Tíminn - 08.02.1974, Qupperneq 15
Föstudagur 8. febrúar 1974.
TÍMINN
15
Umsjón og ábyrgð: Samband ungra framsóknarmanna.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn fyrir hönd stjórnar SUF: Ólafur. Ragnar
Grimsson, Pétur Einarsson.
Unga fólkið vill herinn burt!
Æskulýðssa mtök fjögurra
st jórnm álaflokka hafa gert
svohljóðandi samþykkt:
„S a ni b a n d u n g r a
framsóknarmanna, Samband
ungra jafnaðarmanna,
Æskulýðsnefnd Alþýðubanda-
lagsins, og Æskulýðsnefnd
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna krefjast þess, að rikis-
stjórnin standi við það loforð
sitt, að allur her verði horfinn
frá islandi fyrir lok kjörtima-
bilsins.
Rikisstjórninni ber nú þegar
skylda til að leita heimildar
Alþingis til uppsagnar varnar-
samningsins við Bandariki
Norður-Ameriku frá 1951 og
beita þeirri heimild, ef ekki
næst samkomulag um brottför
alls herliðs i fyrirhuguðum
febrúarviðræðum islendinga og
Bandarikjamanna.
Þurfi herflugvélar á vegum
NATO að fá lendingarleyfi hér á
landi i sérstökum tilfellum, eftir
að samningurinn er úr gildi
fallin, skal allri fyrirgreiðslu viö
þær vera eins háttað og við
aðrar flugvélar. öll störf á
Keflavikurflugvelli, þar með
talin flugþjónusta og löggæ/.la,
skulu að sjálfsögðu vera i hönd-
um íslendinga.”
Forystugrein
Framsóknarflokkurinn
og brottför hersins
Á flokksþingi Framsóknarflokksins 1967 varð einróma samkomu-
lag um þá stefnu i herstöðvamálinu, að bandariski herinn ætti að
fara af landinu i áföngum á einu kjörtimabili. Fyrir þann tima var
stefna flokksins i aðalatriðum sú, að með tilliti til fyrirvarans frá
1949 um, að hér ætti ekki að vera her né herstöðvar á friðartimum,
væri rétt að herinn færi úr landinu þegar fært þætti. Arið 1967 var
sem sagt kveðið mun fastar að orði og þvi lýst yfir, að herinn ætti
að fara á tilteknu timabili.
Á flokksþinginu 1971 var þessi stefna skýrt itrekuð og brottför
hersins gerð að einu af átta stærstu baráttumálum Framsóknar-
flokksins i þingkosningunum það ár.
Við myndum núverandi rikisstjórnar var fullt samkomulag milli
stjórnarflokkanna um, að framkvæma ætti þessa stefnu á þvi kjör-
timabili vinstri stjórnarinnar, sem nú er rúmlega hálfnað. t mál-
efnasamningnum var þvi ákveðið, að samningurinn við Bandaríkin
frá 1951 skyldi tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar i þvi skyni,
að bandariski herinn færi brott af landinu, og gefið skýlaust fyrir-
heitum, að þessi brottför ættisér staðá kjörtimabilinu.
Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, sagði um þessa ótviræðu
stefnuyfirlýsingu á miðstjórnarfundi SUF I nóvember 1971:
„Stefnumark okkar er það, að við viljum, að hið erlenda varnarlið
hverfi úr landi i áföngum, og ósk okkar er sú, að það geti átt sér stað
á kjörtimabilinu. Ákvæði málefnasamnings rikisstjórnarinnar eru
samhljóða stefnu Framsóknarflokksins, sem áréttuð hefur verið á
mörgum flokksþingum. Þvi verður að ætla, að mikill meirihluti
okkar fólks geri sér vonir um, að varnarliðið geti farið,nema eitt-
hvað sérstakt komi til”.
