Tíminn - 08.02.1974, Page 4
4
TÍMINN
Hreint adrúmsloft í Moskvu
Framkv.nefnd ráðstjórnar
Moskvuborgar hefur samþ.
nýjar aðgerðir á sviði um-
hverfisverndar, er miða að þvi
fyrst og fremst að draga úr
mengun frá verksmiðjum og
velknúnum flutningatækjum.
A siðustu árum hafa 700 verk-
smiðjur og verkstæði verið flutt
út fyrir borgarmörkin, og
margar verksmiðjur hafa
verið endurbyggðar til þess að
minnka skaðlegt frárennsli.
Flestar verksmiðjur eru nú
búnar nýjustu gashreinsunar-
og rykhreinsunartækjum.
Rannsóknarstofnanir i Moskvu
hafa hér miklu hlutverki að
gegna. Þær hafa t.d. unnið að
rannsóknum og verkefnum fyrir
40 verksmiðjur i Moskvu i sam-
bandi við gashreinsun siðustu
árin með þeim árangri, að veru-
lega hefur dregið úr gas- og
rykútfalli. Rannsóknarstofnanir
og áætlunarnefndir vinna nú að
gerð nýs brennslutækjabúnaðar
fyrir Moskvu i þvi skyni að auka
enn gashreinsunina i iðnfyrir-
tækjum og orkustöðvum, svo og
að þvi að auka not þeirra á
brennsluoliu með lægra
brennisteinsinnihaldi.
Tilraunir i þá átt að bæta
. brennslunýtingu vélknúinna
flutningatækja eru mikils-
verður þáttur i ráðstöfunum til
eftirlits með loftmengun. 1
Moskvu eru nú 250 þúsund
vélknúin farirtæki, sem er
minna en i öðrum stórborgum
heims. Þess ber þó að minnast,
að fjöldi þeirra mun vaxa ört á
næstu árum og aukinn
gasútblástur þvi hafa áhrif á
hreinleika loftsins. Af þessum
sökum hefur umferðaeftirlit
rikisins eftirlit með öllum bif-
reiðum. A siðari hluta árs 1973
bannaði það notkun yfir 10
þúsund vélknúinna farartækja
sökum of mikils kolsýrings i út-
blæstri þeirra.
Stjórn Sovétrikjanna hefur tekið
ákvörðun um viðtæka notkun
fjótandi gass sem brennsluefnis
fyrir bifreiðir i Moskvu og
öðrum borgum. Munu i höfuð-
borginni einni saman 35 þúsund
bifreiðum verða breytt svo, að
þær geti notað fljótandi gas, en
útblástur þess inniheldur allt að
75% minni kolsýring en bensins.
Vegna þeirra virku ráðstafana,
sem gerðar hafa verið, er and-
rúmsloftið i Moskvu nú hreinna
en i nokkurri annarri stórborg.
Annað hvort fer ég
Nautgripaþjófar í Mercedens des Benz
Þetta er alls ekki titill á nýrri
kúrekamynd, heldur rammasta
alvara og alvarlegt vandamál,
sem Vestur-Þjóðverjar eiga við
að striða. t skjóli nætur hefur
miklum fjölda nautgripa verið
rænt á allmörgum stórbylum.
Og þessir nýmóðins naugripa-
þjófar eru vel útbúnir. Þeir
koma ekki riðandi með brenni-
merkingarjárn og reka
skepnurnar á brott, heldur nota
miklu þægilegri og skynsam-
legri aðferð. Þeir koma einfald-
lega akandi i finum bilum,
slátra gripunum á staðr.um og
hirða beztu bitana.
— Það eru greinilega kunnáttu-
menn, sem standa á bak við
þetta, segir bóndi, sem á stutt-
um tima hefur misst 12 dýr, þvi
að þeir velja ekki aðeins beztu
kjötstykkin, þegar þeir eru
búnir að slátra, þeir hafa lika
vit á að taka beztu gripina.
Vestur-þýzka lögreglan er
sannfærð um,að orsök alls þessa
sé sihækandi kjötverð, það fari
ekki á milli mála, að þessi
þokkalega iðja hljóti að vera
mjög ábatasöm.
Jesú-myndin fræga
í Arabaríki
1 yfirlýsingu frá arabisku
sendiráöunum i Róm segir, að
kvikmynd þá, sem Daninn Jens
Jörgen Thorsen hyggst gera um
Jesúm Krist’, megi alls ekki
taka i Arabalandi. Yfirlýsing
þessi barst tveimur vikum eftir,
að Thorsen hafði sagt opinber-
lega, að arabiskur oliufursti
hefði boðizt til að fjármagna
fyrirtækið og lána land til töku
ekki tekin
myndarinnar. Arabisku sendi-
ráðin leggja áherzlu á að
margir mánuðir séu siðan
Arabahöfðingjar voru
aðvaraðir gegn þvi að fjár-
magna eða leyfa töku<,kvik-
mynda um lif spámanna
Mýhammeðs, þar eð slikt yröi
ekki látið viðgangast. Og
Arabar telja einmitt Jesúm
Krist i flokki þessara spá-
manna.
Kaldlyndasti faðir, sem heyrzt
hefur um undanfarin ár ku vera
stærðfræðingurinn Roy French,
sem er 25 ára gamall. Hann hef-
ur sett eiginkonu sinni kosti.
Annað hvort gefur hún þriðja
barn þeirra eða hann skilur við
hana. — Hún verður að velja á
milli min og barnsins, segir
Roy. — Ég hata smábörn, bætir
hann við, en þau Jean kona hans
og hann eiga nú þrjú börn. —
Ég þoli ekki öskrin i börnunum,
en hef þó getað vanizt þeim
tveim, sem fyrir voru, en ég get
alls ekki hugsað mér það þriðja.
Faðirinn kallar aldrei barnið
með nafni, heldur segir alltaf
,,það” þegar hann ræðir um
það, en hér er reyndar á ferðinni
litill drengur. David. David litli
er enn heima hjá móðurömmu
sinni og hefur verið þar, frá þvi
hann og móðir hans komu af
fæðingardeildinni. Roy French
og fjölskylda hans búa i fallegu
húsi i Widnes i Lancashire i
Englandi. Jean kona hans hefur
sætt sig við afstöðu manns sins.
Hún segir: Auðvitað elska ég
barnið mitt, en ég elska þó
manninn minn meira. Til þess
að bjarga hjónabandinu ætlar
hún að gefa David litla, en
reyna svo að hugga sig við að
hugsa um Richard og Robert,
sem eru sex og tveggja ára
gamlir. — Tvö börn eru meira
en nóg, segir Roy. Ef Jean elsk-
ar barnið meira en hún elskar
mig, verður hún að velja það, og
ég hverf á braut!
eða barnið
DENNI
DÆMALAUSI
„Uppþvottavélin” okkar varð vit-
laus og hætti.
®ir>3/a