Tíminn - 11.01.1974, Blaðsíða 7
Föstudagur II. janúar 1974
TÍMINN
7
Alliance Francaise
FRÖNSKUNÁMSKEIÐ
Kennt er i mörgum flokkum, bæði fyrir al-
gera byrjendur og þá, sem komnir eru
skammt eða langt i frönskunámi. Kennar-
ar eru franski sendikennarinn Jacques
Raymond og Marcelle Reymond.
Væntanlegir nemendur komi til viðtals i
Háskólann, 11. kennslustofu (2. hæð) i dag
(föstudaginn) 11. janúar kl. 6.15.
Innritun og allar nánari upplýsingar i
Bókaverzlun Snæbjarnar Hafnarstærti 4
og 9, simar 14281, 13133 og 11936.
JOHNS-MANVILLE
glerullar-
9 einangrun
er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull
areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fái
þér frian álpappir með. Hagkvæmast(
einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfrag
borgar sig.
Munið Johns-Manville i alla einangrun.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Sendum hvert á land sem er.
JIS
JÖN LOFTSSON
Hringbrout 121 . Simi 10-600
Magnari á
Kr.: 17.471.00
2x22 RMS. SA 620
Tíðni 20—35.000 HZ.
UL
[B)S GARÐASTRÆTI II
SÍMI 200 80
atvinnuvega, opinberar framkvæmdir, fjártestingu og
neyzlu. Ríkisvaldiö hafi forystu um gerö slikra áætlana í
nánu samstarfi viö samtök launþega og einstakra at-
vinnuvega, samvinnuhreyfinguna og landshlutasamtök-
in. Viö gerö áætlananna og framkvæmd þeirra veröi sér-
stök áherzla lögð á eftirfarandi:
1. Áætlanirnar veröi grundvallaöar á ftarlegum athug-
unum á ástandi og framtlöarmöguleikum hinna
mörgu þátta þjóðarbúsins og raunhæfum skoöana-
skiptum milli allra þeirra aöila, sem hlut eiga að áætl-
anagerðinni. Þannig skapi undirbúningsstarfiö skil-
yrði fyrir árangursrikri framkvæmd.
2. Fjárlög hvers árs veröi I samræmi viö markmiö áætl-
ananna. Opinberum framkvæmdum verði gagngert
beitt I þeirri þágu.
3. Framkvæmdir bæja- og sveitarfélaga verði á vegum
heildarsamtaka þeirra samræmdar yfirlitsáætlun-
unum og hinum einstöku séráætlunum.
4. Lánastarfsemin i landinu verði fyrst og fremst miöuö
viö aö auðvelda framkvæmd áætlananna.
5. Tolla- og skattakerfið veröi látið þjóna markmiöum
áætlananna. Tekið veröi tillit til þeirra atvinnugreina
og landshluta, sem ákveðið veröur aö hafi forgang.
6. Rikisstyrkir veröi eingöngu veittir til þeirra þátta
þjóöarbúsins, sem standa höllum fæti um stundarsak-
ir, og til aö gera þeim kleift aö geta sjálfstætt náð
þeim markmiöum, sem áætlanirnar hafa sett.
Auk þessara almennu þátta I framkvæmd skipulags-
hyggjunnar, vill þing SUF leggja rikasta áherzlu á þá
tegund séráætlana, sem fjalla um einstaka landshluta”.
Á nýja árinu verður eitt af mikilvægustu verkefnunum
að koma þessari skipulagshyggju I framkvæmd.
4. Brottför hersins
á kjörtímabilinu
Eitt af þvi, sem rikisstjórninni hefur bezt tekizt, er að
framfylgja sjálfstæöri utanrikisstefnu. Þvi ber vissu-
lega að fagna, þar sem þessi sjálfstæöa stefna á alþjóða-
vettvangi hefur veitt Islendingum nýja reisn meðal ann-
arra þjóða.
Hins vegar má i sumu tilliti gera enn betur, og ávallt
verður að hafa þá staðreynd i huga, að viö Islendingar
eigum fyrst og fremst samleiö með óháðum friðaröflum
og ríkjum þriðja heimsins.
A siðasta þingi sinu lögöu ungir framsóknarmenn m.a.
