Tíminn - 11.01.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.01.1974, Blaðsíða 20
fyrir t/óöan nnU ^ KJOTIÐNAÐARSTOÐ SAMBANDSINS Járnbrautarmenn gerðu verkfall — Heath ræðir við verkalýðsleiðtoga Stálu skæruliðar Nato-eldflaugum? NTB—London og Brussel — Sögu- sagnir um aö bandariskum eld- flaugum hai'i verið stoliö frá Nato-herstöð i V-Þýzkalandi og sovézkum SAM-7 eldflaugum hafi verið smyglað til Evrópu, hafa vakið mikinn óróa hjá öryggis- kerfi Nato og valdið nokkrum heilabrotum. Brezk blöð sögðu i gær, að heimildir Nato i Brussel teldu, að bandariskum eldflaugum að gerðinni „Hed eye” hefði verið stolið frá balgiskri herstöð i grennd við Köln. Belgiska varn- armálaráðuneytið og menn i aðalstöðvum Nato sögðu þó i gær, að ekki hefði frelzt um neinn eld- flaugaþjófnað. 1 sambandi við þessar sögu- sagnir kom brezki hershöfðinginn Sir Walter Walker fram i BBC og lýsti þvi yfir, að hann hefði alltaf haft nokkrar áhyggjur af þvi hvernig vopn Nato væru geymd vibs vegar um Kvrópu. Kranska leyniþjónustan segir, að i byrjun vikunnar hafi verið gerð mikil leit beggja vegna belgisk-frönsku landamæranna að SAM-7 eldflaug. Eldflaugar þessar eru tiltölulega litlar, og þarf ekki nema einn mann til að beita þeim. Egyptar hafa notaö þær til loftvarna. Þegar fyrir nokkrum vikum tóku menn viða i Evrópu að óttast að hryöjuverka- menn myndu beita þessum eld- flaugum gegn flugvéium. Vopna- ránið i v-Þýzkalandi hefur verið sett i samband við starfsemi arabiskra hryðjuverkamanna. NTB-London — Edward Heath. forsætisráðherra Breta, boðaði i gær leiðtoga verkalýðs- hreyfingarinnar á sinn fund. til að reyna að leysa vinnudeilurnar i landinu. Leiðtogarnir þáðu strax bobið og hófust viðræðurnar i gærkvöldi i Downing Street 10. Ástandið versnaði enn að mun i gær, þegar verkamenn á mörgum járnbrautarstöðvum lögðu skyndilega niður vinnu. Félagar 21 fagfélags i járniðnaðinum hafa ákveðið að hætta að vinna yíir- vinnu, til stuðnings launakröfum, sem eru um það bil fjórum sinnum hærri en búizt er við að stjórnin muni samþykkja. Slik yfirvinnustöövun mun leiða til nýrra vandræða hjá skipa- smiðastöðvum og verksmiðjum, sem eru þó i ærnum vanda fyrir vegna orkuskortsins. Tiltæki járniðnaðarmannanna verður einmg til þess. að ylirvöld eiga erfitt með að samþykkja tillögu þá, sem Len Murray. fram- kvæmdastjóri verkalýðssam - bandsins helur sett fram til lausnar deilu kolanámuverka- manna. Murray sagði i gær, að stjórnin ætti aö ganga að kröfum verkamannanna gegn þvi að verkalýðssambandið tryggði að önnur stéttaríélög færu ekki að dæmi verkamannanna i launa- kröfum. Anthony Barber, fjár- málaráðherra visaði tilmælum Murrays strax á bug. Vinnustöðvunin við járn- brautarstöðvar i gær olli þegar gifurlegu öngþveiti i lestaumferð- inni og þúsundir manna komu of seint til vinnu. Ástæðan fyrir stöðvuninni var sú, að lestar- stjórum, sem undanfarið hafa farið sér hægt við vinnu, var sagt upp störfum. Nokkrir þjónar atvinnu- lausir eftir verkfallið Klp-Reykjavik. — Eins og sagt var frá i hlaðinu I gær, náðist sainkomulag í deilu Fclags Frainreiðslumanna og Sambands veilinga- og gistihúsacigcnda i gærkveldi. i gær liéldu þjóuar aunan samningafund, en það var við vcitingahúsið við Lækjatcig, sem almennl er nefndt Klúbbur- inn, en eigandi bans er ekki I SV(«. Að sögn Magnúsar Leópolds- sonar, framkvæmdarstjóra hússins, náðist