Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 24. janúar 1974. TÍMINN 11 Einn af þeim siöustu útlendingum, sem fékk tækifæri til aö taka i höndina á forsetafrúnni var danskur lögfræöinemi. Verksmiðjur, skrifstofur, verzl- anir og skólar voru lokaðir. A sama tima fylltist landið af minjagripum um hina látnu. Það voru myndir, litlar styttur, lykla- kippur, plötur og frimerki. Bók hennar var gefin aftur út og hún seldist i þúsundum eintaka dag- lega. Allt sem hugsazt getur - göt- ur, torg, fljót, borgir, fjöll — allt var skýrt upp og látið heita höf- uöið á henni. Jafnvel stórborgin La Plata fékk nýtt heit, Ciudad Eva Peron, og páfinn Pius XII fékk margar tilvisanir um að upphefja hana i dýrlingatölu. Stjórnin gerði áætlun um að byggja veglegt minnismerki, sem átti að kosta hvorki meira né minna en 60 milljarða Isl. kr. Það átti að vera miklu veglegra en egypzku pýramidarnir, það átti að verða áttunda furðuverk ver- aldar. Að utan átti minnismerkið að verá prýtt sextán mismunandi styttum af Evu. Hin stærsta átti að vera yfir 60 m að hæð, og tróna á sökkli, sem væri 150 m hár. Þar með mundi minnismerkið vera helmingi hærra en frelsisstyttan I New York. Jafnframt þvi kallaði forsetinn á sinn fund sérfræðing, til að sjá um ódauðleika konu sinnar. Hann kvaddi til dr. Pedro Ara til að sjá um smurninguna. Hinn spánski dr. Ara hafði kynnt sér nákvæm- lega þá aðferð, sem notuð var til að vernda jarðneskar leifar Len- ins. Hann var sannfærður um að hann gæti gert eitthvað svipað fyrir Evu. Hann móttók 880.000 isl. kr. fyr- ir verkið, sem hann vann að i eitt ár. Hann skipti fyrst á blóði og alkahóli I hinni látnu og sprautaði siðan upphituð glyseróli i æðarn- ar. Þegar það storknaði varði það æðarnar og innri líffæri. Þvi næst var Hkið sett I mörg böð sér- staklega útbúin, sem áttu að verja húðina fyrir rotnun. Varir hinnar látnu voru dimmrauðar og hár hennar þykkt og ljóst., hún leit alveg eins út og húnn hafði gert i lifanda lifi. 1 september árið 1955 var Juan Evita Peron var mjög hliðholl verkalýðnum. Hér les hún boðskap til argentískrar alþýðu. Peron steypt af stóli og hann varð að flýja til Paraguay. Meðal þeirra hluta, sem hann varð að skilja eftir, var lik konu sinnar. Hinir nýju valdhafar gerðu sér grein fyrir þvi, að Eva Peron gat verið pólitiskt sprengjuvopn, og þess vegna urðu þeir að hafa tima . til að hugsa sig um. í nóvember sama ár tók herinn völdin undir forsæti Pedro Aram- buru hershöfðingja, og skömmu eftir það var liki Evu Peron rænt. Ræninginn var Moore Koeng of- ursti, einn af svörnustu óvinum Perons, sem hafðii eigin persónu eyöilagt eins mörg likneski af Evu og hann komst yfir. Sem lið i hefnd sinni gagnvart Peron, lýsti Koenig því nu yfir, að hann ætlaði að veita Evu „kristilega greftr- un" eins og sæmd hverjum látn- um manni. Hin látna kona var nú látin i ó- dýra kistu og komið fyrir hja Antonio Arandia majór. Kistan var flutt til hans á herflutninga- vagni, sem fyrstu nóttina var staðsettur á götuhorni I Buenos Aires. Siðan var kistan falin i vörugeymsluhúsi og fjórum eða fimm öðrum stöðum viðs vegar um borgina, þar til likið var flutt á einkaheimili Arandias majórs. I millitiðinni hafð fréttin um likránið siast ut, og þilsundir tryggra Hvitu-aðdáenda leituðu um alla borgina að hinu horfna liki. Arandia majór svaf með hlaðna byssu undir koddanum áþessu timabili. Einu sinni snemma morguns vaknaði hann við havaða fyrir ut- an svefnherbergið hjá sér. Hann gat greint útlinur einhverrar mannveru og án þess að hika hleypti hann af skoti. Þvi miður var það konan hans sem hann skaut á, hún var á leiðinni á sal- ernið. Hún lézt samstundis. Með mikillileynd lét Ariandia nú flytja þennan örlagarika tré- kassa