Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. janúar 1974. TÍMINN útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þérarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasími 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprenth.f. -í Olíukostnaðurinn og Vestfirðingar Undanfarið hefur Morgunblaðið haldið fram þeim staðhæfingum, að verðhækkun oliunnar yrði íslendingum ekki neitt vandamál. Jafn- framt hefur það deilt á Kristján Thorlacius, formann B.S.R.B., fyrir þau ummæli, að bandalagið hefði tekið tillit til oliumálsins, þegar það samdi við rikið um kjaramálin. Hvilik fjarstæða þessar fullyrðingar Mbi. eru, má bezt ráða af forsiðufrétt, sem birtist hér i blaðinu i gær. Það var upplýst, að um mitt árið 1973 kostaði litri af venjulegri brennsluoliu 5,30 krónur á Vestf jörðum. Nú kostar hann 7,70, og fyrirsjáanleg er mikil og bráð hækkun oliu- verðs, og er talið, að það fari upp i sextán krónur litrinn á þessu ári. Afleiðingarnar eru geigvænlegar. Árið 1973 var brennt rúmum átján milljónum litra af húsakyndingaroliu á Vestfjörðum, og til atvinnurekstrar voru notaðir tæplega seytján milljónir litra. Þessi olia kostaði rúmar 187 milljónir króna, en sama magn á þessu ári mun kosta sém næst 563,7 milljónum króna, og er þvi viðbótar- kostnaður við óumflýjanlega oliunotkun á Vestfjörðum 377,5 milljónir króna — rúmlega tvöföldun á óllum oliukostnaðinum i fyrra. Þessar tölur eru fengnar úr skýrslu Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem hefur þungar áhyggjur af þessum málum. Sé hækkunin á húsakyndingaroliu einni jafnað niður á ibúa Vestfjarða, sem voru 9925 1. desember 1972, svara aukin útgjöld við upphitun húsa 19.722 krónum á hvert einasta mannsbarn. Ef öll oliunotkun er höfð i huga, er útgjaldaaukningin aftur á móti 38.043 krónur á hvern ibúa á Vestfjörðum. Munur á kostnaði við upphitun einbýlishúss með oliu og hitaveituvatni, miðað við niu þúsund litra oliunotkun á ári, var 31 þúsund krónur fyrir hækkun, en verður nú rúmlega 120 þúsund. Láta mun nærri, að fyrirvinna heimil- is, þar sem kyndingarkostnaður með oliu er sá, sem gert er ráð fyrir i þessu dæmi, verði að hafa 240-250 þúsund krónur meiri brúttótekjur við skattframtal heldur en ibúi hitaveitu- svæðis, til þess að standa jafnt að vigi. En árið 1972 voru meðaltekjur á framteljanda á Isa- firði 468,361, en 431,601 króna i Reykjavik. í viðtali, sem Timinn hefur átt við Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóra Fjórðungs- sambands Vestfirðinga, skýrði Jóhann frá þvi, að stjórn fjórðungssambandsins nefði sam- þykkt ályktun þar sem bent var á þrjár hugsanlegar leiðir til þess að jafna metin: 1 fyrsta lagi almennan orkuskatt til þess að jafna orkukostnað, i öðru lagi viðlagagjald i sama skyni, og i þriðja lagi ivilnanir i skatt- greiðslum i þeim byggðarlögum, þar sem oliu- kostnaðurinn veldur lifskjararöskun. Vitanlega gilda framangreindar tölur ekki aðeins um Vestfirðinga, heldur alla þá, sem verða að búa við oliunotkun i verulegum mæli. Hér er um að ræða málefni, sem Alþingi verður að láta til sin taka, og það fyrr en seinna. Þ.Þ. Spurning New York Times: Veldur lýðræðið hlutverki sínu? Svar Churchills í fullu gildi, þrátt fyrir allt Siðastliðið ár átti lýðveldið viða i vök að verjast, og öllu meira en áður. Þetta hefur orðið umræðuefni margra blaða, og það ekki sizt verið rætt, hvort finna megi nýjar leiðir til að bæta lýðræðis- kerfið, eða hvort hugsanlegt sé eitthvert annað stjórnar- kerfi, sem geti gefið betri raun. Meðal þeirra blaða, sem hafa öðru hvoru rætt þetta mál, er bandariska stórblaðið New York Times, en i Bandarikjunum hafa orðið miklar umræður um þetta efni i tilefni af Water- gatemálinu og hugsanlegri frávikningu Nixons forseta i sambandi við það. Einnig hafa orðið allmiklar um- ræður um þetta efni i Bret- landi siðustu vikur i tilefni af þvi efnahagsástandi, sem hefur skapazt þar vegna deilu kolanámumanna og rikisstjórnarinnar. Ein af greinum New York Times um þetta efnibirtist i blaðinu 26. desember siðastliðinn, og þykir rétt að rekja efni hennar hér á eftir og benda sérstaklega á hin frægu ummæli Churchills um lýð- ræðið: UNDIR lok heimsstyrj- aldarinnar siðari rifjaði Thomas K. Finletter upp hina m.iklu reynslu sina frá Was- hington i eftirtektarverðri bók, sem nefndist: Getur lýð- ræðisstjórn gegnt sinu hlut- verki? Þetta var mjög