Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 24. janúar 1974. mál og skáldskap. Þeir Eiríkur voru óaðskiljanlegir. Þeir voru næsta ólíkir, rifust iðulega, en gátu alls ekki með nokkru móti hvor án annars verið. Þetta er nú einu sinni svo með duttlunga náttúrunnar að tengja helzt það saman, sem er ólíkast. Svo var með þá félaga. Jafnvel lestir þeirra voru ólíkir, því að Eiríkur var allur upp á kvenhöndina, en Jónas hallaðist að ölföngunum. Þegar Briem yf irverkfræðingur kom niður til að líta eftir, voru þeir Eiríkur og Jónas einmitt að leggja síðustu hönd á verk sitt. Hann var rétt kominn f ramhjá þeim, þegar heyrðist gjalla í skipssímanum, og dregið var úr hraðanum. Mennirnir tveir gengu að öðrum opna hleranum á stjórnborða og litu inn til strandar. — Já þetta er staðurinn, sagði Jónas. Ég var hérna fyrir sjö árum, þegar við lögðum strenginn. Þarna gengur hann upp á land. Þarna liggja þorp inn á milli hæðanna, og þarna er þorpalveg niðri við ströndina, þar sem karlmenn vinna öll kvennastörfin, en konurnar ganga að öllum störfum karlmanna. Hann laut áfram og spýtti í hafið. — Hvað áttu við með þessu? — Bara það, sem ég sagði, svaraði Jónas. Einn félaga þeirra kom til þeirra til þess að sjá út, þar sem ekkert var að gera þessa stundina, meðan verið var að þreifa fyrir sér. — AAennirnir eru heima við og gæta barnanna, elda matinn og þvo, en konurnar sjá um veiðarnar, og þó sér- staklega skelfisksköfunina. Þetta eru fegurstu og kraftalegustu konur, sem ég hef séð. Já, ég segi það alveg eins og er, að þegar karlarnir haga sér ekki almennilega, þá taka þær í lurginn á þeim. — Þú lýgur nú ekki svona nokkkru í sveitamanninn, sagði hinn símamaðurinn. — Það fauk í Jónas. — Ég er allsekki að Ijúga! Hverjum dytti í hug að fara að búa svona sögu til? En þú hef ur svo sem ekki meira í kollinum en flatfiskurinn. Ég hef séð þær, og ég segi alveg eins og er, að þær eru ekki líkar neinu því kvenfólki, sem ég hef séð. — Þú segir, að þær líti þokkalega út? sagði Eiríkur, sem alltaf var móttækilegur fyrir slíku. — Já, það gera þær svo sannarlega. — Ég er farinn í land, sagði Eíríkur. — Ef þú gerir það, gættu þess þá, að þær hristi þig ekki til, sagði hinn maðurinn. — Ég skal hrista þá fyrstu, sem ég hitti. Eigum við að veðja um, að ég geri það? — Já, ég hef ekkert á móti því að veðja við þig, sagði hinn maðurinn, sem hét Helgi Olsen og var f rá Akureyri. Eigum við ekki að veðja einu tóbakspundi og nýjum stígvélum, af beztu tegund, sem fæst í Edinborgar- verzlununum í Reykjavík? — Gott og vel, sagði Eiríkur. Það hnussaði í Jónasi. AAyndarlegt andlit Eiríks og vaxtarlag, svo og hylli sú, sem hann naut hjá kvenfólkinu, var honum sífelldur þyrnir í auga. — Þú hefur ekki nokkra möguleika, sagði hann. — Hvers vegna ekki? — Það er ekkert um það að ræða að komast í land f yrr en í Nagasaki. — Nú hver veit, svaraði Eiríkur, og í sama mund og hann sagði þetta, hætti suðið í dýptarmælinum, og dýptin var tilkynnt upp í brúna: — Sjö hundruð faðmar. Harður klapparbotn. Briem yf irverkfræðingur, sem nú stóðframmi á, lyfti hægri hendinni um leið og honum var tilkynnt um lóðunina. Frá þessu andartaki og þangað til búið var að lagfæra strenginn, var hann raunverulegur yfirmaður skipsins. — Hérna setjum við úr merkibauju! hrópaði hann upp í brúna. Eiríkur! — Eiríkur kom hlaupandi. Hann hafði yfirumsjónina með baujunum, og hann var blátt áfram snillingur í þeirri leyndardómsfullu list að leggja baujur á miklu dýpi. Það er hægðarleikur að koma fyrir baujumí höfnum og á grynnuÞá er baujan bara fest við akkeri með keðju, en slíkt er ekki hægt