Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 6
TÍMINN Fi.mmtudagur 24. janúar 1974. Valgarð Thoroddsen: Þar sem Serkirnir koma að landi reka þeir fólkið saman eins og fé i rétt. Fáeinar hræður geta falið sig í gjám og skútum. Úr hópnum eru þeir valdir, sem helzt sýnast á vetur setjandi og hneppa i ánauð. Hinum er sálgað." Enn segir: „Islendingar sátu eftir.lostnir skelfingu. Þeir ortu um Tyrkjana bljúgt bænakvak, kraftakvæði, særingar, skutu máli sinu til kon- ungs i fjarlægu landi, til himna- föðurs eða myrkravaldanna. En þeim kom ekki til hugar að treysta á sjálfa sig og vopnast til almennra landvarna." Svo segir Sigurður Nordal i Arfi íslendinga um afkomendur vik inganna, sjö hundruð árum eftir lok landnámsaldar. Hugmyndir landsmanna um eign varnir hafa ávallt verið af mjög skornum skammti. Ekki vantaði þó hiria fornu víkinga þann eiginleika að vera herskáir og vigreifir, og afkomendur þeirra munu tæplega hafa verið meiri friðarsinnar en almennt hefur verið og er meðal ibúa ann- arra þjóðlanda, þar sem land- vörnum hefur verið haldið uppi. Island eitt hafði og hefur hér sérstöðu, og sú sérstaða hefur frá upphafi mótað sjálfstæðismál landsmanna. Nu eru landvarnirnar i brenni- depli þjóðmálanna. Sumir vilja hafa landið varnarlaust, aðrir vilja fela þær erlendum rikjum, og enn aðrir að landsmenn gegni friðsamlegum þjónustustörfum i þágu erlends varnarliðs. Áður en lengra er haldið, skul- um við þó stikla aftur í timann og gæta betur að fornsögulegum rót- um þessa vandamáls. Þjóðveldið Stjórnarfar landsins A söguöld byggðist á veldi guðanna. Þeir settu sér sameignleg lög, sem vitrustu menn þess tima lögðu i upphafi á minnið. Lögin voru kveðin upp á Alþingi, og þar var einnig dómsvaldið. Hins vegar var ekkert sameiginlegt fram- kvæmdavald til i landinu. Framkvæmdavaldið, sem frá örófi alda hefur verið frumein- kenni eins rikis, var hins vegar i raun i höndum hinna einstöku goða. Slikt stjórnarfar mun ekki hafa átt sér hliðstæðu i öðrum löndum, enda eru fræðimenn i vafa um, hvort hugtakið riki eigi við umþað samfélag, sem hér var á söguöld, og nota oft i stað þess heitið þjóð- veldi. 1 fornum ritum mun orðið riki hafa verið notað um erlend þjóð- felög og einnig um goðorðin is- lenzku, en ekku um hið islenzka þjóðfélag. Það má með nokkrum rétti segja, að Island hafi aldrei á söguöld verið eitt riki, heldur mörg, jafnmörg goðorðunum. Goðarnir, og siðar höfðingjarnir, sem við tóku af þeim, háðu deilur og bardaga sin á milli, hliðstætt almennum erjum og vopnaskipt- um rikja á milli. Það er fleira sem rennir stoðum undir þetta sérkenni islenzks þjóðfélags til forna. Islenzkir vik- ingar leituðu sé frægðar og frama hjá erlendum konungum, gengu á mála hjá þeim, urðu hirðsvein- ar þeirra og tóku þátt i landvörn- um hinna erlendu rikja. Hins vegar er þess aldrei getið, að vikingarnir hafi stofnað til varna eigin heimalands. að eina, sem um getur um varnir lands- ins, er hin gamla sögn um land- vættirnar, griðunginn, bergris- ann, gamminn og drekann, sem enn eru varðveitt i skjaldarmerki íslands. Fjármálaráðuneytið Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir desembermánuð 1973, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Dráttarvextir eru 1 1/2% fyrir hvern byrjaðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. janúar s.l., og verða innheimtir frá og með 26. þ.m. