Tíminn - 11.01.1974, Blaðsíða 17
Föstudagur 11. janúar 1974
TÍMINN
17
Skallamark Jones
„Sigurvélin" frá Elland Road lagði Úlfana
bikarkeppninni. - West Ham úr leik
„Sigurvélin” frá Elland Road,
tryggði sér rétt til að leika i 4.
umferð ensku bikarkeppn-
innar, þegar hún lagði úlfana
að velli á miðvikudagskvöldið.
Sigurmark I.eeds skoraði
Mike Jones, aðeins sex mín.
fyrir leikslok. Hann fékk frá-
bæra sendingu frá Yorath,
sem var nvkominn inn á sem
varmaður — Jones var ekki
lengi að þakka fyrir sig og
skora glæsilegt mark með
skalla. A sama tima og leikur
Leeds og Úlfanna fór fram,
voru leikmenn West Ham i
eldlinunni. Heim tókst ekki vel
upp gegn 3. deildar liðinu
Hereford, og það dugði ekki
„Hammers”, þótt Bermúda-
svertingjanum Best tækist að
skora fyrsta mark leiksins.
Aðeins tveimur minútum eftir
mark Best var Taylor búinn
að jafna úr vitaspyrnu fvrir
Hereford. Litla 3. deildarliðið
að ve
ensku
kom Leeds áfram
var betra liðið i leiknum, og
geysileg fagnaðarlæti brutust
út á áhorfendapöllunum,
þegar Jones skoraði sigur-
mark heimamanna, sem voru
þar með búnir að slá West
Ham út úr bikarkeppninni.
Leikmönnum Hereford tókst
þar með að hefna fyrir tapið
gegn West Ham i bikarkeppn-
inni 1972, en þá sló West Ham
Hereford út úr bikarkeppninni
i 4. umferð, eftir að Hereford
liafði lagt Nevycastle að velli
3. umferð.
Úrslit leikja i bikar-
keppninni á miðvikudags-
kvöldið urðu þessi:
Boston-Berby 1:6
Hendon-Newcastle 0:4
Herenord-West Ham 2:1
Leeds-Wolves 1:0
Luton-Port Vale 4:2
Sunderland-Carlisle 0:1
Swindon-Portsmouth 0:1
Bikarmeistararnir frá þvi i
fyrra, Sunderland, sýndu betri
leik, þegar leikmenn Carlisle
komu i heimsókn, en það dugði
þeim ekki. Leikmenn Carlisle
áttu margar hættulegar
sóknarlotur, og úr einni þeirra
skoraði Martin sigurmarkið.
Leikmenn áhugamannaliðs-
ins Hendon byrjuðu vel i leikn-
um við Newcastle, en þeir
voru fljótlega brotnir niður,
þegar MacDonald skoraði
stórglæsilegt mark. McFaul
markvörður sparkaði knettin-
um framað miðju, þar sem
„Super Mac” tók við honum,
brunaði síðan fram og þrum-
aði honum i netið. Eftir það
réðu leikrnenti Newcastle lög-
um og loíumávellinumtg Mc-
Dermott, Hibbitt og Tudor
bættu við mörkum. —SOS
MALCOLM MACDON- pK
ALD„.skoraöi stórglæsilegt I y
mark gegn Hendon. r
æfðii'. t liðinu eru marpir
„fintarar” (gegnumbrols-
menn), sem getu stokkið upp
og skorað. beir hafa engar
siórskyttur, en eru samt með
ágæta skotmenn. Ungverjar
sýndu mjög góða leiki gegn
Tékkum og Kúmenum i
alþjóða mótinu i Austur-
Þýzkalandi.”
- Þú ert bjartsýnn á leikina
gegn Ungverjum, Gunn-
steinn?
Já, ég reikna fastlega
með þvi, að við vinnum a.m .k.
annan leikinn ef ekki báða. Kn
ef við töpum, þá töpum við
með litlum mun. Markvarslan
hel'ur mikið að segja, ef hún
bregst ekki, þá erum við á
gra'nni grein. — SOS.
.Okkur ætti að takast
að vinna
Ungverjana
STUND
HEFND-
ARINNAR
RUNNIN
UPP....
,,OKKUR ætti að takast
aö vinna Ungverjana,
þetta er allt aö smella
saman hjá okkur.
Keppnin i Austur-
Þýzkalandi i desember
var lærdómsrík, þar
sóttum viö okkur i
hverjum leik og fundum
hvern annan</....sagöi
Gunnsteinn Skúlason,
fyrirliði íslenzka lands-
liðsins. Gunnsteinn
leikur sinn 50. landsleik
á sunnudaginn, þegar is-
lenzka liöiö leikur síðari
landsleikinn gegn Ung-
verjum i Laugardals
höllinni. Gunnsteinn hóf
að leika með landsliðinu
áriö 1970 og lék hann þá
sinn fyrsta leik
gegn Bandarikjamönn-
um í Laugardalshöll-
inni. Hann hefur oftast
leikiö sem fyrirliði
landsliösins og þaö eru
ekki ófáir leikir sem
hann hefur stýrt liöinu
til sigurs.
Gunnsteinn er dæmigerður
fyrirliði, hann stjórnar liði
sinu i vörn og hann hvetur það
áfram i sókn. Þegar við
spurðum Gunnstein um ung-
verska liðið, sagði hann:
„Ungverjar bera sama blæ
yfirsérog aðrir Austantjalds-
menn. Þeir leika harðan hand-
kriattleik, hraðan og eru lik-
arnlegir sterkir, snöggir og vel
ÍSLENDINGAR leika tvo,
landsleiki við Ungverja i
L a ii g a r d a 1 s h ö 11 i n n i u m I
lielgina. Fvrri leikurinn er
morgiin. og liefst liaiin kl.
Kí.OO. A suimudagiiin kl. 15.00 I
veröur siöari la ndsleik n riim
báöur. Þetta er i lyrsta skipti
sem Ungverjar leika hér á
landi, og eflaust miiiiii margir I
sjá landsleikiua gegn þessum
erl'iöu mótlierjiim. sem liafa
svo olt gert islen/.kum band-
knattleiksmöimiim lil’iö leitt.
Nú er stund befndarinnar runn
in npp og kominn timi til aö viö
leggjuni Ungverja aö velli.
Forsala aögöiigumiöa á lands-
leikina helst i Laugardalsliöll-
imii kl. 17-19 i dag og á morgun
veröur lorsala frá kl. 13.00
Tryggiö ykkur miöa tinian- *
lega, og livetjið islen/.ka liöiö \
til sigurs. i
- segir Gunnsteinn Skúlason, fyrirliði landsliðsins
handknattleik. Hann leikur sinn 50. landsleik á sunn
GUNNSTEINN
SKÚLASON...fyrirliði is-
lenzka landsliösins i hand-
knattleik.