Tíminn - 11.01.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. janúar 1974
TÍMINN
3
Sextíu ár frá stofnun
Eimskipafélagsins
Ályktun
F.U.F.
í Reykjavík
A STJÓRNARFUNDI FUF i
Reykjavik, sem haldinn var
laugardaginn 5. janúar s.l.,
var samþykkt eftirfarandi
ályktun:
Félag ungra framsóknar-
manna i Reykjavik fagnar
þeim árangri, sem náðst hefir
i uppbyggingu fiskiflota lands-
manna og stórstigum fram-
förum við endurbyggingu
frystihúsa um land allt.
Félagið bendir á, að hér er
um byggðastefnu i reynd að
ræða og gjörbreytingu at-
vinnulifs frá atvinnuleysi við-
reisnaráranna.
Jafnframt fagnar félagið
farsælli lausn landhelgismáls-
ins undir forystu Ólafs
Jóhannessonar.
Með þessari lausn er sneitt
hjá háskalegum atburðum og
hættuástandi við islenzka
vetrarveðráttu.”
Stjórn FUF Reykjavik.
EITT hinna meiri háttar átaka i
sögu þjóðarinnar á árunum fyrir
heimsstyrjöldina fyrri var stofn-
un Eimskipafélags islands. t>að
var þjóðinni lika slikt áhugaefni
að eignast fullkomin hafskip. að
jafnvel örfátækt fólk um land allt
lagði fram þá aura, er það átti, i
hlutabréfakaup. Krónur, sem
börnum höfðu áskotnazt, voru
látnar ganga til hlutabréfakaupa,
og vinnukonur úti um allar sveitir
vörðu lágu árskaupi sinu á sama
hátt. Aldrei hefur verið stofnað
fyrirtæki, er með sanni verður
sagt, að alþjóð hafi sameinazt um
á svipaðan hátt, enda var bak-
grunnurinn margra alda kreppa
evþjóðar i siglingamálum og sú
niðurlæging i strandsiglingum,
sem á kjarnyrtastan hátt hefur
verið orðuð i frægu kvæði Einars
Benediktssonar.
Nú á fimmtudaginn kemur, 17.
janúar, eru sextiu ár liðin frá
stofnun Eimskipafélagsins, og
verður þess að sjálfsögðu minnzt
á viðeigandi hátt. ,,A þeim merku
timamótum færir félagið þakkir
öllum þeim, sem lagt hafa lið vel-
ferð og framgangi þess”, segir i
bréfi frá forstjóra Eimskipa-
félagsins, Óttari Möller.
FREDERICK S. Quin, annar
sendiráðsritari og konsúll við
sendiráð Bandarikjanna á
islandi, lézt i gær, 8, janúar 42 ára
að aldri. Fr. Quin hafði átt við
nokkur veikindi að striða undan-
farna mánuði og var lagður inn á
sjúkrahús George VVashington
háskólans i Washington, I).C. i
októbermánuði sl., þar sem hann
iézt i gær.
Frederick Quin var kvæntur og
Félagið mun að sjálfsögðu gera
sitt af hverju til þess að minnast
afmælis sins. Meðal annars mun
það bjóða öllu fastráðnu starfs-
fólki i bjóðleikhúsið föstudaginn
18. janúar, en þar verður þá sýnd
óperettan Leðurblakan.
átti hann og kona hans Diana
fjögur börn, þrjá syni, Douglas,
Colin, og Miles, og eina dóttur,
Alison.
Frederick Quin átti marga vini
og kunningja á tslandi og er þeim
bent á, að minningabók liggur
fyrir i ameriska sendiráðinu við
Laufásveg, nk. mánudag og
þriðjudag 13. og 14. janúar.
Minningarathöfn verður haldin i
St. Johns Church i Washington
nk. þriðjudag.
Konsúll Bandaríkjanna
í Reykjavík Idtinn
ER ÁSTÆÐA TIL AÐ KÆLA HEITA
NEYZLUVATNIÐ í REYKJAVÍK?
ÞAD kemur fyrir að óvitar læsa
sig inni á baðherbergjum og
kannski liður dá'góður timi
þangað tii tekst að komast inn tii
Húsvíkingar
olnbogabörn
hjd Ríkis-
útvarpinu
ENDURVARPSSTÖÐ útvarpsins
á Húsavik er i bágbornu ásig-
komulagi, og hefur kveðið svo
rammt að þessu, að bæjarstjórnin
taldi sig tilneydda að vita harð-
lega, I hvflfku ólagi, stöðin hefur
verið, og gera um það sérstaka
samþykkt.
