Tíminn - 11.01.1974, Side 15

Tíminn - 11.01.1974, Side 15
Föstudagur 11. janúar 1974 TÍMINN 15 ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 69 þetta ágæt lausn, ef þér geðjast að þvi, mamma. Og henni geðjaðist sannarlega að þvi. Hvilik spurning! Og svo fór að Lena bjó áfram i húsinu, sem hafði verið heimili hennar um þriggja áratuga skeið. Lena tók til i ,,kompu” Jeans, áður en iðnaðarmennirnir, sem áttu að gera við og breyta, komu. Enginn annar fékk að koma nærri tiltektinni i þvi herbergi. Hljóð og næstum lotningarfull gekk Lena um þetta herbergi, sem hafði verið Jeans Pierres eins. Það var þvi likast sem hann væri þar enn, þótt hann hvildi nú i gröfinni. Hún fór varfærnum höndum um hverja bókina og hvern gripinn á fætur öðrum. Hún var raunsæ og þvi var henni ljóst, að margt þessara muna átti heima á ösku- haugnum, ekki sizt það dót sem Jean Pierre hafði sankað að sér og sýslað við hin siðari ár án þess að vita i rauninni hvað hann var að gera. En svo voru aðrir hlutir, sem voru mikils verðir, þótt gildi þeirra væri fyrst og fremst til- finningalegs eðlis en yrði ekki reiknað i peningum. Þeir voru ekki aðeins verðmætir i augum hennar heldur lika barnanna. Þessummunum safnaði hún sam- an, þvi að börnin áttu að fá að velja sér einhverja þeirra til eignar til minningar um föður sinn. En i öllu þessu einskisverða skrani, fann hún allt i einu tré- kassa með glerloki. 1 honum lágu nokkur samanvafin brún blöð, fá- einar sprengdar púpur og nokkur grábrún dauð fiðrildi, sem urðu að dufti þegar hún snerti kassann. Þetta voru silkiormar Jean Pierres, sem höfðu orðið að púp- um og siðan fiðrildum og siðan dáið af þvi að hann hafði gleymt þeim. Gleymt þeim vegna þess sem hafði gerzt daginn, sem hún hafði komið inn til hans, þar sem hann með þennan kassa i höndun- um við gluggan, baðaður i geisl- andi máisólinni. Hún hafði ekki heldur hugsað um þennan kassa eftir þennan ör- lagadag, en nú rifjaðist upp fyrir henni allt sem gerzt hafði þennan dag fyrir fjórtán árum. Það varð svo lifandi i endurminningu henn- ar að hendurnar á henni fóru að skjálfa, svo að hún missti kass- ann i gólfið: Lokið brotnaði og innihaldiö þyrlaðist yfir slitinn gólfborðin. Lena hneig niður á stól og brast i grát, sem virtist aldrei ætla að linna. Hún hafði grátið við hið sorglega andlát Ellu og meðan stóð á hinum langa sjúkdómi Jean Pierres og við jarðarför hans — en aldrei eins ákaft og sárt og nú. t fyrsta skiptið eftir andiát móður sinnar lét Lena nú undan siga fyrir sorginni. Hún megnaði ekki lengur að sporna gegn þvi sem á hana var lagt. Viljastyrkur hennar sem ætið hafðihjálpað henni i hverri raun, var þorrinn. Hún hafði alla ævi vitað að hún væri sterkari þeirra Jeans Pierres og mætti þvi ekki gefast upp og láta bugast ef ekki ætti allt lif þeirra og barnanna að hrvnja i rústir. En nú var henni allri lokið og það var henni mikill léttir að mega gráta út. Henni fannst sem þetta væri i fyrsta skiptið á ævinni, sem hún fengi aö láta undan tilfinningum sinum, núna, þegar hún sæti hér einamna og gömul. Það var ekki aðeins harmurinn eftir Jean Pierre, sem bugaði hana heldur var Ella henni einnig i huga. Öll þessi ár haföi sorgin vegna hennar búlð i hjarta Lenu en hún hafði aldrei lofað henni að fá framrás, þvi að allt umhverfis hana voru lifandi .mannverur, sem hún bar áyrgð á og þeirra vegna varð hún að vera sterk. En nú þorði hún að gráta — og henni létti um hjartarætur við grátinn. Hún vissi, að þegar hún væri búin að gráta nægju sina, mundi viljastyrkur hennar vera samur og áður. 5. Herbert v. Liitten hafði einnig gengið á vit feðra sinna. Dauða hans bar að i hótel- herbergi i Parisarborg og likið fannst fyrst tiu klukkustundum eftir að andlát hans bar að hönd- um. Læknirinn sagði að bana- meinið væri hjartaslag, og það var trúlegt. Baróninn var kominn hátt á sextugsaldur, og hafði aldrei neitað sér um neitt, hvorki i mat né drykk, eða öðrum gæðum þessa heims. Hann hafði tekið þvi furðu létt, að Bella hafði ekki revnzt honum sú eignkona, sem hann hafði vonazt eftir. Honum þótti það mikil bót i máli hve falleg hún var. Hann var stoltur af henni á sama hátt og hann var stoltur af kapphlaupahestunum