Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. janúar 1974 TÍMINN 3 • • A GONGUDEILD SYKURSJUKRA OPNUÐ I GÆR, föstudag, var tekin i notk- un göngudeild fyir sykursjúka á Landspitalanum, hin fyrsta sinn- ar tegundar á landinu. Verkefni deildarinnar er að greina sykur sýki eftir ábendingu heimilis- lækna og veita sjúklingunum al- hliða og ævilanga fræðslu um sjúkdóminn og meðferð hans, en fræðsla er einn meginþátturinn i meðferð sykursýkissjúklinga. Göngudeildin starfar fyrst um sinn mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 8 til 12. Starfslið deildarinnar er sérfræðingur i sykursýki, matarfræðingur, hjúkrunarkona, meinatæknir, félagsráðgjafi auk bókara og rit- ara. Fyrsta viðtal sjúklings er að til- hlutan heimilislæknis. Fyrsta viðtal á deildinni er 45 minútur og að þvi loknu er heimilislækni send skýrsla. Siðari viðtöl eru 12 minútur. Opnun göngudeildar fyrir sykursjúka er mikilvægur áfangi fyir Samtök sykursjúkra, sem stofnuð voru haustið 1971, og eitt fyrsta baráttumál þeirra. Um 2% þjóðfélagsþegna liða af sykur- sýki, en vægari skerðing á sykurefnaskiptum finnst hjá 5- 10% þeirra. Sykursýki er þvi einn af stærstu sjúkdómaflokkum i þjóðfélaginu, en hún er ólæknandi sjúkdómur og meðferðin ævilöng. Samtök sykursjúkra mun gefa göngudeildinni tæki til rannsókna á blóðsykri og tekur slik rannsókn með notkun þess aðeins nokkrar minútur. — SJ Helgi Hannesson, formaöur Samtaka sykursjúkra, Þórir Helgason sérfræðingur í sykursýki, Marla Ragnarsdóttir hjúkrunarkona, Helga ólafsdóttir meinatæknir, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Jón Þorsteinsson yfirlæknir Landsspitalans I húsakynnum hinnar nýju göngudeildar fyrir sykursjúka á jarð- hæð Landsspitalans. — Timamynd: Róbert. Bráðabirgðalög um útflutn ingsgjald af loðnuafurðum Álfada ns á morgun AKVEÐIÐ hefur verið að álfadans og brenna, sem frestað var s.l. helgi fari fram á Melavelli nl. sunnu- dag kl. 17.00 Að álfadansi loknum verður flugeldasýning. Jafnframt hefur verið ákveðið að börn 13 ára og yngri fá ókeypis aðgang að skemmtuninni. SETT hafa verið bráðabirgðalög um sérstakt útflutningsgjald af loðnuafurðum framleiddum á ár- inu 1974. Eru þessi lög sett til að treysta rekstrargrundvöll þorsk- veiða, vegna hinna miklu oliu- hækkana. Eins og áður hefur verið sagt frá, samþykktu útgerðarmenn tillögu sjávarútvegsráðherra þess efnis á framhaldsaðalfundi L.t.Ú. á dögunum. Bráðabirgðalögin eru á þessa leið: Greiða skal 5% útflutningsgjald af fob-verðmæti loðnuafurða framleiddra á árinu 1974, svo sem loðnumjöli, loðnulýsi, frystri loðnu og loðnuhrognum, þó ekki niðursoðnum eða niðurlögðum loðnuafurðum. Skal gjald þetta reiknað og innheimt á sama hátt og annað útflutningsgjald af sömu vöru samkvæmt lögum nr. 19, 16. april 1973 um útflutnings- gjald af sjávarafurðum. 