Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. janúar 1974 TÍMINN 13 Stjórnarfrumvarp á Alþingi: Viðskiptamenntun framhaldsskólastigi Stjórnarfrumvarp á Alþingi um Félagsmóla- skóla alþýðu Nokkru fyrir þinghlé var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um viðskiptamenntun á fram- haldsskólastigi. t athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: ,,Meginstefna frumvarpsins er sú, að nemendur, sem lokið hafa grunnskólanámi, þ.e. núverandi 8 ára skyldunámi og einu skólaári til viðbótar, eða hlotið hliðstæða menntun, eigi þess kost að afla sér menntunar til undirbúnings undir störf í viðskiptalifinu og jafnframt að treysta almennan þekkingargrundvöll sinn. Frum- varpið kveður á um, að námsefn- ið skuli greinast i kjarna og kjör- svið. Eru tilgreindar sjö greinar, sem vera skuli i kjarna og þá kenndar öllum nemendum skól- anna, en þessar greinar eru: is- lenzka, stærðfræði, eitt Norður- landamál, enska, vélritun, bók- færsla og hagfræði. Þar til viðbót- ar geti menn valið sér náms- greinar, kjörsvið, eftir þvi sem námsbrautir og námslok gefa til- efni til. Námsefninu verður skipt i einingar, þannig að sem auðveld- ast verði fyrir nemendur að bæta við sig námi t.d. i öðrum skólum, þar eð gert er ráð fyrir, að námið verði þáttur i samræmdri mennt- un á framhaldsskólastigi og geti farið fram i fjölbrautaskólum, menntaskólum og framhalds- deildum grunnskóla og svo hins vegar i sérstökum verslunarskól- um eftir þvi sem sérhæfing náms- ins gerir kröfur um. Er miðað við, að slikir sérskólar verði stofnaðir eftir þvi sem þörf krefur og fé er veitt til og verði þeir rikisskólar og hinn fyrsti skóli, sem stofnaður verður þeirrar tegundar, risi á Akureyri. Eins og áður segir eru sjö námsgreinar tilfærðar sem námskjarni, er öllum nemendum á að vera sameiginlegt að læra, en siðan er gert ráð fyrir, að aðr- ar námsgreinar verði ákveðnar i námsskrá og þykir viðurhluta- mikið að binda i lögum fleiri námsgreinar en brýna nauðsyn ber til, svo að unnt sé án laga- breytinga að breyta námsefni skólanna eftir þvi sem kröfur timanna gera nauðsynlegt eða æskilegt. Viðskiptamenntun sú, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, miðast við að nemendur eigi völ á að búa sig undir almenn skrif- stofustörf, bókhaldsstörf, af- greiðslustörf og deildarstjóra- störf i verslunum og stjórnunar- störf. Ennfremur er gert ráð fyr- ir, að nemendur eigi þess kost að búa sig undir stúdentspróf og þá framhaldsnám i háskóla, hvort sem er i viðskiptafræðum eða öðrum greinum. Viðskiptanám á framhaldsskólastigi er ráðgert eins til fjögurra ára nám, þ.e. eins, tveggja eða þriggja ára al- mennt og sérhæft viðskiptanám og siðan eins árs viðbótarnám, sem veiti nemendum menntun til stúdentsprófs. Um stúdentspróf þetta er það að segja, að nefndin ætlast til þess, að það gildi eins og önnur stúdentspróf til inngöngu i Fyrstir á morgnana Háskóla Islands og aðrar menntastofnanir á háskólastigi, eftir þvi sem ákveðið er i lögum og reglugerð fyrir þær stofnanir, og auk þess á þetta viðbótarár að hafa að markmiði að gera nem- endur hlutgengari til starfa i við- skiptalifinu, þótt þeir fari ekki til frekara náms. Gert er ráð fyrir, að hluti af við- skiptanáminu á framhaldsskóla- stigi sé fólgið i starfsþjálfun og geti þeir skólar, sem annast við- skiptamenntunina, falið við- skiptafyrirtækjum tiltekna þætti þessarar þjálfunar, og er mjög æskilegt og nauðsynlegt, að um þetta takist gott samstarf milli skólanna og hinna ýmsu atvinnu- fyrirtækja. Með slikri tilhögun verður nemendunum ljósara en ella hvers hin ýmsu störf krefjast. Tekið er fram, að nemendur skuli fá skirteini og vitnisburð i lok hvers námsárs, þvi að þeir munu vafalaust halda mislangt á náms- brautinni