að nota á sjö hundruð f aðma dýpi. Til þess er járnkeðjan of þung, og þá verður að nota . reipi, en við það eru talsverðir erf iðleikar, því að bauja á miklu dýpi er alltaf á sífelldri hreyfingu og snúningi, hoppar og skoppar, og reipinu hættir til að slitna. Þar að auki hefur hver bauja sín séreinkenni. Bauja númer 4 á „Girling forseta" var blátt áfram ólm í að slíta sig lausa, hvernig svo sem hún var njörvuð niður. Eiríkur bölvaði sér upp á, að hún hefði tennur til að naga spottann ísundur. Bauja númeró lagðistalltaf á hliðina í sjógangi, svo að luktin skolaðist af henni. Bauja númer 1 var of djúpsigld, og bauja númer 5 hafði orðið manni að bana, er hún var innbyrt í eitt skiptið. Það fyrsta, sem Briem vildi nú láta taka til bragðs, eftir að staðurinn, þar sem strengurinn lá, var f undinn, var að setja tvær baujur út, sína á hvort borð, eftir strengnum til þess að hafa stefnuna til að fara eftir, meðan reynt væri að ná strengnum upp. Undir stjórn Éiríks komu símamennirnir veifunni fyrir í hylkinu á 5. bauju og sveifluðu henni út fyrir, ásamt drékanum og sjö hundruð metra löngu tógi. Hún skall með skvampi i sjóinn, skoppaði í burtu f rá skipinu "Takk.það ^l i ég eflaustTi Fimmtudagur 24. janúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knútur R. Magmisson les framhald sögunnar „Villtur vegar" eftir Odd- mund Ljone (17). Morgun- leikfimikl. 9.20. Tilkynning- ar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Léttlögámilliliða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Hjálm- ar Vilhjálmsson fiskifræð- ing. Morgunpopp kl. 10.40: Paul McCartney flytur. Hljómplötusafnið kl. 11.00: (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Fjár- svikararnir" eftir Valentln Katajeff Ragnar Jóhannes- son cand. mag. les (14). 15.00 Miðdegistónleikar: Sinfóniuhljómsveitin i Bost- on leikur Serenötu fyrir strengjasveit eftir Tsjai- kovský, Charles Munch stj. Arthur •- Grumiaux og Lamoureux-hljómsveitin leika Fiðlukonsert nr. 3 i h- mollop. 61 eftir Saint-Saens, Jean Fournet stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 16.45 Barnatimi: Gunnar Valdimarsson stjórnar a. „Ég er þorri, þrekið tröll" Rabbað um þorrann, flutt þorrakvæði eftir Svein Jónsson i Fagradal, tvær telpur flytja sjálfvalin ljóð og Guðrún Guðjónsdóttir les sögu slna „Spariskó". b. Kafli úr bókinni „Keli" eftir Booth Tarkington i þýðingu Böðvars frá Hnifsdal. Þor- steinn V. Gunnarsson les. c. „Búkolla" Gunnar segir síðari hluta sögunnar. 17.30 Framburðarkennsla I ensku 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur. 19.10 Bókaspjall' Umsjón: Sigurður A. Magnússon. 19.30 1 skimunni Myndlistar- þáttur i umsjá Gylfa Gisla- sonar. 19.50 „Furutré Rómaborgar", hljómsveitarverk eftir Re- spighi NBC-sinfóniuhljóm- sveitin leikur, Arturo Toscanini stj. 20.10 Leikrit: „Mýs og menn" eftir John Steinbeck Þýð- andi: Ólafur Jóhann Sigurðsson. (Aður útv. i marz 1962) Leikstjóri: Lárus Pálsson. Aðstoðar- leikstjóri: Jón Múli Arna- son. Persónur og leikendur: Georg: Lárus Pálsson. Lenni: Þorsteinn ö. Stephensen. Candy: Stein- dór Hjörleifsson. Curley: Guðmundur Pálsson. Kona Curleys: Kristbjörg Kjeld. Slim: Gisli Halldórsson. • Crooks: Arni Tryggvason. Bústjóri: Róbert Arnfinns- son. Whit: Rúrik Haralds- son. Karlsson: Valdemar Helgason 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: Minningar Guðrúnar Borgfjörð Jón Aðils leikari lýkur lestri bókarinnar (24). 22.35 Manstu eftir þessu?Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara 23.20 Fréttir i stuttu Dagskrárlok. máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.