1 þessari ályktun segir, að um
langan tima hafi fjarskipti Húsa-
vikurradiós við talstöðvarbila
truflað dagskrá útvarpsins og
yfirgnæft hana, og hafi flestir út-
varpsnotendur gripið til þess
ráðs að stilla tæki sin á endur-
varpsstöðina i Skjaldarvik, enda
þótt útsending þaðan sé kraftlitil
fyrir hin veikari viðtæki.
I ofanálag á annað gerir þetta
gagnslausan útbúnað, sem Al-
mannavarnir rikisins komu upp á
síðast liðnu sumri til þess að út-
varpa tilkynningum til bæjarbúa,
ef til einhverra válegra tiðinda
drægi, beint i gegnum endur-
varpsstöðina á Húsavik. En slikt
er að sjálfsögðu til litils, þegar er
ekki unnt að hlusta á hana og
kemur þó mikilvægur og dýr út-
búnaður ekki að neinu gagni.
Þar að auki, segir i samþykkt
bæjarstjórnar Húsavikur, eru
skilyrði i móttöku sjónvarpsefnis
slæm á Húsavik, og virðist von-
litið um umbætur á meðan ekki
tekst að hefja útsendingu frá
endurvarpsstöðinni á Húsavikur-
fjalli, er reist var siðast liðið
sumar.
Gunnar skóla-
stjóri, ekki
Benedikt
ÞAÐ var missagt i blaðinu i gær,
að Benedikt Thorarensen væri
formaður hafnarnefndarinnar i
Þorlákshöfn. Formaður hennar
er Gunnar Markússon skólastjóri.
Þeir Benedikt og Gunnar eiga
siðan báðir sæti i stjórn bygg-
ingarnefndar sunnlenzkra hafna,
er vinnur að hafnarbótum i
Grindavik, Þorlákshöfn og Höfn i
Hornafirði.
þeirra, jafnvei klukkustund eða
meira ef kalla þarf á lögreglu til
aðstoðar. Þetta kom fyrir hjá
fjölskyidu einni hér I Reykjavik
um daginn og hafði tveggja ára
drengur skrúfað frá kalda vatn-
inu, en ekki fyrir það aftur og náði
það honum i ökkla þegar tókst að
opna. Hefði barnið skrúfað frá
heita vatninu en ekki þvi kalda
hefði bruni hlotizt af.
Svo okkur sé kunnugt hafa ekki
orðið slys af völdum heita vatns-
ins hér I Reykjavik, en svo sem
sjá má er vel hugsanlegt að það
gæti orðið. Að sögn Gunnars
Kristinssonar verkfræðings hjá
Hitaveitu Reykjavikur hefur
aldrei komið til umræðu að lækka
hitastigið i hei t a kranavatninu i
borginni. Það er yfirleitt 70-80
stiga heitt, mismunandi eftir
borgarhiutum. 1 kuldum þegar
mikið álag er á hitaveitunni er
það hitað upp og.getur þá orðið 87-
89 gráðu heitt.
Erlendis mun tæpast að neyzlu-
vatn sé eins heitt og hér, enda búa
MIKILL skortur er á vistunar-
rýmum á dvalarheimilum
aldraðra og geðsjúkrahúsum hér
á landi. Veldur þetta miklu álagi
á önnur sjúkrahús og dvalar-
heimili. Veldur þessi skortur á
vistunarrýmum á tiltölulega
ódýrum dvalarheimiium og
sjúkrahúsum auknu álagi á
dýrari heilbrigðisstofnanir. Ekki
er talinn skortur á vistunarrými á
sjúkrahúsum fyrir bráða líkam-
iega sjúkdóma, fæðingardeildum
og almennum hjúkrunar-
heimiium, ef litið er á landið i
heild.
1 skýrslu um vistunarrýmisþörf
heilbrigðisstofnana, sem Heil-
brigðis- og tryggingarmálaráðu-
neytið hefur látið gera, segir að
þörf sé á 200 vistunarrrýmum á
geðsjúkrahúsum, 140 geð-
hjúkraunarheimilum og 140 á sér-
stökum geðveilustofnunum og
drykkjumannaheimilum til við-
bótar þvi vistunarrými, sem fyrir
er i landinu.