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem skemmzt hafa i umferðaróhöpp- um: Buick Le Sabre, árgerð 1965. Chevrolet Blazer, árgerð 1972. Bifreiðarnar verða til sýnis i dag á bifreiðaverkstæði Bjarna Gunnarssonar, Ármúla 28, Reykjavik. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, tjónadeild, Ármúla 3, Reykjavík fyrir föstudagskvöld 25. janúar 1974. 14444 mmiBifí BORGARTÚ 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAl Valgarð Thoroddsen Slfk landvörn kom þó að litlu gagni, þegar Hákon Noregskon- ungur hugðist leggja landið undir krúnu sina. Það gerði hann án þess að senda einn einasta vik- inga sinna til að hertaka landið. Hér var ekkert allsherjarriki, ekkert sameiginlegt viðnám, að- eins striðandi héraðshögðingjar, sem sóttu hald og traust til kon- ungs og ásældust metorð Ur hans hendi. Einn þeirra öðlaðist jarls- tign, og þar með var saga þjóð- veldisins 811. Það er freistandi að leiða hug- ann að þvi, hver örlög þjóðarinn- ar hefðu orðið, ef Island hefði ver- ið eitt riki, undir honungsstjórn eða með lýðveldisskipulagi. Vissulega hefði slikt riki, á tim- um vikinganna, haft landvarnir. íbúatala Noregs á þessum tima var nálægt fjórum sinnum meiri en Islands, og Noregskonungur hefði tæplega lagt Ut i að senda her til landsins, og má þar m.a. tilnefna tvær ástæður. I fyrsta lagi hefði þurft mikinn og traust- an skipakost til að sækja yfir þetta mikla og viðsjárverða haf á norðurhveli jarðar, og i öðru lagi hefði leiðangur veikt um of eigin varnir Noregs gagnvart herská- um og áreittum nágrönnum. Sagnir herma, að Noregskonung- ur hafi hugleitt slikan leiðangur, en hætt við hann, jafnvel þótt hann hafi ekki þurft að gera ráð fyrir sameiginlegum vörnum landsmanna. Þær hörmungar, og afleiðingar þeirra, sem yfir landsmenn dundu á næstu öldum og urðu til þess að þeim fækkaði úr um 80 þusund niður i nær 30 þúsund manns, hefðu tæplega átt sér stað isvo rikum mæli, ef ein miðstjórn hefði verið fyrir landið.i stað þess að hvert hérað varð að hugsa um sig sjálft. Nokkur mælikvarði á velgengni eins lands er fjölgun ibúa þess. Ef Islendingum hefði fjölgað jafnt og Norðmönnum frá söguóld, ættu þeir nú að vera um 800 þús- und en eru, eins og kunnugt er, um 300 þúsund. Það má leita viða um saman- burð á afkomendum hinna is- lenzku og annarra vikinga, og jafnvel i þeim efnum kanna sögu hinna norrænu vikinga i Englandi og Frakklandi. Viðast rekast menn á hið sama, frama hinna erlendu, en þverrandi þrótt hinna islenzku. Ein af skýringunum, og ekki sú veigaminnsta, er sú, að hér á Islandi var aldrei stofnað riki i þess orðs fyllsta skilningi, með þeirri rikisvitund, samkennd og samhjálp, senvþví fylgir. Aldir liða, og loks fer að birta til fyrir baráttu margra mætra og viðsýnna manna. Þar verður fremstur i flokki Jón Sigurðsson, og hann gerir sér vissulega grein fyrir, hvaða skilyrði þarf að upp- fylla til stofnunar sjálfstæðs rikis. Meðal annarra atriða hvetur hann til stofnunar e'igin islenzkra landvarna. Lýðveldisstofnunin Á árinu 1944 er lokamarkinu náð i sjálfstæðisbaráttu lands- manna. Þá er stofnað lýðveldi i