Tíminn - 08.02.1974, Qupperneq 19
Föstudagur 8. febrúar 1974.
TÍMINN
J9
Vilja koma á samstarfi kennara,
foreldra og nemenda
SJ-Reykjavik. — 1 haust kom unnt sé að koma á sliku
fram sú tillaga i borgarstjórn samstarfi.
Reykjavikur að stofna samstarfs- Hugmyndin er að i samstarfs-
nefndir i skólum borgarinnar. nefndunum eigi sæti skólastjóri,
Fræðsluráð hefur haft mál þetta yfirkennari, tvennir foreldrar,
til meðferðar og leggur til að tveir nemendur og tveir
borgarstjórn feli skólastjórum að kennarar. Fræðsluráð leggur
kanna hver við sinn skóla, hvort m.a. til að fundir samstarfs-
Viðlagasjóður:
Aðeins 25% viðlaga-
gjalds innheimt!
nefnda séu haldnir svo oft
sem þurfaþykir, en ekki sjaldnar
en fjórum sinnum á skólaárinu.
Markmið samstarfsnefna á að
vera að vinna að heill nemenda,
styrkja samskipti skóla og
heimila og styðja starfsemi
skólans i hvivetna. Þá eiga
nefndirnar að vera skólayfir-
völdum til ráðuneytis og
foreldrum og nemendum til leið-
beiníngar um vinnuskilyrði
nemenda og annan aðbúnað i
skóla, heimanám, félagslif og
tómstundaiðju,neyzluvenjur, nesti
og skólamáltiðir, agareglur i
skólum og viðurlög við brotum á
þeim.
S.P. — Reykjavik. — Innheimta
Viðlagasjóðs á viðlagagjaldi af
sveitarfélögum hefur gengið sér-
lega illa, sem marka má af því,
að nú um áramótin hafði Viðlaga-
sjóður aðeins fengið inn um 25%
af þvi, er álagt var. Hlýtur það
að teljast harla litið, þegar
sveitarfélögin eru sjálf búin að
innheimta þetta 80-90%. Að sögn
Framkvæmdastjóra Viðlaga-
sjóðs, Hallgrims Sigurðssonar,
gildir þetta almennt um sveitar-
félögin i landinu. Sárafáir hafa
borgað nokkuð siðan um áramót.
Alagðar voru 674 milljónir, en
um áramótinhafði Viðlagasjóður
fengið 169 milljónir. Sé miðað
við, að sveitarfélögin hafi verið
búin að innheimta 80% af þessum
674milljónum, þá eru þau búin að
fá i kassann 539 milljónir.
— Þetta þýðir bara það, að við
erum með samsvarandi skuld i
Seðlabankanum, sem við borgum
af, sagði Hallgrimur.
674 milljónirnar voru lagðar á
með 1% viðlagagjaldi á útsvars-
skyldar tekjur á árinu 1973, og
siðan viðlagagjald á gjaldstofn
aðstöðugjalds, sem nemur 35% af
hundraðshluta þess, sem á var
lagður sem aðstöðugjald árið
Nýtt dag-
heimili í
Reykjavík
SJ-Reykjavik — Undanfarið hafa
farið fram breytingar á húsi
Thorvaldsensfélagsins við
Dyngjuveg, þar sem vöggustofa
þess er. Börnum þar hefur farið
fækkandi undanfarið, enda eru nú
fjögur fjölskylduheimili starfandi
i borginni fyrir börn, sem þurfa
vistun allan sólarhringinn. Fimm
til sjö börn eru á hverju þessara
heimila, og auk þess eru 15-18
börn á heimili við Dalbraut.
Ætlunin er að taka 38 börn á
aldrinum þriggja mánaða til um 2
1/2 árs á dagvöggustofu og
dagheimili i húsi Thorvaldsens-
félagsins i vor. Félagsráðgjafi
Barnavinafélagsins Sumargjafar
mun taka ákvörðun um vistun
barna á þessu heimili eins og
aðrar dagvistunarstofnanir
borgarinnar, en sem kunnugt er
biða margir eftir dagvistunar
rýmum fyrir börn einkum á
aldrinum 3 mánaða til 2 ára.
Þá hafa einnig verið gerðar
breytingar á húsi Thorvaldsens-
félagsins með tilliti til' þess að
börnin, sem þar eiga heimili sitt
munu nú skiptast i tvo hópa, 10-11
börn i hvorum. Eftir þessa
breytingu er ætlunin að börnin
verði á heimilinu fram á
unglingsár eða eins lengi og þau
þurfa á að halda.
, liiiw
Ávallt
fyrstur
r
a
morgnana
1971. Sveitarfélögin innheimta
sem sagt samkvæmt þessum
tveim liðum.
— Ég veit ekki enn, hvað við
gerum i þessu, sagði Hallgrimur
— Fjárhagur sveitarfélaganna er
vafalaust slæmur, — ég hefi ekki
trú á þvi, að þeir séu að gera þetta
að gamni sínu. Hins vegar er það
spurning, hvort þau hafa nokkra
heimild til að gera þetta. En það
er útilokað annað, en að þau
verða að borga okkur vexti frá
áramótum.
Við spurðum Hallgrim, hvort
ekki eitt einasta sveitarfélaga
hafi gert skil — Ég þori ekki að
segja um það sagði hann. Það
kynnu að vera einhverjir smærri
hreppar, sem hafi klárað sig
alveg. Annars er þetta svipað hjá
öllum sveitarfélögunum.
OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD
MIKLABRAUT
FAKUR
STALBORG )>)
KAUPGAROUR #/V
/ f
.CT œ
Kaupgarður
.... á leiðinni heim
Smiöjuvegi9 Kópavogi
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
Sendum gegn póstkröfu hvert sem er
NÝJAR VÖRUR
teknar upp í dag á efri hæð
DÖAAUR: Kjólar — Pils — Vörur frd Biba — Flauelspeysur
— Skór — Stígvél
HERRAR: Spælflauelsföt — Lord John-föt —
Leðurjakkar — Peysur — Skyrtur
Útsalan heldur ófram ó neðri hæð með 20% aukaafslætti
fró útsöluverði — sem var þó ótrúlega lógt