Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. janúar 1974
TÍMINN
11
Ösgood só
dýrasti..
- Derby vill borga 300 þús. pund
fyrir hann
DAVE McKay, framkvæmda-
stjóri Derby, kom til I.undúna
i gær, til að ræða við Peter Os-
good, miðherja Chelsea.
Derby er búið að bjóða
Chelsea upp á Roger Davies i
skiptum við Osgood, og þar að
auki að borga C'helsea 150 þús.
pund með Davies, sem jafn-
gildir þvi að Derby greiði 1100
þús. pund fyrir Osgood.
Ef af þessum skiptum
verður, þá munu tveir dýrustu
leikmenn Bretlandseyja leika
með Derby: Osgood (300 þús.
pund) og David Nish (225 þús.
pund). Roger Davies er miklu
yngri en Osgood, sem er 27 ára
gamall. Þvi vekur það nokkra
furðu, að Derby vill skipta á
leikmanni, sem á framtiðina
fyrir sér og fá i staðinn vand-
ræðagrip frá Lundunum.
En Osgood getur tekið sig á,
hann er einn snjallasti mið-
herjinn i ensku knattspyrn-
unni og það er ekki að efa, að
hann mun falla vel inn i
Derby-iiðið, þar sem hann
mun þá leika við hliðina á
Kevin Hektor og Archie
Gemmill.
REYKJAVtKURMEISTARAR ÞRÓTTAR.... I innanhússknatt-
spyrnu 3. flokks. Standandi frá vinstri: Sigurður K. Pálsson, Baldur
Hannesson, Arsæll Kristjánsson, Sverrir Einarsson og Helgi Þor-
valdsson, þjálfari. Fremri röð: Haukur Andrésson, Baldvin
Garðarsson, Þorvaldur 1. Þorvaldsson fyrirliði og Baldur Guð-
geirsson. (Timamynd Róbert)
Reykjavíkur
meistarar...
Meistaraflokkur:
1. Hjálmar Aðalsteinsson
2. Hjörtur Jóhannsson
3. Finnur Snorrason
4. Gunnar Jóhannsson
Unglingaflokkur:
1. Elias Guðmundsson
2. Sverrir Herbertsson
3. Árni Thorlacius
Hjálmar Aðalsteinsson bar
sigur úr býtum i fyrsta innan-
félagsmóti KR i borðtennis.
Hjálmar sigraði Keflvikinginn
Hjört Jóhannesson, sem lék
sem gestur i mótinu, i úrslit-
um. Elias Guðmundsson sigr-
aði i unglingaflokk. úrslitin
urðu þessi:
HJALMAR
SIGRAÐI
Geir skoraði
4 mörk gegn
sovézka lands-
liðinu...
Sovétmönnum með 5 marka
mun i landsleik fyrir nokkrum
dögum. Þá má og geta þess,
að i lið Göppingen vantaði einn
landsliðsmann.
STRAX og Geir Hall-
steinsson var kominn
til Göppingen eftir
jólaleyfið á íslandi,
lék hann mjög erfiðan
leik með liði sinu.
Mótherjinn var
sovézka landsliðið,
sem undanfarið hefur
verið i keppnisför i
Vestur-Þýzkalandi.
Leikurinn fór fram i
Göppingen og lauk með fjög-
urra marka sigri sovézka
landsliðsins, 22:18. Þótti þessi
frammistaða Göppingen góð,
þegar á það er litið, að vestur-
þýzka landsliðið tapaði fyrir
Geir átti góðan leik og sendi
knöttinn íjórum sinnum i
netið hjá sovézka markverð-
inum. Ilann lék inn á allan
leiktimann, og var að sjáll'-
sögðu örþreyttur að leik
loknum.
Sem kunnugt er. mun Geir
Hallsteinsson leika með
Islenzka landsliðinu i HM i
Austur-Þýzkalandi.
EGGERT TIL
FÆREYJA...
EGGERT JÓHANNES-
S0.\'...gerist þjálfari B 36.
EGGERT Jólianuesson, hinn
kunni kna ttspv rnuþjálfari,
hefur verið ráðinn þjálfari 1.
deildarliðs B 36 í Færeyjum.
Eggert heldur til Færeyja á
morgun og mun hann dveljast
þar við þjálfun, til septcmher-
loka. Ilann mun þjálfa alla
knattspyrnuflokka B 36, en
félagið er citt það stærsta I
Færeyjum. B 36 hefur ekki
gengið vel siðustu árin i 1.
deildarkcppninni, en nú er
félagið ákveðið i að gera
breytingar þar á.
Það er ekki að efa, að
Eggert ætti að geta náð góðum
árangri með B 36. Hann hefur
mikia reynslu sem knatt-
spyrnuþjálfari og hefur náð
mjög góðum árangri með þau
lið, sem hann hefur þjálfað
hér. Eggert þjálfaði um
margra ára skeið hjá Viking
og má segja, að hann sé
maðurinn á bak við 1. deildar-
lið Vikings i dag. Allir leik-
menn Vikingsliðsins, hófu feril
sinn sem knattspyrnumenn
undir har.dleiðslu Eggerts.
Iþróttasiða Timans óskar
Eggert góðrar ferðar.
Aðalfundur
BORDTENNISKLÚBBURINN
Örninn heldur aðulfund sinn i
Kristalsal Hótel Loftleiða sunnu-
daginn 13. janúar kl. 14.00. I lok
fundarins er skráning eldri félaga
til æfinga á vormisseri. Skráning
nýrra félaga verður þriðjudaginn
15. janúar kl. 18.00 i Laugardals-
höllinni.
Best búinn
að vera...
— kominn aftur í næturlífið
Landsleik-
ur í dag
ISLENZKA landsliöið i hand-
knattleik leikur tvo landsleiki
gegn Ungverjum um helgina.
Fyrri leikurinn fer fram i dag i
I.augardalshöllinni kl. 16.00 og
siðari leikurinn fer fram á morg-
un kl. 15.00.
„NÚ ER ALVARA A FERÐ-
U.M”....sagði Tommy Doc-
herty, framkvæmdastjóri
Manchester United, þegar
(íeorge Best, mætti ekki á
æfingu á fimmtudaginn. Allt
bendir til að Best fái ekki fleiri
tækifæri hjá United. Hann er
nú kominn i óregluna aftur og
mætir á æfingar þegar honum
sjálfum sýnist. A fimmtu-
dagskvöldið var hann staddur
i næturklúbh og þar reyndu
hlaðamenn að ná viötali við
hann. Best vildi þá ekkert
segja um málið.
ÍSLANDSMÓTID i blaki heldur
áfram á morgun, þá verða leiknir
tveir leikir á Laugarvatni. UMF
Biskupstungna mætir Brciðahliki
kl. 13.00 og strax á eftir leika
UMF Laugdæla gegn IIK.