Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. janúar 1974. TÍMINN 7 Ullin hækkaði um 50% síðastliðið ár FB—Reykjavik. Ullarverð hefur hækkað mjög mikið undanfarið. Heildarhækkun siðasta árs varð 50% samkvæmt upplýsingum, sem Harry Frekeriksen, framkvæmdastjóri iðnaðardeild- ar SÍS gaf blaðinu. Fyrsta hækk- unin varð 15% 1. janúar 1973, sið- an kom aftur 15% hækkun 1. júni i fyrra, og að lokum 20% hækkun 1. desember sl. Nú kostar kilóið af plötulopanum hjá Gefjunni i Reykjavik 610 krónur, en um ára- mótin kom hækkun á lopann hjá Álafossi.og kostar plötukilóið þar 760 krónur. Ullarverð á heimsmarkaði hef- ur farið stöðugt hækkandi undan- farin ár. Japanir keyptu mjög mikla ull, og varð það til þess að ullarverð hækkaði. Þeir fram- leiða sjálfir mikið af gerviefnum, og má imynda sér, að ef til vill hafi það verið orsök þess að þeir keyptu ullina, til þess að fá siðan sjálfir hærra verð fyrir fram- leiðslu sina. Nú hefur hins vegar komið nýtt upp á tengininn, þar sem er skortur á hráefnum til gerviefnaframleiðslunnar, eftir að oliuskorturinn fór að segja til sin, i heiminum. Verð á fiski til mjölvinnslu 'í$miiœJVRs&Sm fÆsji' Hér sést hluti söngfólks Sunnukórsins ásamt stjórnanda, Ragnari H. Ragnar (f dökkum fötum á miðri mynd) í Noregi siðastliðið sumar. YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á fisk- beinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu frá 1. janúar til 31. mai 1974: a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiskimjöls- verksmiðja: Fiskbein og heill fiskur, annar en sild, loðna, karfi og steinbitur, hvertkg kr. 6.35 Karfabein og heill karfi, hvertkg kr. 7.20 Steinbitsbein og heill steinbitur, hvertkg kr. 4.13 Fiskslóg, hvert kg kr. 2.86 b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiski- mjölsverksmiðja: Fiskur, annar en sild, loðna, karfi og steinbitur hvertkg kr. 5.77 Karfi, hvertkg kr. 6.55 Steinbitur, hvert kg kr. 3.75 Verðið er miðað við, að selj- endur skili framangreindu hráefni i verksmiðjuþró. Karfabeinum skal haldið aðskildum. Heimilt er fulltrúum i Verð- lagsráði að segja verðinu upp miðað við 1. april með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið með at- kvæðum oddamanns og fulltrúa kaupenda i yfirnefnd gegn at- kvæðum fulltrúa seljenda. I yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Daviðsson, sem var oddamaður, Guðmundur Kr. Jónsson og Gunnar Ólafsson af hálfu kaup- enda og Eyjólfur Martinsson og Ingimar Einarsson af hálfu selj- enda. Einnig i Danmörku er andrúmsioftið orðið mjög sorabiandið, einkum þó á Sjálandi. Stundum er rétt, að grilli i sólina i gegnum mökkinn. Brennisteinsský, hálf millj. lesta að þyngd, yffir Danmörku Sunnukórinn 40 ára G.S.—ísafirði 23/1—■ Sunnukórinn á Isafirði á fertugsafmæli föstu- daginn 25. janúar n.k., en hann var stofnaður 25/1 1934. Fyrstu stofnendur kórsins voru Jónas Tómasson bóksali, séra Sigurgeir Sigurðsson, siðar biskup og Elias J. Pálsson, kaupmaður á ísafirði. Formenn kórsins hafáalls verið 9 frá upphafi, en lengst séra Sigur- geir, Einar J. Pálsson og séra Sigurður Kristjánsson. Núver- andi formaður kórsins er Jón Ben Ásmundsson, en til þess var hann kosinn á aðalfundi kórsins fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Jón Ben Asmundsson er skólastjóri Gagn- fræðaskólans á Isafirði. Söng- stjórar kórsins hafa aðeins verið tveir frá upphafi, Jónas Tómas- son, frá stofnun til ársins 1948, og Ragnar H. Ragnar, skólastjóri Tónlistarskólans á Isafirði, frá 1948. Síðastliðið