Tíminn - 08.02.1974, Side 17
Föstudagur 8. febrúar 1974.
TÍMINN
17
I
1
I
TIMINN
SJONVARP
10. til 16. februar
Sunnudagur
10. febrúar
17.00 Endurtekið efni. St.
Jakobs drengjakórinn. Kór
kirkju heilags Jakobs i
Stokkhólmi syngur i sjón-
varpssal. Félagar úr ung-
lingakór kirkjunnar að-
stoða. Söngstjóri Stefán
Sköld. Áður á dagskrá á
jóladag 1973.
17.25 b'rans litli. Sovésk leik-
brúðumynd. Áður sýnd i
Stundinni okkar á Þorláks-
messu 1973. Þýðandi Hall-
veig Thorlacius.
17.40 Hættulegir leikfélagar.
Sovézk mynd um sirkuslif
og tamningu villidýra. Þýð-
andi Lena Bergmann. Aður
á dagskrá 12. nóvember
1973.
18.00 Stundin okkar. Meðal
efnis i þættinum er norsk
teiknimynd og mynd um
töfraboltann. Einnig verður
sýndur leikþáttur um Hatt
og Fatt og leikbrúðumynd
um Róbert bangsa, og ioks
verður farið i Sædýrasafn-
ið, til þess að fræðast um
hrafna og refi. Umsjónar-
menn Sigriður Margrét
Guðmundsdóttir og Her-
mann Ragnar Stefánsson.
18.50 Gitarskólinn Gitar-
kennsla fyrir byrjendur. 1.
þáttur endurtekinn. Kenn-
ari Eyþór Þorláksson.
19.30 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Það eru komnir gestir.
Elin Pálmadóttir ræðir við
Sigurð Karlsson og Þóri
Björnsson i sjónvarpssal.
21.25 Þeir hafa skotið forset-
ann. Leikin, bandarisk
heimildarmynd um morðið
á Abraham Lincoln,
Bandarikjaforseta, árið
1865, aðdraganda þess og
eftirmál. Þýðandi og þulur
er Ingi Karl Jóhannesson.
22.15 Lygn streymir Don.
Sovésk framhaldsmynd
byggð, á samnefndri skáld-
sögu eftir Mikhail Sjólókov.
2. þáttur. Þýðandi Hallveig
Thorlacius. Efni 1. þáttar: 1
þorpinu Tatarsk búa
Kósakkar sig til herþjón-
ustu og konur þeirra fylgja
þeim úr hlaði. Þeirra á
meðal er Aksinja, kona
Stepans. Fljótlega eftir
brottför eiginmannsins tak-
ast miklar ástir með henni
og Grigori, granna þeirra
hjóna. Faðir Grigoris kemst
að þessu og bregst reiður
við. Hann biður stúlku, sem
Natalja heitir, til handa syni
sinum, en skammt er iiðið
frá bráuðkaupinu, er
Grigori tekur að leiðast
hjónabandið. Hann gerir
upp sakirnar við föður sinn
og stekkur siðan á brott með
Aksinju. Þau ráða sig i vist
hjá hershöfðingja nokkrum.
En brátt er Grigori kallað-
ur til herþjónustu. Hann
særist litillega og kemur
heim aftur, en kemst þá að
þvi að Aksinja hefur verið i
tygjum við son hershöfðingj-
ans. Grigori ber þau bæði til
óbóta, og snýr að þvi búnu
aftur til föðurhúsanna og
löglegrar eiginkonu sinnar.
24.00 Að kvöldi dags. Séra
Þórir Stephensen flytur
hugvekju.
00.10 Dagskrárlok.
Mánudagur
11. febrúar
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Það er þeim fyrir bestu.
Bresk fræðslumynd um
rannsóknir á hegðun og
hátterni villtra dýra i
Amerfku með það fyrir aug-
um að forða tegundum frá
aldauða. Þýðandi Guðrun
Jörundsdóttir.
20.55 i heimi Adams.
Sjónvarpsleikrit eftir
danska rithöfundinn Leif
Panduro. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir. Aðal-
persóna leiksins er mið-
aldra lögfræðingur, Adam
að nafni. Hann vinnur hja
stóru tryggingafyrirtæki og
þykir þar góður starfskraft-
ur. En einkalif hans er
undarlegt á margan hátt.
(Nordvision—Danska
sjónvarpið).
22.30 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
12. febrúar
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og aúglýsingar.
Að Iieiðargarði John Cannon ásamt Victoriu og Buck.
Þaðeru komnir gestir. Elin Pálmadóttir ræðir við Sigurð Karlsson og Þóri Björnsson.
I
Ugla sat á kvisti. Stjórnandi þáttarins Jónas R. Jónsson.
20.30 Skák. Stuttur bandarisk-
ur skákþáttur. Þýðandi og
þulur Jón Thor Haraldsson.
20.40 Valdatafl. Breskur fram-
haldsmyndaflokkur. Annar
hluti. 1. þáttur. Æ sér gjöf til
gjalda. Þýðandi Jón O.
