Tíminn - 11.01.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.01.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 11. janúar 1974 Umsjón og ábyrgö: Samband ungra framsóknarmanna. Ritstjórar og ábyrgðarmenn fyrir hönd stjórnar SUF: Olafur Ragnar Grimsson, Pétur Einarsson. STÖNDUM SAMAN í BARÁTTUNNI FYRIR STEFNUMÁLUM SUF VID UPPHAF ÁRSINS Ljóster, aö þaðár, sem nú er hafið, hlýtur að verða ár mikilla tiðinda i islenzkum stjórnmálum. Þar kemur margt til. A þessu ári mun samheldni og styrkur Islenzkrar vinstrihrey fingar koma f Ijós. Þetta á jafnt við um sam- starf núverandi stjórnarflokka um rikisstjórn, sem og nánari samtengingu vinstri manna á öðrum sviöum. A þessu ári veröa teknar ákvaröanir i ýmsum þýöing- armestu baráttumálum vinstri manna i landinu. Þá mun koma i Ijós, hvort vinstri flokkarnir og foringjar þeirra hafa til aö bera þá stefnufestu, og þann manndóm, sem þarf til aö knýja þessi baráttumál fram til sigurs, þrátt fyrir andstööu innlends og erlends afturhalds. A þessu ári mun afstaöa stjórnmálaflokkanna til hins róttæka, unga fólks I landinu koma berlega I Ijós. Þaö mun skýrast, hvort stjórnmálaforingjarnir eru reiðu- búnir aö vcita hinni ungu, róttæku kynslóö þá aöild aö ákvaröanatöku um málefni lands og þjóöar, sem hún á heimtingu á, eöa hvort unga fólkiö veröur aö sækja þann rétt sinn meö öörum hætti. Þegar slikir timar þýöingarmikilla ákvarðana eru framundan, er enn frekar en áöur ástæöa til þess að staðnæmzt sé viö upphaf ársins og litið yfir farinn veg, jafnframt þvi sem stærstu baráttumál nýs árs eru dreg- in fram og skoðuð. I. Stjórnmálaþróun liðna ársins Þvi verður ekki neitaö, að á siöastliðnu ári áttu sér staö ýmsir atburöir, bæði I stjórnmálalifinu almennt og innan einstakra stjórnmálaflokka, sem áhrif munu hafa á þróun stjórnmálanna á þessu ári og næstu árum. Rétt er aö lita með tvennum hætti á stjórnmálaþróun liðins árs. Annars vegar á stjórnarsamstarfið og þjóömálaað- geröir stjórnarflokkanna. Hins vegar á þróunina innan hinna ýmsu stjórnmála- flokka. 7. Þjóðmálaaðgerðir ríkisstjórnarinnar Samstarfiö i rikisstjórninni viröist yfirleitt hafa geng- iö vel á liðna árinu, þótt einn þingmaður hafi hlaupizt undan merkjum og veikt stöðu stjórnarinnar á Alþingi. Ef litið er á meginþætti þjóðmálastöðunnar á árinu, kemur m.a. eftirfarandi i ljós. a) Þaö fer ekki á milli máíæraö á siðastliðnu ári rikti, þrátt fyrir eldgos og ýmsan annan vanda, góðæri til sjávar og sveita. Tekjur þjóöarinnar voru miklar, at- vinnuástand gott, vinnufriöur almennur, framleiðsla mikil og verðlag á útflutningsvörum okkar hátt. Hins vegar var við ýmsa erfiðleika að etja, og þá fyrst og fremst hina miklu verðbólgu, sem setti svip á efna- hagslifið. Það hefur þvi miöur ekki boriö nægilega á þvi, að farnar væru leiöir skipulagshyggju i efnahagsmálun- um, heldur hefur verið gripið til bráöabirgðaúrræöa, eins og svo oft áöur á undanförnum áratugum. b) Unnið hefur veriö af eflingu atvinnulifs um landið, bæöi meö viötækri endurnýjun togaraflotans og ýmsum öörum ráöstöfunum, einkum i sjávarútvegi. Jafnframt hafa verið sett ýmis lög, sem hafa munu góö áhrif viöa um land, eftir þvi sem fjármagni veröur veitt til aö framkvæma þau. Hins vegar hafa ekki orðið þau straumhvörf i byggða- málum, sem nauðsynleg eru til þess aö skapa hér á landi þjóðfélag jafnaðar og búsetudreifingar. c) Landhelgisbaráttan var hörð á siðastliðnu ári. