Tíminn - 24.01.1974, Qupperneq 10

Tíminn - 24.01.1974, Qupperneq 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 24. janúar 1974. Fátæklingar og þá sérstaklega fátæk og foreldralaus börn, stóðu nærri hjarta Evitu Hún eyddi gifurlegum fjárhæðum tii að byggja barnaheimili Ferðalag látinnar forsetafrúar Nú þegar hinn aldni leiðtogi Juan D. Peron er aftur seztur i valda- stólinn i Argentinu, er það spurningin um hina látnu eiginkonu hans Evu Peron sem fyrst leitar á hugann... Enn þann dag i dag eru það 24 millj. Argen- tinubúa, sem velta þvi fyrir sér, hvað hafi komið fyrir lik Evu Per- on eftir að hún lézt árið 1952. Núna i augnablik- inu hvilir það einhvers staðar i Madrid og biður þess að verða flutt til Argentinu. I þau tuttugu ár siðan hún lézt hefur likið verið flutt milli fimm Evrópulanda. Lik hennar er ó- venjulega vel varið — það er sagt, að það hafi verið roðið á það sama smyrsli og smurt var á lik Lenins — en enn hefur það ekki fundið hvildarstað. En nú er tækifærið, þegar Peron hefur endurheimt forsetaembættið. Nú getur kona hans, sem var dáð af fjöldanum, — sameiningartákn fólksins, — verndari hinna undirokuðu, feng- ið öruggan hvildarstað. Saga Evu i lifanda lifi var einn- ig viöburðarik. Hún var fædd utan hjónabands og móðir hennar rak litið veitingahús, i smábæ, nokkur hundruð kilómetra fyrir utan Bu- enos Aires. Þegar Eva var fimmtán ára gömul strauk hún að heiman til azð freista gæfunnar sem leikkona. Með þvi að leggja hart að sér i nokkur ár tókst henni að fá smáhlutverk i kvikmynd- um. Það var fyrst þegar hún byrj- aði að vinna hjá útvarpinu, að lukkuhjólið fór að snúast. Eva Duarte hafði hlýja og á- hrifarika rödd. Áður en langt um leið varð hún landsfræg sem „Senorita útvarp” og hún átti heilan herskara af aðdáendum. Árið 1944 komst hún i kynni við þáverandi ofursta Juan Peron. Hann hafði einmitt framkvæmt vel heppnað stjórnlagarof, og vildi nú fá „Senoritu útvarp” til að koma fram i útvarpsþætti og biðja um hjálp fyrir þúsundir manna, sem höfðu orðið illa úti i jarðskjálfta. Peron ofursti og Eva Duarte giftu sig skömmu siðar. Til að byrja með gerði hún ekkert til þess að láta mikið á sér bera, það voru hennar eigin hæfileikar, sem komu henni i þessa valdaaðstöðu. Hún eyddi öllum sinum kröftum i þáguhinna fátækari landsmanna, sem hún kallaði sina „skyrtu- lausu vini”. í staðinn slógu þeir skjaldborg um hana og dýrkuðu hana. Hún gerði grein fyrir sinni póli- tisku og félagslegu afstöðu I bók sinni „La Razon de Mi Vida” — Bakgrunnur Hfs mins — þar sem þetta stendur skrifað: — Ég minnist þess hve það olli mér mikilli hryggð, að þurfa að viðurkenna, að i þessum heimi væri til bæði fátækt og rikt fólk. En það undarlegasta er, að nær- vera hinna fátæku olli mér ekki eins miklum sársauka og fullviss- an um það, að i næsta nágrenni við þá byggi ótrúlega auðugt fólk. Hún sjálf kom á fót Evu Peron- stofnuninni, sem rétti fátæku verkafólki hjálparhönd. Þar vann hún oft til klukkan þrjú og fjögur á nóttunni. Gegnum þessa stofnun reyndi hún að hjálpa fólki, sem Forsetahjónin Ijósmynduö á frumsýningarkvöldi I leikhúsi áriö 1951. Hún var þá fársjúk og lézt ári sföar. var i nauðum statt, og fólki sem kom til hennar og bað um hjálp. Þvi miður var hún oft að þvi kom- in að tæma rikiskassann með peningakröfum sinum. Evita, eins og hún var kölluð, sá um að byggja sjúkrahús, barna- heimili, og útvega fæði og klæði fyrir þá, sem þurftu þess með. A hverjum jólum sendi hún þúsund- ir jólagjafa til þurfandi fólks. Það er þvi ekki undarlegt, þó að hinir „skyrtulausu” litu á hana sem dýrling. En 29 ára gömul fékk Eva leg- krabba. Hún gekkst undir marga misheppnaða uppskurði, en þrátt fyrirþað tók hún alltaf þátt i hinu opinbera lifi. Hún sat við hlið manns sins,þegar hann hóf annað forsetatimabil sitt. Hún var sveipuð þykkum pels til að fela það, að þessi fallega kona, vó að- eins 49 kg. Mánuði eftir seinni forsetaeið- tökuna dó Eva. Hún var lögð á likbörur og þeim var stillt upp i stjórnarráðsbyggingunni. I tvær vikur gengu kilómetra langar biðraðir fram hjá likbörunum og fólk beið i marga klukkutima úti i rigningu til að fá að sjá Evu i sið- asta sinn. Allt líf i Argentinu lamaðist. i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.