Hina siðustu mánuði hefur krafan um, að skýlaust verði staðið við
þetta fyrirheit, verið samþykkt á ýmsum kjördæmisþingum fram-
sóknarmanna, svo sem i Norðurlandskjördæmi vestra, á Vestur-
landi, Suðurlandi og nú siðast i Reykjaneskjördæmi. Krafan um, að
staðið verði að fullu og öllu við fyrirheitið um brottför hersins á
kjörtimabilinu, er þvi borin fram af trúnaðarmönnum Fram-
sóknarflokksins um allt land.
Forystan hvött til
að svíkja stefnuna
Margir framsóknarmenn hafa lengi bent á, að innan Fram-
sóknarflokksins vaíri hópur manna, sem i reynd væri ekki sammála
ýmsum grundvallaratriðum istefnu flokksins. Þessi hópur vildi t.d.
áframhaldandi hersetu i landinu. Jafnframt hefur verið bent á, að
þessi hópur, sem er fyrst og fremst á Reykjavikursvæðinu, hefði, i
krafti aðstöðu og fjármagns, slik áhrif og völd innan flokksins, að
óeðlilegt væri, jafnt með tilliti til raunverulegra skoðana sem og
fylgis hópsins meðal flokksmanna.
Sumir af forystumönnum flokksins hafa mótmælt þessu harðlega,
og fullyrt, að „illgresið” i flokknum væri með ,,róg” um „góðu
ræktunarmennina”, sem unnið hefðu mikið og fórnfúst starf fyrir
Framsóknarflokkinn.
Nú hafa hins vegar sumir af forystumönnum þessa valdahóps
komið út úr skúmaskotunum, þar sem þeir hafa lengi falið sig,
þannig að flokksmenn og reyndar alþjóð má þá bæði sjá og heyra.
Þessir menn hafa afhent forystumönnum flokksins sérstakt ávarp,
ásamt undirskrift 32 manna, sem reyndar segjast afhenda ávarpið
fyrir hönd 170 framsóknarmanna. Hverjir þessir 138 huldumenn
eru, fá flokksmenn ekki að vita. Helst er að fá um þá upplýsingar á
siðum Morgunblaðsins, sem reyndar virðist hafa fengið samkeppni
frá Timanum undanfarið sem málgagn hernámssinna i landinu.
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa framsóknarmanna, að þessir
„máttarstólpar Framsóknarflokksins", eins og ihaldið kallar þá,
láti nafna sinna getið.
Avarp þessara 32 ,,170-menninga” felur i reynd i sér áskorun til
forystumanna flokksins um að svikja þá stefnu, serh flokksþing
Framsóknarflokksins hafa einróma mótað hvað eftir annað og sem
kjördæmisþing viða um landið hafa itrekað nú hina siðustu mánuði.
Jafnframt felur það I sér áskorun til ráðherra og þingmanna
flokksins að fella með slíkum svikum núverandi rikisstjórn frú
völdum.
Það er þvi ekki að furða, að Morgunblaðið rjúki upp til handa og
fóta og fagni þessum 32 „máttarstólpum Framsóknarflokksins”
sem sönnum skoðanabræðrum ihaldsins, eða eins og Morgunblaðið
sagði 1. febrúar s.l.:
„Undir hvert einasta orð, sem I þessari yfirlýsingu stendur, getur
Morgunblaðið tekið”.
Morgunblaðið fagnar alveg sérstaklega þeirri yfirlýsingu þessara
32 ,,170-menninga”, að ekki sé tímabært „að gera grundvallar-
brcytingar á núverandi öryggismálasamstarfi við Bandarikin og
Atlantshafsbandalagið”. Og blaðið heldur áfram i fagnandi tón:
„Askorun þessi mun þykja miklum tiðindum sæta og efla stöðu
þeirra ábyrgu afla i þingflokki Framsóknarflokksins og rikisstjórn,
sem vilja fara mjög varlega i allar breytingar á fyrirkomulagi
varnanna”.
Enginn hyggst banna þessum 32 mönnum að hafa hvaða þá skoð-
un á herstöðvamálinu, sem þeir vilja. Og þeim er auðvitað einnig
heimilt að koma þeirri skoðun sinni á framfæri með hverjum þeim
hætti, sem þeir telja heppilegast.
