Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. janúar 1974. TÍMINN 15 fmlegast 1973 fyrii' s á bókha sendiö l0ka f-3anúar» “PPgjör íyri K- yegna frá Söfnunarfé Rauða krossins og HjdSparstofnunar kirkjunnar vegna gossins í Eyjum A ÞESSUM tímamótum þykir Rauða krossinum og Hjálpar- stofnun kirkjunnar rétt að gefa yfirlit um fjárreiður hjálpar- félaganna i Vestmannaeyjamál- inu. Lokauppgjör liggur ekki fyrir ennþá, en ákvarðanir hafa nú verið teknar um ráðstöfun þess hluta söfnunarfjárins, sem ekki fór i fyrstu hjálp. Það var mikið lán að lokaákvarðanir drógust nokkuð, sem hefur valdið þvi, að hægt er að fjárfesta verulegan hluta söfnunarfjárins i Vest- mannaeyjum, en hætt var' við ýmsar fjárfestingar á meginland- inu, þegar i ljós kom, að endur- bygging Eyjanna yrð miklu skjót- ari en beztu vonir stóðu til. Rauði krossinn Söfnunarfé, sem rann til hans, nam kr. 141,8 millj. kr. (gengi i des.), þar af var erlent gjafafé 92 millj. kr. Ýmsar gjafir i friðu eru ekki taldar með. Ráðstöfun: 1. Hjálparstarf fyrstu vikurnar kr. 40.0millj. 2. 31 ibúð fyrir aldraða við Kleppsveg og Siðumúla og er þegar flutt i þær flestar. kr. 41.0 millj. 3. Hlutur RKl i 46 ibúða blokk við Kriuhóla, Breiðholti. Til- búin i vor kr 20.0 millj., 4. Barnaheimili (dagheimili), Breiðholti, innfl. frá Noregi- Rvk. borg innleysir á 3 árum. Uppsett i april/mai n.k. kr. 10.9 millj. 5. Barnaheimili (dagheimili) sett upp i Heimaey i mai n.k. Keypt i Sviþjóð kr 13 0 miUj. 6. Elliheimili fyrir 40 manns, keypt i Danmörku en sett upp i Eyjum i ágúst. Heildar- kaupverð yfir 65 millj. RKl leggur til að 3/4 (sjá á eftir). Heimilið verður reist i vesturbænum kr 30 0 millj. kr. 154.9 millj. Kaupverð innfl. heimila er áætlað og miðað við gengi i desember. Bæjarfélögin leggja til aðstöðu og reka barnaheimilin. Hjálparstofnun kirkjunnar Hjálparstofnun kirkjunnar hefur borizt 36.8 millj. kr. til hjálpar Vestmannaeyingum, þar af um 22 millj. kr. frá lands- mönnum. Söfnunarfé Hjálparstofnunar- innar hefur verið varið og mun varið i stórum dráttum eins og hér segir: 1. Fjárhagsleg aðstoð við ein- staklinga og fjölskyldur, veitt i samráði við sóknar- presta og i gegnum fjárhags- aðstoð bæjarstjórnar Vest- mannaeyja i samvinnu við RK1 kr. 10.500.000,00 2. Sumardvöl aldraðra að Löngu- mýri, ferming i Skálholti, ferð gagnfræðaskólanema til Fær- eyja og sumarbúðadvöl barna. kr. 600.00,00 3. Rekstur barnaheimila i Nes- kirkju og Silungapolli o.fl. varðandi hjálparstarfið kr. 1.130.000,00 4. Tvö einbýlishús, gjöf frá Finnlandi, reist i Garðahreppi kr. 4.800.000,00 5. Hlutdeild i 46 ibúða fjöl- býlishúsi við Kriuhóla i Reykjavik kr. 10.800.000,00 6. Leikskóli innfluttur með húsgögnum og leikföngum, verður reistur i Eyjum að vori kr. 7.500.000,00 kr. 35.330.000,00 Andvirði húsanna i Garða- hreppi og ibúðanna við Kriuhóla verður notað til félagslegrar uppbyggingar á breiðum grund- velli i Vestmannaeyjum, þegar Vestmannaeyingar hafa ekki lengur not fyrir þetta húsnæði á meginlandinu. Húsgagnasmiðir — húsasmiðir Viljum ráða húsgagna- og húsasmiði, vana innréttingum. G. Skúlason og Hliðberg h.f. Þóroddsstöðum, simi 19597. Sérstaklega er nú i athugun að reisa i nýja vesturbænum innflutt safnaðarheimili, sem yrði eign sóknarnefndar til ráðstöfunar fyrir hvers konar starf á hennar vegum og sóknarprestanna, auk þess að vera til notkunar fyrir ýmislegt félagsstarf annað i Eyjum. Rauði krossinn og hjálparstofnun kirkjunnar sameiginlega (vesthjálp) Þessum stofnunum barst sam- eiginlega hin svokallaða „norska gjöf” um 74 millj. kr. frá Norsk Islandsk Samband, lika nefnt Hándslag til Island. Um hana skapaðist samstarf þessara aðila með bæjarstjórn Vestmannaeyja og með tæknilegri hjálp Gunnars Torfasonar, verkfræðings, við Hagverk. Hefur þetta samstarf undirbúið kaup og innflutning þeirra heimila, sem keypt verða frá útlöndum,. Hefur i þessu starfi verið stuðzt við sænska ráðgjafa- firmað Hifab, Stokkhólmi um útboð, lýsingar og tæknilegan frágang. Verður norsku gjöfinni ráðstafað þannig: 1. Heildarkostnaður við að ljúka sjúkrahúsinu i Eyjum er áætlaður 130 millj. kr. Af norsku gjöfinni verður ráð- stafað i formi láns til rikissjóðs kr 40 o millj. 