Tíminn - 08.02.1974, Qupperneq 1
Áætlunarstaðir:
Akranes Blönduós
Flateyri - Gjöyur
Hólrravík - Hvammstcngi
Rif - Siglufjörður
Stykkisl.ólmur
Sjúkra- og
ailt land
Símar:
2-60-60 &
2-60-66
-
KOPAVOGS
APOTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga kl. 1 til 3
Sími 40-102
Concorde í fyrsta sinn á íslandi
S.P.—Reykjavik. — Geysimikill
mannfjöldi var samankominn við
Keflavikurflugvöll og margar
ljósmyndavélar á lofti, er hin
fræga brezk/franska Concorde-
þota lendi þar klukkan 12,57 i
gærdag, en hún lagði upp frá
borginni Toulouse i Suður-Frakk-
landi, suður undir landamærum
Spánar og Frakklands, um klukk-
an 11:00 þá um morguninn, að
sögn Ólafs Guðjónssonar flugum-
ferðarstjóra á Keflavikur-
flugvelli. Flugið þessa vegalengd
tók þvi um 1 klukkutima og 57
minútur.
Concorde flaug i 16.000 metra
hæð og með um 2180 km hraða.
Kom hún inn til vallarins beint
suðvestan úr hafi og lenti á braut
03 á Keflavikurflugvelli. Dálitill
vindur var, er hún lenti eða um 25
hnútar sagði hann að sér hefði
virzt þotan koma mjög hægt inn.
Þotan kom beint inn og lenti á
brautinni, sem lengd var i fyrra
og er 10.000 fet á lengd, en Cor-
corde notaði aðeins 4.000 fet af
henni.
— Jú, okkur þótti auðvitað
gaman að sjá hana, sagði Ólafur,
er við töluðum við hann um tvö-
leytið eftir hádegi i gær, — og
höfum hugsað okkur að fara og
Framhald á bls. 8.
Múgur og margmenni var samankominn á Keflavikurflugvelli til þess aö skoða Concorde-þotuna. Hér gengur samgöngumálaráöherra og
framámenn flugfélaganna um borð I þotuna til þcss að skoða hana nánar. — Timamynd Gunnar
ELDUR í FÆÐINGARDEILD
— Slökkviliðið komið af stað áður en tilkynnt var um eldinn
Klp—Reykjavik — Um klukkan
hálf þrjú i gær kom upp eldur i
skúr, sem er áfastur fæðingar-
deild Landspitalans. Varð mikill
handagangur i öskjunni, þegar
eldsins varð vart, og var fjöldi
sængurkvenna og barna fluttur
yfir i nýbyggingu deildarinnar,
sem nú er verið að taka i notkun.
1 skúrnum, þar sem eldurinn
kom upp var geymdur óhreinn
þvottur frá fæðingardeildinni.
Var honum kastað niður i þennan
skúr i gegnum stokka , sem lágu
upp á aðra og þriðju hæð, og voru
þessir stokkar úr timbri.
Eldurinn læsti sig upp eftir
þeim og inn um glugga á bá ðum
hæðum og sviðnuðu þar karmar
ÞJOÐ-
HÁTÍÐ
JH—Reykjavik. — Ákveðið
hefur verið i öllum byggðar-
lögum landsins, nema Kefla-
vik, hvar og hvenær þjóðhátið
verður haidin i sumar, sagði
Indriði G. Þorsteinsson,
f ra mk v æm da s t jór i þjóð-
hátíðarnefndar, við blaðið i
gær. Sjálf þjóðarhátiðin á
Þingvöllum verður 28. júli eins
og kunnugt er.
Fer hér á eftir skrá um
þjóðhátiðir heima i héruðun-
um:
| 17. júniað Varmá i Mosfells-
! Framhald á bls. 8.
rrmi'iiiiBi !»■■■! iiiiwi miii ■ 11iiiu i ii iii i iii 111 n<ni■ ■ nniMnrwd
og rúður sprungu. En áður en
eldurinn náði að læsa sig um
hæðirnar, var slökkviliðið komið
á staðinn.