sinum. lfann gaf Bellu allt það sem hugur hennar girntist og hann naut þess að sýna sig með henni i samkvæmislifinu, hvort heldur það var i London, Paris eða við Rivieruna. Honum fannst það ekki koma að sök aö hún virtist ekki bera neinar tilfinningar i- hans garð, hann var sjálfur ekki þess megnugur að elska neinn nema sjálfan sig. Hún veitti hon- um frelsi til að eiga i smáástar- æfintýrum og hann amaðist ekki við hennar æfintýrum. X yfir- borðinu virtist þetta fyrir- myndarhjónaband. Einnig eftir að fegurð Bellu fór að fölna. Bella hélt sér þó mjög lengi, eins og hún hafði sagt við Gold- mann fyrir mörgum árum. Hún var enn mjög glæsileg kona, þegar hún var um fimmtugt. En það fór ekki fyrir Bellu eins og fer fyrir flestu öðru fólki. það missir æsku sina og fegurð smámsaman. Bella varð gömul á nokkrum mánuðum. Herbert v. Lutten fylltist hálf- gerðum viðbjóði á henni. og hann kærði sig ekki um að sýna sig neins staðar með hénni. t fyrstu var hann þó alltof kurteis til þess að láta á þessu bera. en Bella tók þó eftir þvi og það fyllti hana mikilli biturð. Hvernig tók umhverfi hennar þessari breytingu. Fólk kom fram við hana með mikilli virðingu, en henni varð engu að siður Ijóst. að hún hafði glatað aðdráttarafli sinu á karlmenn. Bella hafði aldrei vitað hvað það var að eiga náið samband við aðra mannveru. hvorki vináttu- samband né ástarsamband. Ef til vill hefði hún einu sinni endur fyrir löngu haft tækifæri til þess, en það var löngu liöið, og hún vildi helzt gleyma fortiö sinni. llún hafði eitt sinn elskað, en ást hennar snerist i hatur. .. Allt lif hennar hafði verið hatur og aftur hatur. .. Að visu hafði einungis verið um framagirni ræöa i byrjun. Hún hafði elskað Jean Pierre, en smátt og smátt hafði hann orðið verkfæri i höndum hennar, verk- færi, sem hún notaði til þess að fá allar óskir sinar uppfylltar En frá þeim degi sem hann sveik hana, hafði hún einungis fundið til ákafs haturs gagnvart honum. Herbert hafði einnig einungis verið verkfæri i höndum hennar hún hafði aldrei elskað hann, eins og hún hafði þó cinu sinni elskað Jean Pierre: Þau höfðu þó átt ágætlega saman og það var kannski mest vegna þess, hve heimskur Herbert var, en hún vel gefin. Annars hafði hún eytt allri æfinni i það að hugsa um sjálfa sig og útiit sitt. En sá dagur kom er fegurð hennar var horfin, og hún stóð eftir alein og hafði ekkert að lifa fyrir. Þann dag varð henni hugsað til sonar sins. Hún haföi virzt ágæstis móðir á yfirborðinu. Hún hafði'látið Her- bert standa við orð sin, og ekkert hafði verið sparað i sambandi við uppeldi og menntun Johns. Hann hafði dvalizt i Liíttendal nokkrar vikur á hverju ári, en hana hafði aldrei langað til þess að hitta hann erlendis. Hún var ung og fögur og kærði sig ekki um að sýna sig ásamt fullorðnum syni sinum. En nú þarfnaðist hún hans hún varð að reyna að lifa fyrir eitt- hvað, og hver var nærtækari en einkasonur hennar. Hann kom til Danmerkur, en svo hvarf hann. Hann kvaddi hana ekki einu sinni, hann bara hvarf og enginn vissi hvert. Hún skildi hvorki upp né niður i neinu. Hún var altekin ofsareiði, sem bjargaði henni sennilega frá þunglyndi. En þessi reiði jók einnig á biturleika hennar og hefnigirni. Hún vissi þó vart lengur á hverjum hún vildi hefna sin eða hvers hún vildi hefna. Stolt hennar hindraði hana i þvi að láta auglýsa opinberlega eftir syni sinum. Hún hefði sjálfsagt getað haft upp á honum ef hún hefði haft samband við öll sendiráðin i borginni, en það kærði hún sig ekki um. Ef einhver spurði um John. hafði hún alltaf svar á reiðum höndum. Hún vildi ekki játa það fyrir nokkrum manni hann væri gjörsamlega horfinn án þess að láta hana vita. V. Liitte ishjónin ferðust eins og þau vori. vön i nokkur ár eftir aðþetta átti sérstað. En það kom æ oftar fyrir að Bella afsakaði sig með höluðverk og fór ekki út með Herbert. Stöðugt ..hrakandi heilsa" barónessunnar varð þess vald- andi að hótelsvitur þa>r. sem hjónin tóku nú á leigu, voru tvö svefnherbergi ein dagstofa og herbergi fyrir herbergisþernu barónessunnar. Þessi herbergja- skipan var orsök þess. að lik barónsins fannst fyrst tiu klukku- stundum eftir að dauða hans bar að höndum. Bella virtist mjög