i eina af vörugeymslum hersins, þar sem hann var geymdur ásamt öðrum kóssum, sem innhéldu útvarpstækjaút- búnað. Samt sem áður komust leynilegir útsendarar Aramburus forseta að þvi hvar likið var geymt, og forsetinn fyrirskipaði að likið skyldi grafið samstundis. En það kom aldrei til, þvi að likið hvarf aftur. Manna á meðal gekk sá orðrómur, að likið hafi verið brennt, eða þá að þvi hafi verið hent i La-Plata fljótið. Stuðningsmenn hennar leituðu hennar unl allt — en þeir gátu ekki vitað að hún var nú á leið til Evrópu i vöruflutningskassa. Á ferðalagi hinnar látnu var komið við i Brussel og siðar i Bonn. I Vestur-Þýzkalandi var forseta- frúin i nokkra mánuði. Hún var geymd þar ásamt húsgögnum og fleiru, sem tilheyrði sendiráði Argentinu. Á mjög dularfullan hátt var lik Evitu flutt til Vatikansins, þar sem hún var lögð til hvilu i eina mótmælendakirkjugarðinum i Róm. Þetta var öruggasta leiðin, til að geyma likið, meðan beðið var eftir nánari fyrirskipun. En vinstrisinnað dagblað i Róm fékk ávæning af þvi að Eva væri grafin i Róm, og Vatikanið lét grafa hana upp og flytja hana til Milanó. Nunna að nafni Giusepp- ina Airoldis fylgdi kistunni til Milano. Henni var sagt að i kist- unni hvildi itölsk ekkja Maria Maggi, sem hafði verið búsett i Argentinu, en hafði beðið um að fá hinztu hvild i fæðingarborg sinni Milanó... Systir Giuseppina sá um greftr- unina, og Evita var jarðsett i Musocco-kirkjugarðinum i Mil- anó. Þar hvíldi hún næstu 14 árin. 1 april árið 1971 ákvað hin nýja rikisstjórn Argentinu að fá Evu Peron aftur senda heim. En eng- inn vissi hvar hún var. Ekki einu sinni Juan Peron, sem nú var i út- legð I Madrid. Nú var hafin um- fangsmikil leit að hinni látnu Evitu. En leitin bar engan árang: ur — lik Evitu var horfið. Það er ekki vitað með vissu, hversu mikið Vatikanið vissi um þetta mál, en dag nokkurn náðu útsendarar Argentisku stjórnar- innar sambandi við ónafngreind- an prest, sem gat sagt þeim frá þvi hvar Eva Peron var grafin. í jUli árið 1971 snéri maður, að nafni Carlos Maggi, sér til útfar- arskrifstofunnar i Milanó og kynnti sig sem bróður Mariu Maggi. Hann hafði skriflega heimild um að fá afhentar jarð- neskar leifar systur sinnar. Hin rotnaða svarta likkista var grafin upp, og útfararstjóri staðarins ók henni til frönsku landamæranna. Þarna var augljóslega um að ræða samstarf milli franskra og spánskra yfirvalda — auk þess sem Vatikanið sveif yfir vötnun- um — þvi að flutningar likkist- unnar gekk fljótt og örugglega fyrir sig. Við spönsku landamær- in fékk líkkistubillinn fylgd, tveir öryggisverðir fylgdu bilnum það sem eftir var leiðarinnar til Madrid. Þar beið Juan Peron, ásamt sendiherra Argentinu á Spáni og dr. Pedro Ara. Likið var flutt i kjallaraher- bergi og þar hóf dr. Ara nákvæma rannsókn á þvi. Hann gat ánægð- ur fullyrt, að vinna sin hefðí heppnast mjög vel, þrátt fyrir ásigkomulag liksins, en annar fótur þess var brotinn og það hafði fengið fimm hnifsstungur i brjóstið, auk þess sem nef þess var brotið. En annars var hör- undslitur og allt yfirbragð Evu eins og hún svæfi djúpum svefni. Dr. Ara getur verið ánægður með verk sitt, en hann lifir á eftir- launum sinum i Madrid. Frú Per- on hefur horfið aftur, en i þetta skiptið er það augljósíega sjálfur Juan Peron, sem stendur á bak við hvarfið. Hið viðreista lik er á- litið falið á einhverjum stað á Madrid. Og þar mun Eva Peron hvila, þar til að hún getur snúið aftur til Argentinu. (Þýtt— kr—) italskur myndhöggvari gerði risastóra marmarastyttiraf Evu Peron. Hún var siðan send til Buenos Aries, þar sem henni var komið fyrir fyr- ir framan félagsmálaráðuneytið. ^I^^^^^P^^^^^^^^^S^^^^^^K

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.