Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 12. janúar 1974 ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 70 ferðazt um Evrópu i heilan mannsaldur án þess að rekast á Goudmann. Éinu sinni hafði hann haft i hót- unum við hana, og hún hafði óttast hann, en hann hafði aldrei gert alvöru úr hótunum sinum, það var hálfundarlegt, af þvi að hann hafði haft það i hendi sér að skaða hana og valda henni tjóni. Henni fannst það mjög undar- legt, hún gat ekki skilið neina þá mannveru , sem hefndi ekki ósigra sinna ef hún gæti. Hamingjan hjálpi mér — Gold- mann hugsaði hún meö sér. — Tja það var i þá daga. Hann hafði dvallt reynzt henni vel, á vissan hátt að minnsta kosti. Kannski hafði honum þótt vænna um hana, en hún hafði haldið úr þvi að hann gerði aldrei alvöru úr hótun- um sinum. Nei, það gat ekki verið. Nei, auðvitað hafði honum ekki bótt neitt vænt um hana. Engum þótti neitt vænt um hana, allir elskuðu einungis sjálfa sig. Auðvitað hafði hann gleymt henni. Hann hafði sjálfsagt rekizt á aðra efnilega söngkonu, sem hann gat grætt peninga á og jafn- framt sofið hjá. Henni þótti þó undarlegt að sjá hann aftur eftir öll ár. Goldmann var staðinn upp og gekk i áttina að boröinu hennar. Hún horfði ofan i ávaxtasalatið sitt. Hún kærði sig ekki um að hitta hann aftur. Hann mundi eftir henni sem þokkafullri fegurðardis. An þess að lita upp varð hún þess vör að hann staðnæmdist við borð hennar. — Bella sagði hann bara. — Já, Henry, var það eina sem hún gat stuniö upp. Hann var mjög feitur, gamall og sköllóttur. — Eg tók eftir þér, þegar þú komst inn, Bella, en þú sást mig ekki. — Þekktir þú mig aftur, spurði hún undrandi? — Maður gleymir þér ekki auðveldlega, Bella. — Það eru svo mörg ár siðan og ég og ég.... — Vist eru það mörg ár, en sjáðu til, ég hef alltaf vitað hvernig þú myndir lita út, þegar þú værir orðin gömul. Þú varst ákaflega falleg i þá tið, Bella, það varstu svo sannarlega. — Ég varð skyndilega gömul, já það gerðist i einni svipan. — Það hendir oft fólk af þinum kynþætti... — Fólk af minum kynþætti....? — Hamingjan hjálpi mér, Bella, þér hlýtur að hafa verið það ljóst, að mér var kunnugt um þetta allan timann, það er að segja, mér var kannski ekki kunnugt um það en mig rennir grun i það sem mestu máli skiptir. — Mér var kunnugt um aö pig grunaði mest allt, en.... — Varstu haminguusöm, Bella? — Nei, en ég hef framkvæmt mikið af þvi, sem ég ætlaði mér. Maðurinn minn er dáinn, vissur þú það kannski? Það eru bráðum tvö ár siðan. — Hvað hefur þú fyrir stafni? — Ég ferðast. — Alein? Bella hlóð gleöisnauðum hlátri. — Nú, já auðvitað, en átt þú ekki búgarð i Danmörku? — Jú, en ég hef ekki verið þar siðan Herbert lézt. Hvað gerir þú annars, Henry? — Það sama og þú ég ferðast. — Það hefur þú alltaf gert, ég átti við hvort þú hefðir gefið viðskiptin upp á bátinn. — Það er langt siðan að ég gerði það. Ég hafði unniö mér inn nægi- lega peninga til þess að lifa áhyggjulausu lifi það sem eftir var æfinnar. — Ert þú hamingjusamur? — Rikur piparsveinn, sem getur farið hvert það, sem hann langar til, hlýtur að vera hamingjusam- ur eða hvað? — Já, auðvitað... — Hvernig hefur sonur þinn það, Bella? — Og hvernig liöursyni þinum, Bella? Hún kipptist við og svaraði stutt I spuna: — Hann er i Englandi — Nú jæjaij Eins og áður