Tíminn - 11.01.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.01.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. janúar 1974 TÍMINN 9 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Uppbyggingarstefna I upphafi „viðreisnartimabilsins” voru 46 skip i togaraflota landsmanna. Eftir 12 ára ,,viðreisn” var hann komirm niður i 20 gömul skip. ólafur Jóhannesson forsætisráðherra gerði þessa staðreynd að umtalsefni i ára- mótagrein sinni og taldi að i þessu kæmi glöggt fram vanmat viðreisnarflokkanna á undir- stöðuatvinnuvegi íslendinga. Jafnalvarlegt hafi verið, að á öllu viðreisnartimabilinu hafi engar teljandi nýbyggingar frystihúsa átt sér stað og fiskvinnslustöðvar margar verið i þvi ástandi, að stórfelldar umbætur varð að gera á þeim, ef fullnægja átti kröfum erlendra við- skiptavina um hollustuhætti i matvælafram- leiðslu. Er núverandi rikisstjórn kom til valda, beitti hún sér fyrir gjörbreytingu i þessum efnum. Gerðir hafa verið samningar um 53 skuttogara, og eru þeir flestir komnir til landsins, en þeir siðustu koma á þessu ári. í samræmi við byggðastefnu rikisstjórnar- innar hefur verið unnið að þvi, að þessi skip dreifðust um landið og stuðluðu að atvinnuupp- byggingu og atvinnuöryggi landið um kring. Þá hefur rikisstjórnin beitt sér fyrir stór- felldum endurbótum á 19 frystihúsum um allt land. Áætlaður heildarkostnaður þessara endurbóta er tæpar 1200 milljónir, en þegar hafa verið gerðar endurbætur fyrir 700 mill- jónir króna. Jafnframt eru i byggingu 11 ný frystihús viða um land. Áætlað kostnaðarverð þeirra er 1400 milljónir króna. Þessi stórfellda uppbygging i sjávarútvegi og fiskiðnaði hefur gjörbreytt atvinnulifinu og afkomu fólksins á fjölmörgum stöðum úti um landið. Þar sem áður rikti vonleysi vegna at- vinnuleysis og athafnadeyfðar, er nú blómlegt athafnalif, kappnóg atvinna og viða jafnvel mikil mannekla. Bjartsýni og framkvæmda- vilji eru þvi einkennandi meðal ibúanna. En i þessu sambandi verður ekki komizt hjá að rifja upp þá gagnrýni, sem þessi stórfellda uppbygging i sjávarútvegi, einkum skut- togarakaupin, sættu af hálfu stjórnarand- stöðunnar. Það var farið hinum háðulegustu orðum um skuttogarakaupin. Togararnir væru i fyrsta lagi allt of margir. Það er vissulega rétt að stökkið var stórt, en það þurfti það einmitt að vera vegna þess, að viðreisnarflokkarnir létu togaraflotann gersamlega grotna niður. Vissu- lega er heppilegast, að endurnýjun i fiski- skipaflota landsmanna sé sem samfelldust og jöfnust, en slikt tal er vissulega hlálegt i munni þeirra, sem skiluðu viðreisnarþrotabúi togara- útgerðarinnar i hendur núverandi rikis- stjórnar, og nota það, sem gagnrýni á upp- byggingarstefnu hennar! í öðru lagi var það sagt gegn þessum togara- kaupum, að þessi skip gætu ekki borið sig. Það vantaði rekstrargrundvöll fyrir þessa togara. Nú er það svo, að jafnan hefur reynzt erfitt að ná endum saman fyrstu árin i rekstri nýrra skipa, þegar reiknað er með fullum afskriftum. Á ýmsum timum hefur þurft að færa fjármuni til útgerðarinnar eða einstakra útgerðar- greina. Vist er það, að þjóðarbúið i heild hefur ekki tapað á slikum timabundnum tilfærslum, og það er alveg vist, að þessir nýju togarar munu skila þjóðarbúinu stórkostlegum hagn- aði og þjóðinni allri aukinni velsæld. Það er rétt, að nokkur halli er á rekstri þeirra nú. Þann