Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 20
GBÐÍ fyrirgóéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ekki batnar það í Bretlandi Námamenn kref jast algjörs verkfalls NTB—London — Kolanámamenn i Yorkshire I Noröur-Englandi samþykktu i gær með yfirgnæf- andi meirihluta, aö gera algjört verkfall i kolanámunum i stað þess að neita að vinna yfirvinnu áfram, en það hafa þeir gert siðan 12. nóvember. Námamennirnir I Yorkshire hafa ætið gengið fremstir i baráttunni fyrir betri kjörum • en rikisstjórnin vill leyfa samkvæmt þriðja hluta sparnaðaráætlunar sinnar. Þriggja daga vinnuvikan er óbein afleiðing af yfirvinnubanni námamannanna, en nú vill stjórnin meina, að hægt verði bráðlega að taka upp fjögurra eða fimm daga vinnuviku. Formaður námaverka- mannafélagsins I Yorkshire, Arthur Scragill, sagði að yfirvinnubannið væri greinilega ekki nóg til að þvinga stjórnina. Kolaverkfallið árið 1971 olli rétt að segja þvi, að brezkur kolaiðnaður hrundi til grunna. Krafan frá Yorkshire um algjört verkfall verður tekin til umfjöll- unar I brezka námaverkamanna- sambandinu i dag. Ekki er ósennilegt, að rætt verði um algjört verkfall i fleiri námafélögum. Formaður sam- bandsins, Joe Gormley, sagði I gær, að hann væri hlynntur þvi að leggja verkfallsmálið undir at- kvæði. Efnahagsvandinn var til um- ræðu i gær hjá verkalýðssam- bandinu. A fundinum var harmað að sáttatillaga TUC hefði ekki náð fram aö ganga, en fundarmenn lögðu áherzlu á að TUC vildi reyna að hjálpa eftir sem áður. Einn ljós punktur I þessu ölln saman er að samningamenn rik- isstjórnarinnar gengu I gær til fundar við leiðtoga lestarstjóra, I þvi skyni að reyna að stöðva hægagangsaðgerðir þeirra við járnbrautirnar. Flugvallarmorð- ingjar fyrir réft — miklar öryggisráðstafanir viðhafðar NTB-Aþenu — Mestu öryggisráð stafanir, sem gerðar hafa verið á frlðartimum I Grikklandi, voru gerðar I gær i Aþenu vegna réttar- halda yfir tveimur meðlimum Kissinger í poppið NTB-Paris. — 1 pop-þætti I franska útvarpinu nýlega var kynnt nýtt rokklag, sem heitir „Kissinger". t text- anum segir m.a.: — Ég sé þig I þotunni þinni, ég sé þig leysa allan vanda. Þú ert sá sterkasti, þú kemur á friði I Slnai, þií hefur sigrað og það aleinn, minn kæri Henry Kissinger, Kissinger..... hryðjuverkasamtakanna Svarta september. Arabarnir koma fyrir réttinn i dag, ákærðir fyrir að hafa skotið fimm manns til bana og sært 45 á flugvellinum I Aþenu i ágúst I fyrra. Verði þeir sekir fundnir, eiga þeir yfir höfðum sér dauðadóma. Oryggislögreglumenn og þung- vopnaðir hermenn stóðu I gær vörð við stór fyrirtæki, opinberar byggingar og flugvöllinn og við allar landamærastöðvar var aukið eftirlit með ferðafólki. Hópur arablskra hryðjuverka manna rændi flugvél á Rómar- flugvelli 17. desember sl. og krafðist þess, að þeir tveir, sem nú eru ákærðir, yrðu látnir lausir. En griska stjórnin neitaði þvi og sakborningarnir einnig. Þeir eru 21 og 22 ára. Þeir vörpuðu handsprengjum og skutu með vélbyssum að hópi ferða- manna á Aþenuflugvelli og sögðu lögreglunni, að þeir hefðu haft fyrirskipanir um að myrða Gyðinga, sem væru á leið til ísrael, en hefðu orðið á mistök og I stað þess ráðizt að hópi, sem beið eftir að stiga um borð I flug- vél til Bandarikjanna. Landið helga á kafí í snjó NTB—Jerúsaiem — Umferðin I Jerúsalem var algjörlega lömuð i gær vegna snjókomu og er þetta i annað sinn á einni viku, sem slikt ástand skap- ast. Það snjóaði mikið viða i Israel i gær og eru til dæmis vegirnir til Betlehem og Hebron gjörsamlega ófærir. Einnig snjóaði talsvert vestan Jórdan-ár. öll umferð einka- biia hefur verið bönnuð á göt- um Jerúsalem meðan unnið er þar að snjóruðningi og allir skólar voru lokaðir i gær vegna veðurs. Nixon leysir olíukreppuna — með nýjum tillögum sínum NTB-Washington — Nixon Bandarikjaforseti bað i' gær þingið að koma