slegin ylir láti manns sins, en það var bara á yfirborðinu. innst inni gat hcnni ekki staðið meira á sama. Hún var i raun réttri einungis fegin af þvi að hann lét eftir sig miklar cigur og hún var einkaerfingi hans. Herbert var jarðaður með mikilli viðhöfn i Paris. Þetta gerðist á þeim árstima, sem v. Lúttenshjónin voru vön að dveljast á Lúttendal, en Bella hafði enga löngun til þess að fara þangað, og dvaldist á Bretagne- héraði ásamt herbergisþernu sinni. Ilún hafði i lyrstu þa'r áætlanir að fara yfir sundin og reyna að grennslast fyrir um son sinn, en hún hætti fljóllega við þau áform. Tilrandi af gremju játaði hún það fyrir sjállri sér að fólki i Bretlandi yrði strax Ijóst, að hún var af blökkumannakyni. Bella varð ákaflega einmanna. Að lokum hélt hún heim til Lúttendal. Hún var farin að nálg- ast sjötugt og leit út eins og eld gömut kona, en þó hlaðin skarl- gripum og puntuð eins og hún var vön. Hún var dæmigerð skopmynd kvenmannsins. Hún var þreylt dauðþreytt. Orsök þess að hún snéri heim á leið var fundur hennar og manns nokkurs, fundur, sem átti sér stað i Montreux. Bella sat cin við borð, eins og hún var vön. Við næsta borð sat gámall og feitur maður, hún sá hann aðeins aflan frá. Henni varð skyndilega ljóst, að það var eitt- hvað kunnuglegt við þennan bak- svip. Skyndilega vissi hún hver þetta var. Þetta var llenry Gold- mann! Það var undarlegt, en hún hafði HI/ELLi G E I R I D R E K I Til hvers eru vinir? Hvað get ég:gert? ; Segöu mér! r v iii iWiiBWI F ÖSTUDAGUR 11. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Titkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Fjár- svikararnir” eftir Valentin Katajeff Ragnar Jóhannes- son cand. mag. les (5). 15.00 Miðdegistónleikar 15.45 I.esin sagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Pupphornið. 17.10 útvarpssaga barnanna: „Blesi" eftir Þorstein Matthiasson Höfundurinn les (2). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku. 17.40 Tónleikar. Tilkvnningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. 19.20 A föiinum Fjarðarheiðar Kristján Ingólfsson ræðir við Þorbjörn Arnoddsson bifreiðarstjóra. 19.45 Tannlæknaþátlur. 20.00 Tónleikar Sinfónluhljóm- sveitar islands i Háskóla- biói kvöldið áður. Stjórn- andi: Valdimir Asjkenazý. Kinleikari: Jobn Williams a. Sinfónia nr. 1 „Klassiska hljómkviðan” op. 25 eftir Sergej Prokofjeff. b. Fanta- sia fyrir gitar og hljómsveit cftir Joaquin Rodrigo. c. „Manfred”, sinfónia op. 58 eftir Pjotr Tsjaikovský. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 21.30 Úlvarpssagan: „For- eldravandainálið, —drög að skilgreiningu” Erlingur Gislason leikari les sögu eft- ir Þorstein Antonsson (5). 22.00 Fréllir. 22.15 Veðurfregnir. Eyja- pislill. 22.35 Draumvisur. Sveinn Arnason og Sveinn Magnús- son kynna lög úr ýmsum áltum. 23.35 Fréltir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUIt 11. janúar 1974 20.00 Fréltir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Oniiir frá eynni grænu. Norskur þáttur með irskri alþýðutónlist. Sýndir eru þjóðlegir irskir dansar og flutlar ballöður og þjóðlög ýmiss konar. Einnig er i þættinum rætt við rithöf- undinn Mihail MacLiammo- ir. l>ýðandi Oskar Tngi- marsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 21.10 Landsborn. Fréttaskýr- ingaþáttur um innlend mál- efni. Dmsjónarmaður ólaf- ur Ragnarsson. 21.40 Mannaveiðar. Bresk framhaldsmynd. 24. þáttur. Ilvað nú? Þýðandi Krist- mann Eiðsson. Efni 23. þátt- ar: Vincent, Nina og Ede- laide taka sér far með lest frá Bordeaux áleiðis til Nantes, en þar biður þeirra breskur kafbátur, sem flytja á þau til Englands. Lestin er fullskipuð þýskum hermönnum og foringi einn i þeim hópi grunar þau um græsku. Hann tekur þau höndum, en skömmu siðar er gerð loftárás á lestina. Þeim tekst að koma Þjóð- verjanum fyrir kattarnef, en lestin kemst ekki á leið- arenda. Þau verða aö snúa aftur til Bordeaux. 22.30 Margt er líkt með skyld- um.Þáttur frá norska sjón- varpinuum það, sem likt er og ólikt með norrænum þjóðum. Þýðendur Jóhanna Jóhannsdóttir og Kristin Mántyla. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 23.10 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.