Aætlað er að þörf sé á 230
vistunarrýmum til viðbótar á
dvalarheim ilum aldraðra nú
þegar, en sú þörf fer ört vaxandi.
1 skýrslunni segir m.a:
fáar eða engar þjóðir eins vel að
heitu vatni og við. Viðast hvar er
vatnið hitað upp i húsunum sjálf-
um og geta þá húsráðendur ráðið
hve heitt það er. Þar sem hita-
veitur sjá fólki fyrir heitu neyzlu-
vatni mun það viðast vera 60-65
gráðu neitt. Til uppþvotta þarf
heita vatnið helzt að vera a.m.k.
60 gráður, svo ekki er unnt að fara
niður fyrir það hitastig með góðu
móti.
60 gráður er einmitt það hita-
Brutu allt
Klp-Reykjavik. Þjófar gerðu sig
heimakomna i húsi Bila-
smiðjunar og þvottahúsi rikis-
spitalanna i fyrrinótt.
Fóru þeir mikla yfirferð um allt
húsið — brutu upp allar hurðir,
,,Af þeirri mynd, sem hér hefur
verið dregin, má draga þá
ályktun, að skortur á dvalar-
heimilisrými fyrir aldraða valdi
þvi, að fólk, sem dveljast mundi á
dvalarheimilum, ef það ætti þess
kost, vistist á hjúkrunarheimili. A
sama hátt má ætla að sjúklingar,
sem eðlilegt væri að annast að
geðhjúkrunarheimilum, séu
vistaðir á almennum hjúkrunar-
heimilum. Þessi skortur á
þjónustu á geðhjúkrun og á
dvalarheimilisrýmum veldur þvi
væntanlega miklu álagi á hin al-
mennu hjúkrunarheimili. Fyrir
bragðið eiga sjúkrahús fyrir
bráða likamssjúkdóma i erfið-
leikum meö að koma langlegu-
sjúklingum af höndum sér á
hjúkrunarheimilin. Nýtast þvi
sjúkrahús fyrir bráöa likamlega
sjúkdóma verr en skyldi”.
Það er ekki sizt skorturinn á
dvalarheimilisrýmum fyrir
aldraða, sem veldur álagi á
dýrari sjúkrahús, og eftir þvi að
dæma hve mikil aðsókn er að
þeim heimilum aldraðra, sem til
eru, mætti ætla að þörfin væri
ennþá meiri en fram kemur i
skýrslu Heilbrigðis- og trygg-
stig, sem maður kippir höndinni
undan, svo af það heitu vatni
getur vissulega einnig hlotizt roði
eða bruni, en þó ekki eins mikill
og af heita vatninu okkar.
Að sögn Gunnars Kristinssonar
verkfræðingsyrði það kostnaðar-
auki fyrir okkur að lækka hita-
stigið á heita neyzluvatninu.
Sagði hann, að það yrði sennilega
að gerast i húsunum sjálfum með
sérstökum blöndunartækjum.
— SJ
skúffur og skápa, sem lokað var
og skemmdu fyrir þúsundir
króna.
Þeirhöfðu sýnilega farið þarna
inn i leit að peningum, en upp úr
krafsinu höfðu þeir aðeins liðlega
2000 krónur.
ingaráðuneytisins.
Á Elliheimilinu Grund i
Reykjavik eru nú 375 vistmenn
og að Ási i Hveragerði eru 179
manns. Gisli Sigurbjörnsson, for-
stjóri þessara elliheimila, lýsti
þvi yfir i sjónvarpsviðtali fyrir
skömmu, að hann væri hættur að
skrifa niður fólk á biðlista, sem
vildi komast á Grund. A
Hrafnistu, dvalarheimili
aldraðra sjómanna i Reykjavik
eru nú um 450 manns og þar hafa
475 verið skrifaðir á biðlista.
Á dvalarheimilum aldraðra
annars staðar á landinu munu
vera rösklega 300 vistunarrými
Verið er að vinna að teikningum
að nýju dvalarheimili á vegum
DAS i Hafnarfirði og mun það
væntanlega risa á næstu árum.
Nánari fréttir af þeim áformum
fást nú alveg á næstunni.
