Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 16
 GBÐI fyrirgóúan nmt ^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS N Allt í strand á sátta- fundi ÞAÐ ER ekki hægt aö neita þvl.aö eitthvaö hefur miöaö I samkomu- lagsátt og ýmis smáatriöi hafa veriö lagfærö, sagöi Jón Sigurös- son, formaöur Sjómannasam- bands islands, I viötali viö blaöiö i gær. Eins og kunnugt er hafa aö undanförnu staöiö yfir strangir sáttafundir um kjör sjómanna á bátaflotanum og hófst m.a. einn slikur kl. 16 i gær. Eins og áöur sagöi tókst samkomulag um ýmis smáatriöi, en eftir standa aöal- kröfur sjómanna, sem eru t.d. fritt fæöi, hækkun aflahlutar o.fl. Blaöiö haföi samband viö Jón Sigdrösson, form. Sjómannasam- bandsins i gær, og baö hann aö gera grein fyrir helztu kröfunum og á hvaöa rökum þær væru byggöar. Jón sagöi, aö sjómenn á tog- skipa- og kaupskipaflotanum fengju fritt fæöi og væri ekkert óeölilegt aö bátasjómenn fengju þaö einnig. Aflatryggingasjóöur hefur greitt kr. 210 upp i fæöis- kostnaö fyrir mann á dag á stærstu bátunum, en minna á smærri bátunum. 1 aflatrygg- ingasjóö greiöa bæöi sjómenn og útgerðarmenn. Jón Sigurösson sagöi, aö i samningum margra verkalýös- félaga væru ákvæöi um þaö, aö ef verkamenn fari út fyrir bæjar- mörkin fengju þeir fritt fæöi. Væri þetta m.a. I samningum Dagsbrúnar og heföi veriö lengi. Hann sagði, aö sjómenn fengju nú frá 32% upp i 40% af aflahlut og væri þaö mismunandi eftir stærö báta, fjölda manna og tegund veiöiskips. Þeir vildu fá hækkun, og rökstuddu þá kröfu m.a. meö þvi, aö þeir teldu aö erfiöisvinnumenn, sem væru fjarvistum frá heimilum sínum mest allt áriö, ættu aö vera betur Frh. á bls. 15 Verðstaðreyndir! 650x16 negldur kr.4290.- 750x16 negldur kr.4990.. nýi TORFÆRU- HJÓLBARÐINN! SÖLUSTADIR: lljólbaröa verkstæöiö Nýbarði, Garöahreppi, simi 50606. Skodabúöin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðiö á Akureyri h.f. simi 22520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarss., Egilsstööum, simi 1158. Þessar myndir eru teknar I gærmorgun, þegar veriö var áö leggja siö- ustu hönd á nýja grafreitinn. Timamynd: Gunnar Nýr grafreitur í Þorlákshöfn I DAG veröur vigöur og tekinn i notkun nýr grafreitur i Þorláks- höfn. Hingað til hafa Þorláks- hafnarbúar ekki átt eigin kirkju- garö, en sóknarkirkja þeirra er Hjallakirkja i ölfusi. Þaö var fyrir um 2 árum aö fariö var aö minnast á þaö, aö borlákshöfn fengi eigin grafreit, enda staöurinn oröinn fjöl- mennur. Unniðhefur veriö aö þvi i sumar, aö fá samþykkt skipu- lagsyfirvalda og ákvöröun um þaö, hvar grafreiturinn skyldi vera. Hreppsnefndinni barst svo samþykki yfirvalda viku fyrir jól og siðustu daga hefur veriö undinn bráöur bugur að frágangi grafreitsins, sem sóknar- presturinn séra Tómas Guö- mundsson mun svo vigja I dag. Þá veröur einnig borinn til grafar litli drengurinn, sem fyrir skömmu fórst með svo sviplegum hætti af völdum rafmagns I sjón- varpsloftneti. „RÆÐ ENGAN ÞEIRRA í VINNU" — segir Sigmar í Sigtúni — ÞAÐ ER ekki rétt, sem þið segið i blaðinu i gær, aö ég ætli aö ráöa þá 5eða 10 þjóna, sem sagt var upp á Loftleiðum, til min, sagöi Sigmar veitinga- maöur i Sigtúni, er hann hringdi til okkar i gær, vegna fréttar, sem kom i blaöinu um þetta mál. — Ég hef ekki hugsað mér aö ráöa einn einasta þjón til min i nýja húsiö og alls ekki neinn af þessum gæðingum, sem stjórn Félags fram- leiöslumanna er að ota fram. baö eru margar