hefur verið greint frá, var Goldmann mikili mannþekkjari, og hann skildi hvað lá aö baki þessa stuttara- lega svars. Hann stundi og sagði: — Já, Bella, timninn liður og við erum oröin gömul og einmana. Hann var nú setztur við borðið hjá henni. Þjónninn stóð fýrirframan þau. — Þóknast barónessunni að drekka kaffið sitt hérna, eða viljið þér heldur rekka það úti á svölum? — Hérna takk, tvo kaffi og likjör, nei annars einn likjör og einn koníak, þú vilt koniak, er það ekki Henry?.... — Þakka þér fyrir, sagði Henry þegar þjónninn var farinn. Þetta mannstu.... Bella hélt áfram samræðunum : — Áður fyrr varst þú alltaf fimm árum eldri en ég. — Já, og nú er ég tveim árum yngri. — Bella hlóð gleðisnauðum hlátri. Þjónninn kom með kaffið. — Hvað verður þú hérna lengi, Bella? — Ég fer á morgun. Hún ákvað það þarna við borðið, að hún ætlaði að fara á morgun. — Eg ætla aö fara og lita eftir- búgarðinum minum I Danmörku einnig það ákvað hún á þessari stundu. Henni fannst hún skyndi- lega ákaflega gömul og þreytt. Hún hafði ekki krafta til að ferð- ast meira, hún var að dauða kom- in. Þar sem hún sat þarna varð henni skyndilega ljóst að hún átti skammt eftir ólifað. — Þau drukku úr kaffibollunum sinum og fóru sér i engu óðslega. Þau töluðu um liðna tima. Bellu fannst hún verða þvi meira ein- mana og óhamingjusöm, eftir þvi sem þau töluðu lengur. Hún vildi ekki vera óhamingjusöm. Það var einungis veiklundað fólks sem var óhamingjusamt. Hún hafði aldrei verið veikgeðja og yrði það aldrei. En það var eins og Henry snerti viðkvæma strengi i hjarta hennar og hún kærði sig ekkert um það. Bara að hann lyki úr kaffibollanum sin- um, svo að hún gæti staðið upp og kvatt. Hún varð að ná tali af herbergisþernuninni tiF þess að segja henni frá þessum áformum sinum, svo að hún gæti byrjað að pakka. A morgun færi hún heim — heim. Hvað var annars „heima”? Alls staðar og hvergi. En hún átti þó búgarðinn á Norðursjálandi. Þau höfðu ekki meira að tala um. Þau áttu ekkert sameiginlegt lengur og höfðu reyndar aldrei átt það. Bella hafði aldrei átt neitt sameiginlegt með annarri mann- veru, nema ef vera skyldi þegar hún var krakki og bjó á eyjunni fögru langt langt i burtu. Þau risu á fætur til þess að kveðjast. Goldmann hélt lengi i hendina á Bellu, og brosti angurværu brosi: — Hvort sem þú trúir þvi eða ekki, Bella, þá elskaði ég þig forðum daga. Hún svaraði engu. — Vertu sæll, sagði hún aðeins. Bella var komin heim til Luttendal. Hún talaði ekki við nokkurn mann annan en þjónustufólkið. Það hlýddi skipunum hennar en gat annars ekki þolað hana. Hún gekk i gegnum stórar stofunar. Þær höfðu verið heimili hennar um langt skeið,en henni fannst eins og þær og hlutirnir sem i þeim voru kæmu henni ekk- ert við. Hún reyndi einungis að drepa timann, þar til maðurinn með ljáinn heimsækti hana. Hún færðist nær dauðanum með hverjum deginum, sem leið. Það hafði hún að visu gert frá þeim degi, er hún leit ljós þessa heims, en nú nálgaðist dagurinn óðfluga, dagurinn þegar allt væri á enda. Bella óttaðist dauðann, en hún vildi ekki viöurkenna jsað fyrir sjálfri sér. Enn siður vildi hún viðurkenna að hún óttaðist hann mest vegna þess, að hún fann að hún hafði i rauninni ekkert haft útúrlifinu.Ekkertannaðen þetta óslökkvandi hatur og hefndar- þorsta. Svo komu veikindin. Dag