðanna á tslandi var hald- inn i Þjóöleikhúskjaliaranuni 17. des. s!.. Þar flutti formaður fclagsins, Jóhannes Elfasson bankastjóri, skýrslu stjórnar um störf þess á liðnu ári. 1 henni kom m.a. fram, að vorið 1973 var haldin i Reykjavik ráð- stefnu framkvæmdastjóra Sþ- félaga frá öllum Norðurlöndun- um, ásamt fulltrúum upplýsinga- skrifstofu Sþ i Kaupmannahöfn. 24. okt. efndi félagið til fyrir- lestrahalds i 18 gagnfræöa- og menntaskólum i Reykjavik og ná- grenni. 10. des. hélt félagið al- mennan fund um mannréttindi i tilefni 25 ára afmælis mannrétt- indayfirlýsingar Sþ. I upphafi árs 1973 tók félagið að sér útsendingu fréttabréfs upplýsingaskrifstofu Sþ. Það kemur út 12 sinnum á ári i eitt hundrað eintökum hvert, og er einkum dreift til fjölmiðla. Talsverðar umræður uröu á aðal- fundinum um skýrsluna og starfssvið félagsins. Formaður félagsins fyrir næsta starfsár var kjörinn Jóhannes Eliasson. Aðrir i stjórn eru Bald- vin Tryggvason, Helgi Eliasson, Knútur Hallson og Sigriður J. Magnússon. .1 varastjórn Björn Þorsteinsson, Eiður Guðnason og Guðmundur S. Alfreðsson. Endurskoðendur Guðrún Er- lendsdóttir og Jóhannes G. Helgason. Framkvæmdastjóri félagsins er Guðmundur S. Al- freðsson. SAMVIRKI Barmahlíö 4jkSimi 15-4-60 t 14444 1 * 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTUN Amerískar kuldaúlpur Á SP0RTVAL | Hlemmtorgi — Simi 14390 Verð fró kr. 3.990,00

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.