Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 2
TÍMINN Fimmtudagur 24. janúar 1974. Fimmtudagur 24. janúar 1974 Vatnsberinn (20. jan—18. febr.) Rómantikin gerir daginn spennandi hjá Vatns- berunum, yngri sem eldri. Það liggur ýmislegt i loftinu, og það skaðar ekkert að fylgjast vel með þvi og sjá til, hvort það verður ekki til þess að gera lif þitt ánægjulegra. Fiskarnir (19. febr.—20. marz) Það eru mestar likur til þess, að það, sem þú hefur verið að vonast eftir núna um nokkurt skeið, rætist i dag, og þú skalt ekki verða fyrir vonbrigðum, þó að það verði kannski ekki alveg nákvæmlega eins og þú hafðir hugsað þér. Hrúturinn (21. marz-j-19. apríl) Það er hætt við þvi, að það borgi sig að vera sér- staklega samvinnuþýður við starfsfélaga þina i dag. Þú veizt aldrei, hvenær þú þarft til þeirra að leita, og ekkert verra fyrir þig að vera búinn að liðka til fyrir þig. Nautið (20. april—20. mai) Með þvi að vera nógu ákveðinn og þolgóður hefurðu góða möguleika á að ná góðum árangri i máli, sem þú þekkir, og hefur lagt talsvert kapp á að koma fram, gengið dauflega. Mundu að þakka fyrir veitta aðstoð. Tviburar (21. mat--20. júni) Það er eitthvað, sem hefur valdið þér áhyggjum upp á siðkastið, en i dag kemst þú að raun um, að það er I rauninni miklu einfaldara en þú hélst. Dragðu þinar ályktanir af þessu, en vafasamt er, að rétti dagurinn til framkvæmda sé kom- inn. Krabbinn (21. júni—22. júli) Þetta er dagur hinna miklu möguleika fyrir þig. Láttu nú verða af þvi að gripa tækifærið, — og vertu óhræddur við að reyna nýjar leiðir. Þær munu verða þér farsælli en þig órar fyrir og til meiri ánægju. Af stað nú! Ljónið (23. júli—23. ágúst) Þú ættir að varast að vera svona hátiðlegur og merkilegur með þig. Það er alveg nauðsynlegt að geta hlegið, og það er einmitt það, sem þú ættir að temja þér. En það þarf lika að kunna að hlæja aðeins á réttum stöðum. Jómfrúin (23. ágúst— 22. sept.) Það er hætt við þvi að þú fáir óþægilegt bréf i dag, eða þá að það er á leiðinni til þin. Hvort það er i sambandi við bréfið, þá litur út fyrir, að ein- hverjir peningaerfiðleikar séu á döfinni hjá pér, og þú verður að leysa þá. Vogin (23. sept—22. okt.) Þú skalthalda fast á rétti þlnum i ákveðnu máli, og láttu það ekki á þig fá, þó að róðurinn sækist þungt, og vinir og ættingjar sýni þér ef til vill ekki þann skilning, sem þú bjóst við. Þú bætir aðstöðu þina mikið, ef þú bregzt ekki. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það er hætt við þvi, að einhver komi leiðinlega fram við þig I dag, en þú skalt ekki láta það á þig fá. Ef þú tekur þessu eins og maður, geturðu búizt við, að allt snúist þér i haginn, og verði þér til álitsauka og ánægju. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú skalt gera þér grein fyrir þvi, að þú hefur hækkað I áliti upp á siðkastið. Þeir, sem ekkert hafa tekið eftir þér, eru jafnvel farnir að fylgjast með þér af áhuga, og þetta kemur sér vel fyrir þig, þegar frá liður. Steingeitin (22. desH-19. jan.) Þú getur verið fullviss um það, að mótlætið, sem hrjáir þig núna, gengur yfir, og þú skalt vera viöbúinn þvi að þú fáir meira út tir ákveðnu máli, sem er þér afar hjartfólgið, heldur en þig óraði fyrir. Þessimynd var tekin á æfingu hjá Sinfónluhljómsveitinni Igærmorgun. Þaö er Karsten Andersen, sem heldur á tónsprotanum, en með honum á myndinni eru einsöngvararnir Taru Valjakka og Kim Borg. Tónaljóð frá Sinfóníunni ATTUNDU reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitarinnar verða haldnir i Háskólabiói