Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Laugardagur 12. janúar 1974
Gefa í skyn, að
skólabyggingar séu
fjórmagnaðar sem
íþróttamannvirki
Bent á augijósar rangfærslur borgarfulltrúa
Sjólfstæðisflokksins í íþróttamdlum
Sem kunnugt er, fluttu
borgarf ulltrúar minni-
hlutaflokkanna í borgar-
stjórn ítarlega ályktunar-
tillögu um íþróttamál við
fyrri umræðu fjárlags-
áætlunar Reykjavikur-
borgar. Við siðari umræð-
una fluttu borgarfulltrúar
Sjálfstæðisf lokksins breyt-
ingartillögu, þar sem það
var einna helzt talið til
tekna i íþróttamálum fyrir
Sjálfstæðisf lokkinn, hve
mörg íþróttahús hefðu ver-
ið byggð við skóla.
Alfreð borsteinsson benti á þaö
i svarræðu sinni að fjarstæðu-
kennt væri að blanda þessu sam-
an við raunverulegt framlag
Reykjavikurborgar til iþrótta-
mála. Sagði hann m.a.:
„Iþróttahús og önnur iþrótta-
mannvirki við skóla er skólahús-
næði, sem reist er samkvæmt
fræðslulögum til að fullnægja
kennsluskyldu i iþróttum. Það er
þess vegna Fangt að reyna að
læða þvi inn, að þessi skólamann-
virki séu iþróttamannvirki, fyrst
og fremst byggð hana iþrótta-
fólki.
Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins gera tilraun til að
blanda þessu saman i blekkingar-
skyni, og það er athyglisvert, að
þessi þáttur er fyrirferðarmestur
i tillögu þeirra um iþróttamálin.”
Þá sagði Alfreð, að enginn á-
greiningur væri um ágæti þess
samstarfs, sem tekizt hefði milli
skóla og iþróttafélaganna um af-
not af iþróttasölum, en það væri
alrangt,. að iþróttasalirnir við
skólana væru byggðir fyrir fjár-
magn, sem Reykjavikurborg
verði til iþróttamála.
„Stóra átakið"
i íþróttamálum
t framhaldi af þessu sagði Al-
freð:
„Þá vil ég vikja að hinu stór-
kostlega átaki, sem borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins þóttust
ætla að standa að i þvi skyni að
aðstoða iþróttafélögin i eldri
borgarhlutunum við að ljúka við
iþróttamannvirki, sem þau hafa
haft i smiðum.
Það liggur fyrir, að lágmarks-
fjármagnsþörf i þessu skyni er
kr. 200 millj. — og hefur þá verið
notuð útilokunarregla til þess, að
þetta fjármagn dreifðist ekki um
of. Þannig liggur það t.d. fyrir, að
ekki er gert ráð fyrir, að þessu
fjármagni verði varið til bygging-
ar iþróttahúsa, heldur til allra
nauðsynlegustu framkvæmda.
bað var samdóma álit iþrótta-
ráðs, að eðlilegt væri að dreifa
þessu fé á 4—5 ár til að ná þvi
marki, að iþróttafélögin geti lokið
mannvirkjagerð sinni.
En þessi fjárhagsáætlun, sem
hér liggur fyrir, bendir ekki til
þess, að borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins ætli að standa við
fyrirheit sin, þvi að einungis er
áætlað að veita kr. 15 millj. Þ
þessu skyni, fyrir utan aukafram-
lag til ÍBR, er nemur 2—3 millj.
kr. umfram venjulegan styrk til
IBR.
Þannig litur þá stórátak Sjálf-
stæðisflokksins i iþróttamálum
út. Aðeins 17—18 millj. kr. fram-
lag, sem þýðir það, að ef ná á
settu marki, tekur það ekki 4—5
ár, heldur 10—12 ár, miðað við
jöfn framlög árlega.