eðlileg spurning á þeim viðsjárverðu og ótryggu timum, en hún er jafnvel enn timabærari nú. Þegar árið 1974 nálgaðist, átti lýðræðisstjórn kjörinna fulltrúa yfirleitt erfiðara upp- dráttar en nokkru sinni siðan i kreppunni miklu. Hér i Bandarikjunum blasa við i kjölfar Watergatemálsins mý- mörg og ljós dæmi um rénandi traust almennings, ekki að- eins á rikisstjórn Nixons for- seta, heldur og á opinberum stofnunum. Fátt er jafn niður- drepandi og hið siklingjandi svar, þegar uppskátt verður um alvarlegt misferli á æðri stöðum: „Þetta gera állir". -HUGSANDI Bandarikja- menn rökræða ekki einungis fram og aftur, hvort forsetinn eigi sér uppreisnarvon i stjórnmálunum, heldur einnig, hvort sjálfu kerfinu sé lifvænt. Viða erlendis gætir einnig kviða' um framtið hins bandariska kerfis, einkum þó i Kanada og Vestur-Evrópu, en stjórnmálaleiðtogar þar gera sér þess ljósa grein, að frelsi þjóða þeirra veltur að veru- legu leyti á þvi, að bandarisk- ar stofnanir séu starfi sinu og viðfangsefnum vaxnar. Bandariska kerfið er þó ekki eitt um það að sæta árásum. Lýðræðisstjórn kjörinna full- triia virðist nálega hvarvetna eiga við mikla erfiðleika að striða, jafnvel þar, sem rætur hennar standa hvað dýpst, svo furðulegt sem það kann að virðast. A árinu 1973 liðu lýðræðis- stjórnir undir lok i Chile og Uruguay, en þar hafði lýð- ræðisstjórn reynzt varanlegri en annars staðar i Suður-Ame- riku. Þá brást einnig alloft á þvi ári, að ruglaðir og tor- tryggnir kjósendur veittu full- trúum sinum skýr og ótviræð umboð þar sem kosningar fóru fram. ÞANNIG ior til dæmis i þremur lýðræðisrikjum á Norðurlöndum, að úrslit kosn- inga juku horfur á óstöðug- Watergatemálið hefur komið af stað í Bandaríkjunum miklum umræðum um stjórnskipan landsins. leika. Jafnaðarmenn i Sviþjóð höfðu farið með vóld i fjðra áratugi, en verða nú að njóta stuðnings kommúnista til þess að ná jafnri atkvæðatölu i þinginu og stjórnarand- stæðingar. ( Verkamanna- flokkurinn i Noregi tapaði meira fylgi en hann hafði gert i fjörutiu ár, en myndaði eigi að siður stjórn með ótraust þingfylgi að bakhjarli. Þó kastaði tólfunum i Dan- mörku i desember, þegar kjósendur sýndu klærnar óþyrmilega. Jafnaðarmenn eru enn stærsti flokkurinn i landinu, en misstu þó meíra fylgi en dæmi eru til áður. Minnihlutastjórn Vinstri- flokksins tók við' af stjórn Jafnaðarmanna, og er þing- fylgi hinnar nýju stjórnar minna en dæmi eru um i sögu Danmerkur. Flokkur Glistrups er hinn raunverulegi sigurvegari og hlaut 28 þing- menn kjórna út á það, að lofa afnámi tekjuskatts. STJÓRNARKREPPA rikti lengi i_Hollandi að loknum kosningum, sem ekki leiddu til ákveðinnar niðurstöðu. Sam- steypustjórn vinstri flokka og miðflokka var loks mynduðu 164 dögum eftir kosningar. Frjálsar kosningar fóru fram i Tyrklandi, en þar hafði þá rikt hernaðarstjórn i hálft þriðja ár. Hvorugum aðal- flokknum i landinu hefur þó tekizt að mynda stjórn. Vonir glæddust um aftur- hvarf til lýðræðis i Grikklandi, þegar Papadououlosi hers- höfðingja var steypt af stóli i nóvember i vetur. Raiinin varð þó önnur, og við tók enn harðúðugra hernaðareinræði en fyrr. Minnihlutastjórn Frjáls- lynda flokksins fer með völd i Kanada. Sennilegt þykir, að hún þurfi að tefla tilverú sinni i tvisýnu með þvi að boða til kosninga á árinu 1974. VONBRIGDI kjósenda koma meira að segja skýrt fram i Bretlandi, en þar sióð vagga þingræðisins. Meiri- hluti kjósenda kysi helzt að varpa £,tjórn thaldsflokksins fyrir borð, en hún varð að lýsa yfir neyðarástandi i nóvember og lögleiða þriggja daga vinnuviku frá áramótum. Skoðanakannanir i Bret- landi hafa þó leitt i ljós. að enn stærri er sá meirihluti, sem tregur er til að kjósa klofinn Verkamannaflokkinn. Af þessu leiðir almennt sinnu- leysi i stjórnmalunum. GETUR stjórn kjörinna full- triía gegnt sinu hlutverki? Greinilegt er, að þegnar margra rikja draga það i efa um þessar mundir. Þrátt fyrir þessar efasemdir ættu kjós- endurað minnast hinna fleygu orð Winston Churchills: ,,Lyð- ræði er versta stjórnarform, ef frá eru talin öll önnur stjórnarform, sem reynd hafa verið við og við. Bandarikin eru það dæmi um lýðræðisstjórn, sem einna mest er i sviðsljósinu. Banda- rikjamenn eiga enn eftir að gera hreint fyrir sinum dyrum til þess að sanna. að hin spak- legu ummæli Churchills séu enn i fullu gildi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.