og er þvi sjálfsagt fyrir þá, bæði vegna atvinnuleitar og hugsanlegs náms siðar, að hafa skirteini um hvaða námsáfanga þeir hafa lokið. Að þvi er varðar fjárhagshlið þessara mála, þá er tekið fram i frumvarpinu, að allur stofn-'og rekstrarkostnaður sérstakra skóla, sem rikið stofnar til þess að veita viðskiptamenntun á fram- haldsskólastigi, skuli greiddur úr rikissjóði, en kostnaður við aðra skóla, sem viðskiptamenntun veita, svo sem i formi náms- brautar i framhaldsdeildum grunnskóla, fjölbrautaskólum og menntaskólum, fer eftir þvi, sem ákveðið er um greiðslu kostnaðar á hverju skólastigi. Þannig ítiyndi til dæmis viðskiptanámsbraut i menntaskóla vera algerlega kost- uð af rikissjóði eins og mennta- skólarnir, en i fjölbrautaskólum yrði bæði um þátttöku rikis og hlutaðeigandi sveitarfélags eða sveitarfélaga að ræða. Þá eru sérstök ákvæði um Sam- vinnuskólann og Verslunarskóla Islands. Þessir skólar hafa, eins og kunnugt er, i áratugi annast svo til einir verslunarmenntun i landinu á framhaldsskólastigi,'én sumir gagnfræðaskólar hafa haft verslunardeildir eða einhverja þætti viðskiptanáms. I frum- varpinu er gert ráð fyrir, að Sam- vinnuskólinn og Verslunarskóli tslands, sem eiga að baki langan og þýðingarmikinn starfsferil, eigi rétt á að halda áfram að rækja fræðslustarfið sem þeir hafa annast, og fái bætta fjár- hagsaðstöðu til að auka það og sérhæfa eftir þvi sem aðstæður leyfa og þörf krefur. Er þetta fóígið i þvi, að rekstrarkostnaður skólanna verður samkvæmt frumvarpinu, greiddur að fullu úr rikissjóði, nema rekstrarkostnað- ur heimavistar. hann greiðist með styrk úr rikissjóði sem nem- ur 80% kostnaðar. Rikisframlag- ið, bæði til almenns rekstrar og heimavistar, skal að hámarki miðast við kostnað i rikisskólum á sama fræðslustigi. Af stofn- kostnaði þessara tveggja skóla, að því er varðar kennsluhúsnæði og heimavistir, byggðar eftir gildistöku laganna, greiðir rikis- sjóður 80%. Það er skilyrði, bæði fyrir greiðslu stofn- og rekstrarstyrkja til þessara skóla, að mennta- málaráðuneytið samþykki árlega áætlun um rekslrarkostnað og að fé sé veitt i fjárlögum fyrir stofn- kostnaði, enda liggi fyrir sam- þykki stjórnvalda fyrir nýjum byggingaframkvæmdum, og mið- ast framlög rikisins að sjálfsögðu við það, að skólarnir starfi i sam- ræmi við meginstefnu laganna og samkvæmt þeim reglugerðum, sem settar verða. Með þessum ákvæðum, ef að lögum verða, er stórbætt starfs- aðstaða Samvinnuskólans og Verslunarskóla Islands. Hefur starfsemi þessara skóla orðið til þess, aðeigi hefur verið jafnbrýnt fyrir rikisvaldið að skipuleggja viðskiptamenntun á vegum rikis- ins eins og verið hefði, ef þeirra hefði ekki notið við. Hefur rikis- sjóður þvi raunverulega sparað sér stórfé með þvi að veita verslunarskólunum styrk i fjár- lögum i stað þess að taka verslunarmenntunina i sama mæli á sina arma og aðra sér- menntun i landinu. Við fjölbreyttari atvinnu- og viðskiptahætti og aukin umsvif innanlands og i samskiptum við aðrar þjóðir ber brýna nauðsyn til að veita þeim fjölmenna hópi, sem fæst við jafnþýðingarmikil störf og verslun og viðskipti, greiðan aðgang að traustri menntun til þess að skapa sér sem mesta starfshæfni og til þess að þjóðfélagið fái sem bezta starfskrafta. Störfin á sviði inn- lendra og erlendra viðskipta verða æ umfangsmeiri og hinum auknu kröfum þarf aö mæta með aukinni þekkingu, starfsþjálfun og tækni.” Skömmu fyrir jól var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um stofnun Félagsmálaskóla alþýðu. t 1. grein frumvarpsins segir: ..Stofna skal skóla, sem nefnist Félagsmálaskóli alþýðu. Hlut- verk skólans er að mennta og þjálfa fólk úr alþýðusamtökum með það fyrir augum að efla sjálfstraust þess, þroska og hæfni til að vinna