sumar fór Sunnukór^ inn i söngför til Noregs með Gull- fossi. Tókst hún i alla staði vel, og voru undirtektir Norðmanna með ágætum. Starfsemi kórsins hefur ætið verið öflug og lifandi. Hann hefur farið margar söngferðir, bæði út um land og til Reykjavik- ur. Þá hefur hann sungið inn á eina stóra hljómplötu, fyrir nokkrum árum, „I faðmi fjalla blárra”. Geta ma þess, að alla tið frá stofnun hefur Sunnukórinn annazt kirkjusöng á tsafirði, þannig að enginn sérstakur kirkjukór er þar starfandi. — S.P. Anholt. Þar verður ibúar 237, og þeim stafa aðeins þrettán smá- lestir. Ulrich Torp, sem hafði orð fyrir visindamönnunum, segir þessa loftmengun vera mjög álika og gerist i Sviþjóð og Noregi. — Við höfum lengi. stundað rannsóknir og mælingar, sem þeim eru samfara, og þess vegna getum við fullyrt, að niðurstaða okkar er nákvæm. Skýrsla, sem nefndin hefur samið, er liður i miklum rann- sóknum af þessu tagi, er fram fara i öllum iðnaðarlöndum heims. Þessu starfi er stjórnað frá Osló, og munu stjórnendurnir þarsmám saman fá heildaryfirlit um loftmengunina i veröidinni, sem viða er mjög iskyggileg, ekki sizt Bandarikjunum og Japan, svo sem kunnugt er. Af rannsóknum Dananna kemur á daginn, að árstiða- b.undinn iðnaður, eins og til dæmis sy ku rróf na v i nns lan, veldur stórfelldri loftmengun. Þannig dæla sykurverksmiðjur- nar á Lálandi tvö þúsund smá- lestum af bennisteinsoxiði upp i loftið i október, nóvember og desember, og þaö er meira en helmingur þeirra loftmengunar- efna af þessu tagi, er Lálendingar bera ábyrgð á. Önnur tafla i skýrslunni sýnir, að Ásnes-orkuverið á Norðvestur- Sjálandi spýtir 51 þúsund iesta árlega upp um fjóra 122 metra háa reykháfa, og veldur mestri mengun allra orkuvera landsins, sem eru seytján að tölu. Næst i röðinni er Vestur-orkuverið á Suðvestur-Jótlandi með 26 þús- und smálestir úr tveim reyk- háfum, sem eru 120 og 151 metri á hæö. Stigsnes-orkuverið á Suð- vestur-Sjálandi kemst upp i 22 þúsund smálestir úr tveim reyk háfum, 130 metra háum. Þessir. háu reykháfar dreifa brennisteininum mjög, áður en hann fellur aftur til jarðar, þar sem hann veldur, jurtum, dýrum og mönnum tjóni, og heíur jafnvel sums staðar i för með sér upp- blástur og eyðingu lands. BSLALEIGA Car rental 41660 &42902 BRENNISTEINSSK Ý, margar smálestir að þyngd, hanga aö staðaldri yfir Danmörku, talsvert mismunandi að efnismagni eftir landsvæðum. Ilópur visinda- manna á vegum veðurstofunnar dönsku hefur nýlega lokið víð- tækum rannsóknum á þessu óhugnánlega fyrirbæri, og niður- stöður þeirra leiða i ljós, hversu mikið magn af brennisteinsoxiði berst upp i andrúmsloftið frá iðjuverum og reykháfum i borgum og byggðum. Þeir hafa skipt Danmerkur- kortinu i reiti og sýna, hversu mikið af brennisteini fer upp i loftið innan hvers reits. I heild dæla dönsk iðjuver hundrað þúsund smálestum af brenni- steinoxiði upp i loft á ári, oliu- knúin orkuver 215 þúsund smá- lestum og jafnmikið kemur úr reykháfum ibúðarhúsa og skrif- stofubygginga. Arið 1970 þunguðu Danir andrúmsloftið með 570 þúsund smálestum af slikum þokka, og á Sjáland sök á helmingnum. Hreinast er loftið yfir eynni BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 Q BÍLALEIGAN 5IEYSIR CAR RENTAL *24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI Til sölu nýr heyvagn, lengd 4,10x2 m. Upplýsing- ar i sima 92-83351. OPIÐ- Virka daga Laugardaga kl. 6-10 e.h. kl. 10-4 e.h. oíBILLINN BÍLASALA V** HVERFISGÖTU 18-simi 14411

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.