Liðið var á æfingu fyrir utan
Slökkvistöðina, þegar menn tóku
eftir þvi, að reyk lagði upp af
Landspitalalóðinni. Var þegar
haldið af stað og voru fyrstu
bilarnir komnir út á götu, þegar
hringt var og tilkynnt, að eldur
væri laus i fæðingardeildinni.
Þegar slökkviliðið kom þangað
hljóp helmingur liðsins inn til
þess að hjálpa til við flutning
barna og sængurkvenna, en hinn
helmingurinn réðst á eldinn • af
mikilli hörku. Var ráðið niður-
lögum hans á nokkrum minútum
og skúrinn jafnaður við jörðu.
Að sögn starfsfólks fæðingar-
deildarinnar, gengu flutningarnir
yfir i nýju álmuna fljótt og vel.
Sængurkonurnar tóku þessu yfir-
leitt vel, en sumum þeirra varð þó
nokkuð um þetta, sérstaklega brá
þeim i brún þegar rúðurnar
byrjuðu að springa og eldsúlur-
nar að skjótast inn um gluggana.
Eldsupptök eru ókunn, en
skúrinn er vanalega læstur og i
honum er ekkert rafmagn. Er
helst talið, að þarna hafi verið
um sjálfsikveikju að ræða.
1 þessuin skúr, sem er við fæðingardeild Landsspítalans, kom eldurinn
upp og læsti sig síöan upp eftir stokkunum, setn liggja upp á aðra og
þriðju hæð. (Timamynd: Kóbert).
Grænlendingar
styrktir til
íslandsferðar
Gsal—Reykjavik — Bæjarráð
Akureyrar hefur samþykkt,
að verja 200 þúsund krónunt úr
bæjarsjóði til aö auðvelda
fólki frá Narssak að.koma til
islands i kynnisför.
Sem kunnugt er, fóru Akur-
eyringar til Narssak, sem er
vinabær Akureyrar á Græn-
landi, um mán;iðarmótin júli-
ágúst á siðastliðnu sumri. Þar
dvöldust þeir i boði bæjar-
stjórnar Narssaks og rómuöu
þeir allar viðtökur Grænlend-
inga.
Narssak er 1800 manna bær
og stendur við Eiriksfjörð.
Landbúnaður og fiskveiðar
eru stundaðar jöfnum
höndum. Narssak og héraðið
þar i kring er aðalland-
búnaðárhérað Græniands, og
þar er t.d. eina sláturhús
landsins. Árið 1971 kom fyrsti
hópurinn frá Narssak til
fslands. i boði Akureyrar og
ári siðar komu þeir aftur. þá
til setu á norrænu vinabæjar-
móti, sem haldið var á Akur-
eyri.
,,Við íslendingar erum si-
fellt að styrkja vanþróaðar
þjóðir hér og þar i Asiu og
Afriku, — og það er ekkert
nema fallegt um það að
segja", sagöi Bjarni Einars-
son, bæjarstjóri á Akurevri i
samtali við Timann. ,,en við
virðumst gleyma þvi, að rétt
Framhald á bls. 8.
FORMAÐUR HÍP
SAGDI AF SÉR
vegna agremmgs
1 FUNDI i trúnaðarmannaráði
Hins islenzka prentarafélags i
gær var fjallað um kjaramál-
in. Þórólfur Danielsson for-
maður félagsins vildi hafa
samflot með heildarsamtök-
unum, þ.e. ASI, i þessum mál-
um og veita heimikl til verk-
fallsboðunar, þannig að prent-
arar færu i verkfall ásamt
öðrunv félögum, ef til þess
kæmi. Þetta vildi meiri hluti
trúnaðarmannaráðs félagsins
ekki fallast á og endalyktir
fundarins urðu þær, að Þörólf-
um verkfallsboðun
ur sagði af sér formennsku i
félaginu.
Þórólfur sagði i viðtali við
blaðið i gærkvöldi, að hann
teldi, að hér væri um grund-
vallarmál að ræða og sæi sér
ekki annað fært en að láta af
formannsstörfum, þar eð
trúnaðarmannaráðið eða
meiri hluti þess væri annarrar
sko.ðunar en ' hann i þessu
lefni .
Þórólfur kvaðst þó mundú
gegna störfum fram að næsta
aðalfundi HIP.