landinu, riki á Islandi, og með ei- róma samþykki Alþingis var þvi sett stjórnarskrá, þar sem segir i 75. gr.: „Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka þátt i vörn lands- ins, eftir þvi sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt með lögum." Nokkur skuggi féll þó á þennan atburð, þvi hann gerðist undir hernaðarvernd erlends stórveld- is, og án þess að nokkrir tilburðir væru til að koma á fót fram- kvæmd þessa mikilsverða ákvæð- is stjórnarskrárinnar. Menn ættu að spyrja, hvers vegna þetta ákvæði var sett i hina Islenzku stjórnarskrá, og hvers vegna svo hljótt hefur verið um það, — svo hljótt, að ekki einn ein- asti islenzkur stjórmálaflokkur hefur minnzt þess i hinu nær tveggja áratuga þrasi um varnir landsins, eftir að Danir hættu þvi og við tóku stórveldi hins vest- ræna heims. Ég vil álita, að ákvæðið um eig- in varnir hafi verið talið óhjá- kvæmilegt fyrir fullvalda riki, þótt framkvæmd þess hafi dreg- izt, svo sem raun hefur á orðið. Hvers vegna hafa svo margir andúð á eigin landvörnum? Menn segjast hafa andúð á vopnaburði, en þó mun meirihluti landsmanna óska eftir vopnuð- um, erlendum mönnum hér til landvarna og minni hlutinn, sem er hlynntur austrænum siðum, hefur ekki svo vitað sé gagnrýnt hinn geysilega og vaxandi vopna- burð hinna austrænu þjóða. Hér skýtur eitthvað skökku við. Svo segja aðrir, að við séum svo litlir, að eigin landvarnir hafi enga þýðingu. Þessi enning hefur að sum leyti við rök að styðj'ast, þótt aðrir kunni að tengja hana við hugarfar kjarkleysis og kenndirminnimáttar. Það er ekki ávallt hinn stóri, sem er sterkari, þvi þar kemur margt til, og við þekkjum sagnir allt frá timum Daviðs og Goliats og fram á okk- acdaga.sem sýna og sanna, að vald hins stærsta er ekki ávallt mest. Svo er til nokkuð, sem heit- ir millirikjasamningar og varnarbandalög milli skyldra og vinveittra þjóða, sem að gagni eru jafnt fyrir þá stóru sem þá smáu. Varnarmálin og lögsaganvið strendur landsins eru óvéfengj- anlega náskyld mál, þrátt fyrir stjórnmálalegar yfirlýsingar um hið gagnstæða. Þau riki, sem hafa stækkað lógsögu sina á hafi úti, hafa öll sinar eigin landvarnir, og þau hafagetað framfylgt lögum sinum, þrátt fyrir andstöðu þeim voldugri rikja, og án þess að til alvarlegra átaka hafi komið. Við skulum rétt aðeins gera okkur i hugarlund, að Noregur hefði farið að eins og við, varð- andi útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar. Hefðu Bretar beitt þá sama ofriki og þeir leyfðu sér gagnvart okkur? Ég leyfi mér að efast um það, einfaldlega af þeirri ástæðu, að nokkur hætta hefði verið áátökum, sem illa hefðu mælzt fyrir, en slik hætta var ekki fyrir hendi varðandi Island, sem tæp- lega hefur bolmagn til að taka miðlungsbrezkan togara og flytja til hafnar. Eigin landvarnir okkar þótti smáum stil væru, gætu verið trygging gegn ágengni annarra þjóða. Mér er nær að halda, að fiskveiðideilan við Bretland hefði farið á annan og betri veg, ef hér hefðu verið nokkrar, en einbeittar landvarnir, og að aldrei hefði komið til átaka við brezk herskip við þær aðstæður. Vissulega verða menn ávallt að taka nokkra áhættu i lifi sinu, og ekki siður þegar um lif heillar þjóðar er að ræða. Hjá þvi verður ekki komizt, þótt