næstkom- andi fimmtudag, 24. janúar kl. 20:30. A efnisskránni verða eftirtalin verk: Sinfóniskir dansar eftir Grieg, Don Juan, tónaflóð eftir R. Strauss, og Sinfónía nr. 14 eftir Sjostakovitsj. Hljómsveitarstjóri verður Karsten Andersen og einsöngvar- ar Taru Valjakka og Kim Borg. TARU VALJAKKA er finnsk óperusöngkona, sem stundaði nám við Sibeliusar akademiuna, þaðan sem hún útskrifaðist 1963. Sfðar stundaði hún nám hjá Erik Werba I Salzburg, Gerald Moore I Stokkhólmi og Conchita Badia I Santiago de Compostella. Hún hélt fyrstu opinberu tónleikana 1964 og var ráðin einsöngvari við finnsku óperuna 1969. Hún kenndi söng við Sibeliusarakademiuna 1966-'68. Hún hlaut önnur verð- laun í alþjóðlegri samkeppni söngvara I Brasiliu 1967 og hefur sungið á mörgum tónlistarhá- tiðum, I Stokkhólmi, Hamborg, Basel og Varsjá, og einnig á lista- hátíðinni I Reykjavík 1972. Taru Valjakka kom fram á tónleikum hjá Sinfónluhljómsveitinni i Mjólkurfrædingur Mjólkurfræðing sem þarf að annast verk- stjórn, vantar til starfa hjá mjólkursam- lagi Húnvetninga, Blönduosi. Umsóknarfrestur er til 5. febr. Allar nánari upplýsingar géfur mjólkurbús- stjóri i sima 95-4118. Mjólkursamlag Húnvetninga. rmnTE qieruiiar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangruná markaðnum idag. Auk þessfáíð þér frian álpapplr með. Hagkvaemasta einangrunarefnið I flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Muniö Johns-Manville i alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. Il__i__ i__i i i rrrTTmi i il______ JON LOFTSSON I Hringbrout 121 . Símí 10-600 Hraðfrystihús i Reykjavik og nágrenni óska eftir tilboði í flutning á loðnu og öðrum fiski á næstu vertið frá höfnum á Reykjanesi og Þorlákshöfn, sem miðist við tonn/km mið- að við hlassþunga. Um er að ræða mismunandi magn, allt að 300 tonn á dag. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er. Tilboð sendist Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna fyrir 1. febrúar n.k. febrúar 1973, þar sem hún söng einsöng i „Sköpuninni" eftir Haydn. KIM BORG fæddist I Helsinki árið 1919 og stundaði þar nám i efnafræði við Tækniháskólann, þaðan sem hann lauk prófi árið 1946 með ágætiseinkunn. A náms- árunum fékkst hann samt alla tíð við tónlist, sótti söngtima og lærði tónfræði. Nú er þessi fjölhæfi listamaður virt tónskáld og radd- setjari. Arið 1947 kom Kim Borg fyrst fram opinberlega á Norður- löndum sem söngvari, og hefur siðan helgað sig söngnum. Árið 1951 vakti hann fyrst verulega at- hygli með Ijóða- og ariutónleikum I Kaupmannahöfn og fyrsta óperuhlutverki sinu i Árósum. Hann hefur verið tengdur óperun- um I Kaupmannahöfn og Hel- sinki, auk þess sem hann hefur farið tónleikaferðir viða nm Evrópu og Bandarikin og sungið inn á margar hljómplötur. Kim Borg kom fram á tónleik- um með Sinfóniuhljómsveitinni I janúar 1963, og var einnig boðið að taka þátt I listahátiðinni 1972 með sérstökum tónleikum i Austurbæjarbiói. Með þessum tónleikum lýkur fyrra misseri starfsársins 1973/74 hjá Sinfóníuhljómsveit tslands. Fyrstu tónleikar á siðara misseri verða 7. febrúar, og er endurnýj- un áskriftarskirteina þegar hafin. Verðstaðreyndir! 650x16 negldur kr.4290.- 750x.6negldur kr.4990.. nýi TORFÆRU- HJÓLBARÐINN! SÖI-USTAÐIR: Hjólbaroaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi, simi 506Ó6. Skodabúðin, Kópavogi, simi I2(i0(>. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 22520. Varáhlutávérzlun Gíinnars (¦uiiiKirss.. Kgilsstiiðum, simi 1158.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.