áherzlu á eftirfarandi i utanrfkismálum — og gera enn:
að haldiö veröi áfram að móta sjálfstæða utanríkis-
stefnu, sem fylgi óháöum friöaröflum að málum,
að Islendingar skipi sér i sveit með þeim, sem berjast
gegn kúgun, kynþáttamisrétti og ofriki stórþjóöa, svo
sem i suðurhluta Afriku og Suðaustur-Asiu.
aölslendingar leggi sitt af mörkum til að minnka bilið
milli rikra þjóða og fátækra, og auki aðstoð sina við þró-
unarlöndin og stefni að þvi marki, aö hún nái 1% af þjóð-
artekjum. Þróunarrikin veröi studd á alþjóðavettvang*
til þess að ná hagkvæmari viðskiptakjörum viö þróuö
riki en verið hefur”.
Þau erlendu samskipti, sem snerta Islendinga, þó al-
veg sérstaklega, varða hernaðarleg tengsl okkar við
Bandarikin og hernaðarbandalag vesturveldanna.
Þar skiptir brottför hersins á kjörtimabilinu höfuð-
máli. Sú brottför er áfangi i ævarandi sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar, sem verður að ná.
A fyrstu vikum og mánuðum nýja ársins munu ungir
framsóknarmenn þvi leggja á það höfuðáherzlu, aö stað-
ið verði viö fyrirheitið um brottför alls bandarisks her-
liðs af landinu fyrir lok yfirstandandi kjörtimabils. Það
mun skapa sams konar ástand hér i varnarmálum og
var áður en samningurinn frá 1951 var gerður. Eðlilegt
er og sjálfsagt, að með brottför hersins hverfi allar
kvaðir þess samnings úr gildi að islenzkum lögum, og að
skuldbindingar okkar gagnvart NATO verði þær einar,
sem NATO-samningurinn sjálfur, og fyrirvararnir frá
1949, kveða á um.
5. Virkara lýðræði og
aukinn heiðarleika
Þjóðfélag býr þvi aðeins við raunverulegt lýðræði, að
þegnarnir geti haft áhrif á ákvarðanatekt I málum, sem
snerta þá sjálfa, umfram þátttöku i kosningum fjórða
hvert ár. Það verður eitt mikilvægasta verkefni þjóðar-
innar á áttunda áratugnum aö fara nýjar leiðir til aö
gera staðnað lýðræöi að virku lýöræði, jafnt á vinnustöð-
um, i fyrirtækjum, rlkisstofnunum, hagsmunasamtök-
um og skólum sem annars staðar, þar sem fólkið býr og
starfar. Auk aðgerða, sem miða að þessu marki, þarf
með markvissum ráðstöfunum að auka heiöarleika i
opinberu lifi.
I þessu efni veröur m.a. að leggja áherzlu á:
að heiðarleiki, lýðræðislegur hugsunarháttur og
ábyrgðartilfinning veröi leiðarljós þátttakenda i þjóö-
málastarfi,
aðstjórnsýslukerfi hins opinbera veröi endurskipulagt
i þvi skyni að gera það einfaldara, opnara og ódýrara,
aðlánakerfið verði endurskipulagt, m.a. með þvi að
fækka bönkum og fjárfestingasjóðum.
1 samræmi við þessa meginstefnu þarf aö gera marg-
vislegar ráðstafanir, sem SUF hefur þegar bent á og
mun leggja áherzlu á, að nái fram að ganga á nýja árinu.
6. Heilbrigt lífsgæðamat
Ungir framsóknarmenn eru I hópi þeirra, sem telja að
lifsgæöamat peninga og gróðahyggju hafi um of sett svip
sinn á viöhorf Islendinga á undanförnum árum, en slikt
lifsgæðamat einblínir á þau gæöi, raunveruleg og óraun-
veruleg, sem auðvelt er að meta i peningum, en vanmet-
ur hins vegar þau lifsgæði, sem ekki verða mæld á vog-
arskál fjármagnsins, þótt siðarnenfdu lifsgæöin séu ein-
mitt meðal þeirra þýðingarmestu.
Þess vegna leggja ungir framsóknarmenn áherzlu á,
að fóstrað sé með þjóöinni lifsgæöamat, sem setur
manngildi, andlegt og likamlegt heilbrigði, öflugt is-
lenzkt menningarstarf og verndun islenzkrar náttúru of-
ar gildismati gróðahyggju og peningavalds. Jafnframt
er mikilvægt, aö fylgt sé i framkvæmd þeirri landvernd-
arstefnu, sem varðveitir fegurð, sérkenni og hreinleika
landsins og veitir öllum landsmönnum jafnan rétt til aö
njóta Islenzkrar náttúru.
Sem betur fer eru ýmis merki þess, að gildismat
gróðahyggjunnar sé á undanhaldi, og er það góös viti.
