Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.01.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. janúar 1974 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Sígild stefna Ef litið er til baka til áranna 1916-’30, þegar núverandi flokkaskipan var að mótast, verður mönnum áreiðanlega ljóst, að það er stefna Framsóknarflokksins, sem bezt hefur staðizt dóm reynslunnar, og er ekki siður i fullu gildi nú en þá. Þeir flokkar, sem nú virðast i mestri sókn i heiminum, byggja einkum á mörgum þeim sjónarmiðum, sem hafa verið leiðarljós Framsóknarflokksins frá upphafi, eins og byggðajafnvægi, dreifingu valds, samvinnu og jöfnuði, sem tryggi andlegt og efnalegt sjálf- stæði sem allra flestra einstaklinga. Framsóknarflokkurinn þarfnast þvi ekki neins nýs hugmyndakerfis. Meginstefna hans er stöðugt i fullu gildi, þótt framkvæmdaatriðum verði að breyta með tilliti til breyttra aðstæðna. Hið sama verður ekki sagt um stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Hún fólst upphaflega i sem allra mestu sjálfræði hinna svonefndu sterku einstaklinga. Rikið átti að skerða sem minnst athafnamöguleika þeirra. Einkaframtakið átti að leysa allan vanda, og samhjálpin og sam- starfið á vegum opinberra aðila eða félaga að vera sem minnst. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvað eftir annað orðið að hverfa að úrræðum félagshyggju og samneyzlu, þvi að hömlulaust einkaframtak leysir ekki hin sameiginlegu vandamál. Nákvæmlega hið sama er uppi á teningnum hjá Alþýðuflokknum. Hann trúði lengi vel á þjóðnýtinguna sem hina mestu sáluhjálp. Jafnaðarmenn hafa yfirleitt alls staðar hafnað henni, þar sem þeir hafa komizt til valda. Þeg- ar Kommúnistaflokkurinn kom til sögunnar, gekk hann enn lengra i þjóðnýtingarmálunum en Alþýðuflokkurinn. Hann hélt lika fram miklu róttækari aðgerðum á mörgum sviðum. Nú minnist arftaki hans, Alþýðubandalagið, sjaldan orðið á þjóðnýtingarstefnuna og er i flestum málum talsvert til hægri við Alþýðu- flokkinn, eins og hann upphaflega var. Stefnumörkun flokkanna um þessar mundir ber þess lika glögg merki, að það er stefna Framsóknarflokksins, sem hefur staðizt bezt. Allir aðrir flokkar en Framsóknarflokkurinn hafa færzt mjög verulega frá upphaflegri stefnu sinni, og gengið til við móts við sjónar- mið Framsóknarflokksins. Þess vegna heyrist nú oft sagt, að erfitt sé að finna mun á stefnu flokkanna. En þetta má samt ekki villa neinn. Innst inni fylgja flokkarnir meira og minna hinni upphaf- legu stefnu sinni, þótt þeir segi annað I orði. Þess vegna verður að taka slikum stefnuyfir- lýsingum með varúð. Þeim flokki, sem bezt hefur fylgt upprunalegri stefnu sinni, er örugg- ast að treysta, og það þvi fremur, sem hún er i fullu samræmi við þau sjónarmið, sem menn eru nú sem óðast að gera sér grein fyrir, að eru hin réttu. Þá reynslu hefur tæknibyltingin og þéttbýlisvöxturinn fært mannkyninu. Sá boðskapur sem Framsóknarflokkurinn hóf að flytja fyrir meira en hálfri öld, um byggðastefnu, samvinnu og jöfnuð, átti mikið erindi til þjóðarinnar þá. Hann á þó enn meira erindi til þjóðarinnar nú. Hann er i fyllsta sam- ræmi við kröfur