Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 24. janúar 1974. TÍMINN 13 * Tímamyndir: G.E. * Ahorfendur sitja mjög nálægt leiksviöinu I Þjóðleikhúskjallaranum eins og sjá má á þessari mynd. Myndin er tekin á „generalprufu' FYRSTA FRUMSYNINGIN I ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM S.l. þriðjudagskvöld var leikritið „Liðin tið" frumsýnt'i Þjóðleik- húskjallaranum. Var þetta jafn- framt fyrsta leikritið, sem frum- sýnt er á hinu nýja sviði i Þjóð- leikhúskjallaranum. Næstum húsfyllir var á frumsýningunni, en salurinn tekur 120-150 manns eftir þvi hvernig sætum er fyrir komið i salnum. i byrjun sýningar flutti Sveinn Einarsson stutt ávarp i tilefni þessarar fyrstu sýningar i Þjóðleikhús- kjallaranum, Leiknum var vel tekib. Leiksviðið i Þjóðleikhúskjall- aranum er hringsvið og sitja áhorfendur á þrjá vegu i kringum það og þei'r fremstu mjög nálægt, eins og sjá má á einni af með- fylgjandi myndum. Hringsviðið þykir henta vel fyrir leikrit með fáum leikendum og eru t.d. aðeins þrir leikendur i „Liðinni tið", þau Þóra Friðriks- dóttir, Erlingur Gislason og Kristbjörg Kjeld. Leikstjóri er Stefán Baldursson, en leikmynd gerði tvar Törok. önnur sýning á „Liðinni tið" var miðvikudagskvöld. Aðeins er hægt að sýna leikritið fyrri hluta vikunnar, þvi Þjóðleikhús- kjallarinn er eftir sem áður notaður til dansleikjahalds um helgar. Meb tilkomu hringsviðs- ins i Þjóðleikhúskjallaranum má segja að Þjóðleikhúsiðsé fulinýtt, þvi að auk sýninga þar og á aðal- sviðinu sýnir islenzki dans- flokkurinn i æfingarsal Þjóðleik- hússins. —gbk. Atriði úr leiknum. Kristbjörg Kjeld (vinkona eiginkonunnar) og Erlingur Gislason (eiginmaðurinn). Leikendur og aðrir aðstandendur leiksins að sýningu iokinni. Frá vinstri: Stefán Baldursson leikstjóri. tvar ToVok. höfundur leikmyndar, Kristinn Danielsson ljósameistari, leikkonurnar Kristbjörg Kjeld og Vinkonurnar (Kristbjörg Kjeld og Þóra Friðriksdóttir) ræða saman Þóra Friðriksdóttir, Randver Þorláksson aðstoðarmaður leikstjóra, Þorlákur Þórðarson leiksviðss- yfir kaffibolla. stjóri og fremst á myndinni er Erlingur Gislason leikari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.