Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 15
Laugardagur 12. janúar 1974 TÍMINN 15 Laugardagurinn 12. janúar 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þetta er rétti dagurinn til að láta til skarar skriða með það, sem þú hefur verið að brjóta heilann um. Ef þu velur rétta timann — fyrir hádegið, — hlýtur þér að ganga að óskum, — og þér er fyrir beztu að lyfta þér upp i kvöld. Fiskarnir (19. febr.—20. marz) Þú skalt nota daginn vel. Ef þú hefur ekkert ann- að fyrir stafni, skaltu fara yfir vikuafköstin og sjá til, hvort ekki megi betur gera. Kann að vera, aö smáatriði, sem svo virðist i fyrstu, eigi eftir aðhafa meiri þýðingu en þig órar fyrir. Hrúturinn (21. marz^l9. april) Fjölskyldan hefur setið á hakanum hjá þér um nokkurt skeið, og nú er kominn timi til að snúa sér aftur að henni. Eyddu siöari hluta dagsins og kvöldinu með henni, og mundu, að það er sjaldn- ast brambolt og gauragangur, sem mesta ánægju vekur. Nautið (20. april—20. mai) Hann er dáliitið sérkennilegur atburðurinn, sem gerist i dag. Þú skalt velta honum fyrir þér og reyna að hafa gagn af honum. Það getur vel ver- ið, að hann dragi óþægilegan dilk á eftir sér, og fari svo, flýttu þér þá að hætta öllum afskiptum. Tviburar (21. mai—20. júni) Ertu búinn aö þessu, sem þú ætlaðir að ljúka af fyrir helgina? Ef ekki, þá er ekki seinna vænna að nota daginn til kvölds til þess. Svo máttu fara út og skemmta þér, og bjóða makanum meö þér. Krabbinn (21. júni—22. júli) Ef þú ferð að heiman i dag, eða i kvöld, skaltu varast að stofna til nýrra kynna við aðila af hinu kyninu. Tilfinningaleg sambönd eru ekki heppi- leg, nema þau séu rótgróin og traust, — þessa dagana. Ljónið (23. júli—23. ágúst) jgL Það getur lika veriö gaman að skemmta sér i hófi, og engin ástæða til að taka alvarlega, þótt um kunningsskap sé að ræða, þvi að það eru ekki öll kynni heppileg eða ánægjuleg, þegar til lengdar lætur. Jómfrúin (23. ágúst—22. sept.) Einhverjar óskiljanlegar ástæður liggja til þess, að þú ert bendlaöur viö mál, sem þú hefur i raun og veru ekkert komið nálægt, — og það kostar talsverða fyrirhöfn að hreinsa þig af áburöinum. Vogin (23. sept.—22. okt.) Margt fer öðru visi en ætlað er. Þaö er ekki vist, að löngu gerð áform varðandi þennan dag stand- ist fremur en nýleg, en undir slikum kringum- stæðum getur verið gott að muna, að „alltaf má fá annað skip og annað föruneyti.” Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þú ert vis með að kalla þetta ævintýri, og vera má, að einhver ævintýraljómi verði yfir atburð- inum eitthvað fyrst um sinn, — en það eru af- skaplega litlar likur til þess, aö þú minnist hans á þann hátt til lengdar. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Fjármálin eru ekki sem bezt þessa dagana, og þú ættir að fara að öllu meö gát. Það er aldrei að vita, hvenær þú þarft á aðstoð að halda, en þú skalt samt treysta á mátt þinn og megin i lengstu lög, —■ og alls ekki fara aö leiða hugann að sliku nú. Steingeitin (22. des.-rl9. jan.) Þú átt fleiri vini en þig órar fyrir, og það getur verið gott að eiga þá að, enda þótt ekkert bjáti á þessa stundina. Það bendir flest til skemmtana i kvöld, og ekkert heppilegra að hugsa til heimilissamkvæmis en farar á skemmtistaö. 0 Sdttafundur launaðir en erfiðisvinnumenn, sem störfuðu i landi. Aðalágreiningurinn stendur þó um kjör sjómanna á skut- togurum, sem eru innan við 500 lestir að stærö, en þeir eru eins og kunnugt er taldir með bátum, sem mörgum finnst óeðlilegt. Sagði Jón, að útgerðarmenn skipanna teldu hlut sjómanna of háan á þessum skipum og vildu lækka hann. Þar með er ekki sagt, að kaup þessara manna lækki i krónum, þvi aö nýlega var fiskverð hækkaö um 11.5%. Jón Sigurðsson sagði að lokum, að sjómenn væru mjög ákveðnir i kröfum sinum, en ekki hefði verið boðaö til vinnustöðvunar ennþá. Hann sagðist vona, að samkomu- lag næðist i þessari deilu. Síðast þegar blaöiö frétti af sáttafundinum i gær, fengust þær upplýsingar, að allt væri stopp, ágreiningurinn væri mjög mikill og mjög óvist um það hve lengi fundurinn stæði. Var frekar búizt við stuttum fundi. —hs— VELDUR,HVER 0 SAMVINNUBANKINN m HELDUR O Á víðavangi það okkar oliupóiitik. eins og gerzt hefur i Bretlandi og Hol- landi. Við viljum sjálfir geta rekið þjóðlega oliupólitík. A þann bátt einan getum við ráðið sjálfir hvernig olian nýtist okkur. I.andbúnaður og sjávarút- vegur eru mi ekki bundnir neinum þeim skilyrðum, sem þeim befðu verið sett, ef af aðild hefði orðið. t viðskipta- samningnum við EBE eru ákvæði til verndar stóriðju bandalagsins, sem koma sér illa fyrir norska fram- leiðendur á áli, pappírsvörum og fleiru. Komið hefur i ljós að uæg eftirspurn er eftir þessum vörum annars staðar i beim- inum og Norðmenn liafa vart undan að framleiða þessar vörutegundir, fyrir aðra en Efnahagsbandalagið". —TK © F.