halla verður að rétta, og það verður gert. —TK ERLENT YFIRLIT Góð kornuppskera styrkir Polyansky Hann þykir nú líklegasti eftirmaður Bresjneffs AÐ UNDANFÖRNU hefur talsvert verið rætt um það i heimsblöðunum, hvort valda- barátta fari fram innan stjórnar Sovétrikjanna á bak við hinar lokuðu byggingar Kremlar, þar sem æðstu valdamenn Kommúnista- flokksins og rikisins hafa bækistöðvar sinar. Sumir þeirra blaðamanna, sem að staðaldri rita um rússnesk stjórnmál, hafa talið sig sjá nokkur merki um ágreining, og dregið þær ályktanir af ræðum, sem ýmsir helztu flokksleiðtogarnir hafa haldið. Einkum hafa þessir menn þótzt sjá merki ágreinings um utanrikisstefnuna. I ræðum sumra flokksleiðtoganna virð- ist koma fram ósáttfúsari stefna gagnvart vestrænu rikjunum en hjá Bresjneff og þeim, sem mestu virðast ráða um þessar mundir. Þetta gæti bent til þess, að Bresjneff væri ekki eins fastur i sessi og ætla mætti. 1 þessu sambandi hefur jafnvel verið vitnað til þess, að sáttastefna Krústjoffs hafi m.a. átt þátt i falli hans, en hann var sviptur völdum, rétt áður en hann ætlaði i heimsókn til Vestur-Þýzka- lands. Þegar sleppt er vissum setningum i ræðum umræddra flokksleiðtoga, bendir flest til þess að staða Bresjneffs sé sterkari nú en nokkru sinni fyrr. Rússneskir fjölmiðlar halda nafni hans orðið miklu meira á lofti en áður, og sést' glöggt á þvi, að hánn er talinn fremstur meðai rússneskra ráðamanna. Þess er hins veg- ar betur gætt nú en i tið Krústjoffs, að láta ekki aðra ráðamenn hverfa alveg i skuggann. En ástæða er eigi að siður til að halda, að Bresjneff sé þeirra valda- mestur, og að völd hans hafi frekar styrkzt i seinni tið, heldur en hið gagnstæða. VAFALITIÐ er það margt i seinni tið, sem hefur styrkt að- stöðu Bresjneffs. Sú stefna sem hann hefur boðað um bætta sambúð við aðrar þjóð- ir, feliur áreiðanlega rúss- neskum almenningi vel i geð. Þessa stefnu hefur hann m.a. áréttað með ferðalögum til Bandarikjanna, Vestur- Þýzkalands og Indlands. Rússneska þjóðin hefur enn ekki gleymt hörmungum sið- ari heimsstyrjaldarinnar og þráir áreiðanlega ekkert meira en frið og öryggi og meiri samskipti við aðrar þjóðir. Því er ful-1 ástæða til að ætla að umrædd stefna Bresjneffs mælist vel fyrir i Sovetrikjunum, enda er henni fylgt eftir með öflugum áróðri þar. Þá hafa Rússar ekki orðið fyrir nein- um teijandi skakkaföllum á sviði alþjóðamála að undan- förnu, eins og t.d. innrásirnar i Ungverjaland og Tékkó- slóvakiu, voru á sinum tima. ÞveFt á móti geta þeir stært sig af árangursrikum stuðn- ingi við Norður-Vietnam. Arabarikin og fleiri. Ef til vill skiptir það þó mestu máli, að siðastliðið ár hefur verið Rússum mjög hagstætt i efna- hagslegu tilliti. Eftir mikla uppskerubresti á undanförn- umárum, var kornuppskeran á siðast liðnu ári með alira mesta móti. Rússar þurfa þvi ekki að flytja inn nema litið af korni á þessu ári og geta full- nægt eftirspurninni, ólikt þvi sem verið hefur siðustu árin. Þá hefur iðnaðarframleiðslan gengið betur á siðast liðnu ári en áætlað hafði verið. Fullyrð- Folyansky ingin um þetta byggist ekki eingöngu á opinberum skýrsl- um, heldur ber erlendum blaðamönnum, sem kunnugir eru i Sovétrikjunum, saman um að framfaramerkin séu augljós, t.d. i framboði á neyzluvarningi. Arangurinn á þessu sviði er m.a. þakkaður þvi, að Rússar hafa breytt