Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. janúar 1974. TÍMINN Indrioi G. Þorsteinsson: AAá ekki virkja í vestur? Oðru hverju eiga sér staö for- vitnilegar umræður um raforku- mál tslendinga og kannski helzt nú, þegar orkuskortur herjar annars staðar. Nokkurt hnoð hefur verið um þessi mál á undanförnum árum, einkum vegna þess, að svo er komið i vegagerð og rafvirkjun, að ekki er hægt að fara átölulaust yfir lönd manna, vikja burtu eignar- rétti og hlunnindum á þeim for- sendum, að framvindan sé ein- ungis fólgin i vegi og rafmagni, og þess vegna verði þetta tvennt að hafa forgang umfram aðrar nytjar. Fyrir stuttu komu nokkrir raf- heilar saman i útvarpi, og þótt maður heyrði aðeins óminn af þeim viðræðum, þá mátti ljóst greina, að enn sátu sérfræðingar þessara mála að gömlum hug myndum og úrlausnum og töluðu enn eins og rafvirkjarnir hlytu að hafa allan forgang. Það hefur þvi ekkert lærzt. Undarlegt er, hve ágæt stefna núverandi rikisstjórnar i raforku- málum virðist eiga litlum skiln- ingi að mæta, og er þá átt við þá stefnu, að samtengja landið allt i þjóðvegi orkunnar — fækka konungsrfkjum og freista þess að leggja grunninn að þeim mögu- leika að virkja megi vatnsföll fjærri aðalneyzlusvæðum, ef svo býður við að horfa að leita jafnan að sem mestri hagkvæmni. Lengi hafa menn austan öxna- dalsheiðar litið svo á, að það raf- magn eittværigott, sem kæmi frá Þingeyingum eða úr Laxá við Brúar. Eru annálsverð þau and- mæli sem fasthyggjumenn höfðu uppi, þegar lina var lögð yfir öxnadalsheiði til Skagafjarðar, Indriði G. Þorsteinsson. Var eins og þessi opnun til vesturs heyrði undir pólitisk hneyksli, og jafnvel stjórnarslit. Nú hefur lengi verið ljóst, að virkjun Jökulsár eystri, i Austur- dal i Skagafirði, er með þvi allra hagkvæmasta, sem vitað er um. Samt tala menn enn um að virkja beri þær fáu bergvatnsár, sem geta gefið af sér dýrmæt hlunn- indi með öðru móti. Með sanni má segja, að Jökulsá eystri sé alveg eins við bæjarvegg Akureyringa og Laxá i S.-Þing. En það er eins og hugsun manna i þessum efnum sé á einhverju járnbrautarspori, og henni verði ekki vikið af stefnu. Það er kannski þýðingarlaust, að benda mönnum á jafn aug- ljósa staðreynd og virkjunar- möguleika i Jökulsá eystri, þegar svo er I pottinn búið, að menn vilja heldur halda sig við nöldrið árum saman en sinna hagkvæmum úrbótum i rafmagnsmálum á svæði, sem býr við takmarkaða framfara- möguleika, vegna orkuskorts. Þó kemur vonandi að þvi, að hinir visari menn á þessu svæði lands- ins sjái fram á það, að þó að mikil orka fari i að rffast um gerðan hlut, þá er ekki vitað að slfk orka leysi neinn vanda. Sé það hins vegar svo, að af metnaðar- ástæðum megi ekki virkja vestan öxnadalsheiðar fyrir markaðs- svæði austan hennar, þá liggur i augum uppi að lausn orku- vandans á þessu svæði verður að biða eftír nýjum kynslóðum. Jökulsá eystri er kjörinn virkjunarstaður. Þar geta risið upp virkjanir án þess að nokkrum manni verði iþyngt með missi lands, eða öðrum hlunnindum þurfi aðfórna. Þetta eru svo aug- ljósar staðreyndir, að ekki þarf um að deila, en það er kannski þessvegna að menn vilja heldur horfa til annarra og erfiðari virkjana. Fasteignaskattar í Hafnarfirði Skrá yfir fasteignaskatta i Hafnarfirði iiggur frammi til sýnis á bæjarskrifstof- unni, Strandgötú 6, Hafnarfirði. Kærur út af skattaálagningunni skulu sendar undirrituðum eigi siðar en 4. marz n.k. Hafnarfirði 24. janúar 1974. Bæjarstjóri. VARIÐ LAND MUNIÐ undirskrifta- söfnunina til að mót- mæla uppsögn varnar- samningsins og brott- vísun varnarliðsins. SKRIFSTOFUR: Reykjavik: Miðbær við Háaleitisbraut, simi 3-60-31, pósthólf 97. Kópavogur: Alfhólsvegur 6, simi 40-588. Garðahreppur: Bókaverzl- unin Grima simi 4-27-20. Hafnarfjörður: Strandgata 11, simi 5-18-88. Akureyri: Brekkugata 4, simar 2-23-17 og 1-14-25. Vínsamlega skilið list- um sem fyrst. InnlánsviðskipÉi leið <il lánsviðskipta BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Trésmíðavél óskast Óska eftir notaðri trésmiðavél (afréttari, þykktarhefill, sög). Upplýsingar i sima 93-6314, Ólafsvik, eftir kl. 19.00. BÆNDUR Gefið búfé yðar EWOMIN F vítamín- sreinefna- blöndu '¦'¦ í Í.NI tVr;. í. * ;¦ i ¦ Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda i Reykjavik 1974 og verða gjaldseðlar sendir út næstu dagá. Gjalddagar fasteignaskatta eru 15. janúar og 15. mai, en annarra gjalda samkv. fasteignagjaldaseðli 15. janúar. Gjöldin eru innheimt i Gjaldheimtunni i Reykjavik, en. fasteignagjaldadeild Reykjavikur, Skúlatúni 2, II. hæð, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna. Athylgi er vakin á þvi, að Framtalsnefnd Reykjavikur mun tilkynna elli- og örorkulifeyrisþeguuum, sem fá lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatta skv. heimild i 3. mgr. 5. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitar- félaga, en jafnframt geta lifeyrisþegar sent umsóknir til borgarráðs. Borgarstjórinn i Reykjavik 23. janúar 1974. ^^^^^M^^^d^^y i l I SFSr £í f>.' • i-v tatra Dríf á öllum hjólum. Mismunadrifsás á öllum öxlum. Mismunadrif milli afturöxla. Hvert hjól með sjálfstæöa fjöörun. %0t .*«*. •~ Vél 212 (Din) hestöfl. Buröarþol 15 tonn. .Stálpallur, hlióar- og endasturtur. n/16 slrigalaga nylon hjólbarðar. Tiltíúinn til notkunar um kr. 2.700.000.00 Möguleikar á afgreiðslu í febrúar-april EF PANTAÐ ER STRAX. TEKKNESKA | BIFREIOAUMBODIO Á ÍSLANDI H.F. t AUÐBREKKU 44-4« SlMI 42600 ! KÓPAVOGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.