2. Ofangreint elliheimili fyrir 40 I Vestmannaeyjum kr. 34.0 millj. kr. 74.0 millj. Bæjarstjórn Vestmannaeyja leglur til grunn og aðstöðu fyrir elliheimilið og mun reka það. Ótaldir eru ýmsir kostnaðarliðir og meðal þeirra fyrst og fremst húsgögn. Hafa gjafir borizt i hluta þess kostnaðar. Vesthjálp hefur haft vissa milligöngu um barnaheimili, sem risið er i Keflavik og er gjöf frá samtökunum Redda barnet i Svi- þjóð. Er það tilbúið til notkunar og verður afhent bæjarstjórn Keflavikur. Niðurstöður danska yfirlæknisins sjást á þessari teikningu. Við rannsókn á 53 manneskjum fann hann (til vinstri), hversu mörg prósent höfðu maura á þeim svæðum, sem tölurnar benda til. Prósenttalan til hægri á myndinni gefur til kynna, hversu margir af þeim, sem rannsakaðir voru, höfðu hár með dermodex- maurum. Andlít okkar eru þakin maurum NÆSTUM allir hafa maura i húð- inni. Þeir eru af tcgundinni der- modex follicorum, sem lifa i svitaholum og hársekkjum og eru þriðjungur úr millimetra að lcngd. Það hefur hingað til verið hulin ráðgáta, hvernig þessir maurar breiðast út, þvi ekki hafa þeir vængi. Yfirlæknirinn við augndeild Kommunehospitalet i Kaup- mannahöfn, dr. Mogens S. Norn, hefur komizt að raun um, að þeir berast ekki heldur frá manni til manns, þegar hnerrað er. Maur- arnir finnast hjá þrem af hverj- um fjórum mönnum á yfirborði nefsins, en þeir eru yfirleitt ekki meðfram hárunum, sem vaxa upp i nefinu. Dr. Norn rannsakaði 53 ein- staklinga og dró 46 hár út úr nef- inu á hverjum. öll hárin voru rannsökuð i smásjá, og 13 maurar fundust. Dermodex-maurinn fannstsem sagt aðeins hjá 15% af þeim, sem rannsakaðir voru. Það er lág tala. Maurinn finnst yfirleitt hjá fjórða hverjum táningi, og næst- um öllum, sem komnir eru yfir sjötugt. Þeir eru einkum i fitu- kirtlum á nefhúðinni og augn- hárunum, en sjaldan á handleggj- um, fótleggjum og likamanum yfirleitt. Það er ráðgáta, hvernig þeir breiðast út. Við snertingu Það er gengið út frá þvi sem visu, að maurarnir svifi ekki i loftinu, heldur breiðist út við snertingu milli manna. Þó að maurarnir séu útbreiddir, er óþarfi að óttast þá . Þeir skemma ekki útlitið og orsaka ekki augn- háralos. Ekki hefur heldur verið sannað, að þeir orsaki ofnæmi eða aðra sjúkdóma. En staðreyndin er samt sú, að andlit okkar eru þakin maurum. Eldurinn var að komast að hjólbörðunum þegar slökkviliðið réði niðurlögum hans Klp—Reykjavik. — Litlu munaði að milljónatjón yrði í eldsvoða i Kópa- vogi i fyrrinótt, er eldur kom upp i hjólbarða- verksmiðjunni Sólning h.f. að Nýbýlavegi 4. Þar eru sólaðir hjólbarðar á flestar gerðir bila, og voru þarna inni þúsundir hjólbarða af öllum stærðum, auk véla, sem metnar eru á milliónir króna. Eldurinn kom upp 1 ntlu her- bergi á neðri hæð hússins, en sem betur fer nokkuð frá hjólbarða- stæðunum, sem eru á báðum hæðum. Læsti hann sig i milli- veggi og logaði glatt i þeim, þegar slökkviliðið kom á staðinn. Tókst að ráða niðurlögum elds- ins áður en hann næði að komast að hjólbörðunum, en ekki mátti þar mikiu muna. Hjólbarðarnir, sem voru næst stigagangi upp á aðra hæð voru farnir að loga, en ef eidurinn hefði náð að breiðast út á þeirri hæð hefði þarna orðið mikið bál. Nokkrar skemmdir urðu á húsinu. meðal annars sprungu margar stórar rúður og skemmdir urðu á milliveggjum. Eldsupptök eru ókunn, en talið er að kvíknað hafi i út frá rafmagni. HjÓlbarðarnir þarna á stigaskörinni voru farnir að loga þegar slökkviliðið kom á staðinn. Ef eldurinn hcfði náð að brei ðast þarna út, hefði orðið mikið bál, því þarna á efri hæðinni voru hjólbaröar í þúsunda tali. (Tímamvnd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.