2. gr. Tekjur af útflutningsgjaldi samkvæmt 1. gr. skulu renna i sérstakan sjóð. Skal sjóðnum varið til þess að greiða niður verð á brennsluolium til islenzkra fiskiskipa, sem taka óliu hér- lendis, samkvæmt reglum, sem sjávarútvegsráðuneytið setur. Skal við það miðað, að oliuverð hérlendis til fiskiskipa verði ekki hærra á fyrstu 5 mánuðum ársins 1974 en það var i nóvember 1973. Þá skal 25 milljónum króna af tekjum sjóðsins varið til lifeyris- sjóða sjómanna, eftir nánari ákvörðun ráðuneytisins. Jafn- framt skal tryggja, að sjóðirnir miði eftirkunagreiðslur til sjó- manna við lægri aldur en gert hefur verið. — hs — Aukið eftirlit með malbiks- framleiðslu og útlagningu — Gífurlegar fjárhæðir í húfi, segir Guðmundur G. Þórarinsson EINS OG MENN hafa orðið varir við á undanförnum árum, hafa skemmdir á malbiki gatna i Reykjavik verið geysilega mikl- ar. Þessar skemmdir hafa verið mikið til umræðu i borgarráði að undanförnu, og var gatnamála- stjóra falið að gera skýrslu um skemmdirnar, sem nú hefur verið lögð fram. Var hún tekin til um- ræðu 8. janúar s.l. Ljóst er, að þarna er um gifurlegar fjárhæðir að ræða, þar sem t.d. árið 1974, þ.e.a.s. i ár, er áætlað að malbik- unarframkvæmdir muni nema um 140 milljónum króna. Gatnamálastjóri bendir i skýrslu sinni á nokkur atriði til úrbóta gegn gatnaskemmdum. Guðmundur G. Þórarinss. borg- arfulltrúi lagði og fram tillögu og benti á fleiri leiðir til þess að hindra gatnaskemmdir i framtið- inni, og lagði þar höfuðáherzlu á aukið eftirlit með malbiksfram- leiðslu og malbiksútlagningu, ásamt tilraunum með nýjar mal- biksgerðir. Þá lagði Guðmundur einnig til m.a., að kannað yrði, hvort ástæða væri til, að hlutlaus verkfræðistofa tæki að sér eftirlit með framleiðslu og útlagningu til reynslu. Benti hann á, að þar sem Reykjavikurborg hefði nær ein- okunaraðstöðu til framleiðslu malbiks, og þvi ekki um neina samkeppni að ræða á þvi sviði, væri nauðsynlegt, að eftirlit með malbiksframleiðsiunni væri vak- andi og strangt. Eins og kunnugt er, er sú mal- biksgerð, sem notuð er hér, af gerðinni „asphalt-beton”. Þessi gerð krefst, að sögn Guðmundar, geysilega hás hitastigs.'þannig að hún sé lögð út 130-140 stiga heit. Þá er völtun á malbikinu ekki tal- in ná fullum árangri, nema hita- stig malbiks sé yfir 110 stig. Sagði Guðmundur i viðtali við blaðið i gær, að þetta atriði ylli nokkrum erfiðleikum i okkar kalda lofts- lagi. 1 tillögu sinni lagði Guðmundur og áherzlu á, að tekið yrði vegna þessa mikiö tillit til veðurfarsins, er malbikið væri lagt. Guðmundur leggur til, að til- raunir með aðrar malbiksgerðir, verði auknar, og kannað verði, hvort ekki sé ástæða til að nota meira „hot-rolled asphalt”. Að sögn Guðmundar hefur þessi malbiks-gerð verið mikið notuð, t.d. i Bretlandi á undanförnum árum, og er eiginlega „svar Breta við nagladekkjunum ”. Þetta er miklu mýkra malbik, en við notum, og ofan i það er völtuð möl, sem siðan stendur upp úr bikinu á flötum og tekur mikið við sliti naglanna. Gerð hefur verið tilraun með „hot-rolled asphalt” hér á landi, á Reykjanesveginum. — Step. LISTASAFN Reykjavikurborgar opnar um helgina sýningu á Kjar valsstöðum á listaverkum i eigu Reykjavlkurborgar. Þar eru saman komin 94 málverk eftir fjölda listamanna, ein mynd ofin og ellefu höggmyndir. öll eru listaverkin eftir islendinga, nema tvö málverk eftir Færeyinginn Ingolf av Reyni, báðar gjafir frá Færeyjum. Sýningin stendur