Stórátaks er þörf i byggingu
dvalarheimili fyrir aldraða með
sihækkandi meðalaldri fyrst við
teljum ekki skyldu okkar að
annast gamla fólkið eins og
Japanir. En sagt er, að i Japan
séu ekki til elliheimili, nema
fyrir einstæðinga gamalt fólk.
sem engan á að... SJ
Hundruð bíða þess að
komast á elliheimili
Skortur á vistunarrýmum fyrir aldraða veldur
álagi á dýrari sjúkrahús
og brömluðu
Verndun
axdr
og Mývatns
1 stjórnarfrumvarpi uni
verndun Laxár og Mývatns,
sem lagt var fram á Alþingi
skömmu fyrir þinghlé, er gert
ráð fyrir, að hvers konar
mannvirkjagerð og jarðrask
verði óheimiit nema leyfi
Náttúruverndarráðs komi til,
á svæði sem nái til Skútu-
staðahrepps og Laxár með
hólmum og kvislum allt að ósi
árinnar, ásamt 200 metra
breiðri strandlengju ineð
báðum bökkum Laxár. 1
frumvarpinu segir enn-
fremur:
„Breytingar á hæð vatns-
borðsstöðuvatna og rennsli
straumvatns eru einnig
óheimilar nema til verndunar
og ræktunar þeirra, cnda komi
til sérstakt leyfi Nátturu-
verndarráðs.
Ileimilar skulu þó fram-
kvæmdir er nauðsynlegar og
eðlilegar leljast til búskapar á
lögbýlum, nema spjölluin
valdi á náttúruverðmætum að
dómi Nátlúrnverndarráðs.
Þá eru heimilar, án sér-
staks lcyfis náttúruverndar-
ráðs byggingar samkvæmt
staðl'estu skipulagi, enda liafi
Náltúruvcrndarráð fallist á
skipulagsáællun þá, sem um
er að ræða.
Rcisa skal og reka náttúru-
rannsóknastöð við Mývatn.
Men ntamálaráðuneytið
skipar stjórn slöðvarinnar
s a in k v æ m t t i I n e f n i n g u m
Nállúrufræðislofnunar
islands. Verkfræði- og raun-
visindadeildar lláskóla
islands hrcppsnefndar Skúlu-
staðahrepps og Landeiga-
endafélags Laxár og Mývatns
og Náttúruvcrndarráðs. og
skal fulltrúi ráðsins vera for-
maður stjórnarinnar.
Stjórn slöðvarinnar sér um
framkvæmdir og rekstur. Ilún
er stjórnviildum til ráðuncytis
um allt það, er lýtur að fram-
kvæmd laga þessara. i reglu-
gerð, er mennla m álaráðu-
neytið setur, að fengnum til-
lögum Náttúruvcrndarráðs,
skal nánar kveðið á um starfs-
hætti stjórnarinnar og starf-
semi stöðvarinnar m.a. um
samstarf við heimamenn og
aðstöðu til námsskéiðahalds
fyrir háskólanema i náttúr-
fræðum.
Frumvarp þetta er samið á
vegum náttúruverndarráös
og fylgir þvi ýlarleg greinar-
gerð frá Náttúruverndarráðiv
Greinargerð
Nóttúruverndarráðs
i greinargcrðinni segir
m ,a.:
„liið sérstæða vistkerfi
Mývatns og Laxár hlýtur að
vera mjög næmt íyrir hvers
konar utanaðkomandi trufl-
unum. Það vcrður aldrei
sterkara en veikasti hlekkur
þess, og ber þvi að gæta
ýtrustu varúðar i sambandi
við hvcrs konar mannvirkja
gerð og atvinnurekstur, scm
ætla má að geti liaft neikvæö
áhrif á náttúrufar svæöisins.
Sérstök lagasetning um tak-
markaða náttúruvcrnd á
Mývatns- og Láxársvæðinu
virðist þvf ekki aðeins rétt-
lætanleg hcidur beinlfnis
nauösynleg til þess að auð-
velda náttúruverndaraðgerðir
á svæöinu. Hér vcrður hvorki
um þjóögarð né friðarland i
anda náttúruvcrndarlaganna
að ræöa. Beiting ákvæða
náttúrverndarlaga um
náttúruvcrndaraðgerðir á
svæðinu myndu þvf verða
mjög I molum og án nokkurs
samhengis. Með setningu sér-
stakra laga, um þetta efni og
reglugerða gefnum út sam-
kvæmt þeim, myndi hins
vegar verða hægt að sameina i
eina heild öll þau ákvæði, er
Framhald á bls. 19