Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 24. janúar 1974. Nú þegar hinn aldni leiðtogi Juan D. Peron er aftur seztur i valda- stólinn i Argentinu, er það spurningin um hina látnu eiginkonu hans Evu Peron sem fyrst leitar á hugann... Enn þann dag i dag eru það 24 millj. Argen- tinubúa, sem velta þvi fyrir sér, hvað hafi komið fyrir lik Evu Per- on eftir að hún lézt árið 1952. Núna i augnablik- inu hvilir það einhvers staðar i Madrid og biður þess að verða flutt til Argentinu. I þau tuttugu ár slöan hún lézt hefur likið verið flutt milli fimm Evrópulanda. Lik hennar er ó- venjulega vel varið — það er sagt, að það hafi verið roðið á það sama smyrsli og smurt var á lik Lenins — en enn hefur það ekki fundið hvlldarstað. En nú er tækifærið, þegar Peron hefur endurheimt forsetaembættið. NU getur kona hans, sem var dáð af fjöldanum, — sameiningartákn fólksins, — verndari hinna undirokuðu, feng- ið öruggan hvlldarstað. Saga Evu I lifanda llfi var einn- ig viðburðarik. Hún var fædd utan hjónabands og móðir hennar rak litið veitingahUs, i smábæ, nokkur hundruð kilómetra fyrir utan Bu- enos Aires. Þegar Eva var fimmtán ára gömul strauk hún að heiman til azð freista gæfunnar sem leikkona. Með þvl að leggja hart að sér I nokkur ár tókst henni að fá smáhlutverk I kvikmynd- um. Það var fyrst þegar hún byrj- aði að vinna hjá útvarpinu, að lukkuhjólið fór að snúast. Eva Duarte hafði hlýja og á- hrifaríka rödd. Aður en langt um leið varð hún landsfræg sem „Senorita útvarp" og hún átti heilan herskara af aðdáendum. Arið 1944 komst hún I kynni við þáverandi ofursta Juan Peron. Hann hafði einmitt framkvæmt vel heppnað stjórnlagarof, og vildi nú fá „Senoritu Utvarp" til að koma fram i útvarpsþætti og biðja um hjálp fyrir þUsundir manna, sem höfðu orðið illa úti i jarðskjálfta. Peron ofursti og Eva Duarte giftu sig skömmu síðar. Til aö byrja með gerði hún ekkert til þess að láta mikið á sér bera, það voru hennar eigin hæfileikar, sem komu henni I þessa valdaaðstöðu. Hún eyddi öllum sinum kröftum I þáguhinna fátækari landsmanna, sem hún kallaði sina „skyrtu- lausu vini". 1 staðinn slógu þeir skjaldborg um hana og dýrkuðu hana. Hún gerði grein fyrir sinni póli- tlsku og félagslegu afstöðu I bók sinni „La Razon de Mi Vida" — Bakgrunnur Hfs mins — þar sem þetta stendur skrifað: — Ég minnist þess hve það olli mér mikilli hryggð, að þurfa að viðurkenna, að I þessum heimi væri til bæði fátækt og rlkt fólk. En það undarlegasta er, að nær- vera hinna fátæku olli mér ekki eins miklum sársauka og fullviss- an um það, að I næsta nágrenni við þá byggi ótrúlega auðugt fólk. HUn sjálf kom á fót.Evu Peron- stofnuninni, sem rétti fátæku verkafólki hjálparhönd. Þar vann hún oft til klukkan þrjú og f jögur á nóttunni. Gegnum þessa stofnun reyndi hUn að hjálpa fólki, sem Forsetahjónin ljósmynduð á frumsýningarkvöldi i leikhúsi árið 1951. Hún var þá fársjúk og lézt ári sfðar. var I nauðum statt, og fólki sem kom til hennar og bað um hjálp. Þvi miður var hUn oft að þvi kom- in að tæma rikiskassann með peningakröfum sinum.' Evlta, eins og hún var kölluð, sá um að byggja sjUkrahUs, barna- heimili, og Utvega fæði og klæði fyrir þá, sem þurftu þess með. A hverjum jólum sendi hUn þUsund- ir jólagjafa til þurfandi fólks. Það er þvi ekki undarlegt, þó að hinir „skyrtulausu" litu á hana sem dýrling. En 29 ára gömul fékk Eva leg- krabba. HUn gekkst undir marga misheppnaða uppskurði, en þrátt fyrirþað tók hUn alltaf þátt i hinu opinbera Hfi. HUn sat við hlið manns slns,þegar hann hóf annað forsetatimabil sitt. HUn var sveipuð þykkum pels til að fela það, að þessi fallega kona, vó að- eins 49 kg. Mánuði eftir seinni forsetaeið- tökuna dó Eva. HUn var lögð á Hkbörur,og þeim var stillt upp I stjórnarráðsbyggingunni. I tvær vikur gengu kilómetra langar biðraðir fram hjá líkbörunum og í'ólk beið i marga klukkutlma Uti i rigningu til að fá að sjá Evu I sið- asta sinn. Allt lif I Argentinu lamaðist. Fátæklingar og þá sérstaklega fátæk og foreldralaus börn, stóðu nærri hjarta Evitu. Hún eyddi gifurlegum fjárhæðum til að byggja barnaheimili.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.