sjálfsögð sé að-' gæzla i öllum athöfnum okkar. Fiskimenn okkar taka ávallt á sig nokkra áhættu, þegar þeir leggja frá landi og leita á fengsæl fiskimiði okkar löghelguðu land- helgi. Þá er það einnig skylda is- lenzka rikisins að vernda þá gegn ofbeldi erlendra veiðiþjófa. Alþingi samþykkti einróma, með fylgi allra landsmanna, 50 milna fiskveiðilögsögu, en Al- þingi láðist algjörlega að gera eitthvað raunhæft til þess að framfylgja þessum lögum. Hér var á ferðinrri hið sama, sem gerðist til forna — gnótt laga, en skortur á ákvæðum til að fram- fylgja þeim. Nú eru uppi háværar raddir um að auka enn lögsöguna úr 50 i 200 milur. I þessu sambandi kemur mér i hug maður, sem byggir hús. Hann byrjar á grunnin, þvi að öðrum kosti dettur það niður sem ofar er, og brotnar. Við eigum I arf gnægð laga, og gömul spak- mæli segja: — Með lögum skal land byggja —, en hvort það er land eða hús, sem við byggjum, þá þurfum við traustar undir- stöður. Að öðrum kosti molnar þetta allt i höndum okkar. Varnarmálin Stjórnarskrá Islenzkra lýðveld- isif mælir óvéfengjanlega fyrir um eigin landvarnir. Þetta á- kvæði hefur verið sniðgengið svo kyrfilega, að það er raunverulega eins konar feimnismál, sem aldrei er minnzt á I umræðum um varnarmálin. Ef meirihluti landsmanna vill að svo verði áfram, er áhjákvæmilegt, að Alþingi sam- þykki að fella þetta ákvæði brott úr stjórnarskránni, en það jafn- gildir hins vegar, að mínum dómi, yfirlýsingu um að ísland sé ekki sjálfstætt riki, því enginn vafi er á þvi, að annað riki, eða rikjasamtök, myndu taka að sér varnirlandsins.ekki vegna hags- muna Islands, heldur vegna hagsmuna þeirra sjálfra, og varna þeirra eigin lands. Hernaðarleg þýðing Islands, fyrir miðju Atlantshafi, hefur það mikil úrslitaáhrif á nofður- hveli jarðar, að stórveldin, eða bandalög þeirra, telja sér nauð- syn á aðstöðu hér, og taka sér þá aðstöðu, hvort sem landsmönnum eð það ljúft eða leitt. Við ættum að freista þess að vera raunsæ, og horfast i augu við þá staðreynd, að vestrið hefur þessa aðstöðu nú, og það sleppir henni ekki. Það er ekki siðvenja frænda okkar og nágranna að höggva á hnútinn i slikum efnum, heldur ræða málin frá öllum hliðum um langan tima, þótt niðurstaðan sé fyrirfram kunnug. Flestum okkar mun þó sú niður- staða verða geðfelldari en að lenda i faðmlögum við rússneska björninn. Ef við viljum hafa hér sjálf- stætt riki, og jafnframt hafa aug- un opin fyrir þvi ástandi heims- málanna, sem er og verið hefur um tvo áratugi, hljótum við að taka upp eigin landvarnir I sam- starfi og með aðstoð hinna vest- rænu bandaiaga. Einum er okkur það ofviða, en vegna legu iandsins er hér einnig um hagsmunamál annarra rikja að ræða, þeirra sjálfra vegna. Aðstoð i þessum efnum tiðkast i mörgum ríkjum Evrópu, án þess að það se talin skerðing á sjálf- stæði þeirra. Reynslan hefur sýnt okkur, að við þurfum ekki að ótt- ast erlenda þjóðernismengun, þótt núverandi varnarlið sé hér að nokkru marki og um nokkurn tima, en ef við viljum heita sjálf- stætt riki, verðum við einnig sjálfir að taka raunverulegan þátt i þessum málum, og ekki verða lostnir skelfingu þótt við þurfum að klæðast einkennisbún- ingi og halda á byssu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.