Edwald. Valdataflið er hér
sem fyrr teflt af stjórnar-
mönnum i stóru verktaka-
fyrirtæki og veitir ýmsum
betur. Aðalhlutverkin leika
Patrick Wymark, Clifford
Evans, Peter Barkworth,
Rosmary Leach og Barbara
Murray.
21.30 Heimshorn. Frétta-
skýringaþáttur um erlend
málefni. Umsjónarmaður
Sonja Diego. Managua.
Bresk fréttamynd frá
Managua, höfuðborg
Nicaragua, og ástandið þar
nú, þegar eitt ár er liðið frá
jarðskjálftanum mikla, sem
lagði borgina i rúst. Þýð-
andi og þulur Óskar Ingi-
marsson. Jóga til heilsubót-
ar. Bandariskur mynda-
flokkur með kennslu i jóga-
æfingum. Þýðandi og þulur
Jón O. Edwald.
Dagskrárlok.
Miðvikudagur
13. febrúar
18.00 Maggi nærsýni. Teikni-
mynd. Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir.
18.05 Skippi. Ástralskur
myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.30 Gluggar. Breskur
fræðslumyndaflokkur. Þýð-
andi og þulur Gylfi Gröndal.
18.50 Gitarskólinn Gitar-
kennsla fyrir byrjendur. 2.
þáttur. Kennari Eyþór Þor-
láksson.
19.20 Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Lif og fjör i íæknadeild.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
20.55 Nýjasta tækni og visindi.
Læknisfræði og geimkönnun
Kohoutek fer frá sólu og
geimflaug hjá Júpiter. ts i
gufuhvolfinu. Náttúruvernd
I fenjalandi. Umsjónarmað-
ur Ornólfur Thorlacius.
21.25 íþróttir Sjónvarpsupp-
taka frá frjálsiþróttamóti,
sem fram fór siðastliðinn
laugardag. Umsjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
21.55 Nótt veiðimannsins.
(The Night of the Hunter).
Bandarisk biómynd frá ár-
inu 1955, byggð á sögu eftir
Davis Grubb. Leikstjóri
Charles Laughton. Aðal-
hlutverk Robert Mitchum,
Shelley Winters og Lillian
Gish. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen. Mynd þessi er
tæpast við hæfi barna. Sag-
an hefst á þvi, að maður
nokkur rænir banka og feiur
ránsfenginn i brúðu dóttur
sinnar. Hann er tekinn
höndum og Uflátinn fyrir
ránið. En klefafélagi hans
ákveður að komast yfir féð
og svifst einskis tilaþ ná þvi
takmarki.
23.25 Dagskrárlok.
Föstudagur
15.febrúar
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Að Heiðargarði.
Bandariskur kúrekamynda-
flokkur. 3. þáttur. Skuggi
lortiðar. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
21.25 Landshorn. Frétta-
skýringaþáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður
Guðjón Einarsson.
22.05 Gestur kvöldsins.
Bandariski þjóðlagasöngv-
arinn Pete Seeger syngur
bresk og bandarisk lög og
ieikur sjálfur undir á gitar
og banjó. Þýðandi Heba
Júliusdóttir.
22.35 Dagskrárlok.
17.00 íþróttir. Meðal efnis eru
myndir frá innlendum
iþróttaviðburðum og mynd
úr ensku knattspyrnunni.
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
19.25 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
19.45 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Söngelska fjölskyldan.
Bandariskur söngva- og
gamanmyndaflokkur. Þýð-
andi Heba Júliusdóttir.
20.50 Ugla sat á kvisti. t þess-
um þætti verður enn rifjuö
upp dans-og dægurlagatón-
list frá liðnum árum.
Brugðið verður upp mynd
frá litlum dansstað, eins og
hann hefði getað litið út á
árunum 1945-50. Hljómsveit
Björns R. Einarssonar.
skipuð hljóðfæraleikurum
frá þeim tima. leikur jass-
og Dixielandtónlist. og
einnig verða flutt ýmis
skemmtiatriði. Umsjónar-
maður Jónas R. Jónsson.
21.30 Alþýðulýðveldið Kina.
Breskur fræðslumynda-
flokkur um Kinaveldi
nútimans. 6. þáttur. Þvð-
andi og þulur Gylfi Pálsson.
21.55 lleilsa fylgir hófi. Stutt
teiknimvnd um heilsusam-
lega lifnaðarhætti.
22.05 i skóla lifsins. (Le
chemin des écoliers).
Frönsk biómynd frá árinu
1959. byggð á sögu eftir
Marcel Ayme. Leikstjóri
Michel Boisrond. Aðalhlut-
verk Francoise Arnoul.
Alain Delon og Jean-Claude
Brialy. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir. Myndin gerist i
Parisarborg i heims-
styrjöldinni siðari. Ungur
skólapiltur kemst i kynni
við svartamarkaðsbrask-
ara. og i hópi þeirra er ung
og tælandi stúlka. sem hon-
um fellur alar vel i geð.
23.35 Dagskrárlok.
1
Laugardagur 16. febr*
1^7 AA íKi’nHit' MoJSqI ofnic orn
I
I
I
I
l
I