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar, sem gerð var til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði islenzku þjóöarinnar til frambúöar, leiddi til þorskastriösins viö Breta og deilna viö V-Þjóöverja, Efnahagsbandalag Evrópu og NATO. Deilan viö Breta var leyst meö eins konar vopnahlés- samningum, en hins vegar var deilan viö V-Þjóöverja og EBE óleyst um áramótin, og Islenzka þjóöin er enn aö melta meö sér, hvaöa ályktanir henni beri að draga af getuleysi eöa viljaleysi NATO i þorskastríðinu. d) Endurskoöun samningsins frá 1951 viö Bandarikin um herstöðvar á íslandi hófst 25. júni, og sex mánaða lágmarksendurskoöunartlma lauk þvi 25. desember s.l. Rikisstjórnin hefur hins vegar valiö aö halda endurskoð- unarviðræðum viö Bandaríkin áfram, a.m.k. þar til þing kemur saman aö nýju I seinni hluta þessa mánaðar. Þvi miöur hafa þessar viðræöur, og endurskoðun málsins almennt, farið fram á bak viö mikinn þagnar- múr, og er þjóöinni því litt kunnugt um, hvaö fram hefur fariö til þessa. Ekkert hefur þó komiö fram opinberlega frá rikisstjórninni, sem gefi til kynna, að ekki verði stað: iö viö fyrirheitiö um brottför hersins fyrir lok kjörtima- bilsins. Hér hefur einungis verið stuttlega minnzt á fjögur höfuðmál rikisstjórnarinnar á siðastliðnu ári — efna- hagsmálin, byggðamálin, landhelgismálið og hermáliö. Þar hafa vissir áfangar náðst, og bcr aö fagna þvi. Hins vegar eru stórátök nauösynleg á nýja árinu, ef ná á þeim árangri, sem að er stefnt. Þvi vcrður ekki trúað, aö rikisstjórnin hafi ekki, þrátt fyrir vissa crfiölcika, styrk eða samstöðu til aö knýja fram þau stórátök á þessum, og ýmsum öðrum, sviöum, sem nauðsynleg eru, á þeim tima, sem cftir er af kjör- timabilinu. Ekki þarf aö fara um það mörgum oröum, hversu brýnt þaö er fyrir framtið vinstrihreyfingar, aö núverandi rfkisstjórn sitji út kjörtlinabi! sitt og tryggi framgang þeirra mála, sem hæst ber i þjóömálabaráttu vinstri manna. 2. Átök innan flokkanna Veruleg ólga hefur verið innan allra stjórnmálaflokk- anna á siðastliðnu ári, þó að með misjöfnum hætti hafi veriö. Þótt of snemmt sé aö spá, hvaö af kunni aö leiða, bendir margt óneitanlega til þess, aö gera megi ráð fyrir verulegum breytingum, annað hvort innan a.m.k. sumra flokkanna eöa þá á islenzku flokkakerfi, nema hvort tveggja verði. Þróun mála innan Framsóknarflokksins hefur vissu- lega verið alvarleg á árinu, einkum þó frá og meö miö- stjórnarfundi flokksins s.l. vor. t framhaldi af átökunum á þeim fundi myndaðist Möðruvallahreyfingin, sem er fyrst og fremst samstarfsvettvangur ungra framsókn- armanna og skoöanabræöra þeirra af eldri kynslóöinni innan flokksins. Þessi hreyfing varö til sem andsvar viö þeirri þróun, sem átt hefur sér staö innan flokksins, og hefur stefna og hlutverk hreyfingarinnar veriö nokkuö itarlega skýrö i stefnuávarpi hennar, sem þvi miöur hef- ur veriö bannaö aö birta i þessu blaöi. Sú þróun, sem átt hefur sér staö f þessum efnum siö- astliöiö ár, vekur ýmsar spurningar, sem vafalaust vcrður, a.m.k. að verulegu leyti svaraö á þessu nýbyrj- aöa