Í.H. halda uppi slikri hljómsveit á íslandi. Greindi hann og frá þvi m.a., að hljómsveitina vantaði verkefni, en hún hefði fengið bréf og lista yfir útsetn- ingar frá háskólum i Banda- rikjunum m.a. og viðs vegar að úr heiminum, þar sem hljómsveitinni væru boðnar útsetningar til að leika. Sverrir sagði, að Lysted hefði gefið hljómsveitinni „góða einkunn”. og að ætlunin væri að senda Lysted eitthvað af upptökum hljómsveitarinn- ar, og þá t.d. Gamlárskvölds upptökuna i útvarpinu. — Útvarpið hefur sýnt hljómsveitinni áhuga, sagði Sverrir, — og ætlar að kaupa nokkur „prógröm", og mun það náttúrulega styrkja hljómsveitina. Þá ætlar Iteykjavikurborg að fara af stað með ýmiss konar list- kynningu, svona i svipuðum stilog „List um landið", nema hvað hér er um höfuðborgar- svæðið að ræða. Það, sem að okkur snýr, yrðu hljómleikar þessarar átján manna hljóm- sveitar og eins leikur með kammerhljómsveitum ýmiss konar. Vona ég, að við fáum inni á Kjarvalsstöðum með kammerm úsikina okkar. Annars veit ég ekki, hvernig áætlunin endanlega er, en rætt hefur verið um létta músik fyrir krakka, sem þessi 18 manna hljómsveit myndi flytja og svo einhverjar minni hljómsveitir. — Ég geri mér góðar vonir um, að hljómsveitin muni lifa i þetta sinn. En það er mjög erfitt að koma svona hlutum i gang. Tilgangur FIH er sam- kvæmt lögum þess m.a. sá, að útbreiða skilning á menning- argildi lifandi hljómlistar, og þetta er einn liðurinn i þvi. — Step. © Augað inu á honum. En þegar forstjór- inn skoðar á honum augað, sér hann ekki neitt. Þetta gerðist um klukkan 18 að kvöldi þessa júnidags. Of seint til læknis? Nú liða siðan frá þessum tima um 41 klukkustund, þangað til sá slasaði kemst undir læknis- hendur. Er fyrst farið með hann inn i Stykkishólm, en þaðan er hann siðan fluttur til Reykjavik- ur. Er þar var komið sögu, var ekki hægt að bjarga auganu. Fyrst var skorið i það og flisin fjarlægð, en komin var igerð i augað, sem ekki var hægt að stöðva. Endaði með þvi, að taka varð burt augað um hálfum mánuði siðar. Sök skipt i málinu Aðspurður sagði Magnús, að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika, að hægt hefði verið að bjarga auganu, en likurnar væru þó litlar. — En við i dóminum töldum, að túlka ætti þennan vafa stefnanda i hag, rikinu i öhag, þar sem stefnandi var ó frjáls maður r Keflvíkingar Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna og húsfélagsins Austurgötu 26, verður haldinn mánudaginn 21. janúar n.k. kl. 20.30 i Framsóknarhúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin. Þorrablót í Kópavogi Þorrablót framsóknarmanna I Kópavogi verður i Félags- heimilinu, efri sal, laugardaginn 26. þ.m. Nánar auglýst siðar. Nefndin. Akureyri F'undur Framsóknarfélaganna verður n.k. mánudag, þann 14. janúar, kl. 8.30 e.h. á Hótel KEA, niðri. Ingvar Gislason, alþingismaður, verður frummælandi. Aðrir þingmenn flokksins i kjördæminu mæta á fundinn. Stjórnir félaganna. Kópavogur Framsóknarfélögin i Kópavogi halda sameiginlegan fund i Félagsheimilinu, neðri sal, fimmtudaginn 17. þ.m. kl. 20,30. Fundarefni: Störf og stefna Framsóknarflokksins og framtið stjórnarsamstarfsins. Frummælendur: Steingrimur Hermanns- son og Elias Jónsson.'Framsóknarfólk, — sækjum fundinn, fyllum salinn. Nefndirnar. r mm Sjálfboðaliðar óskast við byggingd framsóknar félaganna að Rauðarárstíg 18 n.k. laugardag kl. 1. Margar hendur vinna létt verk. Til sölu rússajeppi Gas ’69 árgerð ’71 með Peugeotdisilvél árgerð ’72. Upplýsingar i sima 85114 eftir kl. 18 á kvöldin. á þessum stað. Annars er þetta griðarlega langur dómurog mjög langur rökstuðningur, sagði Magnús. Eins og áður sagði er sök skipt i málinu. Einn þriðji var lagður á stefnanda sjálfan. Sagði Magnús, að skýrsla forstjórans á Kviabryggju hefði verið lögð til grundvallar um það, hvernig slysið vildi til, og hefði stefnanda verið metið það til gáleysis að hafa gripið svona utan um drif- skaftið, að hafa farið að hjálpa forstjóranum þarna, án þess að hafa látið hann vita af þvi. — Við verðum sönnunar vegna áð leggja skýrslu forstjórans til grund- vallar, þar sem engir sjónar- vottar voru að þessu. En hins vegar leggjum við það á fébóta- ábyrgð rikissjóðs, að ekki er farið með hinn slasaða mann strax til læknis, þar sem ekki er útilokaö, að hægt hefði verið að bjarga sjóninni, ef það hefði verið gert, þótt ekkert veröi um það fullyrt, sagði Magnús. — Step

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.