samkomulag eftir stuttan fund, og var samið upp á þaö sama og hin húsin. Magnús sagði, aö húsið yrði opnað og rekið með sama sniði og verið hefði fyrir verkfallið, og sagði hann búast við að allir yrðu ánægðir með það. Viö spurðum hann hvort hann héldi ekki að pelafylliriið, sem veriö hefði i húsunum á meöan á verkfallinu stóð, yröi áfram við lýði en hann sagðist ekki búast við þvi. „Við treystum gestum okkar það vel, áð við munum ekki gera neinar sérstakar ráöstafanir til að upþræta það. Um þaö sjá þeir sjálfir, en starfsfólk hússins mun að sjálfsögðu hafa eftirlit með þvi, að reglurnar verði ekki brotnar eftir að þjónarnir taka aftur til starfa”. Þá hefur Skiphóll, sem samdi við þjóna fyrir nokkru, einnig samþykkt nýja samninginn, og munu þjónar hússins starfa eftir honum hér eftir. 1 fyrri samningnum við Skiphól var ákvæði um að Skiphóll félli frá endurkröfum á hendur þjónum, sem var mikið deilumál i þessu verkfalli. Það ákvæði mun standa áfram, en um þetta mál þýddi ekki að ræða viö SVG i samningunum á dögunum, og fer það þvi fyrir dómstólana. Eins ogáðurhefurkomiðfram i fréttum höfðu Hótel Saga og Loft- leiðir ákveðið að breyta rekstri sinum, og höfðu sagl upp miklum hluta af sinu starfsfólki fyrir nokkrum dögum. Hótel Saga hefur hætt við þessa fyrirhuguöu breytingu, a.m.k. á þessu ári, og hefur ráöið allt sitt fólk aftur. En Loftleiðir mun framkvæma þessa breytingu hjá sér og standa þvi á milli 5 oglO þjónar þaðan uppi atvinnulausir. Búizt er við, að flestir þeirra fái vinnu, er hið nýja hús Sigmars i Sigtúni verður opnað einhvern næstu daga, og jafnvel fleiri þjónar, enda verður það hús bæði stórt og mikið i sniðum og krefst fjölda starfsmanna. Riðuveiki í sauðfé breiðist út á Austfjörðum AÐ SÖGN Jóns Péturssonar hér- aðsdýralæknis ú Egilsstöðum er riða farin að breiðast út ú Áust- fjörðuin, þó ekki i vcruleguni inæli, þvi sjúkdóinurinn breiðist liægt út. Riðu varð fyrst vart i sauðfé austanlands i Norðfirði og Borg- Fær Panama skurðinn? NTB—Washington— Eftir tiu ára samningaþóf hafa Bandarikin og Panama loks náð eins konar sam- komulagi, sem leitt getur til þess, að yfirvöld Panama fái lögsögu yfir Panamaskurðinum. Frétt þessi birtist i Washington Post i gær. Margir mánuðir munu þó liða, áður en endanlegt samkomulag hefur verið sett saman. Ekki hef- ur verið látið uppi, hvað felst i samkomulagsdrögunum. Lengi hefur verið vitað, að Kissinger vill hafa með sér að minnsta kosti beinagrind af samningi á utanrik- isráðherrafund Mið- og S-Ame- rikurikja i Mexikó i næsta mán- uði. Eftir frétt Washington Post að dæma, ætti hann nú að geta það. arfirði eystra vorið 1971, þá á einum bæ á hvorum stað. Nú hefur riðuveiki orðið vart á þrem- ur bæjum i Noröfiröi, og eitt til- felli hefur komið upp i Breiðdal. Mjög erfitt er að stemma stigu við sjúkdómnum, og bændur austanlands eru uggandi vegna FÓLK frá 106þjóðlöndum kom til Islands á árinu 1973, alls 121.680 manns. Flestir þeirra, sem komu inn i landið voru Is- lendingar, 47661, en næstir i röðinni voru Bandarikjamenn 29499. Þá eru V-Þjóðverjar, 8010, Danir 7040, Sviar 5441, Bretar 5317, Norðmenn 4317 og Frakkar 3167. Sviss sendi okkur 1684 gesti, Holland 1490, Finnland 1088, Kanada 944, Belgia 771, Austurriki 786 og Italia 740. Gestir annarra þjóða eru heldur færri, en þó komu 347 Astraliubúar og 346 Japanir. þessa, eins og vænta