ári. II. Baráttumálin framundan Samband ungra framsóknarmanna hefur komið fram sem sifellt sjálfstæöari aðili I þjóðmálabaráttunni á und- anförnum árum. Samtimis hefur pólitiskur styrkur SUF vaxiö, og mun ekki nokkur vafi á þvi, að það er nú sterk- asta pólitiska baráttutæki ungs fólks i landinu. Samkvæmt lögum SUF er þaö höfuöhlutverk sambandsins aö berjast fyrir stefnumálum og hugsjón- um ungra framsóknarmanna, jafnt innan Framsóknar- flokksins sem utan. Þetta er mun viötækara hlutverk en SUF setti sér i upphafi. Þessu hlutverki hefur SUF m.a. reynt aö gegna meö itarlegri stefnumótun á þingum sin- um og miöstjórnarfundum, og innan framkvæmda- stjórnar sambandsins. Sú stefna, sem SUF hefur þannig mótaö að undanförnu, og barizt veröur fyrir á næstu mánuöum og árum, er þvi bæði itarleg og skýr, jafnt hvaö grundvallarstefnumiö sem helztu framkvæmda- leiöir snertir. A árinu 1974 veröa teknar ákvaröanir um ýmis þau mál, sem hæst ber i stefnu SUF. Reynt veröur aö fylgja þvi eftir svo sem kostur er aö viö töku þeirra ákvaröana verði farnar þær leiöir, sem SUF hefur lagt áherzlu á. Það mun þó auövitaö vera slikum þrýstingi fjötur um fót, aö SUF hefur ekki fulltrúa þar sem ýmsar helztu ákvaröanirnar veröa teknar, þ.e. á Alþingi Islendinga. En hver eru þessi baráttumál? Og hvaö þarf aö knýja fram i þeim málum á nýja árinu? Hér á eftir veröur minnzt á sjö þjóömálaflokka, sem megináherzla verður lögö á árið 1974. 1. Samfylking alþýðu til sjávar og sveita Ungir framsóknarmenn hafa ávallt lagt megináherzlu á, aö forsenda þess, aö hægt sé aö umskapa þjóðfélagiö i anda jafnaðar, samvinnu og lýöræðis, sé að vinstri menn beri gæfu til þess aö standa saman og einangra ihaldið. Til þess aö tryggja langvarandi setu vinstri stjórnar I landinu, þarf að koma til mun meiri samstaða og sam- tenging vinstri aflanna en veriö hefur frá þvi að Sjálf- stæðisflokkurinn náöi þeirri sterku valdaaðstöðu, sem hann hefur haldiö um áratuga skeiö vegna sundrungar vinstri manna. Þaö er fyrst og fremst unga fólkiö i landinu, sem knúið hefur fram aðgerðir i þessa átt. Ungu fólki tókst þannig t.d. aö gera grunntóninn i sameiningarmálinu aö stefnu Framsóknarflokksins á siöasta flokksþingi i april 1971. Hins vegar hefur ungt fólk ekki haft styrk i öðrum valda- stofnunum flokksins til þess aö tryggja, aö framkvæmd- in væri i samræmi við stefnuyfirlýsingu flokksþingsins. Það ber að harma. A nýja árinu verður m.a. lögö á þaö áherzla, að fram- sóknarmenn einangri sig ekki, heldur fari þær leiöir I sameiningarmálinu, sem tryggi, aö áttundi áratugurinn veröi timabil vinstri stefnu á Islandi. Ungir framsóknar- menn munu áfram vinna heilshugar að nánari samteng- ingu alþýðunnar i dreifbýli og þéttbýli, baráttumálum samvinnu- og jafnaðarhyggjunnar til framdráttar og alþýðu manna til blessunar. 