nokkurn fann þjónustu- stúlkan hana, — lamaða en með fulla meðvitund. Það var nað i lækninn frá Hilleröd. Hann reyndi að tala i hana kjark, eða að minnsta kosti hélt hann að hann væri að þvi. Barónessan gæti hælega lifað mörg ár i viðbót, og lömunin myndi kannski hverfa að nokkru leyti. Barónessan var ekki einu sinni orðin sjötug. Nú varð hún einungis að einsetja sér að ná fullri heilsu, þvi að vonin og viljinn höfðu mikið að segja. Barónessan var einstaklega viljasterk kona, að þvi er hann hafði heyrt. Nokkrum dögum seinna ráð- lagöi hann ökuferðir i góðu veðri. Bella for að ráðum hans, þar sem hún vildi lifa, hún var hrædd við dauðann. Þar að auki fannst henni óljóst, að það væri eitthvað, sem hún þyrfti að gera, áður en yfir lyki. : : Tíminn er peningar Augjýsitf i Támanum: HUELL G E I R I D R E K I ■ lliiil LAUGARDAGUR 12. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Mqrgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knútur R. Magnússon heldur áfram lestri sögunn- ar „Villtur vegar” eftir Oddmund Ljone (7). Morgunleikfimikl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atr. Morgunkaffið kl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða um út- varpsdagskrána. Auk þess sagt frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög siúklinga. 14.30 iþróttir Umsjónarmað- ur: Jón Ásgeirsson. 15.00 islenzkt mál. Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag. talar. 15.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Riki betlarinn” eftir Indriða úlfsson. Sjötti þáttur: Bardaginn. Félagar I Leikfélagi Akureyrar flytja. Leikstjóri: Þórhildur Þorsteinsdóttir. 15.45 Barnakórar syngja. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á Topphum. Örn Petersen 17.15 Framburðarkennsla i þýzku. 17.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Framhaldsleikritið: „Sherlock Holmes”eftir Sir Arthur Conan Doyle og Michael Hardwich. (áður útv. 1963). Þriðji þáttur: Tiginn skjólstæðingur. Þýð- andi: Geir Kristjánsson. Leikstjóri: Flosi Ólafsson. Persónur og leikendur: Sherlock Holmes: Baldvin Halldórsson. Dr. Watson: Rúrik Haraldsson. Sir James Damery: Róbert Arnfinnsson. Baron Grun- er: Helgi Skúlason. Shinwell Johnson: Jón M. Árnason. Kitty Winter: Kristbjörg Kjeld. Blaðsölumaður: Stefán Thors. 21.15 Hljómplöturabb. Þor- 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok LAUGARDAGUR 12. janúar 1974 17.00 íþróttir.M.a. myndir frá innlendum iþróttaviðburð- um og mynd úr ensku knatt- spyrnunni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20. Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Heba Júliusdóttir. 20.50 Vaka.Dagskrá um bók- menntir og listir. 21.30 Alþýðulýðveldið Kina. Breskur fræðslumynda- flokkur um menningu og þjóðlif i Kinaveldi. 2. þáttur. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.55 Söguleg sjóferö. (Across the Pacific). Bandarisk njósnamynd. Leikstjóri John Huston. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, Mary Astor og Sidney Greenstreet Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. Aðalpersónan er höf- uðsmaður i bandariska hernum. Honum er vikið úr starfi fyrir fremur óljósar sakir. og leggur hann þá leið sina til Panama, þar sem hann stundar njósnir i þágu lands sins. 23.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.