sameiginlega að bætt- um lifskjörum og frelsi alþýðu- stéttanna”. I athugasemdum við lagafrum- varpið segir: „Með frumvarpi þessu er lagt til, að stofnaður verði félags- málaskóli verkalýðshreyfingar- innar, þannig að aðgang að skóla- vist fái aðeins félagar i stéttar- félögum, og að stjórn skólans verði skipuð tveimur skóla- nefndarmönnum eftir sameigin- legri tilnefningu Menningar- og fræðslusambands alþýðu og Al- þýðusambands tslands og einum án tilnefningar, og verði sá for- maður skólanefndarinnar. Tilgangur lrumvarpsins er að veita starfandi og verðandi for- stöðumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar, áhugamönnum um störf hennar og hverjum félaga hennar, sem njóta vill, möguleika til haldgóðrar fræðslu 1 þeim greinum, sem tengdar eru starfi alþýðusamtakanna. Ahrif stéttarfélaga á þjóðarhag eru vissulega mjög mikil. Miklu A SÍOASTA ARI seldi Semcnts- verksmiðja rikisins 125.874 tonn af semcnti. Af þeirri uppliæð fór 2.:!»2 tonn til virkjanafram - kvæmda á Norður- og Austur- landi. Til húsbygginga og allra annara framkvæmda hafa þvi farið 13:1.572 tonn á árinu. A árinu 1972 nam salan alls 128.572 tonnum en af þeirri upp- hæð fóru 3.745 tonn til virkjana- framkvæmda og 7.524 tonn lil steypu i nýja Vesturlandsvegipn. Til húsbygginga og allra ann- arra framkvæmda fóru þvi 117.303 tonn árið 1972. A árinu máli skiptir þvi, að félagar þeirra eigi kost á sem beztri fræðslu um allt það, sein lýtur að starfi stéttarfélaganna, viðskiptum þeirra við hagsmunasamtök at- vinnurekenda og um sérhvert málefni, er varðar þjóðarhag. Samningsgerðir verkalýðs- félaga og atvinnurekenda um laun, kjör og vinnuskilyrði eru mjög vandasamt verkefni, sem krefst mikillar þekkingar jafnt á högum þeirra, sem þær snerta beint hverju sinni, sem á félags- málalöggjöf þjóðarinnar, svo sem vinnulöggjöf, löggjöf um öryggi á vinnustöðum á sjó og landi, trygginga- og skattalöggjöf, og á rekstri atvinnuveganna og þjóðarbúsins i heild. Ýtarleg fræðsla um þessi efni er nauðsyn- leg, ekki aðeins fyrir stéttarfélög- in, heldur og fyrir þjóðfélagið i heild. Lagt er til, að rikissjóður kosti stofnun og rekstur félagsmála- skólans að öllu leyti. Gert er ráð fyrir, að sérstökum manni verði falið eftirlit með bókhaldi skólans og fjárreyðum, sbr. 2. mgr. 8. gr. frumvarpsins. Aætlun um stofnkostnað og rekstrarkostnað skólans liggur ekki fyrir nú. Ef frumvarp þetta verður að lögum, mun félags- málaráðuneytið gera áætlun um kostnað vegna skólans og hlutast til um, að fé verði varið til lians i fjárlögum samkvæmt áætlun ráðuneytisins”. 1973, fóru, eins og áður segir, 133.572 tonn til þessara fram- kvæmda og er það um 14% aukn- ing frá fyrra ári. A árinu 1973 voru ílutt inn 32.859 tonn af erlendu sementsgjalli. Ar- ið 1972 voru flutt inn 12.207 tonn af sementsgjalli. A s.l. ári var enn- fremur flutt inn 1.600 tonn af sekkjuðu sementi til sölu innan- lands. Framleidd voru innanlands um 99.000 tonn af sementsgjalli á s.l. ári. A árinu 1972 var framleitt svipað magn, enda framleiðslu- getan nýtt að fullu bæði árin. /fcrseman vélsleðinn, 21 ha., tveggja strokka mótor. Lipur sleði með þrískiptu belti búnu stálspyrnum. Einkar vinsæll sleði á viðráðanlegu verði. Ö ÞORHF © Vélsleðinn, 30 hö.,af Imikill og duglegur ferðasleði með farangursgeymslu, breitt belti — mikið dráttarafl. Sjálfskipting með gíra afturábak jafnt sem áfram. Þetta er sleði þeirra vandlátu — meiri og vandaðri sleði, en áður hefur sézt hér á markaðnum. Amerísk framleiðsla. Þrátt fyrir stærð og glæsileik er verð ekki til f yrirstöðu f yrir þá sem eru að leita að góðu tæki til vetrarferða og f lutninga. Sementsframleiðslan d Akranesi: 135.874 LESTIR Á ÁRINU 1973

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.