Hins vegar hlýtur það að vera ámælisvert framferði gagnvart
flokksmönnum, að hafa ekki látið þessa skoðun koma ótvirætt I ljós
á flokksþingum framsóknarmanna, þar sem stefna flokksins hefur
verið mótuð. Þar heyrðust ekki þær raddir þessara manna, sem nú
hljóma sem ástaróður i eyrum Morgunblaðsmanna. Þvert á móti
hafa margir þessara manna staðið að samþykktum flokksþinganna
um brottför hersins. Slikur tviskinnungur er óverjandi.
Það er cinnig óvcrjandi, að forysta flokksins láti það nú liðast, að
þeim mönnum, sem hvatt hafa hana til að svikja grundvallaratriði i
stefnu flokksins, skuli áfram vera falið að túlka stefnu flokksins fyr-
ir landsmönnum.
Og það er sömuleiðis óverjandi, ef forysta flokksins lætur sjónar-
mið þessara manna — jafnt þeirra, sem skrifað hafa undir, og
hinna, sem róa ú bakvið, en dvelja enn I skúmaskotunum — verða til
þess, að reynd verði einhver „millilausn”, sem enginn getur sætt
sig við. 1 þessu máli er einfaldlega ekki um neina „millilausn” að
ræða. Annað hvort fer herinn, eða hann fer ekki. Það þarf engan
speking til að sjá, að herinn getur ekki bæði farið og veriö. Allar til-
lögur, sem gera ráð fyrir áframhaldandi starfsemi erlends hers á
Keflavíkurflugvelli, gera um Ieið ráð fyrir, að her verði áfram i
landinu.
Það fer ekki lengur framhjá neinum, að sá djúpstæði málefna-
ágreiningur, sem er innan Framsóknarflokksins, er sifellt að koma
skýrar I ljós. Við, sem höfum barizt fyrir þvi, að sú stefna, sem
flokksþing hafa markað, verði undanbragðaiaust framkvæmd,
hljótum aðberjastaf alefli gegn öllum þeim, sem vilja svikja stefnu
flokksins.
Allir flokksmenn, sem trúa á grundvallaratriðin i stefnu Fram-
sóknarflokksins, liljóta að taka þátt i þeirri baráttu. Við skulum þvi
sýna vilja okkar i verki og slá skjaldborg um skýra stefnu flokks-
þinga Framsóknarflokksins, og tryggja framgang hennar. Stjórn
SUF hefur sent frá sér yfirlýsingu um, með hvaða hætti eðlilegt er
að framkvæma þá stefnu. Fréttatilkynning þar um var send Timan-
um, eins og öðrum fjölmiðlum, en hefur ekki birzt þar enn.
1 þessari yfirlýsingu er gert ráðfyrir að Bandarikjamönnum
verði afhentar lokatillögur Islendinga, sem feli i sér eftirfarandi
meginatriði:
1. Allur bandariskur her verði af landinu fyrir 1. marz 1975. Brott-
flutningurinn eigi sér stað i áföngum fram til þess tima. Jafn-
framt falli varnarsamningurinn frá 1951 úr gildi frá og með sama
tima.
2. Til þess að uppfylla skyldur sinar við NATO vegna NATO-samn-
ingsins og fyrirvarans frá 1949, fallist tslendingar á eftirfarandi
fyrirgreiðslu við NATO:
a. Herflugvélar á vegum NATO fái hér á landi lendingarleyfi
vegna viðgerða og til eldsneytistöku i sérstökum tilfellum.
b. Þessi þjónusta við NATO-herflugvélar verði í höndum inn-
lendra aðila eins og önnur þjónusta við flugvélar á Keflavikur-
flugvelli.
c. Löggæzlustörf á Keflavikurflugvelli verði aö öllu leyti I höndum
islenzku lögreglunnar og undir islenzkri stjórn.
d. Hafi NATO áhuga á, að radarstöövarnar á Suðurnesjum og
Hornafirði verði starfræktar áfram, muni islendingar taka við
rekstri þeirra og reka þær á sama hátt og innlendar radar-
stöðvar aÁrar.