Þess verður hins vegar sérstaklega að gæta, að dregiö
verði með öllum ráðum úr áhrifum þeirra, sem augsýni-
lega hafa gildismat gróðahyggju og peningavalds að
leiðarljósi.
7. Hlutur nýrrar kynslóðar
Nauðsynlegur liður i umsköpun islenzks þjóðfélags er
mun virkari þátttaka unga fólksins i stjórn landsins, at-
vinnulifi og stjórnsýslu. Oeðlileg öldungastjórn hefur
viða búið um sig I valdastofnunum og hagsmunasamtök-
um. Ungu kynslóðinni hefur ekki verið hleypt þar inn,
þótt hún eigi vissulega kröfu til þess.
Þó vantar ekki, aö fagurt sé talað til unga fólksins þeg-
ar falazt er eftir atkvæðum þess. I samþykkt siðasta
flokksþings Framsóknarflokksins segir m.a. eftirfar-
andi:
„Undirstaðan, sem framtiðarþjóðfélagið hlýtur öðru
fremur að byggjast á, eru þeir ungu Islendingar, sem nú
eru að vaxa upp i landinu. Sú fjölmenna kynslóð, sem nú
er ung, hefur hlotiö fjölþættari menntun en nokkur fyrri
kynslóð. Hún er vel undir þaö búin að gerast þátttakandi
i störfum þjóðfélagsins, og likleg til að flytja með sér ný
viðhorf á ný vinnubrögð, sem haft geti fersk og lifgandi
áhrif. Þess vegna ber að stuðla að þvi á allan hátt, að
kraftar hinnar ungu kynslóðar komi sem fyrst og bezt að
notum I þjóöfélaginu og áhrifa hennar gæti i æ rikari
mæli”.
Þessi ummæli ber aðhafa i huga, þegar litið er á aldur
þingmanna og annarra helztu trúnaðarmanna flokksins,
en eins og fram kom I athyglisveröri grein i Afmælisriti
SUF er meöalaldur þingmanna Framsóknarflokksins
nálægt sextugu og langtum hærri en hjá öðrum flokkum,
sem þó geta flestir hverjir ekki stært sig af fulltrúum
ungu kynslóðarinnar.
A nýja árinu mun SUF knýja á um, að hinum
hástemmdu yfirlýsingum um ungu kynslóðina verði
fylgt eftir i verki, og að það unga, róttæka fólk, sem fylg-
ir SUF aö málum, geti gengið aö þvi sem visu, að þar
sem þýðingarmestu ákvarðanir eru teknar séu fulltrúar
þess til staðar til að túlka baráttumál ungra framsókn-
armanna.
III. Ár mikilla ákvardana
Hér að framan hafa, i stuttu máli, verið rakin sjö meg-
in baráttumál ungra framsóknarmanna og eru þó mörg
þýðingarmikil baráttumál ótalin, svo sem sérstök mál-
efni samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfingar og þær
umbætur innan Framsóknarflokksins i átt til aukins og
virkara lýðræðis, sem SUF hefur barizt fyrir.
I þessum baráttumálum birtist kjarni róttækrar jafn-
aðar- og samvinnuhyggju. Þar er lögð áherzla á að
tengja saman alþýöuna i þéttbýli og dreifbýli til nýrrar
sameiginlegrar sóknar fyrir þjóðfélagi jafnaðar, sa-
vinnu og lýðræðis.
Ungir framsóknarmenn lita á það sem skyldu sina aö
tryggja þessari stefnu framgang. Til þess þarf m.a. að
tryggja, að fulltrúar þessarar róttæku jafnaöar- og sam-
vinnuhyggju séu I aðstöðu til að berjast fyrir þessum
viöhorfum i öllum þeim valdastofnunum, sem ráða úr-
slitum varðandi þýðingarmiklar ákvarðanir I málefnum
lands og þjóðar.
A nýja árinu verða teknar magvislegar ákvarðanir,
sem geta ráöið miklu um framtið þessara baráttumála
og pólitiskan styrk þeirra viöhorfa, sem SUF hefur bar-
izt fyrir.
Þess vegna er enn nauðsynlegra en áður, að allir
SUF-félagar, og aðrir skoðanabræður, taki virkan þátt i
baráttunni.
Sækjum fram af dirfsku og eldmóöi.
Höldum fast við hugsjónir okkar og sannfæringu.
Stefnufesta og óeigingjarnt starf mun færa baráttu-
mál okkar fram til sigurs.