rekstrarskipulaginu að ýmsu leyti t.d. dregið úr hinu stranga eftirliti yfirstjórnar- innar i Moskvu og gefið ein- stökum fyrirtækjum meira sjálfstæði. Þetta hefur kallað á meira frumkvæði og fram- tak fleiri aðila en ella. Þótt rússneskur almenning- ur geri sér vafalaust Ijóst, af þeim takmörkuðu fréttum, sem hann fær utan frá, að lifs- kjör eru viða að ýmsu leyti betri, er honum þó hitt ljósara m.a. vegna mikils áróðurs fjölmiðla, að hann býr að öðru leyti við meira öryggi og i frið- samara umhverfi en t.d. Vest- urlandabúar. Glæpafaraidur er minni i Sovétrikjunum en víðast annars staðar, atvinnu- leysi er óþekkt, ungt fólk þarf ekki að óttast menntunarleysi, og gömlu fólki er séð sæmilega farborða. Hjá mörgum er þetta áreiðanlega þungt á metunum. Þá þarf rússneskur almenningur ekki að óttast oliuskort eða orkuskort, eins og nú á sér stað viða um heim. ALLT er það, sem hér hefur verið rakið, vatn á myllu Bresnjeffs og styrkir stöðu hans. En Bresjneff varð ný- lega 67 ára, og orðrómur gengur um að heilsa hans sé ekki eins góð og útlit hans gæti bent til. Þess vegna eru menn farnir að gefa þvi vaxandi gaum, hver sé liklegastur eftirmaður hans. Bersýnilegt er, að það verða vart þeir Pdgorny, sem verður senn 71 árs, né Kosygin, sem verður sjötugur í næsta mánuði. Vafalaust verður það ekki heldur Susloff, sem er orðinn 72 ára gamall. Orðrómur gengur um það, að þeir Kosygin og Susloff muni brátt draga sig i hlé og hverfa úr Politburo framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins, ásamt Arvid Pelshe, sem er orðinn 75 ára. Athyglin beinist þvi að yngri mönnunum, sem eiga sæti i Politburo. Fyrir ári spáðu ýmsir þvi, að Dimitri Poly- ansky væri á leið út i kuldann, þegar hann var skipaður land- búnaðarráðherra, en það em- bætti hefur orðið flestum að falli. En Polyansky hefur haft lánið með sér, þar sem upp- skeran hefur aldrei orðið meiri en að þessu sinni. Hans er nú lika öllu meira getiö i rússnesku fjölmiðlunum en nokkurs annars, þegar Bresjneff einn er undanskil- inn. Polyansky er lika á rétt- um aldri til aö geta orðið eftir- maður Bresjneffs. llann er 56 ára, eða jafngamall bylting- unni, fæddur 7. nóvember 1917. AÐ UNDANFÖRNU hafa þeir flokksleiðtogar, sem eiga sæti i Politburo heimsótt höfuðborgir lýðveldanna inn- an Sovétrikjanna og flutt ræð- ur, sem hafa verið birtar i aðalblöðunum þar. t sumum þessara ræðna hefur tónninn verið harðari og ósáttfúsari i garð Vesturlanda en i ræðum Bresjneffs. M.a. kom þetta fram i ræðu, sem Susloff hélt i Vilinuis, höfuðborg Lithauens, Kiril Mazuroff hélt i Frunze, höfuðborg Kirgisiu, og Yuri Andropoff, yfirmaður leyni- lögreglunnar, hélt i Tallin i Eistlandi. Það er umræddur tónn i þessum ræðum, sem hefur ýtt undir ágizkanir um, að ekki riki full eining i Polit- buro, um utanrikisstefnuna, og að Bresjneff eigi viö vissa andspyrnu að striða. Aðrir telja þetta hins vegar áróðurs- . bragð, sem sé ætlað aö styrkja Bresjneff út á við, eða eigi að gefa til kynna, að heppnist stefna hans ekki, geti aðrir óbilgjarnari leyst hann af hólmi. Þessa tóns gætti hins vegar ekki i ræðu, sem Poly- ansky flutti i Dusambe, höfuð- borg Tadjikistan. Ræða hans var öll i anda Bresjneffs. Þetta hefur ýtt undir þá skoð- un, að Polyansky sé krón- prinsinn hjá Bresjneff um þessar mundir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.