Gert er ráð fyrir, að jafnframt þvi, sem þessar lokatillögur verði
lagðar fram, óski rikisstjórnin eftir heimild Alþingis til að segja
samningnum frá 1951 upp. Þessi heimild liggi siðan fyrir, þegar
frestui, sem Bandarikjamönnúm verður gefinn til að svara lokatil-
lögunum, rennur út. Verði svar Bandaríkjamanna ekki jákvætt,
beri að nota heimildina og segja samningnum frá 1951 upp til að ná á
þann hátt ofangreindum markmiðum.
Með þessu móti væri stefna Framsóknarflokksins og fyrirheit
málefnasamningsins framkvæmt á eðlilegan hátt. Sýnum þá sam-
stöðu, sem dugir til að sannfæra alla stjórnarsinna um, að fráhvarf
frá slikri skýlausri framkvæmd fyrirheitsins verður alls ekki þolað.
, —EJ.
Fylkjum okkur um
stefnu flokksþinganna
Stefnan verði fram-
kvæmd undanbragðalaust
JÖN SKAFTASON er alþingis-
maður framsóknarmanna i
Reykjaneskjördæmi. Hann sat
sem slikur siðasta kjördæmis-
þing framsóknarmanna, sem
haldið var i Hafnarfirði 25.
nóvember 1973. Hann var i
stjórnmálanefnd þingsins og
samþykkti þar tillögu i varnar-
málum, sem þingið siðan gerði
að sinni.
1 tillögunni fagnar þingið þvi
„að nú stendur yfir formleg
endurskoðun á varnar-
samningnum við Bandarikin frá
1951. Þingið telur, að ef endur-
skoðunin leiðir ekki til nýrra
samninga við Bandarikjamenn
á endurskoðunartímanum
hljóti tslendingar að segja
samningnum einhliða upp.
Leggur þingið áherzlu á þá
stefnu rikisstjórnarinnar og
Framsóknarflokksins, að stefnt
skuli að þvi, að bandariska her-
liðið hverfi af landi brott fyrir
lok kjörtimabilsins.”
Eitt meginefni þessarar
samþykktar er, að það er
ákveðið fyrirfram, að ef endur-
skoðunin leiðir ekki til sam-
komulags, þá skuli einhliða
uppsögn koma til af islendinga
hájfu.
,'iri Skaftason er álþingr#-
muður framsóknarmanna í
ReyKjar.eskjördæmi. Han:: situr
þv. i þingflokki F'ramsóknar-
flokksins. Hann lét bóka þar
sérstakan fyrirvara i varnar-
málum 21. janúar 1974. Þennan
fyrirvara hefur hann birt ásamt
athugasemdum i blöðum, svo-
hljóðandi:
„Ég hef ekkert við það að at-
huga, að utanrikisráðherra
leggi þessa punkta fram sem
sina I rikisstjórninni sem um-
ræðugrundvöll, eða að hann
leggi þá fram i viðræðum við
Bandarikjamenn. Ég undir-
strika, að náist ekki samkomu-
lag um þá við Bandarfkja-
menn, er ég ekki bundinn fyrir-
fram um stuðning við upp-
s a g n a r t i 1 1 ö g u v a r n a r -
samningsins skv. 7. grein, er
kynni að vera flutt."
Og athugasemdin:
„Afstaða min i þessu máli
hefur allt frá byrjun verið sú, að
þá fyrst, þegar endurskoðun er
lokið og niðurstöður hafa verið
kynntar i þingflokki fram-
sóknarmanna, sé timabært að
taka afstöðu til tveggja kosta.
þ.e. annars vegar uppsagnar
samningsins og hins vegar
breytts samnings. Þessari
stefnu re.vni ég að framfylgja
eftir getu og bind mig hvergi
fyrirfram.”