má . Ekki er vitað með vissu, hvernig riðan barst fyrst til Aust- fjarða, en Jón Pétursson dýralæknir sagðist álita, að veik- in hefði fyrst borist meö heyi.sem keypt var norðanlands, á árunum kringum 1965. — gbk. lrarkomu299, Júgóslavar 276, Rússar 265, Tékkar 223, Spán- verjar 208, Mexikanir 174 og Lúxembúrgarar 162. Israels- menn voru 178. Þá heimsóttu okkur 72 Kin- verjar og 35 manns, sem eiga sér ekkert föðurland. Gestir frá öðrum löndum, en hér hafa verið talin, eru færri en 100 og frá allmörgum kom aðeins einn. Af öllum þessum fjölda komu aöeins 2761 með skipum, en 118.919 fljúgandi. Tölurnar eru úr skýrslum útlendinga- eftirlitsins. —SB 121.680 manns komu til landsins 1973 — frá 106 þióðlöndum Þjónn höfðar meiðyrðamál á veitingamenn Telur sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum í fréttabréfi, sem SVG lét fjölmiðlum í té Klp—Reykjavik. — Bæjarþing Reykjavikur hóf að nýju störf eftir jólafri i þessari viku. Eitt fyrsta múliö, sem tekið var fyrir, erkæra frú þjóni hér i Reykjavik, Grétari Guðna Guðmundssyni ú hendur Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda vegna ærumeið- ingu. Telur Grétar að i bréfi, sem stjórn og samninganefnd SVG afhenti blaðamönnum á fundi með þeim i nóvember s.l., sé að finna tvær málsgreinar, sem hann telur mjög ærumeiðandi fyrir sig. Þar sé sér m.a. brigzlað um fjárdrátt og fleira, og fer hann fram á, að þær séu dæmdar ómerkar og sér greiddar miska- bætur. Þessar tvær málsgreinar voru i flestum dagblöðum borgarinnar daginn eftir fundinn og voru þær teknar orðréttar upp úr fyrr- nefndu bréfi. Hljóöa þær á þessa leið: „Hafa þjónar með þessum hætti dregið að sér 13% meira fé en veitingamenn telja sig hafa samið um. Og hafa veitingamenn orðið að endurgreiða til rikisins fé það, sem þjónar hafa með þess- um hætti dregið sér og neitað að skila. En sú fjárhæð nemur sam- tals liðlega 10 milljónum króna yfir timabilið 22.8 1972 til 31.10 1973, fyrir veitingahúsin.” Hin málsgreinin hljóðar þann- ig: „Það verður að teljast furðu- legt siðgæði, þegar stjórn FF vill reyna að telja almenningi trú um það, að ólögmæt sjálftaka þjóna á fjármunum annarra hafi verið hluti af kjörum þeirra.” Málið varþingfest, en siðan fékk verjandi SVG, Hafsteinn Baldvinsson hrl. frest til að skila gögnum i málinu. Flugvél frá varnarliðinu: FAUK A HLIÐINA í VINDHVIÐU Klp-Reykjavik. — Flug- vél frá varnarliðinu á Keflavikurflugvelli hlekktist á i flugtaki á flugvellinum i Höfn i Hornafirði i gær. Vélin, sem var af gerðinni Dakota. var á leið til Keflavikur- flugvallar með sex manns innan borös. Aö sögn sjónarvotta var eins og vélin lenti i hliðarvindi, er hún var að sleppa flugbrautinni og skall hún af miklu afli á braut- ina. Engin meiðsli urðu á iarþeg- unum, en flugmaðurinn mun liafa skrámast eitthvað á andliti og höndum. Vélin skemmdist tölu- vert og er talið að það muni taka nokkurn tima að gera hana flug- hæfa aftur. íbúðarhúsið í Dufa ns- dal brann í gær ÍBÚÐARHCSID i Dufansdal i Arnarfiröi brann til kaldra kola i gær. Það var ekki notað til ibúðar. þar eð úbúendur höfðu flutzt til Bildudals. Nokkur timi leið, áður en hægt var að hefjast handa um að slökkva eldinn eg þess vegna varð engu bjargað. Húsið var 60 ára gamalt og byggt úr timbri og steini. Talið er að kviknað hafi út frá oliueldavél. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.