og þarfir samtimans og fram- tiðarinnar. Þvi hefur efling Framsóknarflokksins aldrei verið mikilvægari. þ þ Forustugrein úr The Times: Ellin drequr ekki úr byltingaráhuganum Attræðisaldurinn bugar ekki Mao formann Mao formaöur LANGLIFI, sem Kinverjar telja hina dýrmætustu gjöf forsjónarinnar, hefur verið al- gengt hjá miklum stjórnmála- mönnum upp á siðkastið. Churchill, Adenauer og De Gaulle komust allir töluvert yfir áttrætt. Mao Tse-tung varð áttræður um daginn, rétt i þann mund, sem liðin voru tuttugu og fimm ár frá þvi að hann kom til Peking til þess að gera hana að aðsetri nýrrar rikisstjórnar i Kina. Þess sjást engin merki, að hinn langi valdaferill Maos sé senn á enda. Hann hefur tekið á móti a.m.k. eins mörgum tignum gestum á árinu 1973 og nokkru einu ári öðru, en öllum ber þeim saman um, að hann haldi óskertu andlegu atgervi, og verulega líkamlega hrörn- un sé heldur ekki að sjá á hon- um. BÆTA mætti nafni Francos hershöfðingja á skrá hinna langlifu rikisleiðtoga, enda á hann sammerkt Mao i þvi, að vald hans verður ekki fyrir neinni truflun af starfsháttum venjulegs lýðræðis. öllum þessum langlifu stjórnendum er það sameiginlegt, að þeir hafa tröllatrú á sinni eigin þjóðernisstefnu, og i þá trölla- trú hafa þeir haldið dauða- haldi, bæði á erfiðleikatimum og I endurreisn. Þetta hefur greinilega kom- ið fram hjá Mao Tse-tung, allt frá þvi i æsku. Skoðanir Maos sem einstaklings hafa einkum komið fram á leynilegum fundum æðstu manna flokks- ins og siazt þaðan út.Þvi meira, sem vitnast um skoðanir hans sjálfs, þvi öruggara virðist að fullyrða, að hann sé i innsta eðli sinu fyrst og fremst þjóðernissinni, sem tignar fortið Kinverja og trúir á glæsta framtið þeim til handa. 1 hans augum eru verðleikar Kinverja eðlisgrónir. Þeir eru gæddir nægilegum kostum og snilli, og hinn kinverski heim- ur er nægilega stór til þess, að þeir þurfa ekki að leita út fyrir landamæri Kina nema þá af eðlilegri forvitni byltingar- sinna. AÐ þessu leyti er Mao Tse- tung frábrugðinn hinum fjór- um öldnu leiðtogum i Evrópu. Þeir eru allir ihaldsmenn, hver með sinum hætti, og hafa fyrst og fremst haft hug á að varðveita samfélag sitt og reysta reglu þess, en ekki að gera á þvi róttækar breyting- ar. 1 þessu efni er Mao einn á báti. Hann er einnig sérstæður að þvi leyti, að hann er jafn ákafur byltingarsinni um átt- rætt og hann var þegar hann stóð á tvitugu. Mao var og er reiðubúinn og óðfús að hafa endaskipti á þjóðlifinu i menningarbylt- ingu til þess að koma i veg fyr- ir, að byltingarverðmætin má- ist eða spillist vegna valdsins. Hann er reiðubúinn að hætta umbótum og framförum byltingarinnar i sifelldri um- stokkun, og er eiðsvarinn fyigismaður endaveltu og sviptinga allt til endadægurs. ENN er alltof skammt um liðið til þess að unnt sé að meta til hlitar, hvaða endur- sköpun og umbótum Mao hef- ur í raun og veru fengið áork- að. Hann getur vissulega miklazt af þvi að hafa veitt hinni gifurlega f jölmennu þjóð sinni öryggi gegn skorti og styrjöldum. Hún hafði orðið fyrir þungum búsifjum af hvoru tveggja i sifellu, að minnsta kosti allt frá þvi að hann mundi eftir sér og fram