Tíminn - 11.01.1974, Page 4

Tíminn - 11.01.1974, Page 4
4 TÍMINN Föstudagur II. janúar 1974 m m. 1 Ég verð áreiðanlega milljónamæringur Ricky Bruch hefur reynt margt um ævina. Þegar hann er ekki að kasta kringlu, æfa sig eða að borða til þess að hann fái enn meiri krafta og nái enn lengra i iþrótt sinni, æfir hann jóga, jippon eða gefur yfirlýsingar, sem allir standa á öndinni út af. Nú er hann meira að segja að hugsa um aö fara að leika i kvikmyndum. Hann er tiltölu- lega nýkominn heim til Sviþjóð- ar frá Róm, en þar var hann aö undirrita samninga við þrjá italska kvikmyndaframleiðend- ur. — Gangi mór vel, ætia óg mór að halda úfram i kvik- myndunum, og verða góður kvikmyndaleikari segir hann. — Ég ætla samt alls ekki að hætta að kasta kringlunni. A meðan hann leikur i kvikmyndunum i Itóm gefst honum tækifæri til þess að æfa sig á Stadio Oiympic, en þar á Evrópu- meistaramótið að fara fram i september næstkomandi. Ricky hefur fengið heimild til þess að æfa sig einn dag i viku, og þann dag þarf hann ekki að hafa nein- ar áhyggjur af kveikmynda- leiknum. Þá hefur Ricky hugsað sór að taka þált i Olympiu- leikunum 1970, en eftir það leik- ur hann svo i þriðju og siðustu myndinni, sem hann hefur þeg- ar samið um. — Ég held ég hljóti að vera oröinn marg- milljónamæringur, þegar ég er búinn að þessu öllu, segir Ricky — og svo ætla óg að kaupa mór „villu” fyrir utan Rómaborg. Menn hafa spurt Ricky, hvort hann haldi, að honum heppnist kvikmyndaleikurinn. — Hvers vegna ætti mór ekki aö ganga vel þar eins og annars staöar segir hann. Fg hef verið að leika allt mitt lif. Kærasta Rickys, Irene og hin tveggja og háll's árs gamla dóltir þeirra, Maria, hlæja bara að þessu öllu saraan. Zsa-Zsa og ástin Ótakmörkuð ást heitir félags- skapur, sem Zsa Zsa Gabor stjórnar. Varla hefði verið hægt að velja betra nafn á félag, sem Gabor stjórnar, þvi hún hefur mörg hjónabönd að baki og fjöl- mörg ástarævintýri. En þegar öllu er á botninn hvolft er félagsskapur þessi ekki eins rómatiskur og álita mætti af nafninu. Tilgangur félagsins er að annast ketti og hunda, sem engan eiga húsbóndann. — Ég elska slik dýr út af lifinu segir Zsa Zsa Gabor. — Við hlúum að heimilislausum húsdýrum, og veitum þeim alla þá hjálp, sem þau þarfnast. Svo útvegum við fátæku fólki ófrjósemisað- gerðir fyrir heimilisdýr þess, svo fóikið geti átt dýrin áfram áhyggjulaust, og þurfi ekki að óttast óþægilega fjölgun. John Wayne skilinn — eftir 19 ár C3 Allir þekkja kvikmyndahetjuna John Wayne, sem alltaf gerir hið eina rétta á kvikmynda- tjaldinu. og mistekst aldrei neitt. John hefur einnig gert flest rétt i einkalifi sinu, eða að minnsta kosti næstum allt. Hon- um hefur tatt mistekizt, og vinir hans sáu ofsjónum yfir vel- heppniðu hjónabandi hans, en hann er búinn að vera kvæntur sömu konunni i 19 ár, sem er mjög langur timi i Hollywood. Eiginkonan heitir Pillar og er nú 37 ára gömul. Nú er hins veg- ar komið svo! að hamingjan endist þeim ekki mikið lengur. Þau hafa nú ákveðið að skilja eftir 19 ára sambúð. Þau hjón eiga saman þrjú börn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.