fram til 27. janúar og verður opin alla daga frá klukkan fjögur til tiu siðdegis, virka daga nema mánudaga. Um helgar er opið frá kl. 2 til 10. —Timamynd: Róbert. Mbl. og „Jörundarfélagið" Morgunblaðinu hefur nú borizt skemmtilegt svar við siðasta Reykjavikurbréfi og ummæla þar uin koinu Jörundar liundadagakonungs til islands. Svar þetta er frá félagsskap, sem nefnir sig „Jörundarfélagið i Reykja- vik”. Ekki veit Tlminn náin deili á þessum félagsskap, en af svari félagsins, sem birtist i Mbl. I gær. að dæma vill félagsskapurinn halda nafni og minningu Jörundar á lofti sein upphafsmanns sjálf- stæðisbaráttu lslendinga gegn yfirráðum I)ana á islandi. Þar sem svar stjórnar Jörundarfélagsins er nýstár- legt, vel ritað og skemmtilegt þykir Timaiuim rétt að birta lesendum Tiinans hér kjarna þess. Þar segir m.a.: „Jörundur, alls islands verndari og hæstráðandi til sjós og lands, gerði byltingu á islandi 1809 gegn dönsku ein- i-æði, i þágu islenzkrar alþýðu. Jörundur var maðurinn, scm hleypti af slað sjálf- stæðisbaráttu islendinga með yfirlýsingum sinum um, að upphafinii væri allur danskur inyndugleiki á islandi, og ísland væri laust og liðugt frá Daninerkur rikisráðum. Jörundur var sá, scm fyrstur færði íslendingum eigin fána, sem var blár feldur með 3 livitum þorskum á. Jörundur hugðist endur- reisa Alþingi islendinga, sem rúnium 10 árum áður liafði verið lagt niður, en vegna valdaráns stuðningsmanna danska einræðisins var þingið ekki endurrcist l'yrr en 30 árum cftir brottför Jörundar. Jiirundur gerði sitt til að treysta varnir islands með byggingu Phelpsskans, sem danskir aðilar og leppar þeirra rifu strax að loknu valdatimabili Jörundar. Af þessum fáu dæmum sést, að það er þvi hróplegt órétt- læti að setja Jörund við sama borð og morðingja eins og „Tyrki” og „ofbeldismenn”. Og orð Morgunlaðsins um að hérvist Jörundar liafi verið háðugleg virðast ótvírætt þjóna betur einræði en minn- ingu þess manns, er hóf sjálf- stæðisbaráttu islendinga”. Noregur og EBE i nýjasta liefi „islenzks iðn- aðar”, timarits Félags islenzkra iðnrckenda, eru prentuð ummæli Ola Skják liræk, iðnaðarráðherra Norcgs, er hann viðhafði er hann var hér i heimsókn á sl. hausti i boði Iðnaðarbanka íslands. Um afstöðu sina til Efnahagsbandalags Evrópu sagði ráðherrann m.a.: „i Noregi var okkur sagt að við liefðum ekki efni á að standa utan við þessa sam- einingu. fcg var á móti því að ganga inn i Efnahagsbanda- lagið vegna efnahagslegrar pressu. Við höfum náð samn- ingum um tollalækkanir við bandalagið, sem ég tel full- nægjandi. Samningurinn veitir okkur fullt pólitiskt frelsi og við getum verndað okkar heimantarkað. t ölluin meginatriðum höfunt við fengið sömu tollalækkanir og meðlimir Efnahagsbanda- lagsins. Vandamál okkar i Noregi eru ekki tollvernd i öörum rikjum Evrópu eða annars staðar, heldur hvernig okkur tekst að ráða við verð- lagið heima fyrir, vinnulaun og annan kostnað. Ég cr sér- staklega ánægður með að við skulum ekki vera i Efnahags- bandalaginu, með tilliti til oliunnar. Ef við værum i Efnahagsbandalaginu réði Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.