að þvi, að hann kom til valda árið 1949. Mao Tse-tung hefur lagt á það höfuðáherzlu, að hann væri að byggja upp nýtt Kina, og slikum manni er ef til vill einna mikilvægast að huga að þvi, hvernig hann liti á hlut- verk sitt sem einræðisherra. Er hin forna hefð honum jafn mikilvæg og öðrum Kinverj- um, og hve miklu ráða lang- timasjónarmið um lifs- og stjórnarháttu hans? AUÐVITAÐ litur Mao for- maður ekki á sig sem nýjan keisara, og það kemur beinlin- is fram i starfsheitinu, sem hann hefir valið sér. Samt er iikingin við fortiðina afar aug- ljós og áberandi. Samkvæmt kenningum Konfúsiusar var keisarinn i senn hugsjón og siðferðileg fyrirmynd þjóðar- innar. Hann átti að varðveita veldi sitt með gáfum og snilli hins heimspekilega sinnaða stjórnmálamanns, með út- reikningum herfræðingsins, hugsjónum skáldsins og ástundun annarra hæfileika, sem voru sérlega mikils metn- ir i fari hins menntaða manns, — og þar bar listmálun og skrautritun hátt. Mao formaður er gæddur flestum þessum hæfileikum i rikum mæli i augum þjóðar sinnar. Benda mætti á marga aðra háttu, sem gefa til kynna óslitið framhald fyrri hefða meðal þjóðar, sem öldum saman hefur litið á það liðna sem hið öruggasta leiðarljós. Gegn þessu verður að visu að tefia mjög ákafri trú á fagnaðarboðskap Marxism- ans. Þar kann þó fyrst og fremst að vera um að ræða óhjákvæmilega nauðsyn þess, sem innleiðir erlendar kenn- ingar og lagar þær að þörfum Kinverja. Þungvægari er ákvörðunin um að breyta kin- versku samfélagi, og alveg sérstakiega að eyða þeim kenningum, sem almennt eru tengdar nafni Koniusiusar. UNDANGENGIÐ ár hefur verið háð áköf barátta i þessu efni um gervallt Kina, og eng- inn getur efazt um, að Mao formaður er potturinn og pannan i henni. Fornaldar- frægð Kina og framtiðardýrð þess renna saman i eitt i hug- skoti hans. Mótsagna gætir vitanlega bæði i manngerð hans og heimspeki, og hann hefur sjálfur lagt stund á að kanna þær. Naumast er annars að vænta en skrykkjóttrar og mótsagnakenndrar stefnu nýs Kinaveldis fyrsta aldarfjórð- ung þess. Á þessum tima hafa engu að siður gerzt alveg furðulegar breytingar, og ómögulegt sýnist að lita til tlmabilsins án þess að minn- ast þess um leið, að það er tlmabil Maos formanns. MAO hefir verið trúr byltingarhugsjón sinni og haldið fast við varðveizlu valds sins sem leiðtoga flokks- ins, en ellin hefur samt ekki dregið hið minnsta úr sumum hugstæðustu sérkennum hans. Hann er fljótur að viður- kenna skyssur, sem hann ger- ir, að minnsta kosti við sam- starfsmenn sina, hvað sem segja má um að viðurkenna þær fyrir fjöldanum, sem hann stjórnar. Hann er einnig fús að viðurkenna fávisi sina, einkum i hagfræði, og jafnvel ekki seinni til að snúa stefnu sinni beinlinis við en aðrir stjórnmálaleiðtogar, ef það hentar honum. Mao var að ræða við fornvin sinn Edgar Snow eitt sinn fyrir fimm árum. Þá likti hann sér við einmana munk með rifna regnhlif. Þessi samliking sóp- ar á svipstundu burtu bæði hé- gómagirnd og stórmennsku gamals stjórnmálamanns. Mao fer óneitanlega einförum á hinni óumbreytanlegu byltingarbraut sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.