2. Nýja sókn í byggðamálunum Ungir framsóknarmenn hafa mjög barizt fyrir því, að á þjóðhátiðarárinu verði hafin ný sókn i byggöamálun- um — nýsókn.sem megniaðstööva byggöaröskunina og snúa óheillaþróun undanfarandi áratuga við. A þjóðhátiðarárinu verður þessi barátta enn hert og lögö áherzla á þau gru’ndvallaratriöi byggöastefnunnar, sem siðasti miðstjórnarfundur SUF benti sérstaklega á en þau eru: að skipulega verði unnið aö þvi markmiði byggöastefn- unnar að viöhalda og efla blómlega byggö um landið allt og koma á efnalegu, menningarlegu og stjórnar- farslegu jafnrétti þegnanna, hvar á landinu sem þeir búa, að gerð verði heildaráætlun um æskilega þróun byggðar á tslandi fram til ársins 1985. Þessi áætlun nái jafnt til byggðaþróunar I hinum einstöku landshlutum sem nýtingar landsins og gæða þess i heild, að Alþingi útvegi það fjármagn, sem raunhæfar úr- lausnir i byggðamálum krefjast. A næstu 10 árum verði lagt fram árlega sem nemur 3% af þjóöartekjum i byggöasjóð, sem skipt veröi niöur i deildir eftir landshlutum. Sveitarfélög hvers landshluta kjósi stjórn sinnar deildar, en stjórnir landshlutadeildanna ráðstafi þvi fjármagni, sem kemur i þeirra hlut hverju sinni, að landinu veröi skipt I sérstök áherzlusvæði eftir þvi hver byggðavandinn er i hverjum landshluta, en þessi svæöaskipting veröi siöan lögö til grundvallar aögerð- um i fjárfestingarmálum, skattamálum, húsnæöis- málum, samgöngumálum, menntamálum, heilbrigð- ismálum og öörum málaflokkum, sem hafa áhrif til lausnar byggöavandans. Á þeim svæðum, sem mcst áherzla verður lögð á, verði fyrirtækjum veitt meiri fyrirgreiösla, lán til húsbygginga veröi hagkvæmari, framkvæmdum viö byggingar skóla og sjúkrahúsa hraöað, og önnur opinber þjónusta sniöin aö áherzlu- skiptingunni, sem verði endurskoðuö á fjögurra ára fresti. að lögð verö megináherzla á uppbyggingu atvinnulifs landsbyggðarinnar eftir félagslegum leiöum. Jafn- framt veröi atvinnulifið gert fjölbreyttara með upp- byggingu smáiðnaðar i öllum héruöum landsins. Stofnaöar veröi þjónustumiöstöðvar fyrir atvinnulif hvers byggðarlags, svo sem á sviði bókhalds, hagræð- ingar og tækniþjónustu. að valdakerfi rikisins verði endurskipulagt meö flutn- ingi opinberra stofnana til hinna einstöku landshluta til aðskapa lýöræöislegt jafnvægi i stjórn landsins og styrkja framfarakraft landsbyggðarinnar. Ekkert yrði landi og þjóö til meiri sóma á þjóðhátiöar- árinu en að þá væri hafin sú mikla sókn, sem tryggt gæti komandi kynslóöum þjóöfélag jafnaöar og búsetudreif- ingar. 3. Framkvæmd skipulagshyggjunnar Ungir framsóknarmenn hafa talið nauðsynlegt, að við uppbyggingu trausts og fjölbreytts atvinnulifs væri unn- iö eftir leiöum skipulagshyggju og áætlanagerðar undir forystu rikisvaldsins i samvinnu viö samvinnuhreyfing- una og verkalýöshreyfinguna, hagsmunafélög atvinnu- lifsins og samtök byggöarlaganna. Með þvi móti einu væri hægt að hafa stjórn á þróun efnahagsmálanna, halda verðbólgu i skefjum og tryggja nauðsynlegan vöxt þjóðarauðsins og réttláta skiptingu hans milli lands- hluta. A siðasta þingi SUF var mótub itarleg stefna i efna- hagsmálum, bæði varðandi þann vanda, sem þá var við að etja, og eins um þá grundvallarbreytingu, sem þingið taldi óhjákvæmilegt að gera, ef islenzkt efnahagslif ætti að einkennast af varanlegum traustleika og samfelldum framförum. Þar var bent á, að slik grundvailarbreyting væri fólgin i þeirri skipulagshyggju, sem SUF hefur boðað á undan- förnum árum, en meginefni hennar væri, ,, að stjórn efnahagslifsins sé byggð á yfirlitsáætlunum um höfuð- þætti þjóðarbúsins og séráætiunum um þróun einstakra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.