á skatti á atvinnu- tekjur til að koma i veg fyrir að bandarisku oliufélögin græði of mikiö á oliukreppunni. í vlðtækri skýrslu um orku- málin I Bandarfkjunum, setti forsetinn fram margar tillögur sem beinast að þvi að minnka afleiðingar kreppunnar. Hann bað um 1,8 milljóna dollara f járveitingu til orkurann- sókna, og atvinnuleysistrygginga fyrir menn, sem eiga á hættu að missa atvinnuna vegna orku- skortsins og einnig lagði hann fram áætlun,sem beinist að þvl að koma I veg fyrir verðhækkanir á olluvörum. Nixon lagði til að þingið felldi úr gildi þá ráðstöfun að veita 22% frádrátt af tekjum oliufélaganna, sem rekin eru einnig erlendis. Þessi ráðstöfun var tekin upp á slnum tima til að jafna skatta og gjöld þeirra félaga.'sem þurfa að greiða þau erlendis. Nixon bað einnig um, að hin ströngu lög um loftmengun yrðu linuð aðeins eins og málum er háttað. Þá stakk hann upp á þvi, aö leyft yrði að nota fleiri tegundir af eldsneyti, sem mengaði loft. — Orkukreppan hefur kennt okkur að við megum aldrei framar verða svo komin upp á er- lenda orku, sem við höfum verið. Ef við förum eftir þeim tillögum, sem ég hef lagt fram i dag, held ég að við getum verið sjálfum okkur nógir um orku fyrir 1980, sagði Nixon að endingu. Viðgerð á Júní lokið um mánaðamót EINS og menn muna skemmdist skuttogarinn .híiii frá Hafnarfirði nokkuð mikið, þegar hann var að koma til heimahafnar og bilun varð i skiptiskrúfu skipsins, með þeim afleiðingum að hann rakst á hafnargarðinn. Skipið var sent til Þórshafnar I Færeyjum til viðgerðar og hófst viðgerð þegar um vika var liðin af janúar. Slæm veður I Færeyjum hafa hins vegar tafið verkið nokkuð, en gert er við skipið á floti. Einar Sveinsson, forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, sagði I viðtali við blaðið að búizt væri við þvi, að viðgerð yrði lokið Ibyrjun febrúar. Aðspurður sagði hann, að tjónið væri að sjálfsögðu mikið, en búizt væri við þvi, að tryggingar bættu það. Hins vegar væri rekstrartjónið ekki metið, en það gefur auga leið, að hver dagurinn, sem ekki er unnt að halda svona stóru skipi úti við veiðar, er mjög dýr. Einar sagði, að svo virtist sem sæmilega góð veiði hafi verið hjá togskipunum undanfarið, en þó hafi það verið misjafnt. Japansk- smlðaði skuttogarinn Vest- mannaey, landaði á dögunum hjá útgerðinni 100 lestum af mjög góðum fiski, — mest ýsu — eftir viku útivist. —hs FRAMBOÐSLISTI FRAMSOKNARMANNA TIL BÆJAR- STJÓRNARKOSNINGA Á AKUREYRI LAGÐUR FRAM Sigurður óli Brynjólfsson ED—Akureyri. — A fundi full- trúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri sl. laugardag var ein- róma samþykktur framboðslisti til bæjarstjórnarkosninganna I vor. Listinn er þannig skipaður. 1. Siguröur Oli Brynjólfsson kennari 2. Stefán Reykjalin bygginga- meistari Stefán Reykjalfn 3. Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri 4. Sigurður Jóhannesson forstjóri 5. Ingimar Eydal hljómsxstjóri 6. Ingólfur Sverrisson starfs- mannastjóri 7. Ingvar Baldursson ketil- og plötusmiður 8. Hallgrimur Skaftason skipa- smiður Valur Arnþórsson 9. Pétur Pálmason verkfræðingur 10. Kristfn Aðalsteinsdóttir kenn- ari 11. Axel Gislason verkfræðingur 12. Þóroddur Jóhannsson skrif- stofumaður 13. Hjörtur Eiriksson forstjóri 14. Auður Þórhallsdóttir húsmóðir 15. Kolbeinn Sigurbjörnsson Sigurður Jóhannesson verzlunarmaður 16. Kolbrún Guðveigsdóttir for- stöðukona 17. Sólveig Gunnarsdóttir skrif- stofustúlka 18. Gunnar Hjálmarsson vélvirki 19. Páll Garðarsson iðnverka- maður 20. Guðmundur Magnússon kaup- maður Ingimar Eydal 21. Haukur Árnason tækni- fræðingur 22. Jakob Frimannsson fyrrver- andi kaupfélagsstjóri. Fulltrúar Framsóknarmanna i Bæjarstjórn Akureyri á þessu kjörtimabili eru: Sigurður óli Brynjólfsson, Stefán Reykjalin, Valur Arnþórsson og Sigurður Jóhannesson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.