ástæður fyrir þvi, og þar á meöal sú, að I verkfallinu fengu þessir heiöursmenn, sem þar ráða rikjum, lán hjá Alþýðubank- anum til aö skipta á milli félagsmanna. Þessu láni skiptu þeir á milli sin og sinna vina, en létu aðra ekkert vita af þessu, þar á meða) suma kvenþjónana. Þessi menn mega eiga sitt pukur fyrir mér. Ég hef ekkert viö þá að gera, hvorki til vinnu né annars. —klp— ,,Það á að gefa bókina út í Sovét" — segir Heinrich NTB—Hamborg — V-þýzki rit- höfundurinn og Nóbelsverðlauna- hafinn Heinrich Böll, sem er for- seti alþjóða Pen-klúbbsins, sagöi i gær, að sovézk yfirvöld ættu aö gefa bók Solsjenitsyns „Arkhipe- lag Gulag” út i Sovétrikjunum. Bækur Solsjenitsyns eru bannaðar i Sovétrikjunum, en ný- lega kom „Arkhipelag Gulag” út á rússnesku i Frakklandi og varö þegar metsala á henni. Bókin fjallar um aöstæður i sovézkum fangabúðum og hafa yfirvöld þegar gripiö til aðgerða gegn Sol- sjenitsyn vegna útkomu hennar. Heinrich Böll segir i viðtali viö þýzka blaöið Zeit, að allir, sem styðji Solsjenitsyn, bæði heima fyrir og erlendis, komist á svart- Böll an lista hjá sovézkum yfirvöld- um. — Ég spyr sjálfa mig og stjórn- endur og meðlimi sovézka rithöf- undasambandsins, hve lengi skuli halda áfram svona? Þaö er til leið til úrbóta og ég vil nefna hana, þótt það teljist kannski geðveiki — en það á aö gefa bókina út i Sovétrikjunum, sagði Böll. — bó að þessi uppástunga liti út eins og brjálæði, er það oft brjál- æði, sem getur leyst vandamál okkar. Sovétrikin, sem virðast vinna að minnkun spennu i heim- inum, hafa til lengdar ekki efni á þvi að eyða tima og vinnu i það sem einu sinni var, og vekur enn skelfingu manna, sagði Böll. A.M.H.F.I.H. í stærsta músík blaði heims! ATJAN MANNA HLJÖM- SVEIT Félags islenzkra hljómlistarmanna ( þetta er hið raunverulega nafn á hljómsveitinni!) virðist vera á góðri leið með að ávinna sér fastan sess i islenzku músik- lifi. Er þaö áreiðanlega von flestraaöhljómsveitinmuni ekki gefa upp öndina eftir skamman starfstima, eins og raunin varð með fyrirrennara hennar hér. Hljómsveitin er og þegar búin að fá nokkra kynningu erlendis, og má i þvi sambandi nefna heimsókn þeirra Vilmu Reading og John Hawkins hingað til lands og samstarf þeirra viö hljóm- sveitina. Sverrir Garöarsson Eins og kunnugt er þá er Sviþjóð ein mesta jazzþjóð veraldar. Hljómsveitir sem „ÁMHFtH” eru algengar i Sviþjóð. Að sögn Sverris Garðarssonar formanns FÍH hefur áhugi vaknað meöal Svia á þessari nýju hljóm- sveit, og nokkrir sænskir áhugamenn um þessi mál hafa fylgzt allnáið með henni. Einkum er þaö Lars Lysted, sem sjálfur leikur i svona hljómsveit i Sviþjóö. Var hann hér gestur FIH i sumar og fylgdist meö æfingum hljóm- sveitarinnar. Lysted er blaða- maður við „DOWN BEAT” stærsta músikblaö i heiminum (lesið i 80 þjóölöndum) og skrifar einnig fastar greinar i elzta jazz-timarit heimsins, hið sænska ORKESTER JOURNALE. Fá nótur og útsetningar víða að Er Lysted kom hér i sumar, var hann á leið á Big Band- festival (hátið eða hljómleika stórhljómsveita) i Bandarikj- unum. Að sögn Sverris keypti Lysted nótur fyrir „AMHFIH” úti i New York og hefur einnig sent hijómsveit- inni nótur frá Sviþjóð. Sagði Sverrir, að Lysted þessi hefði yfirleitt reynt að styrkja hljómsveitina á allan máta. I DOWN BEAT sagði Lysted frá þvi, að þarna væri á ferð- inni ung hljómsveit. En sökum mannfæðar væri erfitt að Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.