Rangfærslur
um Bláfjallasvæðið
Það er rangt með farið i tillögu
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins, að samstarfsnefnd hafi verið
mynduð til yfirumsjónar með
rekstri og uppbyggingu svæðis-
ins.
Hér er átt við svokallaða Blá-
fjallanefnd, sem er einungis til
eftirlits og umsjónar með svæð-
inu, en ekki til að vera neinn
framkvæmdaaðili, allra sizt um
uppbyggingu iþróttamannvirkja.
Borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins er fullkunnugt um þetta
enda hefur verið mjög um það
rætt i iþróttaræði, að til skjalanna
kæmi framkvæmdanefnd, sem
tæki upp þráðinn, þar sem verk-
sviði Bláfjallanefndar sleppir,
m.ö.o. framkvæmdaaðili, sem
hefði yfir fjárveitingu að ráða, en
það hefur Bláfjallanefndin ekki i
neinum mæli.
bess vegna segir i ályktunartii-
lögu okkar borgarfulltrúa minni-
Alfreð Þorsteinsson
hlutaflokkanna, að gera þurfi
áætlun um uppbyggingu Blá-
fjallasvæðisins sem vetrar-
ijiróttamiðstöðvar i samráði við
nágrannasveitarfélögin, og er þá
að sjálfsögðu átt við fram-
kvæmdaáætlun.
Vitaskuld er það rétt, að ýmis-
legt hefur verið gert tii uppbygg-
ingar Bláfjallasvæðisins, en ég vil
benda á, að þar er aðeins um að
ræða nauðsynlegustu undirbún-
ingsvinnu, svo sem tilraunabor-
anir eftir vatni, lögn raflinu og
kortalagningu”.
Loksins vélfryst skauta-
svell
Að siðustu ræddi Alfreð um vél-
fryst skautasvell, og sagði, að á-
stæða væri til að fagna þvi, að nú
virtist hilla undir byrjunarfram-
kvæmdir á þvi sviði. Borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins gætu
ekki nú, eins og á siðasta ári,
skotið sér á bak við það, að ekki
fengist viðurkenning á fjárlögum
fyrir skautasvelli: samþykkt
hefði fengizt fyrir þvi.
Minnti Alfreð að lokum á, að
undir forustu núverandi rikis-
stjórnar hefðu framlög til iþrótta-
mála margfaldazt á aðeins
tveimur árum.
Nú hillir loks undir þaö, aö hafizt veröi handa um byggingu vélfrysts skautasvells f Reykjavik.
TILLOGUR
MINNIHLUTA-
FLOKKANNA í
ÍÞRÓTT AMÁLUM
Á undanförnum árum hefur iökendum íþrótfa
fariðf jölgandi, bæöi hvað varöar keppnisíþróttir og
almenningsíþróttir.
Borgarstjórn telur þaö meginhlutverk sitt við
uppbyggingu íþróttastarfsins að skapa aðstöðu til
iþróttaiðkana í einstökum hverfum borgarinnar i
samvinnu við starfandi íþróttafélög, svo og að
byggja upp aðstöðu fyrir keppnisíþróttir og al-
menningsiþróttir. í þessu sambandi leggur borgar-
stjórn sérstaka áherzlu á, að ekki dragist að skapa
iþróttaaðstöðu í nýjum hverfum, jafnframt þvi
sem iþróttafélög í eldri borgarhlutum verði að-
stoðuð við að Ijúka þeim mannvirkjum, sem þau
hafa unnið að.
Borgarstjórn telur miður, hvað dregist hefur að
byggja varanlega aðstöðu f yrir skautafólk, og legg-
ur á það áherzlu að haf ist verði handa um byggingu
skautahallar á næsta ári. Þá telur borgarstjórn
nauðsynlegt, að nú þegar verði gerð áætlun um upp-
byggingu Bláfjallasvæðisins i samráði við ná-
grannasveitarfélögin í því skyni, að þar risi miðstöð
vetraríþrótta fyrir Reykjavík og nágrenni, jafnt
fyrir almenning sem keppnisfólk.