Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 19. janúar 1974. ÆLíHIjte r SimH Bandarlkjamennirnir vift komuna til Kefiavikurflugvallar. Þeir voru hressir og kátir, þótt trúlega hafi einhverjum þeirra þótt kuldalegt um aft litast. Ljósm.: Heimir Stígsson BANDARÍKJAAAENN Á FERÐAAAÁLA NÁAASKEIÐ Á HÓTEL LOFTLEIÐUAA 40 STLDENTAR frá háskólum og menntaskólum i Bandarikjunum komu til landsins á föstudags- morgun, ásamt þremur prófessorum og fræðslufulltrúa alþjóðasambands hótelsölustjóra I New York, David C. Dorf. Stúdentarnir stunda allir nám i hótelrekstri og ferðamálum, og eru þeir hingað kdmnir að sækja námskeiö um ferftamál, sem viftkomandi menntastofnanir i Bandarikjunum og alþjóðasam- band hótelsölustjóra gengst fyrir að Hótel Loftleiðum dagana 18. til 22. janúar. Það er engin nýlunda fyrir bandariska háskólanema i þess- um greinum að sækja ferðamála- námskeið eins og þetta, þvi að þau eru haldin árlega og eru liður I námi þeirra. En þetta er i fyrsta sinn, að slikt námskeið er haldið utan Bandarikjanna, og er til- gangurinn aö kynnast af eigin raun skipan ferðamála á Islandi. Á námskeiðinu koma bandarisku stúdentarnir þannig til með að hlýða á mál ýmissa forráða- manna hér á landi á hinum ýmsu sviðum ferðamála og heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Meðal þeirra Islendinga, sem ávarpa stúdentana, verða Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri i samgöngumála- ráðuneytinu, Sigurður Magnús- son, forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins, Markús Orn Antonsson, formaður ferðama'lanefndar Reykjavikurborgar, ásamt full- trúum i söludeild Loftleiða og frá Hótel Loftleiðum. Að loknu nám- skeiði fá stúdentarnir skirteini, sem undirritað er af Brynjólfi Ingólfssyni ráðuneytisstjóra og Birgi tsleifi Gunnarssyni borgar- stjóra Reykjavikurborgar. Það er von þeirra fslendinga, sem aðstoðað hafa við skipu- lagningu námskeiðsins, að fleiri slikar námsmannaheimsóknir megi fylgja i kjölfar þessarar, enda liggur tsland vel við ferð- um þeirra, er eiga yfir Atlantsála að sækja til að kynnast skipan ferðamála á erlendri grund. (jj ÚTBOÐ JJJ Tilboð óskast um sölu á eftirfarandi efni fyrir Vatnsveitu Reykjavikur: 1. 80 m stálpipum 800 mm. 2. 200 m stálpípuin 1000 inm. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuft á sama stað, þriftjudaginn 7. febrúar 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Landhelgisgæzlan Vélstjóra vantar á varðskip nú þegar. Upplýsingar i sima 17650. FÉLAGS- FUNDUR ■ n== :::: :=== :::: t:H c:: VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVtKUR heldur félagsfund aft Hótel Esju sunnudaginn 20. janúar kl. 14. Fundarefni: KJARAM ALIN ÖFLUN VERKFALLSHEIMILDAR Verzlunarmannafélag Reykjavlkur. Verum virk í VR UNNIÐ AÐ FYRSTU LANG- TÍAAAÁÆTLUN FLUGLEIÐA Ýmsir þættir 5 ára áætlunarinnar fullunnir, aðrir eiga nokkuð í land. A.m.k. eina vél vantar í innanlandsflugið. í millilandaflugið koma til greina DC 8, 10, 727 og 747 NÚ ER nálega fullbúin 5 ára áætlun fyrir Flugleiðir h.f., en nefnd hefur unnið að gerð hennar á siðustu mánuðum. Það er ekkert nýtt, ef menn skyldu halda það, að islenzku flugfélögin geri slikar lang- tima áætlanir. Flugfélag ts- lands hefur t.d. gert allt frá 5 upp i 15 ára áætlanir. En þetta er fyrsta áætlun Flugfélagsins og Loftleiða eftir sameining- una i sumar. Áætlanir sem þessar hafa einkum verið gerðar I sambandi við flug- vélakaup. Slikar áætlanir gerði Flugfélagið m.a. i sam- bandi við Fokker Friendship flugvélakaupin forðum, og siðar i sambandi við kaup á Boeing 727 þotunum. Þessar áætlanir eru siðan alltaf i endurskoðun. Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugfélags tslands, sagði i viðtali við blaðið i gær, að áætlun Flugleiöa væri við- tækari en fyrri áætlanir og tæki til alls flugsins, bæöi millilandaflugs beggja félag- anna og innanlandsflugsins. I fyrsta lagi væri um að ræða spá um flutningaþörfina, og i þvi sambandi þörf á flug- vélakaupum. Annars sagði Sveinn, að þetta væri anzi flókiö og viöamikið mál, sem sjálfsagt yrði gert opinbert á sinum tima. Væri ekki hægt að segja um að svo stöddu, hvenær áætlunin lægi fyrir. Algjör skepnuskapur Sveinn sagði, að flugvél vantaði til viðbótar i innan- landsflugið, Fokker eða aðra gerð. og yrði tekin ákvörðun um það innan skamms. — Það er venjulega tekin ákvörðun um mál sem þessi einhvern tima um þetta leyti ársins, sagði Sveinn. Við spurðum Svein, hvort hann héldi, að flugfélög litu al- mennt björtum augum til næstu ára. — Ég hugsa, að það sé dálit- ið misjafnt. t áramótaboð- skapnum, sem forstjóri Al- þjóðasambands flugfélaga gaf út núna, gætir nokkurrar svartsýni. Fyrst og fremst kom hann þar inn á oliukrepp- una. Hann hefur i huga far- þegaflug um allan heim, og það sem einnig gerir hann svartsýnan, er að ekki skuli hafa tekizt að stöðva flugránin gersamlega, eins og Alþjóða- samband flugfélaga, Alþjóða- flugmálastofnun og fjölda margir aðrir aðilar háfa lagt alveg feiknalega áherzlu á og vinnu i að fá framgengt, sagði Sveinn. En þótt haldnar hafi verið alþjóðlegar ráðstefnur um þessi mál, hafa viss lönd ekki verið reiðubúin að fordæma flugránin og undirskrifa, að þau muni ekki veita flug- ræningjum hæli. A þvi hefur strandað, en þetta eru fyrst og fremst hin svokölluðu þróunarlönd, Arabalöndin o.fl. Og þessi lönd hafa haldið þvi fram, að þetta myndi koma niftur á hinum ýmsu frelsis- hreyfingum þar um slóðir. En náttúrulega er það algjör skepnuskapur, hvernig þetta hefur verið framkvæmt. Margar blikur á lofti — En eruð þið svartsýnir? — Ég held nú, að ekki sé ástæða til svartsýni, sagði Framhaid á bls. 10 JjJ ÚTBOÐ |jj Tilboö óskast um sölu á eftirtöldu efni fyrir Hitaveitu Reykjavikur: A. 1700 rúmm. steinullar einangrun fyrir pipur af ýmsum stærðum. B. 7.465 stk. lokar af ýmsum stærftum og geröum. C. I.:i63 stk. suftufittings af ýmsum stærftum og gerftum. Hér er um þrjú sjálfstæð útboð að ræða. Útboðsskilmálar eru afhentir i skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.